Þjóðviljinn - 06.01.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1944, Blaðsíða 1
LJINN 9. árgangur Fimmtudagur, 6. janúar 1944 Lesið grein bandaríska blaða- mannsins Edgar Snow á 4.—5. síðu. 3. tölublað . Raudí herínn 70 ktn frá járnbraufínní tíl Odessa. — Hálf mllljón Þjódverja i hættu Hinningarathöfnin om íþróttamennina, sem fórust með v.b. Hilmi Minningarathöfn uni íþrótta- mennina Anton B. Björnsson og Hreiðar Þ. Jónsson fór fram í Dómkirkjunni í gær og hófst hún kl. 2 e. h. Athöfnin fór mjög hátíðlega fram og var fjöldi manna við- staddur. Sr. Bjarni Jónsson vígslubisk- up flutti minningarræðuna, en Pétur Jónsson óperusöngvari, úr K. R., og Ævar Kvaran, úr Víking, sungu einsöng. Frjálsíþróttamenn úr K. R. gáfu bikar til keppni í tug- þraut til minningar um Anton B. Björnsson. EMmglamglai á íslandl 60 Ora Góðtemplarareglan á islandi er 60 ára á mánudaginn kemur, 10. þ. m. í tilefni af afmælinu efnir Reglan til mikilla hátíðahalda á sunnudaginn og mánudaginn. Stjóm stúkunnar ræddi við blaðamenn í gær og skýrði Krist- Inn Stefánsson stórtemplar þar allítarlega frá starfssögu Góð- templarareglunnar. Fyrsta stúkan var stofnuð á Akureyri 10. janúar 1884 á Ak- ureyri. Hvatamaður stofnunar- innar var Ole Lied, norskur skó smiður, og var Reglan hér á landi fyrst undir leiðsögn norsku Góðtemplarareglunnar. Aðalforvígismaður bindindis- mála við Eyjaf jörð var sr. Magn ús Jónsson í Laufási. Fyrsta stúkan hét ísafold nr. 1 og er hún starfandi enn í dag. Stofnendur voru 12, voru 4 þeirra norskir, en 8 íslenzkir. Af forustumönnum stúkunnar ber einkum að nefna tvo, þá Friðbjörn Steinsson bóksala og Ásgeir Sigurðsson (síðar konsúl) en hann hafði verið í stúku 1 Edinborg. Björn Pálsson ljósmyndari stofnaði fyrstu stúkuna á Suð- urlandy st. Verðandi nr. 9, hinn 3. júlí 1855. Á þessum og næstu árum náði Góðtemplarareglan út- breiðslu í Hafnarfirði, Vest- I gærkvöldi var tilkynnt í sérstakri dagskipun frá Stalin, að rauði herinn hefði tekið Berdiséff. Hersveitir Vatútins hershöfðingja tóku borgina með áhlaupi eftir harða bardaga í fimm daga. Borgin er mikilvæg járn- brautastöð og var miðstöð þýzka hersins á suðurhluta Kíeffvígstöðvanna. Með töku hennar hafa Þjóðverjar al- veg misst mikilvæga samgönguleið, því að járnbrautin um borgina var önnur af tveim síðustu jámbrautunum, sem Þjóðverjar höfðu not af til flutninga milli mið- og suðurvígstöðvanna. Hin járnbrautin, sú síðasta, er jám- brautin til Odessa við Svartahaf, en úr henni liggur hliðarlína austur í Dnéprbugðuna. Rússar eru nú um 70 km. frá Odessa-jámbrautinni. í herstjórnartilkynningu frá j Hersveitirnar, sem tóku Berdi- séff, munu hér eftir bera nafn hennar. Sigrinum var fagnað í Moskva rneð 20 skotum úr 224 fallbyssum. Ástand þýzku herjanna á suð- urvígstöðvunum er nú hið al- varlegasta vegna hinnar hröðu sóknar Rússa til suðurs og suð- vesturs. Er talið, að um hálf milljón þýzkra hermanna sé í Dnéprhugðunni. Um 70 bæir og þorp voru tekn ir af Rússum fyrir norðan Nev- el í gær. Þrjátíu og sjö skriðdrekar og þrjátíu flugvélar voru eyðilagð- ar fyrir Þjóðverium í fyrradag. Þjóðverjar eru nú sagðir vera að koma sér upp nýrri varnar- línu á fyrrverandi austurlanda- mærum Rúmeníu meðfram fljót inu Dnéstr, sem rennur til sjáv- ar um 35 km. fyrir suðvestan Odessu. Rúmenska stjórnin hefur sam kvæmt frétt frá Tyrklandi fyr- irskipað brottflutning almenn- ings í Bessarabíu. Sænskar fréttir herma, að finnska stjórnin hafi fyrir skömmu stungið upp á við Þjóðverja, að Finnar einir tækju að sér hernaðarreksturinn á varðvígstöðvunum, en tilboðinu hefði verið hafnað. Moskva í gœrkvöld var sagt að Rússar hefðu tekið hæinn Tarastsa, sem er 40 km. fyrir suðaustan Bélaja-Tsérkoff. Um 60 aðrir bæir og þorp voru teknir á þeim slóðum. Eru nú ekki nema 70—80 km. milli her- sveita Vatútins og rauða hers- ins á Tsérkassi-vígstöðvunum. Er því her Þjóðverja þar á milli í hinni mestu hættu. mannaeyjum, Eyrarbakka og við ísafjörð. Stórstúka íslands var stofnuð 24. júní 1886 í lestrarsal Alþing- is. Stofnendur voru 17, frá 14 stúkum og var félagatal þá 550. AÐALTILGANGUR Aðaltilgangur Reglunnar er, eins og öllum er kunnugt, að vinna að útrýmingu áfengra drykkja og hóf Reglan þegar starf