Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1943, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. — 1. desember 1943. IIJÓÐVILJINN Útgefonai: SameinmgarfLokiiur albý&u — Sisíci'ia'c/ío^Jjurinr.. Ritstjófi: Sigur&ur Guðmundnon. Stjómn. álaritstjórar: Eir.ur Olgeirsaon, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstcíur: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgt“i53Ía og auglýsingar: SkóluVörSustíg 19, sími 2184. Prentsmiðia: Víkingsti-er.t h. /., Cariastrœti 17. ' Áskriftarverð: í ReyVjavík og igrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Uti landi: Kr. 5,00 á mánuði. Skapið einingu í frelsisbaráttunni 25 ár eru liðin í dag síðan samningur sá var gerður, er gerði ísland að fullvalda ríki. 25 ár—.það var tíminn, sem þjóðin hafði einsett sér að bíða, unz hún legði síðustu hönd að verki og fullkomnaði frelsisbar- áttu sína með stofnun lýðveldis á íslandi. Og nú er sá tími liðinn. Það er komið að þeirri stund að íslendingar geta í fullu sam- ræmi við það samkomulag, er þeir gengu að 1918 af því ekki var kostur á betra, gengið til stofnunar lýðveldis á íslandi eftir 680 ára erlenda konungsstjórn. Og það er það, sem þjóðin nú mun gera. © Undanfarin 25 ár hafa verið hið merkilegasta tímabil í þró- un íslenzku þjóðarinnar, — en því verður ekki neitað, að meiri hluta þessa tímabils hefur sjálfstæðismálunum ekki verið sá gaum ur gefinn, er þau verðskulda. Sumum fannst takmarkinu vera náð, skeyttu lítt um þau mál, sem Danir þá enn fóru með í um- boði voru eins og utanríkismálin. Öðrum fannst nú að það, sem á vantaði myndi koma af sjálfu sér. Sumir voru hræddir við að fara lengra, álitu háskalegt að hætta litla íslenzka bátnum út á ólgusjó heimsstjórnmálanna öðru vísi en hann væri í eftirdragi. Og fæstir reiknuðu með þeim öðrum hættum, sem grandað gætu raunverulegu sjálfstæði landsins, hættum fjárhagslegs og hernaðarlegs eðlis. Öðru hvoru á þessu skeiði var verið að minna þjóðina á sjálf- stæðismálið, en þau hafa samt aldrei fyllt huga hennar neitt líkt því, sem var fyrir 1918. Þetta verður nú að breytast bg mun breytast. © Fyrsta skilyrðið til þess að þjóðin geti fullkomnað sjálf- stæði sitt, og haldið því, er að hún standi öll sameinuð á verði um það. Slíka einingu þarf nú að skapa um stofnun lýðveldis á íslandi. Slíka einingu þarf að skapa um að tryggja það að Éslend- ingar ráði einir landi sínu og það verði ekki léð framandi stór- veldi sem herstöð. Slíka einingu þarf að skapa, til þess að standa gegn áhrifum og yfirdrottnun erlends auðmagns yfir atvinnulífi íslendinga. Alltof lengi hafa íslendingar verið sinnulitlir um sjálfstæð- ismál sín eftir 1918 og af því súpum vér seyðið enn. Þorri þjóðar- innar vaknaði upp við vondan draum, er stríð og hernám hófst, og áttaði sig þá fyrst á því, í hverri hættu vér höfðum alltaf verið. En þótt merkilegt megi virðast, þá var líka viðskilnaðurinn við Danmörku, þó hann gerðist með þessupi voveiflega hætti, og hvernig þjóðin varð að bjarga sér sjálf í utanríkismálum sínum á eftir, til þess að sýna henni það í reynd að bezt fór á því að hún færi með öll mál sín sjálf. • Sú kynslóð íslendinga, sem nú ræður málum þjóðarinnar, hefur betra tækifæri en nokkur kynslóð þjóðar vorrar hefur áð- ur haft til að leggja öruggan grundvöll að frelsi hennar og farsæld. Stofnun lýðveldisins er fyrsta sporið á þeirri braut. Um