Þjóðviljinn - 14.12.1943, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1943, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. des. 1943. — ÞJÓÐVILJINN. ÞJÓÐVILJINN. — Þriðjudagur 14. des. 1943. | r~-----------------;--------—---------------------------- þlÖÐVlLllNN I !| Útgefandi: Sameimngarjiok.kur albýZu — Sásialistcllokkarinr.. Ritetjóri: SigarSur CuSmunJsstm. | Stjórnn.ájariístjóta(: Eir.ar Oigeirsaon, Sigfúa Sigmhjartaraon. RitstjómarskrJstciur: Anitarstrœti 12, sími 2270. AfgreiSala og auglýsingar: SkálaoörSaatig 19, sími 2184. j PrentsmiÖja: Víkingítsrent h. CarSaetrœii 17. | Ásfeiiftarverð: í Reyfejavik og ágrenni: Kr. 6,00 á mánuði. — Úti á landi: Kr. 5,00 á roánuði. : JHöfnm vér einir geð9 að krjúpa á knéð?“[ Aldrei í sögu mannkynsins hefur þjóðfrelsisbaráttan veriði svo víðtæk og djörf sem nú. Hver einasta kúguð þjóð heimsinsl heimtar nú frelsi sitt og fullt sjálfstæði, voldugustu stórveldii heims verða að viðurkenna þessar þjóðfrelsiskröfur og beygjai sig fyrir þeim. Atlanzhafssáttmálinn er viðurkenning þeirra á| þeim eilífu og óafsegjanlegu mannréttindum hverrar þjóðar aði fá að ráða sér sjálf: hvort sem hún svo heldur kýs að vera í| sambandi við aðrar þjóðir eða ekki. | Indverjar gera nú þjóðfrelsiskröfur sínar í ríkari mæli en| nokkru sinni fyrr. i Kýprus, brezka eyjan í Miðjarðarhafi, heimtar frelsi sitt.| Hún vill ekki una því að vera brezk nýlenda lengur. Puertco Rico, nýlenda Bandaríkjanna, heimtar sjálfstjórn.i Filipseyjar hafa fengið viðurkennt sjálfstæði sitt, um leið og þeiri losna undan oki Japana. Færeyjar vilja fá sitt þjóðfrelsi viðurkennt, hvort sem það| þýðir heimastjórn eða skilnað. Libanon — Korea — hvert sem litið er í heiminum, — kref j-f ast þær þjóðir, sem sviftar hafa verið frelsi sinu fyrr á öldumi og máski ekki fengið neitt af því aftur, máski takmarkað, þessi nú að fá algerlega að ráða sér sjálfar. | Erum vér fslendingar þá eftirbátar allra annarra? I. „Höfum vér einir geð til að krjúpa á knéð og kaupa oss frið fyrir rétt þessa lands?“ . i Vér íslendingar höfum sama, óafseljanlega réttinn og allar I aðrar þjóðir að ráða málum vorum sjálfir, hvenær sem vér j viljum. j Og þann rétt munum vér nota oss. j En það er til skammar að til skuli vera stefna í landinu, j sem vill afhenda þann rétt og það vald, er vér nú höfum, í j hendur annarrar þjóðar. Slík stefna er Blöndalskan. Fylgjendur þessarar stefnu halda því fram að ef Danir yrðu j enn í tíu ár undir þýzkri kúgun, þá yrðu íslendingar að bíða j öll þau ár með stofnun lýðveldis. Blöndallar halda því fram að j Danir geti, þegar stríði lýkur, tekið utanríkismál vor í sínar j hendur, ef þeir vilja, og auðvitað gert konungsvaldið gildandi hér! j Það mun vera einsdæmi nú á tímum að þjóð eigi slíkt erki- j afturhald sem þetta að stríða við í baráttu sinni fyrir viðurkenn- j ingu fulls þjóðfrelsis. Slíkir afturhaldsseggir setja að dæmi j Shylocks bókstaf samnings ofar öllum mannréttindum og frelsi, j — og það jafnvel á þeim tímum, sem þau öfl, sem annars eru j afturhaldssömust í veröldinni, að fasistum fráskildum, viður- j kenna mannréttindi og þjóðfrelsi sem æðra öllum samningum j og hefð. | Það hafa á öllum tímum verið til menn, sem hafa þá á-| stríðu að hengja sjálfstæði og lýðræði á lagakróka og sálga þvíi þannig. Það er hverri