Þjóðviljinn - 24.11.1943, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1943, Síða 4
V ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. nóv. 1943. blÓÐVILJINH Útgefmdi: Sameiningarjloh^ur alþúSu — Sósíalirfcjlokkurinn. Ritstjóíi: SigurSur GuSmundnon. Stjórnn álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartaraan Ritstjórnarskrifetci'ur: Austurstrœti 12, sími 2270. Afcrfilaia og auglýsingar: SkólnvörSusiíg 19, sími 2154. Prentsmiðja: Víkingsprent h. )., GarSastrœti 17. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. landi: Kr. 5,00 á mánuði. Uti Þjóðin þarfnast fleiri fiskiskipa Sósíalistaflokkurinn flutti við aðra umræðu fjárlaganna tillögu um að ríkið legði fram 10 milljónir króna til þess að kaupa fyrir fiskiskip. Jafnframt lögðu svo þingmenn Sósíalistaflokksins fram þingsályktunartillögu, þar sem skorað var á ríkisstjórn að grennslast eftir möguleikum á fiskiskipakaupum í Svíþjóð og síðar að athuga um innflutning efnisviðar til skipabygginga. Þó að gömlu þjóðstjórnarflokkarnir dræpu þessa tillögu, þá hafa þeir síðar veitt því eftirtekt að fplkinu muni ekki allskostar lika slíkt framferði þeirra. Við 3. umræðu flytja því þingmenn Alþýðuflokksins tillögu um 9 ¥2 milljón króna til kaupa og lána í sambandi við fiskiskipaútveginn og fjárveitinganefnd leggur til að heimila ríkisst'jórn að verja 5 milljónum króna úr framkvæmd- arsjóði ríkisins tl fiskiskipakaupa. Og Morgunblaðið fer af stað og þylur sinn gamla söng um skattfrelsi fyrir stórútgerðina. Það er ekkert undarlegt þó að þjóðin spyrji í því sambandi: Megi engir fleiri eignast togara eða fiskiskip en Kveldúlfur og einhverjir, sem höfðu fengið þjóðarauðinn að láni fyrir stríð, til að kaupa skip fyrir? Mega ekki sjómenn eða aðrir starfandi. menn þjóðfélagsins eignast fiskiskip? Því má ekki eins lögleiða skattfrelsi fyrir þá? Á það að vera einkaréttur vissra fjölskyldna í landinu að afla togara á kostnað þjóðarinnar, — fyrst að fá lán til þess að afla þeirra á áhættu þjóðarinnar, — síðan að fá skattfrelsi til að eign- ast fleiri á kostnað þjóðarinnar, — og mikið má vera, ef ekki verður svo að lokum farið fram á lögboðna kauplækkun, til þess að þessar fínu fjölskyldur geti rekið þá á kostnað hinnar vinn- andi þjóðar? Annað eins hefur þekkzt áður. Og því skyldu ekki bæir og ríki eins mega eignast fiskiskipin. Eða hvar er tryggingin, sem einkaréttarmennirnir leggja fram fyrir því að fiskiskip verði nokkurntíma byggð fyrir nýbyggitigar- sjóðina? — Og tryggingin íyrir því að þó byggt verði, þá verði gert út, -t- en togararnir ekki alltaf öðru hvoru bundnir við hafnargarðinn, til þess að reyna að svelta fólkið til undanhalds. Nei, Morgunblaðinu er bezt að fara sér hægt. Ferill íslenzku stórútgerðarinnar var ekki svo fallegur 1930—’39 að íslendingar álíti það hið eina, sanna hjálpræði að Richard Thors eigi sem flesta togara. Þjóðin vill gjarnan fara að hafa hönd í bagga með því að atvinnulífið, grundvöllur tilveru hemíar, sé örugt og traust, en ekki leikvöllur ófyrirleitinna braskara, þar sem lífshamingja þúsunda er gerð að leiksoppi í tilraunum aðsópsmikillá fjár- málamanna til að safna fé. Það er eftirtektarvert mark um hve óskammfeilið Morgun- blaðið er sem málgagn þessara fjáraflamanna að það skuli opin- berlega reyna að hagnýta sér löngun þjóðarinnar og þörf á að eignast fleiri fiskiskip, til að pranga út handa skjólstæðingum sínum, ríkustu mönnum þjóðarinnar, meira