Þjóðviljinn - 21.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÞffÓÐVIlifflNN Sunnudagur 21. nóvember 1943. í húsi samvinnumanna íslenzkir samvinnumenn eiga hús niður við Sölvhólsgötu. í hópi þess- ara manna eiga allir íslenzkir stjómmálaflokkar fylgjendur, eins bezt sést á aðalfundi S. í. S. að Hólum í Hjaltadal í sumar. Þar sátu hlið við hlið í fundarstjóra- sæti alþingismennirnir Sigurður Þórðarson, fulltrúi Framsóknar, og Jón Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, þar var Guðgeir Jónsson forseti Alþýðusambandsins, sem er Alþýðuflokksmaður eins og kunn- ugt er, og þar var Sigfús Sigur- hjartarson, svo nefnd séu dæmi. í þessu húsi íslenzkra samvinnu- manna hafa nokkrir pólitískir brask arar boðið sér inn, þar halda þeir fundi og gera samþykktir sjálfum sér til skammar, og samvinnumönn- um og öðrum sæmilegum mönnum til óþurftar. Tíminn segir frá Að því er Tíminn hermir, hafa braskarar þessir setzt í hús sam- vinnumanna í síðustu viku og virð- ast þeir Jón, sá er kjötið urðaði, og Sveinbjörn, sá er kvað sér það „sanna ánægju“ að neita kerlingum í Reykjavík um smjör, hafa stjóm- að innrásarliðinu. Liðið gerði eftirfarandi samþykkt, að því er Tíminn segir: „Fundur Framsóknarmanna í Revkjavík 18. nóv. 1943, lítur svo á,. að sókn sú, sem nú er beint gegn bændum og samvinnufélögum lands ins með skefjalausum skrifum dag- blaðanna í Reykjavík og framkomn- um tillögum á Alþingi, um rannsókn á félagssamtökum bænda, eignar- námi á mjólkurstöðvum o. fl. myndi reynast stórskaðlegt neytend urr) í bæjunum, ef árangur bæri, þar sem vitandi vits er að því stefnt að hindra framleiðslu og sölu á matvælum landbúnaðarins til bæj- anna, neytendum sem framleiðend- um til stórtjóns, og skapa með því neyðarástand. Skorar fundurinn á Alþingi að stöðva fram komnar til- lögur í þessum málum“. Samþykktin þarf ekki útskýring- ar. „Sóknin“ gegn samvinnu- félögunum Það er rétt athugað hjá þeim, Framsóknarmönnum, að sótt er býsna fast, og af þó nokkurri kænsku gegn hinni óflokksbundnu samvinnuhreyfingu. Á efstu hæðinni ' húsi okkar samvinnumanna hef- ur Jónas hreiður,1 þar kennir hann ungum mönnum Framsóknarfræði. Á næstu hæð fyrir neðan er af- greitt blað okkar samvinnumanna „Samvinnan" — sami Jónas er lát- inn nota það til baráttu gegn stjóm- málaílokkum samvinnumanna, og þá fyrst og fremst sósíalistum. í þessu sama húsi heldur Fram- sóknarflokkurinn fundi sína og ekki greiðir hann húsaleigu fyrir fund- arsalinn. Allt miðar þetta að því að setja Framsóknarmerki á sam- vinnuhreyfinguna og þar með hindra útbreiðslu hennar. Samvinnuhreyf- ingin er í eðli sínu ekki flokkspóli- tísk. og henni er lífsnauðsyn að starfa í samræmi við það, flokks- streita Framsónkarmanna innan samviHnuhreyfingarinnar hefur ver- ið helzti þröskuldurinn á vegi henn- ar til meiri þroska og útbreiðslu. Það bezta, sem nú gæti hent sam vinnuhreyfinguna, er að Framsókn- armenn hættu hinni flokkslegu sókn gegn henni, geri þeir það ekki, hlýt- ur því enn að fara fram, sem verið hefur, að hægt gangi að vinna henni land við sjávarsíðuna, eða að sam- vinnuhreyfing sjávarsíðunnar klofn- ar frá samvinnuhreyfingu sveit- anna. Hvorugur kosturinn er góður. „Sókn“ gegn bændum Það er einnig rétt hjá Framsókn- armönnum, að allhörð sókn geisar nú gegn bændum. Aðalvopnið, sem beitt er í þessari sókn, er að vekja hatur milli bænda og verkamanna, en samstarf þessara stétta þýðir eflingu beggja. Þeir, sem stuðla að illindum milli stétta þessara, sækja gegn þeim báðum. Meðal sóknaraðgerða má nefna: Eyðileggingu matvæla, yfirlýsingar ' Sveinbjamar um að honum sé á- nægja að því að neita Reykvíking- um um nauðsynjavörur, og blaða- útgáfa Framsóknarmannsins Gunn- ars Bjarnasonar, þar sem hann með al annars líkir bændum við Gyðinga og