Þjóðviljinn - 21.11.1943, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. nóvember 194S.
ÞJÓÐVILJINN
T
„Nú förum við, vinir mínir“, sagði lúðan 1 lægri tón.
„Ég kann bezt við mig heima“.
-----Garðar klæddi sig og flýtti sér mikið, því að
hann var hræddur um að litli fiskurinn væri að deyja
úr leiðindum. Hann tók skálina og læddist niður stig-
ann.
Þegar hann kom niður 1 fjöruna, sá hann lúðuna og
fylgifiska hennar steypa sér á höfuðið fram af bryggj-
unni. Hann fleygði Ýsu litlu í sjóinn. Hún varð frels-
inu fegin og greip sundtökin. Hinir fiskarnir fögnuðu
henni. Nú höfðu þeir losað sig við lappirnar og voru eins
og aðrir fiskar. Garðar lá á maganum á bryggjunni og
horfði á þá. Seinast sofnaði hann.
Lúðan sá það og hélt að hann mundi velta í sjóinn,
svo að hún kallaði til hans: „En að þú skulir þora að
sofna þarna, landfiskur! Þú, sem ekki kannt að synda,
veslingurinn þinn. Það er bezt, að ég kenni þér að
synda, því að það getur vel verið, að þú dettir ein-
hverntíma í sjóinn“.
Garðar óð út í sjóinn og lúðan kenndi honum sund-
tökin. „Þér gengur vel. Þú ert eins vel syntur og ég,
og miklu fljótari á fæti,“ sagði lúðan.
Kristín kom niður að sjónum og ætlaði að reka Garð-
ar heim með harði hendi. En þá sá hún bara á kollinn á
honum upp úr sjónum. Hún skildi ekkert 1 því, hvernig
hann hefði lært svona fljótt að synda, og hún hafði ekki
séð nokkurn mann synda svona vel. Hún vissi ekki, að
fiskarnir höfðu kennt Garðari að synda.
Mamma hans varð ákaflega glöð. Nú þurfti hún ekki
að vera hrædd um drenginn sinn framar, þó að hann
væri niður við sjó.
★
Hér byrjar ný framhaldssaga:
ÆVINTÝRl STRÆTISVAGNSINS
(Þýtt).
Það var einu sinni strætisvagn, sem var ákaflega
þreyttur. Hann varð að vera á ferðinni allan liðlangan
daginn, fram og aftur sömu leiðina — af torginu inn
fyrir bæ og á torgið aftur.
Það var laugardagur og fleira fólk var með vagninum
en venjulega. Og því lengra sem leið á daginn, því
meiri urðu þrengslin í vagninum. Síðasta ferðin var
verst.
„Nú spring ég“, stundi strætisvagninn. En fólk tróð
sér inn samt, þar sem vagninn stanzaði.
ÞETT4
Bærinn Helsingaeyri í Dan-
mörku á myndarlegustu elli-
heimili Norðurlanda. Þau voru'
reist á árunum kringum 1920.
Þá höfðu verkamenn fengið
meirihluta í bæjarstjórn. Elli-
heimili þetta er í þrennu lagi:
Fyrst er nokkursskonar
sjúkrahús, ætlað ósjálfbjarga
gamalmennum. Þá eru gamal-
mennaíbúðir (tvö herbergi og
dldhús, ef um hjón er að ræða)
og matreiða þau þá sjálf, en
stofnunin leggur þeim til fæð-
ið. Greiðir bærinn allan kostn-
að af því. Ellilaun fá þessi
gamalmenni ekki og renna þau
til bæjarins. í þriðja lagi hefur
bærinn reist . stórhýsi (200
íbúðir) til afnota fyrir aldrað
fólk, sem er fátækt en vinnu-
fært. Það greiðir jafnvel lítils-
háttar leigu (10 kr. á mánuði)
og sér um sig sjálft að öðru
leyti. Það nýtur ellilauna. Þau
eru í Danmörku veitt eftir 60
ára aldur.
1
ELÍ og RÓAR
SAGAEFTIR
NORSKV SKÁLDKONUNA NINI ROLL ANKER,
»----------- Áður komið af framhaldssögunni--------------------------v
R6ar Liegaard lœknir hafSi afeilið oið (onu oína, Önna, eem oar myndarlcg
háomóSir, en »uo otjómoöm, aS lœknir oi oitt óoœnna. Þaa átta fjögar börn. Hann
felldi hag til Ell Tofte, sem oar búotýra bróSur oíno en annaro liotmálari. Þaa gift-
aot, fóra til Parloar og doöldu þar um hríS. Þar oann Ráar aS oíoindalegam rann-
oóknum, oi; ;>::u hjónin bjaggust oiS aS sjá azskudraum hans rœtast — aS hann
yrSi frœgur vísindamaSur. Elí fann, aS hann saknaSi barna oinna og hafSi áhyggj-
ur af þeim.