þjóð eða stétt, sem berst fyrir frelsi sínuf stórhættulegt, þegar slíkir orðhenglar mega sín einhvers, því| það getur orðið til þess að tækifærum sé sleppt, sem aldrei komai aftur. — Þegar von Papen setti prússnesku sósíaldemokrata-| stjórnina frá völdum í júní 1932, vildu kommúnistarnir svarai með allsherjarverkfalli, knýja afturhaldið til að láta í minni| pokann fyrir valdi og rétti verkalýðsins. En sósíaldemokrataleiðj togarnir hengdu sig í lagabókstafinn, kærðu ríkiskanzlarann fyr-| ir ríkisréttinum, sem auðvitað geymdi að dæma þar til Hitlerjj var kominn til valda. Tækifærinu til að ná rétti alþýðunnar varj sleppt, hengt á lagakrókinn. ; Á örlagastundum þjóðanna er ekkert eins hættulegt eins| og að setja dautt form, deyðandi bókstaf í stað raunhæfs viljaj lifandi, eilífs réttar. j íslendingar munu ekki láta véla sig til þess að afsala sérj því að nota sinn dýrmætasta rétt á því augnabliki, sem mest| gagn má af því hljótast, að beita honum. íslendingar munu stofnaj sitt lýðveldi á næsta ári í krafti réttar síns til þjóðfrelsis. —| LDBELDATOPN Undanfarna mánuði hafa am- erískir hermenn pundað á óvin- ina með nýju, öflugu skotvopni. Skotin þeytast ekki úr þeim með venjulegum hætti; þ. e. a. s. af völdum sprengingar, held- ur flýgur það með sínu eigin afli að skotmarkinu. Öxulveld- in eiga ekkert vopn, sem jafnast á við það. Jafnvel þótt óvinun- um tækist að hertaka eitt þeirra mundi það taka þá a. m. k. eitt ár að stæla það. Þetta sérkennilega vopn er ameríska flugeldabyssan N-l. En nú mega menn ekki fara að hlakka til að fá sér svona byssu eftir stríð til að skjóta með flugeldana á gamlárskvöld, því að þessir flugeldar eru eng- in leikföng. Þó að þessi byssa sé ekki þyngri en tveir hermannarifflar, veldur hún jafnmiklum usla og heilt skot- virki af 75 mm fallbýssum. Þó að langdrægni hennar og hæfni sé takmörkuð, er hægt að skjóta miklu örar með flug- eldabyssum en vanalegum fall- byssum, og á stuttu færi get- ur hún myndað óviðjafnanlega hindrun gegn skriðdrekum. Og hún er svo létt, að það er hægt að flytja hana hvert sem her- menn geta skriðið og þarf ekki annan stuðning en axlir manns, þegar hún er í notkun. | Skriðdrekabyssan er eitt af jhinum nýjustu og þýðingar- ímestu vopnum í áttina til fall- jbyssulauss stórskotaliðs. Á vana jlegum fallbyssum er hlaupið jbæði til þess að miða með og jþeyta skotinu burt með til þess jgjörðri skothettu, en flugelda- jskotið flýgur sjálft. Einhvern itíma mun einnig verða hægt að jmiða með skotinu sjálfu, og þá jverður engin þörf fyrir byssu- jhlaup. Ef stríð verða háð 1 fram jtíðinni, munu stórskotaliðin jfara til orustu vopnuð svo til jengu öðru en skotunum sjálf- lum. ★ \ Á síðast liðnum fimm árum |hafa England og Sovétríkin og jað nokkru leyti Þýzkaland snú lið sér meir og meir að notkun iflugelda. Árangurinn af tilraun jum þeirra eru um tíu flugelda- vopn, sem hafa þegar verið tek- in í notkun. Á meðal þeirra eru sprengjur, sem fara gegnum brynvarnir, léttar flugvélafall- byssur, tæki, sem snarar lá- fleygar árásaflugvélar með því að þeýta stálköðlum upp í loftið, og svo nokkrar marg- hleyptar byssur. Flest þeirra hafa verið fundin upp í Bret- landi eða Sovétríkjunum. Flugeldaskotin eru hlaðin púðri, sem brennur hægt á 2— 3 sekúndum og heldur við drif- aflinu á fyrri helmingi