Þjóðviljinn - 27.11.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.11.1943, Blaðsíða 4
Laugardagur 27. nóv. 1943. ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. nóv. 1943. þlÓÐUIUINH Útgefcndi: Sameiningarflotkur albýiu — Sósialisiúílokkurinn. Ritstió^j: Siga.'tur Cuðmimdsion. Stjórnn. álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstcíur: Austursirœti 12, sími 2270. Afgr-iSsIa og auglýsingar: Skólavörðustig 19, fími 2184. PreotsmiÖia: Vikingsr>rer.t h. {., Kja-Castrœti 17. Áskriftarverð: I Reykjávík og Igrenni: Kr. 6,00 á raánuði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði. Er ný afturhaidsstjórn í aðsigi? Það var auðheyrt á ræðu Ingólfs á Hellu í eldhúsdags- umræðunum að afturhaldið á Alþingi gerir sér nú nokkrar vonir um að geta skriðið saman til stjómarmyndunar. Morgunblaðið I gær tekur undir með Ingólfi og segir að þetta öngþveiti dugi ekki lengur. Stefnan í öllum ræðum þeirra Framsóknar og Sjálfstæðis- manna er töluðu í útvarpið var sú sama: barátta gegn sösialistum og undir það tók Alþýðuflokkurinn með sinni hjáróma rödd. Stefán Jóhann lýsti því beinlínis yfir að Alþýðuflokkurinn væri nú reiðu- búinn til samstarfs við aðra borgaraflokka, auðvitað að heill fólks- ins. Það var eins og menn muna líka sagt, þegar þjóðstjórnin var stofnuð sællar^minningar. Sjaldan hefur stjórn verið mynduð und- ir fegra yfirskyni á íslandi. Það átti að reisa við atvinnulífið, forða mönnum frá atvinnuleysi, láta eitt yfir alla ganga, allir skyldu fórna jafnt, stórútgerðarmenn og verkamenn áttu að vera eins og bræður, o. s. frv., því þjóðin var í voða. 'fc Þjóðin.man hvert flagð var þá undir fögra skinnL Nú virðist í undirbúningi að leika einhvern svipaðan leik aftur. Jónas frá Hriflu hefur róið undir. Æsingaherferðir hafa verið famar út um sveitirnar, til þess að reyna að mynda grundvöll fyr- ir nýja harðstjóm á móti verklýðshreyfingunni. Botnlausum lyg- um hefur verið dreift út. Eins og sandfok hefur óhróðrinum úr „Degi“, „Bóndanum“, og „Tímanum“ verið feykt út um sveitirnar, til þess að fylla svo skilningarvit bænda að þeir hvorki heyri né sjái. En þrátt fyrir allt hefur þessi nýi „Finnagaldur“ enn ekki heppnazt. Það hefur ekki tekizt að villa nema litlum hluta bænda sýn í þessu máli. ★ En hitt er svo annað mál að hugsanlegt er að einstökum aftur- haldsskörfum á þingi finnist nú að það sé a. m. k. skapaður svo „góður“ grandvöllur, sem hægt sé að fá fyrst um sinn, fyrir nýtt þjóðstjórnarævintýri, — og leggi nú út í það hvað sem það kostar, bara ef hægt væri að ná saman meirihluta til þess. ★ Nú er nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin sé á verði. Hún veit hvað ný þjóðstjórn mundi þýða fyrir hana. Ný þjóðstjórn yrði fyrst og fremst tæki til þess að reyna að nota byrjandi atvinnuleysi, til þess að hefja kauplækkunarhérferð gegn verkalýðnum. Og auk þess er allt annað í hættu, sem til umbóta og heilla horfir í þjóðfélaginu. Hinar miklu og merkilegu endurbótatillögur við alþýðutrygg- ingarnar eru ennþá skammt komnar í þinginu. Álit Taunamálanefndar um breytingar á launakerfi ríkisins er enn ekki komið fram. Á öllum sviðum bíða stórfelld umbótamál, sem framkvæma þarf, allt frá skipasmíðastöðvum og fiskiskipabyggingum til raf- virkjana og verksmiðjubygginga. Það þarf engum blöðum um það að fletta hver örlög yrðu slíkra umbótamála, ef ný þjóðstjórn með vörumerki Hriflunga yrði mynd uð. ★ Samtök vinnandi stéttanna í landinu þurfa að flýta því að skapa það