Þjóðviljinn - 27.11.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.11.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. nóvember 1943 Arnfínntir tónsson; Ungmennaeítirlitið Þegar frú Vigdís Blöndal birti ádeilu sína á barnaverndar- nefnd, þóttist ég sjá, að þar væri um einskonar könnunar- ferð að ræða. Og mér datt þá jafnvel í hug,’ að frúnni væri ekki sjálfri ljóst hvaða hlutverk hún var að leika og að verið var að misnota áhuga hennar fyrir velferð ungmenna hér í bænum til þess að velta ávirð- ingum ungmennaeftirlitsins yf- ir á barnaverndarnefnd. Eg bið frúna fyrirfram afsökunar, ef þessi tilgáta mín er ekki rétt, en verð þó jafnframt að játa, að henni hefði þá gengið verra til með árás sinni en ég gat ætlað henni. Eg hef áður getið þess, að ungmennaeftirlitið hafi starfað í blóra við barnaverndarnefnd að því leyti, að það fór inn á starfssvið nefndarinnar án þess að hafa heimild til þess. Afleið- ingin af þessu hefur orðið sú, að barnaverndarnefnd var um allt kennt, sem miður þótti fara hjá eftirlitinu og hefur nefndin jafnvel hlotið mikla óvild ein- staka, ef ekki fjölmargra for- eldra og ungmenna í bænum fyrir verk, sem hún hefur aldrei nærri komið. Það kom mjög flatt upp á mig, þegar ég kynnt ist hug stúlknanna á Kleppjárns reykjum til barnaverndarnefnd- ar, og ég þóttist alltaf finna, að þær vændu mig um ósannindi, þégar ég sagði þeim, að nefnd- in hefði ekki fjallað um mál þeirra og að mér væru þau al- veg ókunn nema að því leyti, sem ég hefði lesið skýrslur ung mennaeftirlitsins. ★ Leiðrétting sú, er ég setti á sínum tíma í Morgunblaðið við fréttina um að heimilið á Klepp járnsreykjum hefði verið lagt niður, var því til þess gerð, að mótmæla því, á eins vægan hátt og frekast var unnt, að barnaverndarnefnd bæri ábyrgð á starfi ungmennaeftirlitsins. Og þó bjóst ég strax þá við því, að þessi hlutlausa leiðrétting mundi koma illa við þá, sem vildu láta almenning halda að allt væri í lagi hvað ungmenna- eftirlitið snerti; það væri að- eins barnaverndarnefndin, sem vanrækti störf sín og hún bæri ábyrgð á því, sem miður færi í þessum efnum. Það var því síður en svo, að fyrsta grein frú Vigdísar kæmi flatt upp á mig, þó ég byggist við henni úr annarri átt, en raun varð á. Hinsvegar furðaði mig a því; hversu djarflega frú- in deildi á barnaverndarr.efnd- ina, því hefði þeirri ádeilu ekki verið mótmæit, þá var það þar með opinberlega staðfest, að nefndin væri ábyrg fyrir gerð- um ungmer.naeftirlitsins, en það gátu þeir ekki sæít sig við, sem héldu að eftirliíið Heíði far ið freklega út fyrir verksvið < sitt og inn á staríssviö nefnd- arinnar. Það fór svo, að könnunar- skrifi frá Blöndal var svarað bæði af mér og frú GuðrúnU Guðlaugsdóttur. Afleiðingin varð sú að í dag kemur ung- mennaeftirlitið fram á ritvöll- inn í MorgimbÍaðinu í eigin persónu. Sannleikurinn er sem sé sá, að stofnunin með þessu langa nafni er aðeins ein kona: frk. Jóhanna Knudsen. Mur. henni hafa þótt þetta nafn virðu legra en hið eiginlega starfs- heiti hennar, sem samkvæmt skipunarbréfi hennar mundi eiga að vera: lögregla eða götu- lögregla. ★ Grein frökenarinnar er hóf- lega rituð en svo löng, að ekki verður reynt að svara henni