Þjóðviljinn - 04.01.1944, Blaðsíða 1
Tékkar undirbfia fimm ðra
áætlun og alhiiða
skipulagningu
LONDON. — General Ncws Service.
Tékkneska útvarpið í Moskva
hefur í útvarpi til Tékkoslo-
vakíu gefið þessa athyglisverðu
yfirlýsingu:
Sovéfherinn í áfeafrí sófen á ðllum Kíefívígsfððvunum
„Land vort mun taka upp
skipulagðan áœtlunarbúsk ap
með vísindálega undirbúna
fimm ára áætlun til að byrja
með“.
Útvarp þetta er algerlega á
vegum fulltrúa tékknesku stjórn
arinnar, og ber því að skoða
þetta sem opinbera yfirlýsingu.
Hefur yfirlýsingin vakið mikla
athygli og þykir benda greini-
lega til þess, hverja leið hinar
- margreyndu þjóðir Evrópu
hugsa sér að fara að styrjöld-
inni lokinni.
Rauði herinn hefur unnið stórsigra undanfarna sólar-
hringa, tók Sitomir á gamlársdag og er í ákafri sókn á
öllum Kíeffvígstöðvunum.
Moskvaútvarpið tilkynnti í gærkvöldi töku bæjarins
Olevsk, en hann er á járnbrautinni milli Kíeff og Varsjá,
aðeins 10 km. frá hinum fyrri landamærum Póllands.
Rauði herinn er í hraðri sókn á 100 km. víglínu suður
frá Prípetfenjmium, og tóku Rússar alls 170 bæi á þess-
um vígstöðVum síðastliðinn sólarhring, þar á meðal sam-
göngumiðstöðina Novgorod Valinsk, sem er 80 km. sunn-
ar en Olevsk.
Ár úrslitasigursins f Evröpu
Ummæli brezkra blafia
LONDON. — General News Service.
í áramótagreinum brezkra blaða er almennt talið, að hið nýbyrjaða
ár verði ár úrslitasigurs í E vró-pustyrjöldinni.
Við minnumst þess, að við fögnuðum árinu 19ý3 með sömu orðum
og höfðum fulla ástœðu til þess samkvœmt hernaðarástandinu. Nú bygg-
ist trií oklcar líka á pólitískum ástœðum, — við treystum því, að lún
sterku öfl hins lýðrœðislega heims muni koma í veg fyrir frekari töf.
Novgorod Volinsk er aðeins
15 km. frá gömlu pólsku landa-
mærunum. Öflugar sveitir fót-
gönguliðs og skriðdreka tóku
bæinn með áhlaupi í gær og var
taka hans tilkynnt í dagskipun
frá Stalin.
Sókn rauða hersins í suðvest-
ur frá Kieffvígstöðvunum er tal-
in engu þýðingarminni en sókn-
in -til norðvesturs og vesturs, því
hún miðar að innilokun öflugra
þýzkra herja.
Rússar tóku í gær bæ einn
Frá því í byrjun ágúst s. 1.
sumar hefur hljóðfæraleikara-
verkfall verið á Hótel Borg,
vegna þess að Jóhannes á Borg
hefur eigi viljað viðurkenna Fé-
lag ísl. hljóðfæraleikara.
Þrjózka hans gagnvart því að
viðurkenna rétt stéttarsamtak-
anna hefur nú gengið svo langt,
að hann lætur erlenda hermenn
vinna hjá sér sem verkfalls-
brjóta, og jafnframt brýtur hann
landslög, með því að láta er-
lenda menn vinna hjá sér án
leyfis stjórnarvaldanna. — Svo
60 km. suðvestur af Berdiséff
og sækja hratt 1 átt til Vinnitsa.
Telja má að hin öfluga virkis-
borg Þjóðverja Bjelaja Tserkoff
sé umkringd, því sovéthersveit-
ir eru nú í 8—12 km. fjarlægð
frá borginni í norðri, vestri og
suðri. Armurinn sem sótti til
suðurs fyrir vestan Bjelaja
Tserkoff hefur sveigt til aust-
urs, og er í þann veginn að loka
hringnum. 1
Þýzka herstjórnin reynir ekki
að leyna því, að hún telji sókn
Rússa á Kieffvígstöðvunum
langt gengur fjandsemi „íslend-
\ngsins“ Jóhannesar á Borg
gagnvart samtökum vinnandi
stéttanna í hans eigin landi.
Alþýðusambandið hefur snú-
ið sér til utanríkismálaráðherra
út af máli þessu. Jafnframt
mun Félag ísl. hljóðfæraleikara
gera sínar gagnráðstafanir út
af þessu síðasta tiltæki Jóhann-
esar á Borg, en það, er nú eitt
mesta umræðuefni bæjarbúa og
mælir því enginn bót. Ætti nú
að vera tími til kominn að derr-
ingur hans í þessif máli yrði
lækkaður nokkuð.
mjög alvarlega. Talsmaður
þýzku herstjórnarinnar lét svo
ummælt í gær, að sovéther-
stjórnin hefði safnað saman svo
miklu liði, að búast hefði mátt
við enn meiri árangri. Vátútín
hershöfðingi beitti her sínum
þannig, að hann virtist enn
reikna með nægu varaliði.
Af öðrum vígstöðvum nefnir
miðnæturtilkynning sovéther-
stjórnarinnar aðeins svæðið norð
ur af Nevel. Þar er rauði herinn
einnig í sókn, og tók í gær 70
bæi og þorp.