bandalag, alþýðustéttanna, sem eitt saman er þess megnugt að stjórna landinu í þágu alþýðunnar. Framtíð vinnandi stéttanha í landinu getur oltið á því að þær skilji nú nógu snemma vitjunartíma sinn og vindi bráðan bug að því að skipuleggja samtök hinnar framsæknu, vinnandi íslenzku þjóðar gegn þeim afturhaldsöflum, sem eru nú að reyna að skríða saman til fjandskapar við alþýðuna. Nýlega hafa borizt hingað blö með ræðu þeirri er Stalín flutti : byltingarafmælinu 7. nóv. s. 1. o fer hún hér á eftir í óstyttri þýð ingn. FÉLAGAR. í dag halda þjóð: ' ' Sovétríkjanna hátíðlegt 26 ára ai mæli hinnar milclu sósíalísku oktc berbyltingar. í þriðja sinn hald Sovétríkin hátíðlegt afmæli byli ingaTÍnnar undir styrjaldarkringui stæðum. í októbermánuði 1941 voru erí iðir tímar fyrir föðurland okka: Óvinirnir nálguðust höfuðborgin <og höfðu umkringt Leníngrad . landi. Hermenn okkar neyddust t að hörfa. Það krafðist stórfelldr átaka fyrir herinn og allra kraft þjóðarinnar að stöðva óvinina o greiða þeim þungbær högg, svo a þeim auðnaðist ekki að ná Moskv á sitt vald. í októbermánuði 1942 var hætt an fyrir föðurland okkar orðin jafn- vel ennþá meiri. Óvinirnir voru þá í um 120 kílómetra fjarlægð frá Moskvu, höfðu brotizt inn í Stalín- grad og voru við- rætur Kákasus- fjalla. En herinn og þjóðin misstu samt ekki kjarlíinn, heldur stóð- ust allar hörmungar af mikilli þrautseigju. Þjóðin vissi, að hún hafði mátt til að stanza óvinina og greiða þeim högg til baka. Hún minntist boð- orða Leníns og varði þau réttindi, sem lnin hafði fengið í októberbylt ingunni, án þess að spara krafta sína eða líf. Og eins og kunnugt er, hafa þessar fórnir ekki verið til einskis. Skömmu eftir að októbermánuð- ur síðastliðins árs var liðinn, hófu herir okkar sókn og greiddu Þjóð- verjum mikil högg og þung, fyrst við Stalíngfad, í Ivákasus og mið- biki Donhéraðanna,, og síðan í byrj un ársins 1943, við Velikí Lúkí, við Leníngrad og á svæðinu kringum Rseff og Víasm’a. Síðan þá hefur frumkvæðið aldrei komizt úr höndum Rauða hersins. Allt siðastliðið sumar hafa högg hans orðið þyngri og þyngri og hernaðarlist hans hefur farið vax- andi með hverjum mánuði. Síðan þá hafa herir okkar unnið mikla sigra og Þjóðverjar orðið . fyrir hverjum ósigrinum á fætur öðrum. Hversu mjög sem óvinirnir hafa reynt það, hcfur þeim alltaf mis- tekizt að vinna nokkra sigrá, sem teljandi eru, á austurvígstöðvun- um. Tímamól I. Þýðingarmilcil breyting hejur orðið á öllum gangi stríðsins síðast liðið ár. — Á síðastliðnu ári, milli 25. og 26. afmælis októberbylting- arinnar, voru tímamót í frclsisstríð inu. — Þessi tímamót urðu fyrst og fre’mst vegna þess, að þá auðnað- ist rauða hernum í fyrsta sinn að halda uppi mikilli sókn gegn þýzku lierjunum, og þeir hafa því orðið að láta af hendi mikil landssvæði, sem þeir höfðu tekið, og ofj: orðið að bjarga sér undan því að verða umkringdir með skipulágslausum flótta, og hafa því oft orðið að Stalin og Vorosliiloff — æðstu menn rauða hersins og samherjar í 40 ár. skilja eftir á vígvellinum miklar birgðir af alls konar hernaðartækj- um og fjöldann allan af særðum hermönnum. Þannig hafa árangrar sumarsókn arinnar á seinni helming þessa árs bætzt við þá árangra, sem náðust í vetrarsókninni í byrjun ])essa árs. Og nú er víst óhætt að fullyrða, eftir að Rauði herinn hefur greitt Þjóðverjum þungbær högg í sum- ar, að sú sögusögn sé að fullu nið- ur kveðin, að rauði liérinn geti ekki haldið uppi sókn að sumarlagi. Það er ejtirtektarvert, að í