borgarbúum við höfuðfjendur þeirra, nazista. Er þá Jónas sannleikurinn? Gunnar þessi segir það hlutverk sitt með blaðamennsku, að stíga á vogarskálarnar með sannleikanum þegar á hann halli. Blað hans, „Bóndinn", virðist frá upphafi hafa verið málgagn Jónasar, „Dagvinn- an“ á Akureyri nægir honum ekki, enda hefur Jónas skrifað mikið í „Bóndann". Gunnar sýnist því hafa fengið þar hlutverk að stíga á meta skálamar með Jónasi, gegn Her- manni. En er þá Jónas sannleikur- inn? Það verður eigi annað sagt, en að útgáfa þessi fari mjög vel af stað. Erindi Björns Sigfús- sonar um íslenzkt mál hafa ver ið afburðavinsæl, enda flutt af manni, sem hefur bæði þekk- ingu og víðsýni til að bera í þessum efnum. Bókin er 64 blaðsíður að stærð í fremur litlu broti og á erindasafnið að vera í því broti framvegis. Bókinni er skipt í þessa kafla: Áttu vald á málinu? „Feyskj- ur í skóginum“, Mannanöfn, Farið rétt með — skiljið rétt, Skógarnöfn, Uppruni orða og setninga, Ornefnaslcýringar og kveðjur og kurteisi. HÆTTAN Á HNIGNUN TUNGUNNAR í bók þessari ræðir Björn Sig- fússon meðal annars hættuna á hnignun tungunnar og segir svo: „Enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur, og þess vegna dettur fæstum nútíma- mönnum í hug sú hætta, að þjóðin gleymi svo miklu af orða Frumvarpið um olíu- geymana komið til tiriðju umræðu Frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðstoð við samlög útvegs- manna til að koma upp olíu- geymum, var samþykkt til 3. umræðu í neðri deild í fyrradag. Samþykkt var að fella út úr frumvarpinu ákvæði þess efnis, að almenn samvinnufélög hefðu sama rétt í þessu efni og olíu- samlög fiskimanna. Greiddu Framsóknarmenn einir atkvæði gegn því. íhaldið var á móti 6. gr. frum- varpsins, sem fjallar um rétt- inn til að taka lóðir og lóðar- réttindi, svo og olíugeyma, sem eru í eign einstaklinga eða fé- laga, eignarnámi, en sú grein var samþykkt með 16 atkv. gegn 7. Síðan var frumvarpið í heild samþykkt til 3ju umræðu. Siðferðisbrot í fyrradag kvað sakadómari upp dóm yfir 48 ára gömlum manni fyrir siðferðisbrot gegn 6 ára gömlu stúlkubarni. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og sviptur kosningarrétti og kjörgengi. forða sínum á þessum sviðum og öðrum, að hún verði and- lega fátæk við það. En sú hætta vofir nú yfir miklum hluta hennar“. „Hættan á fábreytni orðavals og þroskaleysi í meðferð tung- unnar væri hverfandi lítil, þótt einhverjir færu að berjast fyr- ir orðfæð, ef ekki væri önnur hætta á bráðri þróun fábreytni og þroskaleysis með yngstu kyn slóðinni í Reykjavík og nokkr- um öðrum stöðum, einmitt kyn slóðinni, sem hefur framtíð menningar okkar í hendi sér. Vaxandi skólamenntun getur unnið bug á þessari hneigð, bægt frá hættunni, en engan veginn er tryggt, að hún geri það. Bókaval flestra nemenda utan lexíulestrar bendir til þess, að torsótt muni með prédikun- um að umsnúa tízkunni, sem hjá þeim er háðust kvikmynd- um, og koma þeim vel á rek- spöl að lesa bækur á kjarn- bezta máli okkar. Þetta segi ég ekki í ádeilskyni en til íhug- unar. Beri ég saman Reykjavík- ur unglinga með dálitla skóla- Merk útgáfustarfsemí Auðug tunga og menning er fyrsta bókin í Erindasafni Útvarpstíðinda Fyrir nokkru skýrði Þjóðviljinn frá því að útgefendur Út- varpstíðinda, þeir Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör hefðu í hyggju að hefja útgáfu ýmissa erinda, sem flutt hafa verið í út- varpið. Fyrsta heftið er nú komið út, Auðug tunga og menning, og eru það erindi þau sem Bjöm Sigfússon hefur futt í útvarp- ið um íslenzkt mál. Athyglisverður árangur af bólusetningu gsgn kfghósta Níðurstöður úr skýrslu læhnanna er önnuðust bólusetníngu í fyn*a í síðasta tbl. Læknablaðsins skrifa þeir Níels Dungal prófessor, Skúli Thóroddsen o g Hreiðar Ágústsson um