það er nú orðið samkomulag milli þriggja flokka þingsins: Sós- íalistaflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Er það sam- komulag gleðilegux vottur þess að íslendingar geti staðið saman um þýðingarmestu mál sín, hvað sem annars skilur þá. ® Éslendingar! Allir eitt um að fullkomna þjóðfrelsi vort með stofnun lýð- veldisins á íslandi á grundvelli þess helga, óafseljanlega réttar vors að ráða málum vorum sjálfir! Allir eitt um þær ráðstafanir, sem síðan þarf að gera til að tryggja tilveru, frelsi og farsæld íslenzka Iýðveldisins og íslenzku þjóðarinnar! íslenzka þjóðin er ákveðin í því að stofnsetja lýðveldi á íslandi á næsta ári. Eftir 680 ára erlenda konungsstjórn yfir landi voru, verður þá aftur lýð- veldi á íslandi. Hugsjón, sem kynslóð fram af kyn- slóð hefur dreymt um, — maður fram af manni barizt fyrir, — á þá að rætast. ísland á aftur að verða fullkomlega frjálst land. Það er alþýða Islands, sem allt af hefur borið þyngstu byrðarn- ar sökum ófrelsis lands vors. Þegar höfðingjarnir sóttust eftir vinfengi og þjónustu hjá erlendum yfirdrottnurum, fékk alþýðan að súpa seyðið af þeirri vinaskál og þjónustusemi í þyngdum álögum. Þegar kirkjuhöfðingjar ís- lands urðu erindrekar og stuðn ingsmenn hins erlenda kúgun- arvalds, — hvort sem um var að ræða danska konungsvaldið eða brezka ráns-kaupmennsku, þá var það alþýðan, sem varð að blæða, missa jarðir og frelsi í helgreipar hinna innlendu og erlendu yfirstétta. Þegar einokunarverzlanir Kaupmannahafnar, máttarstólp ar konungsvaldsins rúðu þjóð- ina inn að skyrtunni, gengu „vetrarprangararnir“, embættis menn og stórbændur sveitanna, í lið með einokuninni, til þess að fá sinn hluta af gróðanum líka, sem hægt var að kreista undan nöglum fátæks almúga. Þó svo nærri væri gengið þjóð vorri á þessum hörmungar árum, að við lá, að gengið yi’ði af henni dauðri, — þá áttu er- lendu blóðsugurnar samt allt- af vísa aðstoð þorra íslenzku yfirstéttarinnar við arðránið. Aðeins hinir beztu og göfugustu einstaklingar meðal yfirstéttar- innar skárust úr þeim ljóta leik og þorðu að taka málstað fólks ins. Vart mun nokkru sinni alþýða í landi hér í álfu hafa verið beitt slíkri kúgun sem alþýða íslands, — enda var það næst um því tilviljun að hún skyldi lifa það af, en ekki vera útrýmt með öllu, eins og sumum öðrum nýlenduþjóðum á þessu tímabili Það er því alþýða íslands, er mest á í húfi, að ísland sé sjálfstætt og sjálfstœði íslands sé tryggt. Tilfinningin fyrir þessu hefur alltaf verið sterk hjá alþýðu manna, enda hefur einmitt alþýðan venjulega ver- ið öruggasti fylgjandi þeirra, er fram sóttu til að afla íslandi frjálsrœðis. það voru íslenzkir vermenn — óþekktir synir alþýðunnar, — sem hefndu Jóns Arasonar og drápu Kristján skrifara og ribb alda hans. Það voru alþýðumennirnir ís- lenzku, sem öld fram af öld, áttu í berhöggi við yfirstétta- valdið útlent og innlent, voru dæmdir fyrir mótþróann gegn því, — hýddir fyrir að verzla ekki þar sem einokunarkaup- maðurinn ákvað, — húðstrýkt- ir fyrir að mæta ekki til að sýna auðmýkt sína og undir- gefni í kirkju, þegar prestinum þóknaðist, — hengdir fyrir að drepa öðru hvoru böðla sína, þegar kúgunin keyrði fram úr hófi. En þráin eftir frelsinu, hatr ið á kúguninni var ekki drep- ið hjá íslenzkri alþýðu, þótt hún væri kaghýdd öld eftir öld. Jafnt fanginn í Brimarhólmi sem útilegumaðurinn í