Þjóðviljinn - 14.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1943. viawáótnrikm Fyrirspumir viðvíkjandi símanum. iVísað til réttra aðila. Hr. ritatjóri! Mér er það fullkpmlega ljóst, að það er ekki til lítils mælzt við yður með því sem ég hef í hyggju að biðja yður um. En bæði er það, að þið blaðamenn þekkið ýmsar sniðgötur, sem liggja að sannleikanum, sem okkur oðrum eru ókunnar, og eins hitt, að ég hef ekki tök á að skipa, eða láta skipa nefndir til að rannsaka það sem mér virðist dularfullt. Þess vegna hefur mér hug- kvæmzt að biðja yður að afla og birta í blaði yðar upplýsingar um eftirfarandi. 1. Hvað eru mörg símanúmer ónotuð af þessum fjó'gur þúsund sem símstöðin í Reykjavík hefur yfir að ráða. 2. Er útilokað að afla nauð- synlegra tækja til aukningar stoðvarinnar frá Ameríku eða loftleiðis frá Svíþjóð, eða annars staðar frá? 3. Er sænska verksmiðjan, sem framleiðir þessa sjálfvirku sima- tegund, einangrað fyrirtæki eða hefur það kannski útibú í óðrum lðndum. 4. Mundi nokkur maður, sem að símamálum hér stendur, geta haft hag af þvi að ekki væru flutt inn tæki annars staðar frá. Til dæmis umboðslaun, gjald fyr- ir að skipta ekki við önnur fyrir- tæki eða eitthvað því um líkt. 5. Er óvinnandi verk að flytja þessi þúsund númer sem Hafn- arfjörður hefur, til Reykjavíkur og fá í þess stað tæki frá Ame- ríku handa Hafnarfirði? Mér væri stór þökk i að fá þær upplýsingar sem hægt er, í sambandi við þetta, því bæði er, að ég bíð stórbaga fyrir þetta á- s.tand, og svo mun með fleiri, og eins hitt að ég vil ógjama hugsa verra um fólk en ástæður eru til. y. Ritstjóm blaðsins hefur ekki aðstöðu til að svara þessum spumingum, en yill eindregið mælast til þess að réttur aðili í þessu máli, sem er póst- og síma- málastjómin, gefi greið svðr við þessum spumingum og er henni að sjálfsögðu heimilt rúm í blað- inu fyrir svðrin. Það þarf að hraða bygg- ingu skýlis fyrir strætis- vagnafarþega Það var getið um það hér í blaðinu ekki alls fyrir lðngu, að komið hefði til umræðu á bæjar- ráðsfundi, tillaga um byggingu skýlis á Lækjartorgi fyrir stræt- isvagnafarþega. Eg hygg að bæjarbúum sé yfir leitt ljós þðrfin sein hér er fyrir þetta skýli. Það er oft kvartað yfir því í blöðunum, að alltof margir troðist inn í strætisvagn- ana í hverri ferð, og bílstjóram- ir hljóta ámæli fyrir of mikla lin- kind í þessu efni. Það er ekki nema eðlilegt að fólk sýni nokkra óþolinmæði þeg ar vont er veður og seint geng- ur að koma sér fyrir í vðgnun- EPI.J.ytlM =1:1.1 rrrrt^-rm HCltaha í iliH I M til Arnarstapa, Grundar- fjarðar og Stykkishólms árdegis í dag. II Hrímfaxa til hafna frá Þórshöfn til Sigluf jarðar til kl. 18 í dag- um. Það yrði afar óvinsælt ef vagnamir fæm að skilja farþega eftir og takmörkuðu tölu þeirra við sætin. Ef þetta skýli yrði reist, mundi það bæta úr þvi óviðunandi á- standi að menn skuli þurfa að standa á bersvæði í hvaða illviðri sem em meðan beðið ereftir stræt isvagni. Það mundi vera hægra að koma á reglu við þessa flutninga, takmörkun farþega í hverjum vagni frekar framkvæmanleg. Farþega.skýli þetta verður að vera smekklegt útlits og hagan- lega fyrir komið. Það má ekki vera til óprýði í þessari miðstöð umferðarinnar í bænum, eins og skóburstunarskúrinn sem nú er á miðju Lækjartorgi og vel mætti fjarlægja. Það verður að vænta þess að yfirvðld bæjarins hrindi þessu nauðsynlega máli í framkvæmd strax í vetur eða svo fljótt sem kostur er á. Hitaveitan. Nú bíða bæjarbúar þess með óþreyju að hitaveitan komist í notkun og heita vatnið frá Reykj um fari að hita upp hús þeirra. Forráðamenn hitaveitunnar kvarta yfir símahringingum ó- þolinmóðra manna sem spyrja hvenær heita vatnið komi inn hjá rér. Heyrzt hefur, að kostnaður við byggingu hitaveitunnar hafi far- ið