skattfrelsi, á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins steindrepa á þinginu tillögu sósí- alista um 10 milljón króna framlag til fiskiskipakaupa, en sam- þykkja 20—30 milljón króna framlag til uppbótagreiðslna. Skattfrelsi handa stórútgerðinni, 20—30 milljónir króna í upp- bætur handa stórbændum, — en engin skip tryggð þjóðinni til afnota, — það er pólitík Morgunblaðsins. Og svo þykist það bera sjávarútveginn fyrir brjósti, — en meinar Kveldúlf! Þjóðin man enn, þá stjórn á sjávarútvegi landsmanna að fiskiskipastólnum fækkaði ár frá ári, en skrauthýsum stórútgerð- armanna fjölgaði að sama skapi, — að sjómenn og smáútvegs- menn urðu að lepja dauðann úr krákuskel og var bannað að borða einu sinni saltfiskinn, sem þeir sjálfir höfðu veitt, af því að hann var veðsettur bönkunum, en stórútgerðarmenn greiddu ítölskum fiskbröskurum stórfé í mútur fyrir að lækka verð á íslenzkum fiski. Þjóðin vill fá að ráða því sjálf hvernig atvinnuvegum hennar er stjórnað. Það skal gilda Iýðræði á því sviði sem öðrum. en ekkert einræði örfárra braskara. ísiendinoar vilium vér Miðvikudagur 24. nóv. 1943. — ÞJÓÐVILJINN vera Um tivað er deilt í sjálfstæðismáiinu ÖMURLEG ÁSTANDSBÓK Þá er forsætisráðherra hafði kunngert afstöðu ríkisstjórnar- innar þann 1. nóv. s. 1. varð ýmsum á að vona, að öllum sundrungartilraunum væri þar með lokið. Byggðist sú von ekki sízt á þeirri staðreynd, að dr. Björn Þórðarson hafði verið einn meðal hinna fyrri áskor- unarmanna, og auk þess flutt ræðu á fullveldisdaginn 1 fyrra, er síðar birtist í Helgafelli, þar sem hann mjög greinilega hélt fram málstað frestunarmanna í lýðveldismálinu. Virtist ekki ó- eðlilegt, að þeir hlíttu áfram forsjá slíks manns, jafnvel þótt hún væri breytt orðin til bóta. En því var ekki aldeilis að heilsa. Fáeinum dögum síðar kom á markaðinn heil bók um frestun á lýðveldisstofnun, þar Jón Sigurðsson — hinn ógleym- anlegi leiðtogi í frelsisbaráttu Islendinga. — Það er ekki fyrir undanhaldspólitík að íslending- ar hafa kallað hann „sóma Is- lands“ sverð þess og skjöld. til eftir stríð, rituð og útgefin af 14 helztu áhrifamönnum hinna 270 áhrifamanna. Bók þessi, sem heitir „Ástand ið í sjálfstæðismálinu“ og er .104 bls. að stærð, hefst að loknum formála á uppprentun sambands laganna frá 1918. Þá eru birtar hinar tvær innlendu áskoran- ir til Alþingis, sem áður getur. Verður þó að teljast harla vafa- samt að þeim 23 undirskrifepd- um hinnar fyrri, sem ekki settu nafn sitt undir hina síðari, hafi verið nokkur akkur í birtingu hennar, eins og nú er komið málum — eða voru þéir að spurðir? Má ljóst vera, að þau tíðindi gerðust í sjálfstæðismál-'71 inu á því rúma ári, sem leið milli þessara tveggja áskorana, er ærin voru til aðstöðubreyt- ingar, og á ég þar við samkomu- lagið í stjórnarskrárnefnd, sem er einn höfuðpunkturinn í mál- inu. / staður hafi nokkurntíma verið fluttur af 'annari eins auðmýkt hjartans af Dönum sjálfum, eins og þarna er gert af fjórtán ís- lendingum. Verður öllum anda ástandsbókar þessarar varla á annan veg betur lýst, en með því að tilfæra eina»eða fleiri setningar hvers höfundar fyrir sig og raða þeim einskonar „svið“. „Gerfimál án glæsibrags“, seg ir Magnús Ásgeirsson rithöf- undur. „í skjóli við ofbeldið“, bætir Tómas Guðrhundsson rithöf- undur við. „Við íslendingar gerðum sam bandssáttmálann við Dani nauð ungarlaust og fengum flestum okkar kröfum fullnægt“, segir Pálmi Hannesson rektor. „Þjóðin má ekki láta blekkja sig á ímyndaðri baráttu út á við“, segir Sveinbjörn Finnsson verðlagsstjóri. „Hverskonar raunverulegt sjálfstæði fengjum við nú, þótt form sambandsins við Dani væri afnumið?