Ódáða- hrauni geymdu í hjarta sínu vonina um að dagar Dana ættu kvöld um síðir og allri kúgun- inni yrði einhvern tíma af ís- landi létt. í þjóðsögum og æv- intýrum, í ferskeytlum sem íslendingasögum lifði frelsisást karlssonar í kotinu, þegar kraft ar þrautpíndrar þjóðar dugðu ekki lengur til dáða í veru- leikanum og urðu að láta sér nægja drauma skáldskaparins. Það voru fátækir mennta- menn og alþýða íslenzkra sveita sem báru uppi frelsishreyfingu 19. aldarinnar, urðu tryggustu fylgismenn Jóns Sigurðssonar og þeirra, er bezt héldu á rétti þjóðarinnar. Og þegar mest skarst í odda í frelsisbaráttu íslendinga, þeg- ar ofsóknir landshöfðingja- og kaupmannavaldsins, samtvinn- uð erlend og innlend kúgunar öfl, ætluðu Skúla Thoroddsen dýflissudvöl á ísafirði, þá var það alþýðan, sem skakkaði leik inn og sýndi svokölluðum yfir- völdum það svart á hvítu, hver það var, sem valdið hafði, ef hann vildi beita því. Þjóðfrelsið hefur verið al- þýðu íslands hjartans mál, með an það var kaldrifjuðum höfð- ingjum verzlunarvara. Árið 1262 leiddu höfðingjarn ir á íslandi þjóðveldið á högg- stokkinn, eftir að hafa limlest það áður með óstjórn, kúgun og innbyrðis stríði. Dýrkeypt reynsla allra þeirra alda, sem ísland hefur verið byggt, kennir alþýðu landsins, að henni ber sjálfri að heyja og stjórna frelsisbaráttu þjóðarinn ar, að einungis í hennar hönd- um er sjálfstæði landsins ör- uggt — og tryggt, að því verði beitt þjóðinni allri til blessun- ar. Það er málstað sjálfstæðisins fyrir beztu, að alþýðan hafi for ustuna í frelsisbaráttu’ þjóðar- innar, því enginn er öruggari fulltrúi þjóðarheildarinnar en einmitt alþýðan. Og það er brýnasta hagsmuna mál alþýðunnar, að frelsi þjóð- arinnar sé tryggt svo vel sem verða má, komið í veg fyrir kúgun erlends valds, opinbera -----------,'■»***, Jón Sigurðsson eða dulbúná, pólitíska eða fjár hagslega. Frelsi og sjálfstæði þjóðarinn ’ar er skilyrði fyrir frelsi al- þýðunnar. Frelsisbarátta ís- lenzkrar alþýðu er órjúfanlega tengd frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Það verður því ljósara sem eðli frelsisbaráttu þjóðar vorr- ar er betur krufið til mergjar. Frelsisbarátta íslendinga hef ur ekki frekar en frelsisbar- átta annarra undirokaðra þjóða verið einvörðungu stjórnarfars leg barátta. Hún hefur um allan aldur jafnframt verið barátta gggn fjárhagslegrí kúgun, gegn arðrání, sem eVlend einokun, útlendir landdrottnar, sérhvert framandi drottnunarvald hefur beitt. Og oft hafa íslendingar orðið að heyja sitt stríð við fleiri en einn erlendan aðilja í senn, þegar danskir konungs- menn, enskir kaupmenn og þýzkir „hansarar“ settust allir að eyjunni samtímis sem úlfar að bráð og bitust um leið inn- byrðis. Það væri blekking að segja þjóðinni að fullur sigur væri unninn í frelsisbaráttunni, þegar fullt stjórnarfarslegt frelsi væri fengið. En það væri unnið það vígið, sem skilyrði er að náist svo hægt sé að sækja að hinum, — það væri náð þeim áfanga, sem drýgstur hefur orðið oss. Vér verðum að horfast í augu við þær hættur, sem oss eru búnar, meðan ágjarnar auð- mannastéttir drottna með stór- þjóðunum og ásælast land vort, auðlinda þess vegna og þó eink um sökum aðstöðunnar og hern- aðargildis. Öll þjóðin verður að gera sér ljóst hve auðvelt auðugum yf- irstéttum er að ná tangai’haldi á smáþjóð, ef ágjarnir auðmenn og valdagírugir bragðarefir ráða þar