Þjóðviljinn - 24.11.1943, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.11.1943, Blaðsíða 8
Op feopglnn! Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæj arskólanum, síms 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Ljósaíími ökutækja er frá kl. 3,35 að kvöldi til kl. 8.50 að morgni. Leikfélag Reýkjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 8 í kvöld. Aðgöngu- miðar seldir frá kl. 2 í dag. Útvarpið í dag: 18.30 íslenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 20.15 Útvarp frá Alþingi: Almenn- ar umræður við 3. umr. fjár- laga fyrir 1944 (Eldtíúsdags- umræður). (Dagskrárlok um kl. 23.20. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leik- ritið „Eg hef komið hér áður“, ann- að kvöld. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Grein ióhannesar úr Kötlum Framhald af 5. síðu. liefur kannski í mesta lagi kom- izt á snoðir um, að hún ætti ekki sjálf, að fá að kjósa hinn tilvonandi forseta sinn, — að öðru leyti er inntak væntanlegr- ar stjórnarskrár henni hulinn leyndardómur. Þetta er önnur móðgunin til við íslenzka al- þýðu og efni í nýjan reiðilest- ur. ★ Eg skora á alla þjóðina að virða eins og einn maður á- kvörðun Alþingis um stofndag hins fyrirhugaða lýðveldis. Jafnframt skora ég á þing og stjórn að leggja öll spil máls- ins rækilega á borðið fyrir þjóð ina, vekja hana til meðvitund- ar um þau örlagaríku tíma- mót, sem nú eru að gerast í lífi hennar, skýra fyrir henni grund völl þess ríkis, sem hún sjálf verður að skapa. Því, hvað sem annars á milli ber: íslendingar viljum vér allir vera. En sé svo, þá er ekki hægt að svifta oss neinni „sögulegri stórhátíð“. Og þá þurfum vér heldur ekki að bíða „frelsisvorsins í Ev- rópu“. Vikulegsr ferðir til Vestmsnnaeyja Ákveðið hefur verið að varð- skipið Ægir haldi uppi ferðum í vetur, milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, einu sinni í viku. Skipaútgerð ríkisins, sem sér um þessar ferðir Ægis, mun senda önnur skip til Vestmanna eyja með vörur, þegar nauð- syn krefur. Vélbátaferðir frá Stokkseyri og Eyrarbakka til Vestmanna- eyja, sem verið hafa í sumar, halla nú að' sjálfsögðu niður þar til í vor og gerir það þörfina fyrir þessar ferðir Ægis enn- þá meiri. þlÓÐVILIINN Skipatjðn Bandamanna minna en VI s. I. hálft ðr Myndin er tekin þegar amerískur herbátur hefur varpað djúp- sprengjum. Fljöldi slíkra hraðskreiðra bá kafbátum Möndulveldanna. Sem kunnugt er gengur Bandamönnum nú mjög vel í baráttunni við kafbátana. Er það einkum að þakka aukinni a tekur nú þatt í stríðinu gegn samvinnu flugvéla og herskipa. Tjón á skipalestum Banda- manna síðastliðið hálft ár var minna en Vi %. AUSTURVÍGSTÖÐV- KARNAR Framh. af 1. síðu. inn stefnir nú að síðustu járn- brautarlínu Þjóðverja frá Gom- el úr tveimur áttum. Eru Þjóð- verjar farnir að tala um, að Gomel sé búin að gegna sínu hlutverki og hafi því litla hern- aðarþýðingu úr þessu. Rússar segjast hafa bætt mjög aðstöðu sína fyrir norð- an Gomel. Rauði herinn eyðilagði í gær 182 skriðdreka og skaut niður 67 flugvélar fyrir Þjóðverjum á öllum vígstöðvum. BREYTT ÖLDULENGD Á ÚTVARPI Á ÍSLENZKU FRÁ LONDON Útvarp á íslenzku frá London hefur nú breytt um öldulengd og er framvegis 31 meter í stað 35 metra áður. Útvarpstíminn er óbreyttur, kl. 2,15 eftir íslenzkum tíma. ÁRÁSIN Á BERLÍN Framh. af 1. síðu. ir á borgir í Vestur-Þýzkalandi og tundurduflum lagt á sigl- ingaleiðir við strendur lands- ins. Allar útvarpsstöðvar megin- landsins voru þögular í marga klukkutíma. Bandamenn misstu samtals 26 flugvélar, og er það mjög.lít- ill hundraðshluti af öllum ár- ásarflugvélunum. Þjóðverjar sögðust hafa skot- ið niður 29 flugvélar. Gjöf til barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsens- * félagsins Á afmælisdegi Thorvaldsens- félagsins 19. nóv. s. 1. bárust barnauppeldissjóðnum þessar gjafir: frá frú Aðaíheiði Ólafs- son (Guðmundar Ólafssonar bakaram.) kr. 1.000.00 og frá frú I. M. er hafði fyrir andlát sitt ánafnað sjóðnum kr. 1.000.00. Eru þetta fyrstu gjafirnar sem sjóðnum berast eftir að fé- lagið hefur fengið ákveðinn stað fyrir Barnahælið. Kann fé- lagið gefendum alúðarþakkir fyrir þessa rausn.. Brot gegn verðlags- ákvæðum Nýlega hafa eftirgreind fyr- irtæki í Reýkjavík verið sekt- uð fyrir brot á verðlagsákvæð- um. Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 31.287.68 fyrir of hátt verð á veitingum. Matsala Bjarnheiðar Brynj- ólfsdóttur, Hafnarstræti 18. Sekt kr. 600.00, fyrir of hátt verð á fæði. * Lífstykkjabúðin, Hafnarstræti 11. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 534.20, fyrir of háa álagn- ingu á lífstykkjum. ÁsKriftarsími Þjóðviijans er 2184 •••••••• NÝJA BÍÓ ••••••••• TORSÓTTAR LEIÐIR. , (The Hard way). tórmynd með: IDA LUPINO, JOAN LESLIE, DENNIS MORGAN. Sýnd kl. 6,30 og 9. Börn fá ekki aðgang. Njósnarar á Bnrmabrau (Burma Convoy) CHARLES BICKFORD • EVELYN ANKERS. Sýnd kl. 3 og 5. Böm fá ekki aðgang Aðgöngumiðasala frá kl. 11 f. h. ••••••••••••••••••••••••••••••••• •••••••••••»••••••••••••••••••••• TJARNAR BÍÓ **' ÁN DÓMS OG LAGA. (Juke Girl). ANN SHERIDAN, RONALD REAGAN. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. KAUPIÐ ÞJÖÐVÍLJANN •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■ LEIKFELAG REYKJAVIKUR „Ég hef komið hér áður“ Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. FJALAKÖTTURINN LEYNIMEL 13 Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar, sem seldir vom að mánudagssýningunni, gilda á þessa sýningu. Tvö herbergi gefin nýja stúdentagarðinum / * Enn hafa Nýja Stúdentagarð- inum borizt veglegar gjafir. Oddviti Gnúpverjahrepps í Árnessýslu hefur afhent stjórn Stúdentagarðanria kr. 10.000.00 frá hreppsbúum sem andvirði eins herbergis í Nýja Stúdenta- garðinum. Skal herbergi þetta heita Stóri-Núpur. Þá hafa barnabörn Guðrúnar Sigurðardóttur og Stefáns Ste- f^nssonar á Heiði í Gönguskörð um gefið Stúdentagarðinum and virði eins herbergis — kr. 10.000.00 — til minni.ngar um þau hjónin. Skal herbergið heita Heiði. Ennfremur hefur Garði borizt kr. 3.500.00 gjöf frá Vestmanna- eyjum. Skal fjárupphæð þess- ari varið til þess að kaupa hús- gögn í gjafaherbergi Vestmanna eyja. Breyfíngu á erfða lögutn fresfað Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á erfðalögunum í þá átt að minnka rétt arftaka, var vísað frá með rökstuddri dagskrá í neðri deild Alþingis í gær. Jafnframt er óskað eftir að erfðalögin verði endurskoðuð í heild, og sérfræðingum falið að annast þá endurskoðun. Ógætni með benzín orsakar eldsvoða, Þann 6. þ. m. kviknaði í raf- stöðvarhúsi alþýðuskólans á Reykjanesi við ísafjarðardjúp, og urðu þar talsverðar skemmd- ir. Orsök eldsvoðans var sú, að leki kom að benzínleiðslu frá benzíngeymi að ljósavél skól- ans, og er vélgæzlumaðurinn ætlaði að skipta um leiðslu, kveikti hann á olíulampa, sem hann setti rétt við leiðsluna. Uppgufunin frá benzíninu, sem lekið hafði á gólfið, komst brátt að ljósi lampans og varð stöðvarhúsið alelda. Maðurinn komst þó út og gerði aðvart um eldinn. Tókst furðu fljótt að slökkva í vélahúsinu, en slökkvi starfið var talið all áhættusamt þar sem vitað var að benzín var geymt þar á brúsa og tunnu. Atburður þessi sýnir að enn eru til menn, sem umgangast benzín, en vita þó ekki að benzín gufar upp og breytist í eldfimt loft sem logar upp ef það nær að komast í ljós á lampa, eldstó, glóð eða slíkt. Er þetta seinasta dæmi hlið- stætt við það, sem komið hefur fyrir að menn lýsi með eld- spítu eða kertaljósi, ofan í benz- íngeyma á bílum til þess að vita hve mikið benzín ‘sé eftir á geyminum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.