“ spyr Hallgrím- ur Jónasson kennaraskólakenn- ari. „Samkvæmt því, sem ég hef sagt hér að framan, getur hér alls ekki verið um samnings- rof að ræða af Dana hálfu“, segir Jón Ólafsson lögfræðing- ur. „Og hversvegna ættum við að beita vafasömum riftingarrétti til þess að losna við $amning- inn strax?“ spyr Þorsteinn Þor- steinsson hagstofustjóri. „Jáfnvel þótt íslendingar gætu nú með ótvíræðum rétti notað hernám Danmerkur af hálfu Þjóðverja sem rök fyrir skilnaði, — en um þann rétt er ágreiningur, — fyndist mér það viðbjóðslegur endir sjálfstæðis- baráttu vorrar, ef vér þægjum í rauninni hina síðustu frelsis- skrá vora úr föðurhöndum böðla Norðurálfunnar", segir Sigurður Nordal prófessor. „Mér finnst líka óviðurkvæmi leg framkoma í garð Kristjáns konungs X., að hann sé með þessum hætti „afhrópaður“ um- svifalaust“, segir Ólafur Björns- son dósent. „Okkur er skylt að koma- vel og virðulega fram við konung vorn og Dani“, tekur Guðmund- ur Hannesson prófessor undir. „Þetta er frekleg móðgun við Dani“, hrópar Klemens Tryggva son hagfræðingur. „Við höfum sært þá, og voru þeir þó særðir fyrir“, andvarpár Jóhann Sæmundsson læknir. „í þessu sambandi'skiptir það engu máli, að sá tími er nú að koma, sem sambandinu við Dani hefði getað verið formlega lok- ið“, segir Gylfi Þ. Gíslason hag- fræðingur. þann, er í sambandslögunum felst, vel og virðulega í hvívetna Loks skal ég með ljúfu geði samþykkja, að hinn langi harm- leikur danskrar kúgunar á ís- landi heyri fortíðinni til, enda þótt honum verði aldrei gleymt, því það væri sama og að gláta' sjálfri sögu þjóðarinnar. Hér við bætizt, að hverjum góðum íslendingi má vera það mikið áhugamál að viðhalda menningarlegum tengslum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóð- ir, sem oss eru skyldastar að uppruna, tungu og arfsögn, enda þótt reynslan hafi að vísu sann að, að túlkun slíkrar frændsemi „Þá riðu hetjur um héruð og skrautbúin skip fyrir landi“. Enn reisir íslenzk œska tjaldbúðir sínar á Þingvöllum. SÍÐARI GREIN Eftir Jóhannes úr Kötlum Og loks spyr Ingimar Jónsson skólastjóri: „Eigum við nokkuð vantalað við Dani?“ Jú, heldur en .ekkí. „Við eigum að fá aftur okkar gömlu nýlendu, Græn- land“, svarar hann sjálfum sér háalvarlegur. Sem sagt: tímabær endalykt hinnar löngu og ströngu sjálf- stæðisbaráttu vorrar, á að vera orðið gerfimál, sem ódrengilegt er að leysa án þess að tala við Dani, vegna þess að herskarar Hitlers tóku af þeim frelsið og vegna þess að við þurfum að taka af þeim Grænland. Ja, Jes- ús minn góður í himnaríki! MERGURINN MÁLSINS Eg, sem þetta rita, get verið hverjum, sem vera skal, sam- mála um það, að Danir séu á marga lund hin ágætasta þjóð, slíkt hið sama hinn aldni kon- ungur þeirra. Eg harma enn- fremur örlög Danmerkur í yf- irstandandi styrjöld, svo sem annarra þeirra þjóða, er orðið hafa fyrir ógnum hins þýzka ofbeldis. Og ég dái mjög þá þungu baráttu, sem bæði þjóð og konungur hafa háð gegn of- ureflinu, og það engu síður með an sú barátta var hljóð og nið- urbæld. Þá get ég einnig fall- izt á, að framkoma Dana í vorn garð, íslendinga, hafi yfirleitt verið með ágætum í seinni tíð, og að þeir hafi haldið samning geti leitt nær brjáli múgæsing- anna en hollt er lítilli þjóð. Og vel ber oss að varast að eiga hlut