árangurinn af bólusetningu þeirri gegn kíghósta, sem fram fór hér í fyrra. Sýnir skýrsla þeirra að! 28,3% þeirra bama, sem bólusett voru, fengu engan kíghósta, en aðeins 4,9% þeirra, sem ekki voru bólusett sluppu við kíghósta. Þungan kíghósta fengu aðeins 5,3% bólusettra bama, en 11,5% óbólusettra bama. Fer hér á eftir nokkur hluti fyrmefndrar grein-^ ar í Læknablaðinu. Engar skýrslur var unnt að fá frá læknum um bólusetning- arnar og varð því að afla þeirra með öðru móti. Eyðublöð voru send foreldrum til útfyllingar, með spurningum um bólusetn- inguna og árangur af henni. Með þessu móti fengust þó ekki nothæf svör um meira en rúm- lega 100 börn. Var þá það ráð upp tekið, að ganga til foreldr- anna og spyrja um bólusetn- inguna og árangur hennar. Tveir okkar (Sk. Th. og H. Á.) fóru í húsin, þar sem mæðurn- ar urðu alla jafna fyrir svör- um. Þótt langt væri liðið frá bólusetningunni (rúmt ár) var furða hvað góðar upplýsingar mæðurnar gátu gefið, því að venjulega mundu þær nokkuð nákvæmlega hvenær barnið hafði verið bólusett og hve langt var um liðið frá bólu- setningu og þangað til það veikt ist. Reynt var að ná í skýrslur um sem flest óbólusett börn til samanburðar, en vegna þess hve mikið hafði verið bólusett reyndust óbólusettu börnin til- tölulega fá, ekki nema 122 alls. Alls fengust skýrslur um 888 bólusett börn, langsamlega flest á aldrinum 0—8 ára. Af þeim voru 770 fullbólusett, en 118 veiktust áður en bólusetningu var lokið, eða innan viku frá síðustu dælingu. í skýrslunum er gerður grein- armunur á vægum, miðlungs- þungum og þungum kíghósta. Með vægum kíghósta er átt við að barnið hafi engin sog feng- ið. Með miðlungsþungum er átt við að barnið hafi fengið 5—10 sog og með þungum að það hafi fengið yfir 10 sog á sólarhring eða- lungnabólgu. Óbólusett böm. Fjöldi % Enginn kíghósti ... 6 4.9 Vægur kíghósti ... 60 49.2 Miðlungsþungur ... 42 34.4 Þungur ............ 14 11.5 Hita fengu 30 börn, eða menntun og ýmissa landshorna fólk, sem ég hef unnið með í frumstæðu síldarþorpi. þá ber orðauðgi landshornalýðsins af, og eftir því virðist hugmynda- auðgi fara. Frh á 5. síðu. 31.1%. Meðaltími, sem börnin voru veik, var 9,8 vikur. Lungna bólgu fengu 4 börn, eða 3.3%. Bólusett börn. Fjöldi % Enginn kíghósti . . 218 28.3 Vægur kíghósti . . . 381 49.5 Miðlungsþungur . . 130 16.9 Þungur 41 5.3 Samtals 770 100.0 Hita fengu 160 börn, eða 20% Meðaltími, sem börnin voru veik, var 8,1 vika. í 44 tilfellum var meiri eða minni vörn við- höfð, til að reyna að verja börn- in smitun. Af þeim 218 börn- um, sem talið er að engan kíg- hósta hafi fengið, er ekki ugg- laust nema 7 þeirra hafi feng- ið kíghósta, því þau fengu lítils- háttar hósta, en engin sog. Lungnabólgu fengu 12 börn, eða 1.6%. Loks eru börnin, sem ekki voru fullbólusett áður en þau veiktust. Þau eru talin hér hálf- bólusett. Sum veiktust strax eft- ir fyrstu dælingu, önnur ekki fyrr en eftir að fjórðu dælingu var lokið, en innan viku frá henni, svo að barnið er smitað löngu áður en bólusetningunni er lokið. Hálfbólusett böm. Fjöldi % Enginn kíghósti . . 7 5.9 VægUr kíghósti .. . 77 65.2 Miðlungsþungur .. . 24 22.3 Þungur . 10 8.6 Samtals 118 100.0 Hita fengu 33 börn, eða 28% Lungnabólgu fengu 6 eða 5.1%. Niðurstöður. Tölurnar sýna ótvírætt að bólusettu börnin sleppa mun betur en þau óbólusettu. Rúm- lega fimm sinnum fleiri sleppa alveg við kíghóstann ef þau eru bólusett og færri fá hann þungan eða miðlungsþungan. Af bólusettu börnunum fá að- eins 22.2% þungan eða miðlungs þungan kíghósta, en 45.9 af þeim óbólusettu. Færri bólusett börn fá hita og lungnabólgu, én hinsvegar styttist sjúkdóms- tíminn ekki mikið hiá þeim bólusettu börnum sem veikjast, eða aðeins um 1.7 viku (18%).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.