öllu. Hrun Frakklands, — sem var þó stórveldi — er vítið til að varast í þeim efn- um. En til þess að geta háð einnig þennan þátt frelsisbaráttunnar er oss nauðsynlegt: að fullt stjórnarfarslegt frelsi sé fengið, lýðveldi sett á stofn, — og að alþýðan hafi forustuna í þjóðmálunum. Lýðveldið — það er vígið til að berjast nú, — grundvöllui- inn til að standa á, — í þeim Skúli Thoroddsen átökum um raunhæft frelsi þjóðarinnar, sem lengi hafa farið fram stórveldanna á milli — og geta orðið útkljáð, án þess íslendingar séu aðspurðir, ef vér sleppum réttum tæki- færum, ef vér hagnýtum ekki til hins ýtrasta alla möguleika, til að tryggja frelsi vort, — ef vér stöndum sundraðir og tví- ráðir, þegar örlagastundin kem- ur. Vér íslendingar viljum ekki verða nein skiptimynt í við- skiptum stórveldanna. En vér hefðum þá illa gleymt ítökum þeim, sem þýzka yfir- drottnunarstefnan hafði eign- azt í íslenzkri yfirstétt, — það hefði þá furðu fljótt firnst yfir einræði brezkra bankadrottna í fjármálalífi íslendinga, er vér sæjum ekki bandamenn er- lendra yfirstétta meðal ís- lenzkra nútíma-„höfðingja“, reiðubúna til að undiroka al- þýðuna „upp á hlut“. Og vér værum þá undarlega glám- skyggnir á fyrirætlanir þeirra er hæst hrópa nú um að gera verði ísland að áhrifasvæði Engilsaxa og herstöð Ameríku, ef vér gerum oss ekki ljóst, hve hörð átökin geta orðið áður en raunhæft frelsi og fullvejdi vors unga lýðveldis sé tryggt. Framtíð lands og þjóðar velt- ur nú á því að alþýða Islands þekki sinn vitjunartíma. Nú nálgast sú stund óðum, að allt verður undir því komið, hvort alþýðan hefur vit og vilja, kraft og áræði til að taka forustu þjóðarinnar í sínar hendur, í innanlands- sem utanríkismál- um. Svo sem vænta mátti bregzt forustulið Alþýðpflokksins vinn andi stéttunum í þessu stórmáli sem öðrum, þegar mest á ríður, — hleypst á brott frá merki því, er það áður hafði borið og reynir nú að svívirða hvað mest þá stefnu, er það áður hafði fyigt. Það reynir ■ á stjórnmála- og stéttarþroska íslenzkrar alþýðu að láta svik þau eigi riðla röð- unum, heldur þvert á móti verða til þess að vinnandi stéttirnar þjappi sér þéttar saman, ein- beittari og ákveðnari en nokkru sinni í því, að þeim beri for- ustan í frelsisbaráttu þjóðarinn- ar, ef vel eigi að fara. Fyrir Alþýðuflokksforustuna Þorsteinn Erlingsson Eyjan vor er engum köld, ef þú brosa lœtur, hennar morgna, hennar kvöld, hennar Ijósu nætur. Hún á okkar heita blóð, hún hefur ókkur borið, til að élska líf og Ijóð, Ijósið, relsið, vorið. * En þú, sem hefur í hjartanu blóð úr hrakinni, smáðri og kúgaðri þjóð og eitrað á hörmungarárum. það knýr þig svo fast þegar arfurinn er á einverustundunum réttur að þér, af minningum mörgum og sárum. Þorsteinn Erlingsson. Stephan G. Stephansson „Eyjan vor, þú varpar öllum böndum, verður frjáls og gengur heillastigl Þá skal yndi úti í vestur-löndum að eiga dag og syngja fyrir þig“. Stephan G. Stephansson. > á liðhlaup þetta að þýða það, að áhrif forsprakka þessara þurrkist út, — að alþýðan sam- einist þrátt fyrir þá, gegn þeim, án þeirra. Alþýða íslands veit hvað í húfi er. 1262 glataðist þjóðveldið af því að það var í höndum höfð- ingjanna og alþýðan mátti sín einskis, átti hvorki sjálfstraust, samtök né flokk. Á vort unga lýðveldi, — lang- þráð hugsjón þjóðarinnar, — að lenda í höndum „höfðingja“ nútímans, þeirra, er nú þegar sjá ísland í anda á vesturleið og vilja gera það að einni stórri Grímsey amerísks afturhalds gegn Evrópu? Á að vígja nýja íslenzka þjóð- veldið með því að leiða atvinnu leysið, sultinn og kúgunina aft- Framhald á 8. síðu. ÞJÓÐVILJINN. — 1. desember 1943. Kveðjur frá Bandaríkjunum og Bretlandi „Nú er grafinn sá lýður frá liðinni tið er sig lægði í duftið og stallana hóf.