stað 240 herdeilda (divisjcma), en aj þeirn voru 179 þýz/car, sem Rauði herinn átti í höggi við ár- ið 1942, þá á hann á þessu ári í í höggi. við 257 herdeildir, og þar aj 207 þýzkar. Þýzku fasistarnir treysta ber- sýnilega á það, að geta bætt upp reynsluleysi hersveita sinna með því að auka tölu þeirra. En ósigr- ar þýzka hersins sýná okkur það samt, að ekki er hægt að bæta upp skort á þjálfuðum og góðum her- deildum með því að auka tölu þeirra. Síðast liðið ár hefur sýnt og sannað, að rauði herinu getur sótt fram jafnt að sumarlagi sem að vetrarlagi. ARNAR ERU EKKI TRAFALA TL Ilermönnum okkar hefur heppn- azt á síðast liðnu ári, vegna hinna árangursríku ' sóknaraðgerða, að sækja fram frá því um 450 kíló- metra á miðvígstöðvunum upp í 1200 kílómetra á suðurvígstöðvun- unum, og endurheimta um það bil millj. ferkílómetra af landssvæði, þ. e. um það bil tvo þriðju hluta ])ess landsvæðis, sem óvinumim hafði tekizt að ná á sitt vald um stund. Óvinaherirnir hafa hins vegar orð- ið að hörfa frá Vladikavkas til Ker- son, frá Elistu til Krivoi Rog', frá Stalíngrad til Kieff, frá Vorones til Gomel, frá Víasma og Rseff til nærsveita Arsja og Vítebsk. Þar sem Þjóðverjarnir Iiöfðu enga trú á því, að vígstaðan mundi haldast óbreytt, höfðu þeir í lang- an tíma byggt rammleg varnar- virki, sérstaklega við hin miklu fljót lands vors. En i orustum þessa árs haja hvorki stórjljót né varnarvirki orðið Þjóðverjum til mikillar hjálpar. Varnir Þjóðverja hafa orðið að engu gegn hersveitum okkar, og á aðeins þrem mánuðum sumarið 1943 hafa þær brotizt gegnum hina rammlegu varnargarða við fljótin Donets, Desnu, Sosb og Dnéper. Eg minnist nú ekki einu sinni á þýzku varnargarðana við ána Mí- us, fyrir vestan Rostoff, og varnirn ar við ána Molotsjnaja, nálægt Me- lítópól. Um þessar mundir er rauði herinn að brjótast í gegnum varnir Þjóðverja á vestri bakka Dnéper- fljóts með góðum árangri. TJÓN ÓVINANNA Þetta ár skapaði einnig tímamót í stríðinu vegna þess, að rauða hernum hefur heppnazt á tiltölu- lega stuttum tíma að sigra og eyða reyndustu hersveitum óvinanna og á sama tíma að herða og marg- falda sínar eigin hcrsveitir í vel- heppnuðum sóknaraðgerðum. í bardögunum á austUrvíg- stöðvunum á síðast liðnu ári hef- ur þýzki fasistaherinn misst um það bil 4,000,000 liðsforingja og óbreytta hermenn, þar á meðal hafa að minnsta kosti 1,800,00 verið drepnir. Auk þess hafa Þjóðverjar misst á þessu ári um 14,000 flugvélar, yfir 25,000 skrið dreka, og ekki minna en 40,000 byssur. Þýzki fasistaherinn er ekki sá sami nú ogj hann var, þegar stríðið byrjaði. í byrjun stríðsins hafði hann nóg af reyndum og þjálfuð- um hermönnum, en nú hafa Þjóð- verjar hins vegar sett á vígvöllinn fjöldann allan af nýbökuðum, ung- um og óreyndum liðsforingjum, þar sem þeir hafa hvorki nægilegt vara- lið af liðsforingjaefnum, nó hcldur nægilegan tíma lil þess að þjálfa þau. En sú mynd, sem við höfum í dag af rauða hcrnum, er allt önn- ur. — Úrvalshersveitir hans hafa auk- izt og herzt í velheppnuðum sókn- arorustum á síðast liðnu ári og tála reyndra liðsforingja hgns hefur vax ið og mun halda áfram að vaxa, þar sem bæði eru fyrir hendi nægi- legt varalið af liðsforingjaefnum og nægilegur tími til að þjálfa þau og setja þau síðan í ábyrgðarstöður. STALINGRAD — KURSK Frá hreinu hernaðarsjónar- miði séð var ósigur þýzka hers ins á vígstöðvum okkar í lok þessa árs fyrirfram ákveðinn af tveimur miklum atburðum: or- ustunni við Stalingrad og orust- unni við