Þau k°nru aftur til bcejarins, þar sem hann hafSi gegnt lœknisstörfum og
þaa stofnuSu heimili ásamt cldri dóttur lœknisins, Ingrid, og yngri oyni hano,
Soerre. Ingrid er iSjusöm, þrálynd og dul, og stjúpunni tekot ckk' aS ná hylli
hennar. Aftur á m&ti er Soerre henni eftirlátur. Adolf Anderoen, bakarasonurinn,
er hrifinn af Ingrid, en föSur hennar þykir hún of gott gjáforS handa bakarasyn-
inam.
Ell Tofte þyk’r anda k»lt I sinn garS frá fólkina. I þorpina. Frú Liegaard
fyrri hafSi oeriS cinsœl þar.
BYRflÐ í DAG AÐ FYLGJAST MEÐ SÖGUNNI „ELÍ OG RÓAR“/
>-------------------------------------------------------------------/
að við bakarasoninn, sem alltaf
er á næstu grösum“, sagði hún.
„Það fífl“, sagði Róar.
-----Júní kom. Stundum var
norðaustan stormur sem reif og
sleit birkilaufið. En svo komu
sólskinsdagar. Hveitið fór að
skjóta upp kollinum úti á akri
og bláfjólan deplaði augunum.
Ingrid Liegaard hafði fengið
augnahárin aftur og horfði fag-
ureyg á sumarið nálgast.
Það var annríki á heimilinu,
því að von var á gesti. Tore
Tofte stúdent, frændi Elíar var
væntanlegur. Hann átti að vera
í litla herberginu hjá Sverre.
Þar komust reyndar tæplega
tvö rúm. Ingrid hafði boðizt
til að lána herbergið sitt og sofa
sjálf í borðstofunni. En það
vildi Elí ekki heyra nefnt.
Ingrid fór þessvegna að ræsta
herbergi Sverres. Hugur hennar
var á ferð og flugi. Og hún leit
í litla spegilinn á kommóðunni
öðru hvoru. — Auðvitað var
hann montinn og leiðinlegur.
Bara að Annik væri komin’
Elí var í stofunni og Ingrid
heyrði hana syngja vorvísu.
Hún gat sungið! Ingrio roðn-
aði af illsku. Hana langaði til
að flýja eitthvað langt, langt
— helzt út í eyðiev og vera
þar.
Þegar hún hafði lokið við að
ræsta herbergið og allt var
crðið piýðilegt þar inni, fór
hún til stjúpu sinnar. Hún stað-
næmdi'd frammi fyrir henni,
álút með hangandi hendur og
sagði, að nú væri hún búin.
Elí var að raða bókum i nýja
bókahiliu sem hún hafði mál-
að sjálf.
„Þegar þú verður orðin kunn-
ug Tcre, Ingrid, skaltu biðja
hann að lesa fyrir þig kvaDi.
í bessari hillu eru allar h.væða-
bækurnar mínar. Tore er vit-
iaus í alian skáldskap. Eg het
grun um, að hann yrki sjálíur.
En það máttu náttúrlega fkki
rainnast á“.
Hún var ör af tilhlökkun, það
hlaut að verða svo gaman að
fá að hafa drenginn ú heimil-
inu svona lengi.
„Ingrid! Lofaðu mér að sauma
þér kjól. Ljósbláan kjól!“ Ing-
rid leit undan. Það lá við að
henni hitnaði sjálfri um hjarta-
ræturnar, þegar hún mætti
hlýju og glöðu augnaráði stjúpu
sinnar. Ingrid neri vandræða-
lega saman höndunum, sneri sér
við og svaraði veikróma um leið
og hún gekk út:
„Ef þú vilt. En heldur rauðan,
Elí“.
„Nei, nei“, kallaði Elí. „Ekki
rauðan! Hann á að vera blár,
eins og fallegu, bláu augun þín“
Litlu seinna sagði hún Ingrid,
að frú Helvig á Reistad hefði
boðið þeim báðum að koma
og drekka miðdegiskaffi.
Nei! Ingrid svaraði fljótmælt,
að hún færi ekki. Ætti hún að
fá sér nýjan kjól, þá ætlaði hún
að gera það strax. Hún þurfti
að fara út og skoða kjólaefni.