leiðarinn ar að markinu. Hljóðið 1 þessum byssum er tiltölulega hægur nið ur í staðinn fyrir hinn háværa hvell vanalegra fallbyssna. Flestar flugeldabyssur, sem nú eru notaðar, draga í mesta lagi rúma 3 km. Það væri auð- velt að auka langdrægnina, og þýzki herinn hefur flugelda- um banvænu sprengjum sínum 5% km, en það mundi ekki borga sig af tveim ástæðum. í fyrsta lagi mundi hið aukna eldsneyti (púðrið) minnka magn það, sem sprengjan gæti flutt af sprengiefni (TNT). Og í öðru lagi eru flugeldaskot ekki nálægt því eins markviss og vanalegt stórskotalið á svo löngu færi. Þó að þetta sé nýjasta upp- finningin á sviði .hertækninnar, eru flugeldarnir miklu eldri en fallbyssurnar. En aðeins einu sinni hefur vopn af þeirri, gerð skilið eftir merka endurminn- ingu í sögu styrjaldanna. Það var þegar Bretar réðust á Mc- Henry-vígið í Baltimorehöfn árið 1812 með Congneue-flug- eldabyssunni. Öll önnur vopn af þeirri gerð voru fljótlega lögð á hilluna sem einskis nýt. Og fyrst núna eru hernaðarflugeld arnir orðnir fastir í sessi. ★ Hið fyrsta af hinum nýju flugeldavopnum kom til sögunn ar tveimur mánuðum eftir fall Frakklands. Seint í ágúst árið 1940, þegar loftárásir Þjóðverja á London fóru óðum vaxandi, heyrðu íbúarnir á Ermarsunds- ströndinni oft undarleg hljóð, ef snöggvast varð hlé í miðjum loftárásarhávaðanum. Það var flugeldahvinur, sem, breyttist svo í ýlfur. Hljóðin komu úr PAC (Parachute-and-Cable), tæki, sem er samsett úr fallhlíf og stálvír. PAC og samskonar vopn, sem Rússar nota, er mjög líkt línu- byssum þeim, sem notaðar eru við björgun frá landi úr strönd uðum skipum. í PAC er dálítið púður, sem sprengir fallhlífina upp, og flugeldurinn dregur sterkán stálvírinn upp í loftið. Þegar flugeldurinn hefur náð hámarkshæð sinni, opnast fall- hlífin og sígur svo hægt með vírinn niður aftur. Vírinn er hættuleg hindrun, sem flækist í loftskrúfur og sker sundur vængi, og er erfitt fyrir flug- mennina að sjá hann nógu snemma til að geta sveigt hjá honum. Flugmönnunum finnst öruggast að sneiða alveg hjá stöðum, þar sem PAC er notað. PAC er nú á kaupskipum í skipalestum, verksmiðjuþökum, við flugvelli og yfirleitt alstað- ar þar, sem skjóta varna þarf oft við gegn lágfleygum flugvél- um. Marghleypar flugeldabyssur hafa einnig verið framleiddar með allt að 30 hlaupum og auk- inn kraft að sama skapi. Ein þeirra er 20 hlaupa byssa, sem Bretar nota til varnar á skip- um gegn árásum steypiflugvéla. Önnur er þýzka flugelda- sprengjuvarpan, sem áður er nefnd. Er það aðalumsáturs- vopn þýzka hersins. Þessi sprengjuvarpa hefur 6 hlaup, sem samtals skjóta 60 flugeld- um á mínútu. Er það tvöfalt meira skotmagn en kemur úr 6 vanalegum sprengjuvörpum af sömu stærð. borgar tóku Rússar í notkun nýtt vopn af þessari gerð. Það eru sjálfvirkar flugeldasprengju vörpur, sem hlaða sig sjálfar, og eykur það enn skotmagnið. Þetta er hin fræga „Katúsja“. Er henni komið fyrir á vörubíl og skýlt þar með segldúk, þegar hún er ekki í notkun. Rússar telja Katúsja í fremstu röð þeirra vopna, sem björguðu Stalíhgrad. Þýzka fótgönguliðið gat alls ekki sótt fram á móti skothríð úr röð af Katúsjum, sem stóðu hlið við hlið undir trjánum á árbakkanum and- spænis borginni. Rússar eiga líka byssu með 30 hlaupum, sem er alveg. ban- væn skriðdrekum. Hlaupunum er