gífurlega fram úr áætlun og hefur í sambandi við það vaknað sú spuming hjá mörgum hvort reikningamir mundu hita bæjar- búum meira en sjálft heita vatn ið. Hvort kolakynding mun<Ji verða ódýrari en að nota hita- veituna. Um þetta skal engu spáð hér, en hinsvegar er rétt að benda al- menningi á þá staðreynd að ef íhaldSbæjarstjómin hér í Reykja vík hefði borið gæfu til að koma hitaveitunni í framkvæmt fyrir stríð, í stað þess að nota málið sem kosningabeitu hvað eftir ann að, þá hefði almenningur haft meiri hag af þessum framkvæmd txm en nú er raunin á og ekki komið eins hart niður á honum með aukningu skatta og útsvara. Alþýðufræðsla Verkamannafélagiö Dags- brún hefur tekið' upp þá lofs- terðu nýbreytni, að efna til fynrJestra fyrir félaga sína og almenning. Hafa haldið fyrirlestra á vegum félagsins hinir ágæt- ustu gáfu- og menntamenn, t. d.: prófessor Sigurður Nor- dal, .Jóhann Sæmundsson læknir, Einar Olgeirsson al- þingismaöur og nú síðast Bjöm Sigfússon magister, viö urkenndur gáfu- og fróðleiks- i maður og almenningi kunnur fyrir h.'n ágætu erindi sín í útvarpinu, „Spurningar og svör um íslenzkt mál“. Ætla mætti að menn hefðu tekið þessum erindum með fögnuði, og fyllt húsið svo að margir hefðu orðið frá að hverfa. En svo er ekki — því er verr. Hafa flestir hinna ágætu fyrirlesara mátt flytja erindin fyrJr næstum tómu húsi. Og er þetta meir en meðalskömm. Er verkalýður Reykjavíkur virkilega á svo lágu menning- arst’gi, að hann skelli skoll- eyr.b'n við ágætum erindum? Og aðgangur aðeins ein króna. Ef þessu fer fram, er ekki annað sýnna, en hið góða við leitni Dagsbrúnarstjómar, um að v(-ita félögum sínum holla Framh. á 5. síðu. Undirbúningsstarf vegna lýö- veldisstofnunarinnar 10. janúar næstkomandi kemur Alþingi saman til þess að taka ákvörðxm um stofn- un lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Það er sem sagt ekki nema tæpur _mánuður þar til íslenzka þjóðin tekur þessa miklu ákvörðxm í sjálfstæðis- baráttu sinni og það er ekki nema mn hálft ár þar til ís- lenzka lýðveldið verður stofn- áð. Dagnrinn sem kemur til með að marka stærstu tíma- mót í sögu landsins fram að þessu, hefur verið vel valinn. En hvað hefur verið gert til undirbúnings þess, að gera þennan dag svo hátíðlgan og svipmikinn sem honum ber. Mér er ekki grunlaust um aö í því efni hafi enn lítiö verið aöhafzt. En tíminn er skamm ur og því nauðsynlegt að hefj ast þegar handa. Fæðingardagur lýðveldisins má ekki líða með einni ræðu af svölum Alþingishússins og samfelldri dagskrá í útvarp- inu. Inníhald hans verður að vera almenn, þjóðleg vakning, svo að hverju barni í landinu skiljist að hér hafi þjóðin loks öðlazt hin langþráöu réttindi Skíðaskáli Vals vígður Síðastliðinn sunnudag vígðu Valsmenn skíðaskála sinn við Kolviðarhól. Hefur skáli þessi Verið í smíðum frá því í maí í vor. Er skálinn hinn reisulegasti og mynd- arlegasti í hvívetna, stendur á skemmtilegum stað, þar sem fjöllin þrengja ekki að eða inniloka, enda nýtur hann sín vel frá öllum hliðum. Stærð skálans er 6%xl0 m., ein hæð með háu risi. Aðalsalur- inn er í miðju húsinu, mjög smekklega gerður, er eldstó í honum (kamína), sem Vals- menn hugsa sér gott til að sitja við á vetrarkvöldum. Öðrum megin salsins er inn- gangur, pokageymsla og eld- hús, en hinumegin er lítið her- bergi, sem í verða sett veggrúm (,,kojur“) fyrir 12 menn. Þeim megin er einnig gengið upp á svefnloftið, sem er stórt (5x9 m) og vistlegt. Getur það rúmað um eða yfir 50 menn með hægu móti til að sofa. Vindrafstöð hefur verið sett upp við skálann, sem lýsir hann prýðilega upp. Allur frágangur virðist vera hinn bezti og yfir- leitt öllu smekklega fyrir kom- ið. Það kom greinilega fram að Valsmenn hugsa sér, að þetta verði ekki aðeins skíðaskáli, heldur