orði til orðs heldur leiðrétt það, sem ég tel að ekki megi ómót- mælt vera en mestu máli skipti. Eg er frk. Knudsen sammála um margt, sem hún segir um nauðsyn ungmennaeftirlitsins yfirleitt, en okkur greinir áreið- anlega á um það, í höfuðatrið- um, hvernig því skuli háttað og hver eigi að vera tilgangur þess. Þaðan stafar það, að ég tel, að mjög alvarlegar misfellur hafi orðið í starfi frk. Knudsen, svo alvarlegar, að vafasamt sé að sumar stúlkurnar, sem lentu á vegum eftirlitsins, bíði þess nokkurntíma bætur. Frökenin virðist hihsvegar álíta að starf hennar hafi verið gott og líta- laust, eða a. m. k. að tilgangur- inn hafi helgað mistökin, ef nokkur væru. Að því er mér nú skilst, hefur ungmennaeftirlitið eingöngu fjallað um hin svonefndu kyn- ferðismál, þ. e. a. s. mál ungra stúlkna, sem lentu á siðferðis- legum villigötum, sérstaklega í sambandi við hinn fjölmenna her, sem dvalið hefur í landinu undanfarin ár. Þessi mál eru svo viðkvæm að ég hygg að flestir, ef ekki allir, séu sam- mála um, að um þau beri að fjalla af hinni mestu nærgætni og skilningi, hvað stúlkunum viðkemur, og að ráðstafanir í sambandi við þau megi aldrei snúast upp í refsingu í nokkurri mynd. Því var það, að þegar barnaverndarnefnd var boðin aðstoð frk. Knudsen, er ung- mennaeftirlitið var skapað, að nefndin tók ekki í mál að yfir- færa neitt af vandasömustu störfunum, svo sem yfirheyrslur o. þ. h. frá sér og til ungmenna- eftirlitsins, en lýsti sig að sjálf- sögðu reiðubúna til samstarfs við frk. Jóhönnu Knudsen „um EFTIRLIT meö ungmennum í bœnum“ og fól starfsmanni sín- um að hafa samstarf við hana um þau mál. ★ Menn greinir naumast á um það, hver reginmunur er á því, að hafa eftirlit með ungmenn- um og að kalla þau fyrir rétt, halda þeim í strangri yfir- heyrslu klukkutímum saman, og svipta þau síðan frelsi, stund um svo umsvifalaust, að þau voru flutt í gæzlu beint frá yf- irheyrzlunni án þess að aðstand- endur þeirra væru til kvaddir. Bréfið frá formanni barnavernd amefndar, sem frökenin birtir, sannar þá staðhæfingu mína, að rannsóknir mála og yfir- heyrslur á þeim, hafi hún ekki unnið í umboði barnavemdar- nefndar heldur hafi hún í því efni tekið sér vald, sem hún ekki hafði. Knudsen er sem sé ráðin til starfs síns af lögreglustjóra, en hann hefur ekki vald til að ann- ast rannsóknir mála né fela starfsmönnum sínum að fram- kvæma þær. Og frá sakadóm- ara gat hún eðlilega ekki feng- ið neitt umboð til málarann- sókna, þar sem hún var ekkert á hans vegum. Verður því ekki annað séð en að hún hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að yfir- heyra unglinga og rannsaka mál þeirra. Og það er einmitt þetta, sem að mínu viti er upphafið og höf- uðorsökin að öllum þeim miklu misfellum, sem orðið hafa a starfi ungmennaeftirlitsins. Skal nú vikið að nokkrum til- fellum, sem ég tel sanna, áð málatilbúnaður hafi verið hin mesta „óhæfa“, eins og ég nefndi það í fyrstu grein minni um þessi máj til þess að forðast sterkari orð, sem þó hefðu verið réttmæt. LÖGREGLAN OG UNGMENNAEFTIRLITIÐ Það héfur mjög einkennt starfsemi ungmennaeftirlitsins, hversu götulögreglunni hefur verið beitt gegn stúlkunum, sem í hlut áttu. Auðkenndir