komið þannig fyrir, að þau þeyta skotunum yfir stærra svæði en svo, að skriðdrekinn geti skotizt til hliðar á víxl og úr skotfæri. Þessi mörgu hlaup bæta upp fyrir það, hvað þessar byssur eru ómarkvissar. Vopn, sem skýtur 30 skotum í einu, þarf ekki að vera sérlega mark- visst, jafnvel þótt skotmarkið sé á mikilli hreyfingu. Vorið 1941 er lokatilraun Þjóðverja til að brjótast í gégn til Moskva stóð sem hæst, byrj- uðu Rússar að nota flugvéla- sprengjur, sem voru með flug- eldaútbúnaði í endanum. Þetta jók mjög hraða sprengjunnar, svo að hún varð hættulegri skriðdrekum Þjóðverja. Þetta leynivopn Rússa, sem Þjóðverj- ar hafa síðan stælt, átti afar mikinn þátt í því að stöðva vélahersveitirnar þýzku. Flugvélasprengjur " af vana- legri gerð eru gagnslitlar gegn flestum skriðdrekum. Þeir eru lítil skotmörk, sem þarf að varpa sprengjunum á úr svo lítilli hæð, að þær ná ekki næg um hraða til að vinna á nema léttustu skriðdrekum. En með flugeldi í endanum tvöfaldast hraði sprengjunnar og sprengi- kraftur hennar fjórfaldast. Flug eldasprengjurnar eru líka mark vissari vegna hins aukna hraða. Þar sem hægt er að láta flug- elda þeyta fimmtíu punda sprengju 5Vz km., er engin á- stæða til að ætla, að ekki sé hægt að nota þá til að knýja áfram miklu stærri hlut, — jafn vel farartæki, sem gæti flutt farþega og það miklu lengri leið. Það getur því vel komið til mála, að flugeldar eigi eftir að knýja áfram loftför eða flug vélar, þó að sá möguleiki sé enn langt undan. En flugelda- krafturinn hefur þegar verið tek inn til notkunar í þágu flugs- ins á annan hátt. 'AIltaf síðan á dögum Wright- bræðra hafa flugvélaverkíræð- ingar strítt við vandamál þau, sem stafa af því, að flugvélar þurfa tvöfalt meiri orku til að hefja sig upp af jörðinni en til að vera á flugi. Heppilegasta lausnin er að útbúa flugvélarn- ar með ílugeldum, ■ sem gefa þeim aukna orku til að hefja sig upp. Flugherir nútimans nota slíkan útbúnað að nokkru Allir eitt! § sprengjuvörpu. sem varpar hin- Meðan stóð á vijrn Stah'ngrsd !ej*ti. Ákveðið hefur verið að þrír næstu dagar, mið- vikudagur, fimmtudagur og föstudagur, verði skila- dagar í Þjóðviljasöfnuninni. Er sérstaklega skorað á þá sem engu hafa skil- að enn af listum sínum að koma og gera skil. Skrifstofa söfnunarinnar (skrifstofa miðstjómar Sósíalistaflokksins) SkólavÖrðustíg 19, er opin dag- lega kl. 4—7- FURÐULEGUR UPP- SPUNI OG ÚTÚRSNÚN- ‘ INGUR Framh.. af 1. síðu. meö lögum aö bændur fái sama verð og sömu uppbœtur fyrir framleiðslu sína hvar sem þeir búa á landinu. Mjög aumur hlýtur sá mál- staður að vera, sem þarf á því að halda að grípa til svo fárán legs uppspuna eins og þeir Skúli Guðmundsson og Jón Pálmason hafa gert. Svona enda skipti hafa menn ekki á hlutun- um nema menn viti, að þeir hafi rangan málstað að verja. Ósvífni Skúla kemur engum á óvart. En mörgum vinum Jóns Pálmasonar mun þykja það mið ur, að hann skuli láta hafa sig til að endurtáka þetta bull. RAUÐI HERINN Framhald af 1. síðu Þetta eru orð, seni Rússar skilja og kunna að meta. Tvö aðalatriði yfirlýsingarinnar, að flýta fyrir sigrinum og að und- irbúa öruggan varanlegan frið, eru eins og svör við bænum allra manna hér. Þetta var í fyrsta skipti, sem Roosevelt hitti Stalin, Það þykja miklar fréttir hér og vekur mestu ánægju, sérstaklega, að Roosevelt skyldi ferðast svo langa leið til að sitja ráðstefnuna. Hugrekki hans er dáð, og mikill áhugi er fyrir honum sein æðsta manni banda- rísku þjóðarinnar og leiðtoga í hin- um lýðræðislega heimi. 