að hverskonar „norr-ænum“ einangrunartillögum, er standa kynnu í vegi fyrir þróun al- þjóðlegra samskipta. En hversu ríkt sem vér dáum nú Dani og æskjum við þá vin- áttu, fæ ég ekki séð, að það þurfi á nokkurn hátt að koma í bága við fyrirætlun vora um lýðveldisstofnun 17. júní 1944. höfuðskilyrði fyrir fullgildri Mér sýnist hún þvert á móti hluttöku vorri í því samfélagi frjálsra þjóða, sem vonir standa til að styrjöldinni lokinni. Skúli Thoroddsen, hinn frækni baráttumaður fyrir frelsi og sjálfstœði íslands. Eg fæ aldrei nógsamlega harm að það slys, að íslendingar sjálf ir skyldu fara að deila innbyrð- is um það keisarans skegg, Pr'Á>30SB'r fsvyjwhbkjíWPF'. '~':5r4fk ' ■ ■ ' .. Á eftir áskorununum koma svo misjafnlega langar ritgerð- ir um málið, og er þar skemmst af að segja, að eftir þann lestur efast maður um, að danskur mál Alþingishúsið í Reykjavík — aðsetur elzta þings álfunnar. hvort vér hefðum rétt til sam- bandsslita eða ekki, fyrr en vér hefum „talað við Dani“. Eg er alveg; sannfærður um, að ef vér aðeins hefðum gætt þess að vera sammála og einhuga um rétt vorn, þá hefðu Danir viður- kennt hann möglunarlaust. Hitt er aftur dfur eðlilegt, að þeir taki undir véfengingar og kröf- ur íslenzkra manna fyrir þeirra hönd, og fari svo, að þeir reyn- ist oss þykkjuþungir vegna sam bandsslitanna, þá verður það bein afleiðing af þeim hérlenda undirróðri, sem hafinn hefur verið. Sannleikurinn er, að sá dansk-íslenzki jarmur er eitt hið viðsjálverðasta glæfraspil, sem um getur í allri sjálfstæð- isbaráttu ísjendinga, og gæti hæglega endað með því, að þang að til hefði verið úm þjóðina vélt, að hún hefði týnt öllum áttum og meirihluti hennar snúizt öndverður gegn sinni eig- in frelsishugsjón. Því hvað sem segja má um ónógan og jafnvel klaufalegan undirbúning þings og stjórnar að fullri endurheimt sjálfstæðis vors, hvað sem segja má um vanmátt þessara aðila til þess að tryggja hið innra sjálf- stæði þjóðarheildarinnar og hinna einstöku þegna, þá er eitt víst: draumur íslenzkrar al- þýðu um ítrasta stjórnarfarslegt sjálfstæði má ekki glatast Og sá draumur hefur alla tíð verið sá, að hrista hinzta dust fornr- ar kúgunar af fótum sér, strax og auðið væri. En þetta dust er hinn danski konungur og dansk-íslenzku sambandslögin frá 1918, og skiptir í því efni engu máli, hversu meinlaust þetta hvorttveggja hefur reynzt oss um skeið. Augljóst og einfalt mál er nú búið að þvæla og flækja fyrir augum almennings með dular- fullum tilvitnunum í einhverja þjóðréttarfræðiriga, sem enginn skilur, og sézt það bezt á því, að því meiri verður vafinn sem lengur er vitnað. Hefði nú ekki verið nær að halda sig við þá bláberu staðreynd, að öllu sam- bandi við konung og Dani var af sjálfum örlögunum slitið fyr- ég, að samtal þeirra við Dani geti orðið mun vinsamlegra og virðulegra, ef þar mætast tvær algerlega jafnvígar þjóðir, breyttar að vísu og merktar sinni styrjaldarreynslunni hvor. Að það verði Dönum efni til sársauka og móðgunar að sjá oss í þeim ham, sem vér hvort , heldur var ætluðum á okkur að taka, og öllum ber saman um að þeir mundu samþykkt hafa, ef til þeirra hefði náðst, — það er hlutur, sem ég ekki skil. Hitt gæti ég öllu betur skilið, að þeim kynni að sárna allt eftirstríðstal um „okkar gömlu nýlendu, Grænland", jafnvel bótt vér biðum þeim að fram- lengja sambandslögin í annan aldarfjórðung til. Er þó ekki þar með sagt, að ég afneiti rétt- mæti þeirrar kröfu með