Þjóðviljinn - 24.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1943, Blaðsíða 1
JOHANNES UR KOTLUM skrifar grein um sjálfstæðismál- ið á 4. og 5 síðuna. • 8. árgangur. Miðvikudagur 24. nóv. 1943. 265. tölublað. Barnaskóluniuii lokað vegna ínflúensu Ákveðið. hejur verið að loka barnaskólunum hér í bænum jram yfir nœstu helgi. Ákvörðun þessi var tekin í samráði við héraðslæknir. Um 40% barnanna vantaði í stærstu barnaskólunum, Austur- bæjarbarnaskólanum og Mið- bæjarbarnaskólanum. Ennfrem- ur vantaði nokkra kénnara. Inflúensan er væg og fer hratt yfir, venjulega liggja menn ekki hmgur en 2—3 daga. • Verða gjafir til vinnu- tiælis fyrir berklaslúkl- inga skattfrjálsar? Frumvarp um að gjaf ir til vinnuheimilis berklasjúklinga skuli vera skattfrjálsar, var áf- greitt til þriðju umræðu í neðri deild í gær. Allverulegur ágrein ingur er um málið, vilja sum- ir þingmenn halla sér að frum- varpi ríkisstjórnarinnár um al- menna heimild til að draga frá skattskyldum tekjum gjafir til líknarstarfsemi, innan þeirra takmarka sem þar eru sett. Öðr- um finnst illa til fallið að gefa auðmönnum kost á að gefa fé á kostnað ríkissjóðs. Málið á eftir eina umræðu í neðri deild og þrjár í efri deild. Poul Robeson heiðraður Hinn heimsfrægi söngvari Paul Robeson var nýlega gerð- ur að heiðursborgara í amer- ísku stórborginni Boston. Til- efnið var hinn glæsilegi leikur hans og söngur í leikritinu Ot- hello eftir Shakespeare, sem ný lega var sýnt lengi í Boston. Þessi atburður er eftirtektar- verður, þegar þess er gætt hvað svertingjum líefur lengst af verið sýndur lítill sómi í Bandaríkjunum og meira að segja einatt sætt ofsóknum. Er vonandi að þetta sé tákn um að kynþáttahatur verði skamm líft héðan af í Bandaríkjunum. Síðan Bandarkin fóru í stríð- ið hefur nokkrum sinnum kom- ið til múgæsinga meðal hvítra manna gegn svertingjum. Hefur jafnan komið í ljós, að erind- rekar Hitlers stóðu á bak við. Berlhl OBPðQP fUFÍP hDrðusfu I Sfórkosflegf f jón hlauzt af völdum átrásairínnair Þótt aðeiiis væru liðnir 3 dagar síðan Berlín varff fyrir harðri loftárás, var enn í fyrrakvöld gerð á hana öflugasta árás sem á hana hefur verið gerð frá upphafi stríðsins. Hefur aldrei verið gerð meiri árás á nokkra aðra borg Þýzkalands. Varpað var á borgina yfir 2300 tonnum af sprengj- um. Árásunum var einkum beint að járnbrautarstöðv- um miðborgarinnar. Segja flugmennirnir að 20 mínútum eftir að árásin hófst, hafi þeir séð mestu sprengingar, sem þeir hefðu nokkurn tíma verið vitni að. Fullyrða flugmennirnir að í þessari árás hafi verið unnin mesti loftsigur stríðsins. Þjóðverjar játa, að feikilegt tjón hafi orðið á mönnum og mannvirkjum. Hafi samgöngur um borgina víða stöðvazt og miklar skemmdir orðið á opin- berum byggingum. Borgin er rafmagnslaus og gaslaus, og í gær sáust enn loga eldar víða um hana. Fréttaritarar erlendra blaða í Þýzkalandi segja, að mikið tjón hafi m. a. orðið á Kansl- arahöllinni, við Alexanderplats og í Friedrichsstrasse. Fáar orustuflugvélar Þjóð- verja sáust yfir borginni og skothríð úr loftvarnabyssum bagaði árásarflugmönnunum lítið. Það voru aðallega kanadísk- ar flugvélar frá stöðvum á Eng landi, sem tóku þátt í árásinni. Á sama tíma voru gerðar árás- Framhalti á 8. s'íðu ~: -TT-^-T "T:~ ~~" WM^mmmÆ* ¦¦¦¦{:.