Frú Helvig sendi hestvagn
eftir þeim, gamlan virðulegan
vagn. Þunglamalegi ökumaður-
inn á Reistad sat á vagninum
og stjórnaði hestunum. Elí sat
í vagninum við hlið Róars. Hhn
hafði aldrei ferðast í slíku far-
artæki. Þetta var eins og ævin-
týri frá liðnum tímum. Hún
leit á Róar og brosti.
Þau námu staðar í útjaðri
bæjarins. Róar þurfti að koma
við hjá sjúklingi. Húsið var fá-
tæklegt að sjá.
Elí varð eftir í vagninum.
Hún hlustaði í leiðslu á raddir
barnanna í kring og hún heyrði
hestana bryðja mélin. Það, sem
henni var stöðugt efst í huga
þessa daga, var frændi hennar
Hún hlakkaði svo til að sjá
hann.
Róar kom aftur og settist
hjá henni. Ökumaðurinn sveifl
aði keyrinu og hestarnir lögðu
af stað. Elí leit á Róar og sá
að hann var þungbúinn.
„Hvað er að?“
„Eg get ekki bjargað honum“.
„Er það verkamaður?" spurði
Elí. Hún mundi ekki eftir, að
hún hefði heyrt neitt um þenn-
an sjúkling.
„Já, það er verkamaður.
Hann á sex börn. Hann er bara
fjörutíu og sjö ára gamall. Eg
gerði allt, sem ég gat“.
Fjörutíu og sjö ára. Jafngám-
all Róari! Hún horfði út yfir
akra og tún. Róar sat við hlið
hennar, alvarlegur með saman-
bitnar varir. Nú fyrst datt
henni það í hug, að hann vrði
að sjá og heyra margt þung-
bært, sem hún hafði ekki hug-
mynd um.
„Eg hef aðeins einu sinni ver-
ið við andlát — þegar mamma
dó,“ sagði hún lágt.
Hann leit á hana og svipur
hans varð mildari. Hann kyssti
hana á vangann.
„Eg skal segja þér, Elí. Það
er sárt, að vera ráðþrota. Hann
liggur þarna inni og bíður dauð
ans. Hann hefur óskerta líkams
krafta. Fyrir fáeinum dögum
var hann alheill. Hann lifir tæp
lega af þennan sólarhring. Eg
gat ekki fengið mig til að segja
konunni, að hún skyldi vera
vongóð. Eg bað hana bara að
reyna að bera sig vel — hans
vegna.“
Þau töluðu um dauðann. Með
an þau óku gegnum ilmandi
skóginn. Hún spurði. Hann
svaraði. Hún hafði ekki augun
af honum. Það var eins og hver
mínúta, sem eftir var af þessari
ferð væri dýrmæt.
Það stóð hávaxin kona í grá-
um, síðum kjól í húsdyrunum
á Reistad. Hún var gráhærð og
hárið greitt slétt upp frá enn-
inu. Andlitið var fölt með ör- •
smáum hrukkum, sem lágu eins
og þéttriðað net í húðinni.
Þetta hlaut að vera frú
Helvig sjálf. Hún beið þeirra,
þegar þau stigu niður úr vagn-
inum og Elí mætti augum henn-
ar. Þau voru skær. Þau voru
eins og vakir í ís, hugsaði Elí
því að andlitið var gamalt og
stirnað, en augun lifðu, ung og
snör.
Frú Helvig bauð þau velkom-
in og gekk á undan þeim inn
í húsið. Þau komu inn í rúm-
góða forstofu. Þar voru hvít-
málaðir forneskjulegir stólar og
bekkir. Þau fóru úr yfirhöfnum
Þau gengu gegnum stofur
með gömlum eikarhúsgögnum
af þeirri gerð, sem tiðkuðust
hjá efnuðum kaupmönnum um
miðja nítjándu öldina. Róar
kom við handlegginn á Elí og
benti henni á eitthvert þessara
einkennilegu húsgagna. En hún
skeytti því engu. Það var grá-
klædda konan, sem mest vakti
eftirtekt hennar. Þetta var
heimili sem brátt mundi líða
undir 'lok. Henni fannst allt
vera þegar fallið í dvala, en
bregða blundi aðeins í svip, við
fótatak gestanna.
Þau voru nú kominn inn i
þá stofu, sem beið eftir þeim.
Hún var lík hinum, að öðru
leyti en því, að þar voru blóm
•á borði og vatn sauð í spegil-
fögrum katli.