Kursk. Orustan nm Stalingrad end- aði með innikróun 300.000 manna þýzks hers, tvístrun hans og handtöku um % af hon um. Til að gera sér hugmynd um hið ógurlega mannfall þar, sepi ekki á sinn líka í veraldar- sögunni, þarf maður að vita, að eftir orustuna voru 147 200 lík þýzkra foringja og hermanna, 46 700 lík foringja og hermanna okkar fundin og grafin. Stalingrad-orustan táknaði hnignun þýzka hersins. Eins og kunnugt er var Þjóð verjum ómögulegt að ná sér eft ir blóðtökuna við Stalingrad. Hvað viðvíkur orustunni um Kursk, þá endaði hún með tvístrun tveggja aðalsóknar- herja þýzku fasistanna, og með því að herir okkar hófu gagn- sókn, sem brátt snerist í hina voldugu sumarsókn rauða hers- ins. Orustan um Kursk byrjaði með þýzku sókninni til Kursk úr norðri og suðri. Það var sjð- asta tilraun Þjóðverja til að hefja stóra sumarsókn, og ef hún heppnaðist, til að bæta sér upp töp sín. Eins og kunnugt er misheppnaðist sóknin alveg. Rauði herinn hratt ekki aðeins hinni þýzku sókn, heldur hóf sjálfur sókn, og eftir að hafa veitt þýzku fasistaherjunum hvert áfallið á fætur öðru, hrakti þá yfir Dnépr. Orustan um Stalingrad hoð- aði hnignun þýzka fasistahers- ins, en orustan um Kursk ógn- aði honum með algjöru hruni ERFIÐLEIKAR í ÞÝZKA- LANDI Loks markaði þetta ár tíma- mót af því að hin sigursæla sókn rauða hersins hefur haft mjög alvarleg áhrif-á hið efna- hagslega og hernaðarpólitíska ástand fasista-Þýzkalands, og valdið djúptækri kreppu þar. Þjóðverjar reiknuðu með því að halda uppi sigursælli sókn á austurvígstöðvunum á síðast- liðnu sumri, að bæta sér upp töpin og hressa upp á hið minnkandi álit sitt í Evrópu. En rauði herinn hefur koll- varpað öllum útreikningum Þjóðverja vestur á bóginn og hefur með því eyðilagt álit þýzka hersins. Þjóðverjar ætluðu að taka þá stefnu að lengja stríðið, byrjuðu að leggja varnarlínur og „veggi“, og lýstu því yfir, að all ir gætu heyrt að hinar nýju stöðvar þeirra væru ósigrandi. En aftur hefur rauði herinn koll varpað áætlunum Þjóðverja, brotizt gegnum varnarlínur þeirra og „veggi“ og heldur á- Frá orustunni um Stalíngrad. fram sigursælli framsókn, gef- ur þeim engan tíma til að draga stríðið á langinn. Þjóðverjarnir reiknuðu með því að geta lagað ástandið á vígstöðvunum með „allsherjar herkvaðningu“. En aftur rugl- uðu viðburðirnir reikninginn fyrir Þjóðverjunum. Orustur sumarsins hafa gleypt tvo þriðju hluta þess liðs, sem hafðist upp úr „allsherjar her- kvaðningunni11. Það getur orðið nauðsynlegt fyrir Þjóðverjana að tilkynna enn þá eina „allsherjar her- kvaðningu“, og það er ekkert líklegra en að endurtekning slikra ráðstafana endi með „allsherjar“ hruni viss ríkis. Þjóðverjar reiknuðu með því, að halda föstu taki á Ukrainu til þess að afla sér ukrainskra landbúnaðarvara handa her sín um og þjóð, og kola frá Donbas handa verksmiðjum sínum og járnbrautum. En aftur reiknuðu þeir skakkt. Afleiðing hinnar sigursælu sóknar rauða hersins er sú, að Þjóðverjar hafa ekki aðeins misst kolanámurnar í Donbas, heldur líka frjósöm- ustu kornyrkjuhéruð Ukrainu, og það er engin ástæða til að ætla, að þeir muni ekki einnig missa það, sem eftir er af Ukra- inu í mjög náinni framtíð. Auðvitað hafa allar þessar reikningsskekkjur ekki getað annað en gert efnahagslega og hernaðarpólitíska aðstöðu fas- ista-Þýzkalands verri, og það er staðreynd, að hún hefur stór- um versnað. Fasista-Þýzkaland er nú í al- varlegri kreppu. Við því blasir hrun. Máttur Sovétiíkjðnna fflrrsy mm EINBEITING