Þjóðviljinn - 24.11.1943, Qupperneq 1
Barnaskóiunmn
lokað vegna
inflúensu
Ákveðið hefur verið að loka
barnaskólunum hér í bænum
fram yfir næstu helgi.
Ákvörðun þessi var tekin í
samráði við héraðslæknir.
Um 40% barnanna vantaði í
stærstu barnaskólunum, Austur-
bæjarbarnaskólanum og Mið-
bæjarbarnaskólanum. Ennfrem-
ur vantaði nokkra kénnara.
Inflúensan er væg og fer hratt
yfir, venjulega liggja menn ekki
jengur en 2—3 daga. •
Verða gjafir til vinnu-
itælis fyrir berklasjúkl-
inga skattfrjálsar?
Frumvarp um að gjafir til
vinnuheimilis berklasjúklinga
skuli vera skattfrjálsar, var áf-
greitt til þriðju umræðu í neðri
deild í gær. Allverulegur ágrein
ingur er um málið, vilja sum-
ir þingmenn halla sér að frum-
varpi ríkisstjórnarinnár um al-
menna heimild til að draga frá
skattskyldum tekjum gjafir til
líknarstarfsemi, innan þeirra
takmarka sem þar eru sett. Öðr-
um finnst illa til fallið að gefa
auðmönnum kost á að gefa fé
á kostnað ríkissjóðs. Málið á
eftir eina umræðu í neðri deild
og þrjár í efri deild.
Poul Robeson
heiðraður
Hinn heimsfrægi söngvari
Paul Robeson var nýlega gerð-
ur að heiðursborgara í amer-
ísku stórborginni Boston. Til-
efnið var hinn glæsilegi leikur
hans og söngur í leikritinu Ot-
hello eftir Shakespeare, sem ný
lega var sýnt lengi í Boston.
Þessi atburður er eftirtektar-
verður, þegar þess er gætt
hvað svertingjum hefur lengst
af verið sýndur lítill sómi í
Bandaríkjunum og meira að
segja einatt sætt ofsóknum. Er
vonandi að þetta sé tákn um
að kynþáttahatur verði skamm
líft héðan af í Bandaríkjunum.
Síðan Bandarkin fóru í stríð-
ið hefur nokkrum sinnum kom-
ið til múgæsinga meðal hvítra
manna gegn svertingjum. Hefur
jafnan komið í Ijós, að erind-
rekar Hitlers stóðu á bak við.
EFiin uirlur firir Hrðmfi
iifiðrís slr’tt
Sfórkosllegf fjón hlauzf af vðfdum árásarínnar
Þótt aðeins væru liðnir 3 dagar síðan Berlín varð
fyrir harðri loftárás, var enn í fyrrakvöld gerð á hana
öflugasta árás sem á hana hefur verið gerð frá upphafi
stríðsins. Hefur aldrei verið gerð meiri árás á nokkra
aðra borg Þýzkalands.
Varpað var á borgina yfir 2300 tonnum af sprengj-
um.
Árásunum var einkum beint að járnbrautarstöðv-
um miðborgarinnar. Segja ílugmennirnir að 20 mínútum
eftir að árásin hófst, hafi þeir séð mestu sprengingar,
sem þeir hefðu nokkum tíma verið vitni' að. Fullyrða
flugmennirnir að í þessari árás hafi verið unnin mesti
loftsigur stríðsins.
Þjóðverjar játa, að feikilegt
tjón hafi orðið á mönnum og
mannvirkjum. Hafi samgöngur
um borgina víða stöðvazt og
miklar skemmdir orðið á opin-
berum byggingum.
Borgin er rafmagnslaus og
gaslaus, og í gær sáust enn
loga eldar víða um hana.
Fréttaritarar erlendra blaða í
Þýzkalandi segja, að mikið
tjón hafi m. a. orðið á Kansl-
arahöllinni, við Alexanderplats
og í Friedrichsstrasse.
Fáar orustuflugvélar Þjóð-
verja sáust yfir borginni og
skothríð úr loftvarnabyssum
bagaði árásarflugmönnunum
lítið.
Það voru aðallega kanadísk-
ar flugvélar frá stöðvum á Eng
landi, sem tóku þátt í ábásinni.
Á sama tíma voru gerðar árás-
Framhald á 8. síðu
Ein af hinum stóru flugvélum, sem taka þátt í loftsókuinni gegn Þýzkalandi.