einnig sumarskáli. Hafa þeir þegar á s. 1. sumri brotið flatlendi það, sem liggur fyrir neðan hól þann, er skálinn stend ur í. Er ætlunin að gera þar knattspyrnuvöll og fleiri velli. Eru á þessu sviði ekki síður miklir möguleikar fyrir félagið en í sambandi við skíðin. Alla húsbygginguna hafa Valsmenn sjálfir framkvæmt í sjálfboðaliðsvinnu. Andreas Bergmann teiknaði húsið. Magnús Bergsteinsson var aðalsmiður, Jóhannes Berg- steinsson sá um múrvinnu, en Ólafur Jensen sá um uppsetn- ingu rafstöðvar og raflögn alla. Til vígslunnar bauð félagið ýmsum íþróttafrömuðum þessa bæjar, blaðamönnum og velunn urum félagsins. Fyrir hönd bæj arstjórnar kom Guðmundur Ás bjömsson og fyrir K.F.U.M. Bjarni Jónsson dómprófastur. Voru fluttar þarna margar ræður og snjallar, sem allar dáðu þessa nýju byggingu Vals- manna og árnuðu félaginu allra heilla með þetta íþróttaheimili sitt. Var gestum borið öl og brauð og veitt af rausn mikilli. í skíðanefnd Vals eru: Þorkell Ingvarsson formaður, Magnús Bergsteinsson, Andreas Berg- man, Jóhannes Bergsteinsson, Eyjólfur Magnússon og Axel Gunnarsson. Hefur nefndin sýnt mikinn dugnað í starfi sínu og má kallast þrekvirki að koma svona húsi upp á jafn skömmum tíma eingöngu í sjálf boðavinnu. Hefur þarna verið unnið þarft verk félagslífi Vals og um leið einn þátturinn'í því að sbapa æsku þessa lands hvetj andi möguleika til þess að stunda íþróttir og leita eftir hollum og góðum félagsskap. Þjóðviljinn óskar Val til hamingju með þennan nývígða skála sinn og framtíðarstarf. og kunni að meta gildi þeirra. Aldrei hefur þess verið meiri þörf en nú í ölduróti styrjald. arinnar, að þjóðin sýni al- heimi að hún kunni að virða og ætli sér að vernda þetta fjöregg sitt. Hver veit nema fyrstu spor hins unga lýðveld is verði nógu þung, þótt deyfð þjóðarinnar bæti þar ekki á. Vér héldum hátíðlegt 1000 ára afmæli Alþingis með mikl um myndarskap og kostaði það fleiri ára undirbúning. Auðsýnt er því að hver dagur sem líður er dýrmætur. Strax og Alþingi hefur tekið ákvörö un sína, þyrfti það að kjósa nefnd sem hefði með hönd- um allan þann tmdirbúning' fyrir lýðveldisstofnunina, sem snýr að útbreiðslu, fræðslu og áróðri, bæði inn á við og út á við. Þessi nefnd ætti þeg ar að leita samvinnu við öll fjöldasamtökin í landinu verk lýðssamtökin og samtök ann- arra stétta, flokxana, íprótta hreyfinguna, ungmennafélög- in, samtök menntamanna og listamanna. Þegar Alþingi hefur tekið á- kvöröun sína, ætti engin vika svo að líða að ekki yrði variö einni kennslustund í skóluiA landsins til þess að kynna nemendum innihald og þýð- ingu lýðveldisstofnunarinna*. Samvinnu þarf að taka upp við blöðin í sömu átt og vel þarf að vanda til útbreiðslu- starfsemi útvarpsins. Þá er ekki minni þörf á að hraðað verði undirbúningnum út á við. Það parf að skipu- leggja skrif í erlend blöð og tímarit, ná samvinnu við ís- lendinga og íslandsvini víða um heim, hefja víðtæka kynn ingu á hinu unga lýðveldi. Loks kæmi svo undirbúnlg ur margþættra hátíðahalda og er það vandasamt starf, ef þau eiga að hafa þann virðu- leik og fá þá fjöldaþátttöku, sem þeim ber. Ekki þarf síöur aö fara að hugsa til ýmislegs undirbún ings, sem lýðveldisstofnunin hefur í för með sér, svo sem sköpun nýs skjaldarmerkis fyrir lýðveldið, nýr myntslátt ur o. a., en það heyrir ef til vill meir undir framkvæmd- arvaldið, þótt eigi megi draga um of aö leita tíl Islenzkm listamanna um tillögur í þessu efni. Það hefur verið sagt að ís- land væri undir smásjá tveggja stórvelda. Nú er að sýna að enga smásjá þurfi til þess að sannfærast um að hér búi einhuga þjóö er elsk- ar land sitt og ætlar sér að vernda sem hina dýrmætustu eign hið unga lýðveldi ísland. Haukur Björnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.