að því að hafa áhrif á löggjöfina í þessa átt. Átti Regl- an þegar frá upphafi ýmsum mætum áhrifamönnum á að skipa, þ. á. m. Jóni Ólafssyni ritstjóra, en hann var annar stórtemplar — fyrsti stórtempl- ar hér á landi var Björn Páls- son. Fyrsti áfanginn í þessum efn- um vannst þegar lögin um af- nám staupasölunnar voru sett 1898. Og hefur Reglan unnið Framhald á 8. síðu Skdli Thðroddsen 6. jan. — 1944 / dag eru 85 ár liðin frá fœðingu Skúla Thóroddsen, þess manns, er hœst ber í sjálfstœðisbaráttu ís- lendinga eftir daga Jóns Sigurðs- sonar. Það vantar enn mikið á, að starf þessa merka stjórnmálamanns hafi verið rannsakað og metið að verð- leikum, saga hans, saga Þjóðvilj- ans, er hann beitti að vopni í bar- áttu sinni fyrir þjóðfrelsi og aukn- um mannréttindum alþýðu íslands, er enn óslcráð. En íslenzlca þjóðin öll og sér- staklega islenzk alþýða, á honum svo mikið að þakka, að ekki má dragast lengur að liafizt sé handa um ritun ýtarlegrar œvi- og starfssögu hans. Það mundi vcrða enn Ijósara að lokinni slíkri rannsókn, að œvi- starf Skúla Thóroddsen er ekki fortíðarmál, heldur á óslitna þrœði til nútíðar og langt inn í isíenzka framtíð. Nú þegar hvílir yfimafni hans og 'starfi sú heiðríkja, sem seinni tímar eigna brautryðjandan- um einum; fullhuganum, sem aldrei brást þjóð sinni og landi. Dæmalaus frekja undanhaldsliðsins: Þeir vildii að flestöll erindi í ríkisútvarp- inu fyrri tiluta janúar yrðu fluit af þeim og yrði áróður fyrir þeirra máli \ ' Frekja þesS fasistaliðs, sem | virt útvarpsráð heimili allt að fimm mönn- stendur að Alþýðublaðinu, fer alltaf vaxandi. Nú er Alþýðu- blaðið farið að rífast út af því að undanhaldsmenn skuli ekki fá ríkisútvarpið í þjónustu sína til áróðurs gegn lýðveldisstofn- un íslendinga. Lítil klíka manna, sem kosin var á leynifundi í Kaupþings- salnum, skrifaði 28. des. útvarps ráði bréf, sem svar var heimt- að við fyrir 3. janúar, — næst- um því eins og úrslitakostir til útvarpsráðs. Segir svo í þréf- inu: „I nmboði nefndar, sem kosin var á fundi reykvískra og hafnfirzkra borgara í Kaupþingssalnum 13. |). m., til þess að „hafa forgöngu um frainkvæmdir til þess að kynna íslenzku þjóðinni málavöxtu í skilnaðarmálinu“, leyfum við okkur hér með virðingarf.vllst að óska þess, að hált- Kai Mnl 101* al lattn I larradag Kaj Munk fremsti leikritahöfundur Dana var myrt- ur af nazistum í fyrradag. Samkvæmt frétt frá Svíþjóð réðust fjórir óþekktir menn inn á heimili hans á þriðjudaginn og höfðu hann burt með sér. Spurðist síðan ekki til hans fyrr en lík hans fannst í gærmorgun. Síðasta leikrit Kaj Munks var Kaj Niels Ebbesön, sem leikið var í út- landi, varpinu hér í fyrra. Koni það út á tveggja ára afmæli þýzka hernáms- ins í Danmörku, og var jafnskjótt gert upptækt, og Munk hafður í haldi uin tíma. Munk var prestur á Jót- — maður á bezta aldri. Óhætt mun að fullyrða, að Munk hefur með lífi sínu, ritstörfum og dauða aflað sér þess orðstís, sem aldrei deyr meðal Dana. um, er nefndin tilnefnir, að flytja erindi í útvarpið um lýðveldis- og sambandsmál- ið. Er þess jafnframt óskað, að erindum þessum yrði œtlað rúm í dagskrá útvarps- ins á fyrstu tveimur \ ikum janúar nœst- komandi.. Menn þeir. er nefndin hefur samið við um flutning erinda þessara, ef útvarpsráð verþur við tilmælum liennar, eru: Sigurður Nordal, prófessor Arni Pálsson, prófessor Lúðvfg Guðmundsson, skólastjóri. Jóhann Sæmundsson, læknir Pálmi Hannesson, rektor. Samkvæmt þessu þréfi áttu svo að segja öll erindi, sem flutt væru fyrri hluta janúar, að vera flutt af þessum undanhalds- mönnum sem einhliða áróður fyrir þeirra málstað- Útvarpsráð tók þetta bréf fyr- ir. Auðvitað treystist enginn til að standa með þessari frek- legu kröfu og var þessu „til- boði“ eðlilega hafnað. Pálmi Hannesson, sem er í útvarpsráði, reyndi að bæta úr þessu frumhlaupi undanhalds- manna með því að leggja til að Sigurði prófessor Nordal væri falið að halda tvö erindi um málið í janúar. Þessari tillögu var vísað frá með rökstuddri 'dagskrá, þess efnis að útvarpsráð vildi að svo stöddu ekki gangast fyrir því að hefja umræður um sjálf- stæðismálið. Útvarpsráð hefur ekki geng- ist fyrir neinum umræðum um Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.