Útvarpsumræður
um f járlögin eru
í kvöld
i
Útvarpsumrœður um fjárlög-
in fara fram á Alþingi í kvöld.
Ræðutími hvers flokks er 35
mínútur og hefur ríkisstjórnin
jafnlangan ræðutíma.
Af hálfu Sósíalistaflokksins
talar í kvöld Brynjólfur Bjarna-
son.
Rikið kaupir hlutabré!
Útvegsbankans
Sameinað Alþingi samþykkti
í gær eftirfarandi tillögur um
kaup á hlutabréfum Útvegs-
bankans, þau er keypt voru á
sínum tíma fyrir sparifjárinn-
stœður.
Með því að ríkisstjórnin hef-
ur nú, að tilhlutun f járveitinga-
nefndar Alþingis, látið fram
fara mat á hlutabréfum Ut-
vegsbanka íslands h. f. og nið-
urstöður matsins sýna, að bréf-
in standa ekki lægra en í nafn-
verði, ályktar Alþingi að fela
ríkisstjórninni að kaupa við
nafnverði fyrir hönd ríkissjóðs,
af hinum upprunalegu eigend-
um eða erfingjum þeirra, ef
þess er óskað fyrir 31. desem-
ber 1944, hlutabréf þau í greind-
um banka, er keypt voru með
hluta af sparisjóðs- og innstæðu
skírteinainneignum í íslands-
banka, þegar hann hætti störf-
um, enda greiðist bréfin með
ríkisskuldabréfum til 10 ára
með 4% ársvöxtum.
Rússar taka bæinn Vasilievsk
„Gomel búm að míssa hernaðairlegí
gíldi" segja Pjódverjair
Sókn rauða hersius fyrir sunuan Kremensjúg gengur vel.
Komust Rússar í gær að jámbrautinni milli Kremensjúg og
Snamenka. Tóku þeir 8 víggirta staði á þeim slóðum í gær og
jámbrauíarbæiim Vasiliefsk. Er rauði herinn nú í um 20 km.
fjarlægð frá hinni mikilvægu jámbrautarstöð Snamenka.
Sunnar í Dnépr-bugðunni unnu Rússar einnig á í gær og
tóku 10 hemaðariega mikilvæga staði milli Dnépropetrovsk og
Nikopol.
Lánsheimíid til handa
ríkisstjórninni
Frumvarp um heimild fyrir
ríkisstjóm til að taka 10 milljón
króna lán til að borga erlendar
skuldir var afgreitt til þriðju
umræðu í neðri deild í gær.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir
að hún mundi ekki nota þessa
heimild nema eftir því sem
heimilt yrði að borga lánin er-
lendis, en það er 8,6 milljónir
haustið 1944 og ca. 6.4 milljónir
á árinu 1945.
Verkamenn styðja
endurkjör Roosewelts
United Automobile Workers,
stærsta verkamannafélag Banda
ríkjanna, skoraði nýlega á alla
meðlimi sína, að beita sér fyr-
ir því, að Roosevelt yrði kosinn ,
forseti í fjórða sinn í forseta-
kosningum á næsta ári, sömu-
leiðis, að Henry Wallece yrði
endurkosinn sem varaforseti.
Skorað var á ríkisstjórnina
að sýna afturhaldsöflunum í
tvo heimana.
Frumvarpið um skipa-
smiðastððfna komið til
annarrar umræðu
Frumvarp til hafnarlaga fyr-
ir Reykjavík fór til þriðju um-
ræðu í efri deild í gær. Frum-
varp þetta er sém kunnugt er
samið af nefnd þeirri, er athug-
að hefur mö^uleika á að byggja
skipasmíðastöð í _ Reykjavík.
Frumvarpið fjallar um hafnar-
mannvirki í Elliðaárvogi vegna
skipasmíðastöðvarinnar.
Rússar tilkynntu í gær, að
þeir hefðu yfirgefið nokkra
staði á suð-vestur hluta Kíeff-
vígstöðvanna, eftir að þeir
höfðU valdið Þjóðverjum afar
miklu tjóni. Hafa Þjóðverjar
haldið þarna uppi hamslausum
i áhlaupum undanfarið, er víg-
línan nú um. 10 km. frá Brusi-
loff, sem er um 60 km. fyrir
austan Sítomír.
Á norðurhluta Kíeff-vígstöðv
anna heldur sókn rauða hers-
ins áfram. Rússar vinna einnig
á í nágrenni Rikitsa. Rauði her-
Framh. á 8. síðu.