lögreglu bílar og einkennisbúnir lögreglu þjónar hafa mjög verið á ferli fyrir eftirlitið til að sækja stúlk umar og flytja þær milli staða í bænum. Þannig veit ég dæmi til þess að einkennisbúnir lög- regluþjónar hafa komið á vinnu stöðvar, þar sem stúlkurnar unnu og fjöldi fólks var fyrir og skipað þeim að koma tafar- laust með sér eins og um þjóð- hættulega stórglæpamenn væri að ræðá. Þegar stúlkurnar voru fluttar að og frá upptökuheim- ilinu hér í bænum mun það að jafnaði hafa verið gert í lög- reglubíl og þær sem sendar voru að Kleppjárnsreykjum voru fluttar til skips í lögreglu- bíl. Einnig þær, sem komu það- an aftur, munu oftast hafa ver- ir sóttar til skips af lögregl- unni og það eins þó þær væru að koma í bæinn til lækninga. Þess munu og dæmi að stúlk- ur, sem engin siðferðisbrot sönn uðust á, hafi verið sóttar heim til sín af einkennisbúinni lög- reglu og fluttar heim aftur af henni að lokinni yfirheyrslu hjá frk. Knudsen. Menn fari nú í eigin barm og athugi, hvernig þeim mundi sjálfum verða innanbrjosts, þótt fullþroska séu, ef þeir gætu á hverri stundu átt von á því að götulögreglan svifi að þeim á Misskilningur varðandi hressingarheimilið fyrir drykkjumenn „Kunnugur“ skrifar Hannesi á Hominu Alþýðublaðsins í gœr, um Kleppsjámsreyki og Kumbara- vog. Flest sem hann segir um hressingarhælið fyrir drykkjumenn að Kumbaravogi, er byggt á mis- skilningi og hefði hann fremur átt að kalla sig ókunnugan en kunnug- an hvað það snertir, hvað sem hinu hælinu líður. „Hvor þessara stofnana hefur kostað upp undir eina milljón“, seg- ir „kunnugur". Ríkið hefur lagt fram 30 þús. kr. til hælisins í Kumbaravogi, en auk þess hefur það borgað fyrir vistmenn, lögum samkvæmt, eins og fyrir sjúklinga á Vífilstöðum, þ. e. ' fjóra fimmtu hluta af dvalarkostnaði, miðað við 5 kr. grunngjald á dag. Ekkert fram yfir þetta hefur ríkið greitt til Kumbaravogs. Þá telur „kunnug- ur“ að vistmenn í Kumbaravogi hafi þar ekkert fyrir stafni. Þetta er ekki rétt. í sumar voru þeir við garðrækt og heyskap eftir því sem við varð komið, í vetur eiga þeir kost á að nema og stunda bókband, auk þess hirða þeir herbergi sin og annast önnur hússtörf. Hinsvegar er það rétt, að enn vanta nægilega fjölhæf vinnuskilyrði við þetta 1 vinnustað þeirra eða inn á heim ili þeirra, flytti á brott með sér og stimplaði þá þannig sem a m. k. grunaða um einhvern glæp. Eg hygg að flestir muni álíta að slík meðferð á börnum geti haft ævarandi áhrif á sái- arlíf þeirra og gangi glæpi næst. Og þó er ekki þessi saga öll Ef það kæmi fyrir að fullorð- inn maður væri sóttur af götu- lögreglunni með þeirn hætti, sem að framan segir. þá býst ég við að það væri einsdæm, ef ástæðan væri ekki sú, að hann væri a. m. k. grunaður um að hafa framið alvarlegt afbrot. Hann mundi þó verða yfirheyrð ur af manni, sem hefði óum- deilanlegt vald til þess. ★ En öðru máli gegnir um ungu stúlkurnar, sem lent hafa á veg- um ungmennaeftirlitsins. Þær eru fluttar til frk. Knudsen, og yfirheyrðar af henni einni, oft án þess að nokkur sé viðstaddur sem borið geti um hvað þar fer fram né komið í veg fyrir að óhæfilegum aðferðum sé beitt við yfirheyrsluna. Margar þeirra hafa líka verið svo