1008 tonúUBi sprengna
varpað á Berlín
í fyrrinótt
KanslarahSllifl skemndist
Bandamannaflugsveitir frá
Bretlandi gerðu í fyrrinótt
mikla loftárás á Berlín-, og var
alls varpað niður um 1000 tonn-
um sprengna.
Komu upp miklir eldar, aðal-
lega í tveimur borgarhlutum,
en um tjónið hafa litlar fregnir
borizt, því hert hefur verið á
fréttaskoðuninni og fást engar
slíkar fregnir sendar úr landi.
Sænskur fréttaritari hefur
gefið í skyn að kanslarahöllin,
bústaður Hitlers, hafi orðið fyr-
ir skemmdum í einhverri af
þeim þremur stórárásum er
gerðar hafa verið á Berlín þessa
viku.
Skákkeppnir á Kol-
viðarhóli og Stokks-
eyri
Á sunnudag fór fram á Kol-
viðarhóli skákkeppni milli sam-
einaðs liðs skákfélaganna á Sél-
fossi og Stokkseyri annarsvegar
og liðs frá Keflavík og Kjós
hinsvegar. Lauk henni svo að
Keflvíkingar og Kjósarmenn
unnu með 12V.2 gegn 7Vz.
Þrítugasta desember fór fram
keppni milli skákfélaganna á
Selfossi og Stokkseyri, og sigr-
uðu Stokkseyringar með 8V2
gegn 2Vz
Emile Burns, ritstjóra „Worlds
News and Views“ farast svo
orð:
Það er óvéfengjanleg stað-
reynd, að hinn góði árangur og
bættu horfur í alþjóðamálum
er mikið að þakka gagnrýni og
eftirrekstri verkalýðsstéttarinn-
ar og framsóknarhreifingarinnar
á Bretlandi, og hafa áhrif
Kommúnistaflokksins mátt sín
mikils innan þessara hreifinga.
— En það má ekki láta staðar
numið við þann árangur, sem
náðst hefur. Baráttan milli
hinna framsæknu afla og aftur-
haldsaflanna mun halda áfram
út stríðið og eftir það. Hún mun
hafa áhrif á alþjóðamál
og í sívaxandi mæli á innan-
lands mál.
Raunveruleg framkvæmd allra
framsækinna ráðstafana af hálfu
brezku stjórnarinnar byggjast
ekki á góðum vilja Churchills
eða Edens, heldur á hve' vel
verkalýðsstéttinni og hinum
framsæknu öflum tekst að sam-
eina átök sín.
Brezka þjóðin er ákveðin í að
uppfylla með atorku og hreysti
allar kröfur, sem til hennar
verða gerðar, til að hægt sé að
ljúka stríðinu, en hún mun veita
skjóta afgreiðslu þeim atvinnu-
rekendum, sem af eigingjöm-
um ástæðum stofna tii truflana
í framleiðslunni á þessari úr-
slitastundu. Svik og samnings-
rof í garð verksmiðjuverka-
manna em óþolandi. Við höfum
ekki efni á að dragast með
slíkar byrðar í þeim orustum,
sem eru fyrir höndum“.
iNýia stjérnin í Boli-
1 víu lýsir sig fylgjandi
lýðraeði
LONDON. — General News Seruice.
Nýja stjórnin í Bólivíu hefur lýst
sig jylgjandi lýðrœði og lofar að
halda allar skiddbindingar gagn-
vart hinum sameinuðu þjóðum.
Hinn nýi forseti, Gualberto Vil-
laroel, cr studdur af mestöllum
hernum.
Kröfugöngur voru farnar eftir
stjórnarskiptin, þar sem ráðizt var
á ýmsa ríka aTturhaldsmenn, þ. á.
m. námaeigendur og stjórnmála-
raenn. Er rétt ár liðið síðan yfir
400 námamenn voru myrtir sam-
kvæmt skipun stjórnarinnar. Vil-
laroel hefur lofað sendinefnd verka-
manna, að láta taka það mál til
endurnýjaðrar rannsóknar og refsa
þeim, sem reynist ábyrgir.
i <
i GENERAL NEWS SERVICE
' Þjóðviljinn hefur núð sambandi við
< ensku jréttastofuna Gcncral News
' Service i London, og mun hér eftir '
< ' fá skeyti og grdnar ftaðan um '
« ’ styrjöldina, verkalýðsmál, alþjóða-
< ' stjómmál og fleira.
Húsbruni á Eskifirði
í fyrrinótt kviknaði í húsi
Lúters Guðmundssonar á Eski-
firði.
Efri hæð hússins skemmdist
mjög af eldi og vatni.
Eskfirðingar fengu nýja
slökkvidælu fyrir þrem árum
og kom hún að góðum notum
í þetta sinn.
Ins á Bopi iéf erleiÉ
leFioenn m ueFbfnllsbpjóto
Jóhannes á Borg hefur verið í deilu við Félag ísl. hljóðfœralcikara
alUengi undanfarið og eigi viljað viðurkenna samningsrétt þeirra.
Á nýársnótt kórónaði hann þjösnaskap sinn og fjandsemi gagnvart
þeim mcð því að láta erlenda herhljómsveit leilca á nýársfagnaði hó-
telsins.
Þjösnaskapur hans gengur svo langt, að liann hlífist ekki við að
brjóta landslög til þess að þjóna fjandsemi sinni gagnvart stéttasamtök-
unum í landinu.