öllu. Um Kristján konung er það að segja, að ég hygg að honum væri engu ókærara, að atvikin „afhrópuðu“ hann, eins og þau hafa raunar gert, en að þurfa að afsala sér konungsdómi form lega. ir hálfu fjórða ári síðan? Þá kusum vér ríkisstjóra í kóngs stað, tókum landhelgisgæzluna í eigin hendur, skiftumst á sendi fulltrúum við aðrar þjóðir, hurf um síðan frá ævarandi hlutleysi voru — og þetta allt í himin- hfópandi mótsögn við sambands lagasamninginn. Með öðrum orðum: samningur þessi er nú búinn að hvíla það lengi í gröf sinni, að jafnvel hinum 270 miklu áhrifamönnum dettur ekki í hug að reyna að vekja hann upp aftur. Hér á ofan er samningstími vor við Dani út- runninn um næstu áramót og uppfrá bví getur enginn fs- lendingur efast um siðferðileg- an rétt vorn til að bíða ekki lengur. Allt tal um ófullnæg- ingu uppsagnarákvæða af vorri hálfu, er eins og hvert annað hálmsstrá, sem formælendur Dana grípa til út úr vandræð- um: hví skyldi það eina atriði samningsins gilda, þegar öll hin hafa ónýtzt? HVERN ER VERIÐ AÐ MÓÐGA? Vissulega hefði verið ánægju- legra, að enginn fasismi hefði náð að festa rætur í heimi þess- um, ekkert stríð skollið á, en vér fengið að ganga frá mál- um vorum við Dani í friði, þeg- ar fylling tímans var komin. En því miður var slíku ekki að heilsa. Vér höfum nú beðið með úrslitaátakið fram á tilsetta stund, án þess nokkur viti enn hvenær styrjöldinni lýkur. Þar með er úr sögunni allt ákæru- efni á hendur oss um það, að vér höfum hraðað því „í skjóli við ofbeldið“. Með nákvæmlega sama rétti mætti segja, að oss sé varnað þess í skjóli við ofbeld- ið að fullgera og staðfesta þá stjórnskipun, sem vér hlutum að setja oss um sinn. Það er auðvitað sjálfsagður drengskapur að tala við Dani að ófriðnum loknum. En ég fæ ómögulega séð, að íslendingar þurfi að verða að málleysingj- um, þótt þeir stofni með sér lýðveldi, — þvert á móti held Hin danska þjóð og konungur hennar hafa borið sitt erfiða hlutskipti með sóma, og í lok síðastliðins ágústmánaðar sýndi það sig á hinn fegursta hátt, hvernig frelsisþráin þar í landi hristi alla fjötra, án alls tillits til sársauka og móðgana og án þess að taka nokkra samninga í mál. Eg held, að sú sárasta móðgun, sem vér getum sýnt þessari frelsisstríðandi þjóð, sé það að efast um ást hennar og virðingu fyrir frelsishugsjónum annarra þjóða. Að spyrja slíka þjóð um leyfi til þess að vera frjáls, bað er í mesta máta vafasamur drengskapur. Slíkri þjóð til verðugs heiðurs viljum vér stofna lýðveldi á íslandi 17. júní 1944. Og vér viljum gera það í fullvissu þess, að skilningur hennar á óþolinmæði vorri á síðasta áfanganum að langþráðu takmarki verði dýpri en þeirra samlanda vorra, sem virðast líta svo á, að réttur vor til sjálfstæðis sé dauður dansk- íslenzkur bókstafur frá 1918. Virðuleiki yor meðal annara frjálshuga þjóða mun skammt endast, ef vér gerumst tvíráðir „snobbar“, hjalandi um Dana- móðgun og Grænlandskröfu í sömu andránni, og óminnugir þeirra fórna, er liðnar kynslóðir hafa fært drottnum kúgunar og sundrungar. Og þegar sú tillaga hljómar úr sjálfu musteri ís- lenzkrar menningar, að þjóðin tengi dýrmætan óskadag sinn við afmæli Adolfs Hitlers, þá finnst mér, „ástandið í sjálfstæð ismálinu“ orðið beinlínis „við- bjóðslegt", — þá fæ ég ekki leng ur varizt því að verða bæði særður og móðgaður. Og manni verður á að spyrja með söngv- aranum Eggert ’ Stefánssyni, hvort Danir hafi slík forrétt- indi til almennrar