20 ARA BANDALAG Framh. af 1: síðu. kvæma aðstoð í framtíðinni, ef Þýzkaland skyldi aftur verða þess megnugt að hefja árásir austur á bóginn. Þriðja er um það, að bæði ríkin láti innanríkismál hins ríkisins af- skiptalaus. 1 fjórða lagi lofa þau, að veita hvort öðru allan mögulegan fjár- hagslegan stuðning eftir stríðið. Ríkjum, sern eiga landamæri að Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum, skal gefinn kostur á að gerast að- ilar að þessum samningi, ef bæði ríkin samþykkja. Kalinin forseti Sovétríkjanna og dr. Benes héldu báðir ræður í til- efni af undirrituninni og fögnuðu mjög þessum atburði. SVIAR HJÁLPA Prestur sænska safnaðarins í Osló hefur, við komu sína til Stokkhólms, upplýst, að yfir 100 þús. manns í Noregi sé nú gefið að borða af sænsku Noregshjálp- inni. A hverjum degi fá 85 þús. börn hálfan lítra af hafrasúpu hvert. Jólahefti Útvarpstíðinda er kom- ið út. Iíefst það á kvæðinu Kerta- ljós, eftir Jón úr Vör. Þá er jóla- saga: Skóhljóð, eftir Gunnar M. Magnúss. Eggert Benónýsson skrif grein er hann nefnir: Hvern- ig starfar útvarpið? — Þá er enn- fremur birt viðtal við Lárus Páls- son leikara. Ennfremur er grein er nefnist Harmóníka og saxófónn. Frh. af 3. síðu. Síðar í ritgjörðinni er sýnt frain á hver áhrif íslenzka þjóðlífið, er Þorsteinn hitti fyrir við lieimkom- una, hafði á skáldskap hans og lífsskoðun. Kaflarnir um þjóðfé- lagsmál og trúmál eru með þeim beztu, afstaða Þorsteins til sósíal- ismans og kristninnar rakin skarp- lega og öruggt. Bendir Nordal á að lilutdeild Þorsteins í verkalýðs- hreyfingunni hafi „ekki enn verið skýrð eða metin að verðleikum“, og er það rétt. Bíður þarna eitt af þeim mörgu heillandi viðfangsefn- um, er söguritarar verkalýðshreyf- ingarinnar fá til meðferðar. En um áhrif Þorsteins er ekki að villast. Flestir leiðtogar ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar til þessa munu hafa orðið fyrir djúp- tækuin áhrifum af kvæðuin Þor- steins Erlingssonar, og telja sig standa í meiri þakkarskuld við hann en flest eða öll skáld, önnur en „jötuninn úr Vesturvegi“, sem Nordal nefnir svo, Stephan G. Stephansson. Það mætti skrifa aðra ritgjörð, jafnlanga þessari, um efnið sem Nordal þjappar saman í kaflann „Þjóðfélagsmál“, og gæti það orðið merkiskafli í sögu sósíal- ismans á íslandi. Nórdal telur það fjarstæðu að þjóðfélagsskoðanir Þorsteins liafi breytzt til muna með aldrinum. „ ... ef Þorsteinn Erlingsson hefði lifað 10—20 árum lengur, horft á vaxandi misrétti og stærri átök í þjóðfélaginu, er cng- inn vafi á því, að hann hefði alltaf staðið í flokki með hinum róttæk- ustú umbótamönnum“. Þyrnar Þorsteins Erlingssonar verða aldrei gamlir og úreltir, en bezt er að kynnast þeim ungur. Takist það, skipa þeir veglegra rúm í vitund manns en flestar bæk- ur, og það verður ekki frá þeim tekið, þó skoðanir á bókmenntum og höfundum breytist. Uppreisnar- kvæðin yrkja hugann, gera mann að „saklausum heiðingjum“, skerpa vitundina um ranglæti þjóðfélagsins og hvetja til baráttu fyrir betra lifi. En þessi byltinga- áróður verður ef til vill svo und- arlega áhrifaríkur vegna þess