ÞJÓÐARORK- UNNAR í ÞÁGU VÍGSTÖÐV- ANNA Sigrar rauða hersins hefðu verið ómögulegir án stuðnings þjóðarinnar, án hins fórnfúsa starfs Sovét-þjóðanna í verk- smiðjum og vinnustofum, í kola- námum og málmnámum, við flutninga og jarðyrkju. Við hin erfiðu skilyrði stríðs- ins hafa Sovét-þjóðirnar reynzt færar um að tryggja her sínum allar nauðsynjar og hafa stöð- ugt endurbætt vopn hans. Al- drei öll stríðsárin hafa óvinirnir getað komizt fram úr her okkar að því er snertir gæði hergagna. Og á sama tíma hefur iðnaður okkar sent vígstöðvunum stöð- ugt aukið magn hergagna. Þegar Hitler sendi morðsveitir sínar til austurvígstöðvanna voru þær álitnar ósigrandi. flýjandi' hersveitir Hitlers — á vesturleið. Myndin sýnir Þetta ár hefur ekki aðeins markað tímamót í rás hernaðar- aðgerða, heldur líka í störfun- um á bak við víglínuna. Við höfum ekki lengur þurft að fást við að flytja verksmiðjur austur á bóginn eða að breyta verksmiðjum, svo að þær gætu framleitt hergögn. Sovétríkin hafa nú öfluga og vaxandi fram leiðslu á hernaðarnauðsynjum. Það hefur því verið hægt að einbeita allri orku þjóðarinnar til að auka framleiðsluna og endurbæta hergögnin enn meir, sérstaklega skriðdreka, flugvél- ar, fallbyssur og vélknúið stór- skotalið. Á þessu sviði höfum við náð afar miklum árangri. Rauði herinn, studdur af allri þjóðinni, hefur tekið við lát- lausum straumi af hergögnum, látið milljónir sprengna og fall- byssuskota rigna yfir óvinina og att þúsundum skriðdreka og flugvéla fram til orustu. Það er óhætt að segja, að hið fórnfúsa strit Sovétþjóðanna á bak við víglínuna muni geym- ast í sögunni við hlið hinnar hetjulegu baráttu rauða hers- ins og hinna óviðjafnanlegu af- reka þjóðarinnar við vörn lands síns. (Niðurlag af ræðu Stalins verður birt í Þjóðviljanum á morgun). Ungmennaeftirlitið Framh. af 2. síðu. yfirheyrslu og að ég þóttist sjá, að skoðanir okkar á með- ferð þessara mála voru svo ger- ólíkar, að þar gæti ekki verið um neitt samkomulag að ræða. Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að svo miklar misfellur hafi verið á starfi ungmennaeftir- litsins, að ekkert hafi verið of- mælt í fyrri greinum mínum. Veit ég að flestir munu sjá, að hér var svo miklum alvöru- málum í það óefni komið að taka varð í taumana. Vonandi verður nú þeirri skipan á kom- ið í þessum efnum, sem gera réttum aðila fært að vinna að þeim, svo að gagni komi. Og vel væri það, ef frk. Knudsen hyrfi að því starfi, sem henni var upp runalega ætlað, að reyna að af- stýra því, að ungar stúlkur lentu á glapstigum. Eg veit að til þess þyrfti hún mikla aðstoð og vænti þess að hún yrði fúslega í té látin, því það, að afstýra slysum, verður alltaf affarasælla en að reisa sjúkra- hús handa þeim, sem fyrir slys- unum verða. ★ Eg get ekki horfið svo frá grein rk. Knudsen, að ég minn- ist ekki á eitt óviðfelldið atriði í henni, og sem einnig kemur fram1 í síðari grein frú Vig- dísar Blöndal, en það er, hvern- ig þær reyna að bendla Ingimar Jóhannesson við þær misfellur, sem orðið hafa á meðferð ung- mennamálanna. Eg veit, að þetta er mjög ómaklegt, því Ingimar hefur unnið að þeim málum, sem barnaverndarnefnd hefur falið honum, af hinni mestu samvizkusemi og ég ef- ast ekki um að eins hafi verið um þau störf sem honum voru falin af frk. Knudsen eða ung- mennadómi. En í sambandi við það, sem frk. Jóhanna segir um Ingimar, tekur hún þó af öll tvímæli um það, sem upphaf- lega var notað sem átylla til þess að koma þessum blaða- skrifum af stað, en