- ¦¦ l»l«Pi b8&WMWK&> vJvw-sí-moí-Kv Ein af hinum stóru flugvélum, sem taka þátt í loftsókninni gegn Þýzkalandi. Útvarpsumræður um f járlögin eru í kvöld ¦ Útvarpsumrœður um fjárlög- in fara fram á Alþingi í kvöld. Ræðutími hvers flokks er 35 mínútur og hefur ríkisstjórnin jafnlangan ræðutíma. Af hálfu Sósíalistaflokksins talar í kvöld Brynjólfur Bjarna- son. Rikið kaupir hlutabréf Útvegsbankans Sameinað Alþingi samþykkti í gœr eftirfarandi tillögur um kaup á hlutabréfum Útvegs- bankans, þau /er keypt voru á sinum tíma fyrir sparifjárinn- stœður. Með því að ríkisstjórnin hef- ur nú, að tilhlutun f járveitinga- nefndar Alþingis, látið fram fara mat á hlutabréfum Út- vegsbanka íslands h. f. og nið- urstöður matsins sýna, að bréf- in standa ekki lægra en í nafn- verði, ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að kaupa við nafnverði fyrir hönd ríkissjóðs, af hinum upprunálegu eigend- um eða erfingjum þeirra, ef þess er óskað fyrir 31. desem- ber 1944, hlutabréf þau í greind- um banka, er keypt voru með hluta af sparisjóðs- og innstæðu skírteinainneignum í íslands- banka, þegar hann hætti störf- um, enda greiðist bréfin með ríkisskuldabréfum til 10 ára með 4% ársvöxtum. Lánsheimild til handa ríkisstjórninni Frumvarp um' heimild fyrir ríkisstjórn til að taka 10 milljón króna lán til að borga erlendar skuldir var afgreitt til þriðju umræðu í neðri deild í gær. Ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún mundi ekki nota þessa heimild nema eftir því sem heimilt yrði að borga lánin er- lendis, en það er 8,6 milljónir haustið 1944 og ca. 6.4 milljónir á árinu 1945. . Verkamenn styðja endurkjör Roosewelts United Automobile Workers, stærsta verkamannafélag Banda ríkjanna, skoraði nýlega á alla meðlimi sina, að beita sér fyr- ir því, að Roosevelt yrði kosinn forseti í fjórða sinn í forseta- kosningum á næsta ári, sömu- leiðis, að Henry Wallece yrði endurkosinn sem varaforseti. Skorað var á ríkisstjórnina að sýna afturhaldsöflunum í tvo heimana. Frumvarpið um skipa- smíðastöðina komið til annarrar umræðu Frumvarp til hafnarlaga fyr- ir Reykjavík fór til þriðju um- ræðu í efri deild í gær. Frum- varp þetta er sém kunnugt er samið af nefnd þeirri, er athug- að hefur mö^uleika á að byggja skipasmíðastöð í _ Reykjavík. Frumvarpið fjallar um hafnar- mannvirki í Elliðaárvogi vegna skipasmíðastöðvarinnar. Rússar taka bæinn Vasilievsk f$ Gomel búín að míssa hernaðarlegi gíSdí^ segja Þjóðverjar Sókn rauða hei-sins ^yrir sunnan Kremensjúg g-engur vel. Komust Rússar í gær að járnbrautinni milli Kremensjúg og Snamenka. Tóku þeir 8 víggirta staði á þeim slóðum í gær og járnbrautarbæinn Vasiliefsk. Er rauði herhm nú i um 20 km. fjarlægð frá hinni mikilvægu járnbrautarstöð Snamenka. Sunnar í. Dnépr-bugðunni unnu Rússar einnig á í gær og tóku 10 hernaðariega mikilvæga staði milli Dnépropetrovsk og Nikopol. Rússar 'tilkynntu í gær, að þeir hefðu yfirgefið nokkra staði á suð-vestur hluta Kíeff- vígstöðvanna, eftir að þeir höfðu valdið Þjóðverjum afar miklu tjóni. Hafa Þjcðverjar haldið þarna uppi hamslausum áhlaupum undanfarið, er víg- línan nú urá, 10 km. frá Brusi- loff, sem er um 60 km. fyrir austan Sítomír. Á norðurhluta Kíeff-vígstöðv anria heldur sókn rauða hers- ins áfram. Rússar vinna einnig á í nágrenni Rikitsa. Rauði her- Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.