kurteisi, að ekkert sé þar afgangs handa íslenzkri alþýðu. Því „framar öllu tel ég íslendingum nauð- syn að halda virðingunni fyrir sjálfum sér“, eins og tillögumað- urinn, Sigurður Nordal prófess- or, kemst fyrr í grein sinni svo fallega að orði. Hitt er svo annað mál, að flest rrALDARHVÖT“ MATTHÍASAR „Flytjum saman - - byggjum bæi66 (Um síðustu aldamót orti Matthías Jochumsson kvaeði sitt „Aldar- hvöt“. Hann leggur þar á sín ráð um hvað gera skuli til þess að stöðva fólksflóttann til Ameríku. Það er gott að rifja þau upp nú, er sumir afturhaldsmenn í landi voru telja slík ráð óþjóðleg. Hér eru prentaðar fjórar vísur úr ..Aldar-hvöt“): Flýjum ekki, flýjum ekki, flýjum ekki þetta land! Það er að batna, böl að sjatna; báran enn þó knýi sand! Bölvan öll er blessun hulin; bíðum meðan þverrar grand. Flýjum ekki, flýjum ekki, / flýjum ekki þetta land! Flytjum sáman, byggjum bæi; bæir skópu hverja þjóð; einangrið er auðnu-voði, etur líf og merg og blóð. Strjálbyggðin er stjórnarleysi, steypir lýð á feigðarslóð. Flytjum saman, byggjum bæi, bæir skópu hverja þjóð. Fjölmennið er fóstra þjóða. færum saman kotin strjál! Borgalíf er brunnur dáða, borgir kveikja líf og sál, leysa fólk úr deyfðar dróma, dumbum gefa heyrn og mál. Fjölmennið er fóstra þjóða, færum saman kotin strjál. Flýjum ekki, flýjum ekki, flýjum ekki þctta land! Flóttinn, óttinn, einmitt sannar afturför og þrældómsband. Mesta lán og lífsins yndi landsins er að hefja stand: Fiýjum því ei fóstru vora; €» flýjum ekki þetta land! <••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Húsaleígunefndín hefur fapað . , « Framhald af 2. síðu. búðarherbergjum á Skólavörðu stíg 19 var breytt í skrifstofu- herbergi. 2. íbúðum á Skólavörðustíg 19 var ekki fækkað, því acj, Pét- ur Sigurðsson, sem áður bjó í báðum herbergjunum, sem Sósí alistafélaginu voru leigð, bjó á- fram með allri sinni fjölskyldu í eldhúsi fyrrverandi íbúðar sinnar og býr nú í eldhúsinu ög öðru herberginu. 3. Umbjóðandi minn leigði herbergin til íbúðar strax og honum var birtur úrskurður húsaleigunefndar frá 1S. okt. og sendi húsaleigusamninginn til húsaleigunefndar til staðfest ingar, en húsaleigunefnd hefur ar hugleiðingar frestunarmanna um hið „innra sjálfstæði" vort og ákærur þeirra á hendur þingi og stjórn um lélegan undirbún- ing hins ytra sjálfstæðis, hafa við góð og gild rök að styðj- ast. Það er mála sannast, að far- ið hefur verið með þann mik- ilvæga þátt málsins eins og mannsmorð fyrir þjóðinni, hún Framhald á 8. síðu ekki enn svarað, hvort hún sam þykkir þann samning eða ekki. 4. Bæði herbergin eru nú tek in til íbúðar, sjá rskj. nr. 13. Úrskurði Húsaleigunefndar er því að fullu fullnægt og dag- sektir þar af leiðandi væntan- lega niðurfallnar. Að lokum krefst ég þess að umbjóðandi minn verði sýknað ur af kröfum gerðarbeiðanda og honum dæmdur málskostnaður að skaðlausu. V irðingarfyllst. Reykjavík. 1. febrúar 1943. Ragnar Ólafsson“. Rétt er að geta þess að húsa- leigunefnd kom því til leiðar, að höfðað var sakamál gegn Steinþóri fyrir að hafa hleypt Sósíalistafélaginu í húsið á Skólavörðustíg 19. Steinþór var dæmdur í 300 kr. sekt í undir- rétti fyrir það mál, en dómur Hæstaréttar mun falla 1 því nálægt áramótum. Húsaleigunefndin hefur nú hlotið þá skömm, sem henni ber af þessu máli, svo hefur far ið fleiri ofsækjendum gegn Sósíalistaflokknum, og svo mun þeim ölkim fara að lokum. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.