það voru þau ummæli mín, að heimilið á Klepp j árnsreyk j um hafi ekki verið starfrækt af barnavernd- arnefnd. Frökenin upplýsir sem sé, að ríkisstjómin hafi falið Ingimar „umsjón með uppeldis- heimilinu á Kleppjárnsreykj- um“. Eg ætla ekki, að þessu sinni, að ræða um Kleppjárnsreykja- heimilið, gagn þess eða ógagn, því ég hygg, að ú'r því sém komið er sé það öllum fyrir beztu að sem minnst sé um það rætt. Þó ég viti vel að frk Knud sen harmi það mjög, að heim- ilið var lagt niður, leyfi ég mér að efast um að hún hefði talið því allt til gildis ef hún hefði dvalist þar svo sem hálfsmán- aðartíma. Því þrátt fyrir allt er það skoðun mín, að hún vilji ungmennunum vel, þó svo virðist sem fordómar — eða ofstæki — blindi hana svo, að málin snúist stundum til þess sem miður má í höndum henn- ar. — Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um barnavernd. í því er gert ráð fyrir að ríkið eigi að starfrækja ýmiskonar uppeldisheimili. Þegar til þeirra framkvæmda kemur er vonandi að betur takist til, en um heim- ilið á Kleppjárnsreykjum og að þeir, sem um þau mál fjalla, læri af mistökunum, sem þar urðu. — Fröken Knudsen endar grein sína með því að biðja „alla góðá menn og konur í landinu um samvinnu". Eg vil heita á sömu aðila til fyllstu samvinnu til að ajstýra því, að börn og ungling- ar lendi á siðferðilegum glap- stigum og til hjálpar þeim, sem í því lenda. Og gleymum því aldrei að öll afskipti' af siðferð- ismálum unglinga verða að ger- ast með hinni mestu nærgætni og skilningi, því annars geta þau snúist til óheilla fyrir ung- mennin. Framhald af 1. síðu feril Mosleys á liðnum árum, finnst okkur, að ekki goti verið til nokkur ástæða, sem réttlæti, að honum sé sleppt. úr haldi“. Framkvæmdaráð stærsta verka- mannafélags Bretlands, F'élags flutningaverkamanna, og stjóm- málanefnd samvinnufélagsins í London, sem hefur 900 000 með- limi, kröfðust þess. að Mosley væri strax látinn inn aftur. Svo mikil og almenn var reiðin, að afturhaldsblaðið Times og út- varpið neyddust til að birta helztu mótmælin. Samvinnublaðíð Reynold’s News sagði: „Hér er um að ræða póli- tískan útreikning. Áður vom það Darlán, Badoglio, Vittorio Em- manuel, nú Mosley. Fólk spyr, hver sé meíningin með þessari mildi gagnvart fasistunum”. Ástralska blaðið Melborne Sun, sem sjaldan gagnrýnir brezku stjórnina út af innanríkismálum, lýsir þessu athæfi Morrisons sem furðulegu. sálfræðilegu glappaskoti. sem óðara ætti að kippa í lag. Mos- ley sé að vísu sennilega orðinn of illa þokkaður til að gcta unnið mál stað Bretlands nokkurt tjón sjálf- ur, en málstaðnum hafi verið unn- ið tjón með því einu, að veita hon- um frelsi, þegar betri menn bíða örkuml og bana á vígstöðvunum. Hcilsa og þægindi Mosleys séu framúrskarandi lítilsvert atriði í þessu sambandi. Oll blöð Sovétríkjanna birtu fréttina um Mosley. Fréttastofan Reuter tilkynnir, að almenningur í Moskva sé mjö'g undrandi og eigi bágt með að átta sig á því, hvers vegna þjóð, sem er í stríði við fas- ismann upp á líf eða dauða, sleppi fyrrverandi fasistaforingja úr fang- elsi, í stað þess að láta hann í það. Daginn eftir að Mosley var lát- inn laus, útvarpaði stöðin í Berlín kveðjudagskrá til Mosleys. Vinur hans, William Joyce („lord llaw- haw") hrósaði Moslev fyrir „hetju- lega baráttu gegn veldi Gyðinga í heiminum". Og Dietze, einn af talsmönnum nazista, talaði um, að „hinum ensku gentlemönnum hefði runnið blóðið lil skyldunnar".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.