um- komulausar, að þær virðast engan málsvara hafa átt utan dyra ungmennaeftirlitsins, Að- eins skýrslurnar, sem frk. Knudsen „tekur af stúlkunum", eru til óyggjandi frásagnar um það, sem fram hefur farið við yfirh'eyrslurnar, en þær eru líka með þeim hætti, sem ég tel ekki samborið siðaðri þjóð, því þær snúast fyrst og fremst um það, að fá stúlkurnar til þesíj að játa á sig sem flest af- brot, tilfinningum þeirra er fl«tt í sundur ögn fyrir ögn og svo virðist sem reynt sé að slíta upp með rótum úr hugar- hæli, og einnig hitt, að ekki hafa allir sem þangað hafa leitað verið fúsir til vinnu, og þeim hefur ekki verið til hennar þröngvað. Enn seg- ir kunnugur, að „árangur“ af starf- inu „verði enginn". Ekki er þetta rétt heldur. Einn maður hefur til þessa lokið vistartíma sínum að Kumbaravogi. Hann hefur ekki bragðað áfengi síðan hann kom þaðan, hann stundar vinnu og lifir í hvívetna fyrirmyndarlífi. Fjórir menn hurfu burt frá Kumbaravogi áður en þeir höfðu lokið þar um sömdum tíma, tveir þessara manna stunda nú vinnu sína sem reglu- samir menn, og er það árangur þeirrar hvíldar er þeir nutu austur þar. Hinir tveir haía horfið að fyrri lifnaðarháttum og gert starfinu hjá fyfri drykkjumönnum hið mesta ógagn, en í framtíðinni mun fyrir það gert að vistmenn hlaupi frá hælinu áður en þeir hafa lokið þar umsömdum tíma. Þeim sem stjórna hressingarhæl- inu fyrir drykkjumenn er ljóst, að hælið þarf að hafa á sér blæ góðs heimilis og þar má hóflega vinnu ekki vanta, og þegar menn koma þaðan þurfa þeir að geta horfið að vinnu á vistlegu heimili og í góð- um félagsskap. Að öllu þessu stefna þeir sem heimilinu að Kumbara- vogi stjórna. Kiumugur. fari þeirra allt það, sem í dag- legu tali er kallað blygðunar- semi. Allt þetta sýnir, að stúlk- urnar, sem hlut eiga að máli, hafa í höndum ungmennaeftir- litsins orðið svo réttlausar, að segja má, að þær hafi verið orðn ar utan garðs í þjóðfélaginu. Og þó eru þetta nálega allt börn, sem allir telja sig vilja hjálpa og enginn vill kannast. við að beri að refsa né með- höndla sem sakamenn. ★ Þessi meðferð á ungmennum er brot af því, sem ég kallaði „ljóta sögu“ í fyrstu grein minni. Og ástæðan til þess að málin lenda út á þessa óheilla- vænlegu braut er sú, að í stað þess „að hafa eftirlit með ung- mennum í bænum“ og vera þannig götulögreglunni til að- stoðar, fer frk. Knudsen inn á svið barnaverndarnefndar og' vinnur þar verk, sem hún hafði ekkert umboð til — og gat naum ast fengið umboð til að vinna. Eg veit, að það má með nokkr um rétti ásaka mig fyrir að hafa ekki hreyft þessu máli opinber- lega, að fyrra bragði, og játa jafnframt, að ég ætlaði ekki að gera það ef sú leiðrétting feng- ist sem ég taldi nauðsynlega. en hún var svo vel á veg komin, áður en blaðaskrifin byrjuðu. eins og ég gat um í síðustu grein minni, að ég taldi mig geta við unað. Það sem orðið var, var ekki aftur tekið, og ég áleit, að sízt yrði bætt fyrir það, sem illa hafði farið með blaðaskrifum. Það, að ég reyndi ekki að hafa persónuleg áhrif á starfsaðerðir frk. Knudsen í þessum efnum, stafaði bæði af því, að ég gat ekki viðurkermt rétt hennar til rannsókna og Frh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.