“ Sjá hin ungborna tíð Sjá hin ungborna tíð, vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. — Heimtar kotungum rétt — og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Nú er grafinn sá lýður frá liðinni tíð, er sig lægði í duftið og stallana hóf. Nú er þroskaðri öld eftir glapskulda gjöld og það gnötrar frá rótum hið aldraða hróf. AUt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans bam allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram undir bUkandi merkjum um lönd og um höf. Enginn stöðvar þá göngu þó leiðin sé löng, fólkið leysir með hörku, ef auðmýkt það batt; — viti þrældómsins vin, eyðist kyn, fæðist kyn, og hann krýpur þó loks því sem rétt er og satt. Yfir álfur og lönd tengir bróðemið bönd, yfir brimið og ísinn nær kærleikans hönd; einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð, blunda áranna kröfur við heiði og strönd. Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný nú þarf dáðrakka menn — ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Heyrið ánauðug lönd, brjóta ok, slíta bönd; heyrið írann og Grikkjann með þymanna krarn. Eigum vér einir geð til að krjúpa á knéð og að kaupa oss hlé fyrir rétt þessa lands? Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust á vort takmark og framtíð er sigurvon enn^ Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd, þá skal ljós skína’ um eyjuna, komandi menn! Einar Benediktsson. m«iM«tii(M4iitiManiiiuiuniiiiiiiiiiiiiinn umtiinimiiintinii Framhald af 1. síðu. brautryðjendahæfileikum sín- um að framförum Vesturríkja vorra, í Utah, Wisconsin, Minne sota og North-Dakota. Sjálft lýðræði vort stendur í þakklætisskuld við ísland. Löngu áður en Bandaríkin voru til, fyrir meira en 1000 árum síðan, yar íslandi stjórnað af þingi frjálsra manna. Þessi and- legi skyldleiki, þéssi innilega ást á frelsinu, sem tengir þess- ar tvær þjóðir saman, er e. t. v. traustari en nokkur blóðbönd. ■ ísland hefur sýnt oss þá gest- risni að lána oss strendur sín- ar, svo a.ð vér getum varið fyr- ir árásum frelsið, sem báðar þjóðirnar hylla. Vinátta íslendinga og Banda ríkjamanna fer stöðugt vaxandi vegna aukinnar verzlunar- og menningartengsla milli landa vorra. Vér bíðum með eftirvæntingu tímans eftir stríðið, þegar við öll önnur bönd vor á milli bætist eilíf og friðsamleg sam- vinna milli tveggja vinveittra og sjálfstæðra þjóða. ÁVARP ELBERTS D. THOM- AS, ÞINGMANNS UTAH FYLKIS: Er vér Bandaríkjamenn send um íslendingum heillaóskir vor ar á tuttugasta og fimmta af- mæli fullveldis þeirra, skiljum vér, að fjórðungur aldar er ekki langur tími hjá þjóð, sem hefur haft þing í meir en 1000 ár, — en vér vitum þó, hve þessi frelsisást er íslendingum mikils virði. í þessum hildarleik, sem nú á sér stað milli einræðisveld- anna og lýðræðisaflanna, fær frelsið á síg nýjan dýrðarljóma og verður oss enn dýrmætara en áður. Bæði ísland og Bandaríkin byggðust vegna knýjandi frelsis ástar — frumbyggjar beggja landanna voru menn, sem voru í leit að frelsi. Að