að hann hugtengist þýðustu ómum ástar og æskusaknaðar, kvæðun- um ljúfu, sem eru annar bezti þáttur þessara einstæðu ljóða. Þor- steinn Erlingsson eggjar til upp- reisnár og baráttu, en hann brýnir Iíka mýkt og mannúð fyrir bylt-' ingamannimun. kennir honum að vanrækja ekki tilfinningar vits- munanna vegna og njóta lífsins sem heill maður, maður sem ótt- ast ekki andstæðurnar í fari sínu, heldur lætur vitandi vits átök þeirra verða aflvaka til að knýja fram allt það sem í honum býr. Það cr ógleymanleg nautn að fá Þyrna í hendur snemma á ung- lingsárum. Tengslin verða svo sterk, að lengi, kánnski ævina alla, geta þeir orðið athvarf á einveru- stundum þegar aðrar bækur liafa engan mátt, örvun þegar syrtir að, fagnaðarauki þegar birtir aftur. Þessi bók getur orðið ekki einung- is athvarf, heldur líka athvarfið. sem Þorsteinn kveður um: Ej ég á eitthvad önuyt hcima oij citthvað, sem ég þarj að gleyma, [>á kem ég hingað hvcrt citt sinn. að heyra fagra saunginn þinn. Og ég tek vor með ástarómi og yl úr þínum hlýja rómi. er illur stormur úti hvín og andar köldu á blómin mín. Og þegar öllu er um mig lokað og ckkert getur hliðum þokað. þá á ég víðan unaðsheim, sem opnast fyrir rómi þeim. Hinn hlýi rómur Þorsteins Er- lingssonar mun öldum saman ylja íslendingum. »S. G. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN 11 ALÞÝÐUFRÆÐSLA Framh. al 2. síðu. og göfgandi fræöslu, veröi hætt og væri það illa fariö. Þo» ,-Aeinn Erlingsson kvaö: „Því var aldrei um Álftanes spáö að ættjörðin frelsaðist þar“. Reykvískir vekamenn og konur. Látiö ekki þessi vísu- orð sannast á ykkur. Ykkur ber að taka vifkan þátt í framvindu þjóöarinnar. Þiö megið aldrei láta hjá líða að efla menntun ykkar, hvert eftir sinni getu. Án menntun- ar og andlegs þroska er maö- urinn aðeins vinnudýr. Landakotsspítala 9. okt. 1943. Bjöm Magnússon. ÁsKriftarsími Þjððviljans er 2184 Tónsnillingaþætttr eftir Theódór Arnason Beethoven. Þekkið þér frelsisfröm- uðinn og byltingamann- inn Beethoven? Vitið þér hvernig „Hetjusymfónían er til orðin? Ævisögur 35 frægustu tón- skálda heimsins frá 1525 til aldamóta, með 26 myndum Útvarpið hefur um langt skeið miðlað oss rikulega af tónverkum þessara miklu meistara. En æviferill þeirra er oss lítt kunnur. Þetta er bókin, sem bregð ur birtu yfir líf þeirra og lífsbaráttu, og fræðir yður um það, hvemig mestu og stórbrotnustu listaverk mannsandans eru til orðin Lesið Tónsnillingaþætti. . Bókin fæst í bókaverzlunum í fallegu bandi. ÚTGEFANDI. Nýjasfa bókín Dámom 1(uwyoK:i 5^ /éfl* Tiu sögur Vinargreiði. Don Pepp. TólfhólkatobbL Skókreppa. V eðmála-Bjartur. Brúðkaupið mikla. Blóðhundamir. Rommbúðingurinn. Htnefaréttur. Ást og innkuls. SPEGILLINN. Bókaótgáfa. Fylk þér, íslenzkur öreigalýður! Áþján gamalli haslaðu völl! Þinna framkvæmda fjöldamargt bíður. Fram til starfs liggi sporin þín öll! Bæt úr misrétti! Ólögum eyddu! Yfirmönnum réttvísi kenn! Heimskan dóm á báli brenn! Blindan valdsmann úr sæti leiddu! Mót ofraun öruggt sæk og allar skyldur ræk, en helga sannleik hjartans mál, eg hreinsa þína sál! ögn yöar bruna- tryggð ,Ste/ og sfókur eftir fféatti j* 'grim onsson Ef brunafrygging á húsmunum yðar í samræmi víð núverandí verðlag? Tafíð sem fyrst víð oss eða umboðsmenn vora.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.