möi-gu leyti stöndum vér Bandaríkjamenn í skuld við íslendinga. ísland ól upp marga frumbyggjá Bandaríkjanna, sem fluttu með sér hingað dirfsku og hugrekki víkingsins, en það eru hæfileik ar, sem frumbyggjar lands vors geta, ekki án verið. Fyrsta ís- lenzka bygðarlagið í Bandaríkj- unum var stofnað í fylki því, sem ég er fulltrúi fyi’ir, Utah. Vestur-íslendingar eiga hlut- deild í löggjöf, listum, mepnta- og verzlunarmálum Bandaríkj- anna. Nú stöndum vér 1 þakkai’- skuld við íslendinga fyrir gest- risni þeirra gagnvart hermönn- um vorum, sem á íslandi dvelja til þess að halda uppi vörnum fyrir lýðræðinu og frelsinu. sem báðar þjóðir vorar meta svo mikils. Vinátta sú, sem tek- izt hefur milli íslendinga og hermanna vorra á íslandi, er samskonar vinátta og tekizt hefur milli íslenzkra náms- manna og amerískra í skólum hér í Bandaríkjunum. Hin vaxandi samúð og skiln ingur milli þessara tveggja frjálsu þjóða gefur góðar von- . ir um vináttu á friðartímunum, sem munu renna upp, er lýðræð isríkin hafa unnið sigur sinn. ÁVARP PAUL DOUGLASS, FORSETA AMERICAN UNI- VERSITY í WASHINGTON, D. C.: Vér Bandaríkjamenn sendum í dag kveðju vora til þjóðar, sem vér berum hlýjan vinar- hug til. Fyrir einu ári síðan til- kynntu íslendingavinir í Banda ríkjunum, að vel gefnum ís- lenzkum stúdentum myndi verða veittir námsstyrkir til þess að stunda nám við, átta helztu háskóla Bandaríkjanna. Þessi hreyfing komst á stað vegna samúðarávarps frá Banda ríkjunum til íslendinga, er nokkur íslenzk börn slösuðust í árás þýzkrar flugvélar, 5. sept. 1942. Við það tækifæri lét ég svo um mælt, sem forseti Am- erican University, er lagði fram 3 námsstyrki, að svar okkar við árás Þjóðverja væri heit okkar, sem starfa við American Uni- versity, að við mundum að- stoða við menntun æsku ís- lands, svo að hún gæti undir- búið sig undir forustustöður i nýjum heimi, .þar sem slíkar ógnir þekktust eigi. Síðan hafa tveir íslenzkir stúdentar stundað nám við American University og taka nú óskertan þátt í félagslífinu innan skólans. íslendingar veittu aftur á móti þeim í setu- liði. voru á íslandi, sem halda yildu áfram námi sínu, aðgang að. háskóla sínum. Það er álit mitt, að þetta skref, sem tekið var fyrir ári síðan, til þess að koma á traust ari menningarsamböndum milli þessara tveggja landa, sé ekki eingöngu þýðingarmikið fyrir ísland og Bandaríkin, heldur all ar þjóðir heims. Á þessari sí- vaxandi hreyfingu að traustari vináttu milli þessara tveggja landa byggist ein af helztu von- um okkar um frið og öryggi að ófriðnum loknum. ÁVARP A. V. ALEXANDERS, YFIRMANNS ALLS BREZKA FLOTANS: Það er mér mikið gleðiefni að senda kveðjur mínar til ís- lenzku þjóðarinnar á 25 ára af- mæli sambandslaganna. í þess- ari styrjöld fyrir frelsinu hafa foringjar og undirmenn brezka flotans og íslendingar haft mörg tækifæri til að kynnast. Mér hefur auðnazt sú mikla ánægja að hitta leiðtoga yðar á íslandi. Um leið og ég þakka íslenzku þjóðinni fyrir aðstoð þá, sem hún hefur veitt hinum sameiginlega málstað, bæti ég við þeirri einlægu ósk minni, að tækifæri þau til persónu- legra kynna milli brezka flot- ans og íslendinga, sem gefizt hafa á þessum reynslu árum, megi verða til aukinnar viður- kenningar á samhug frjálsra þjóða, sem mun verða öllum til góðs á uppbyggingarárunum. A. V. Alexander.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.