Þjóðviljinn - 06.01.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 06.01.1944, Side 3
Fimmtudagur. 6. janúar 1944 3 Umræður um bókagerð íslendinga eru komnar fram | á vettvang dagsins. Fyrir I nokkrum dögum ritaði H. K. Laxness grein hér í blaðinu, þar sem drepi'ð' var á ýms at- riði þessara mála. Flest það, sem ritað hefur verið um vinnubrögð og frá- gang bóka, hefur borið svip þeirra pistla, sem ýmsir út- « gefendur hafa til siðs að sefja á kurteisan hátt sem skilyrði íyrir birtingu auglýsinga um bækur þeirra. Eg minnist í svip örfárra þeirra, sem rætt hafi þessi mál í slíkri alvöru, að mark væri á þeim takandi. hinsvegar hnýtur maður í ná- lega hverjum ritdómi um hvimleiðar órökstuddar full- yrðingar um ágætan frágang, góðan pappír og myndir sem skreyta; jafnvel þótt pappír- inn sé slæmur, myndirnar illa gerðar og frágangur allur hinn bágbornasti. ★ Það er því gleðiefni þegar maður, sem haft hefur jafn náin kynni af bókagerð og Halldór Kiljan Laxness, slæst í för þeirra manna, sem með opinberum umræðum vilja orna til breytinga og bóta um frágang og aukna menningu á sviði bókagerðar. Það hefur aldrei verið meiri ástæða eu einmitt nú, þegar allar gáttir haia opnazt fyrir flóði hins prentaða máls, að þeir, sem mestu valda um útlit þess og gerö, ræði í áheyrn hinna, sem njóta skulu, hversu lag- færa megi þaö, sem á skort- ir um sæmilegan búnað. Og það er meira að segja engin ven til þess, aö unnt sé að koma fram breytingum, sem aö gagni verða, með öðrum hætti en þeim, að bókagerðar- menn: prentarar, bókbindar- ar og myndamótasmiðir á- samt rithöfundum, fræði- mönnum og ' öðrum þeim skriftlærðum er við samning bóka fást, samhæfi krafta sína og sjónarmið. Sameigin- lega verða þessir aðilar að á- kveða þau markmið, sem þeir álíta að sæmileg megi teljast og virðing okkar, sem einnar mestur bókaþjóðai’ í heimi, samboðin. ★ En jafnvel þótt störf þess- ara manna yrðu hin nýtustu, eru málin þannig vaxin að naumast er hægt að búast við að góöur vilji þeirra einna yrði öllu ráðandi. því ber aö leita samstarfs við þriðja að- ila, sem einn er þess megn- ugur aö hamla þar gegn, sem . getu hinna þrýtur. Það eru lesendurnir, þeir sem bækurn- ar kaupa, öll hin fullorðna þjóð. í þessu máli eru það les endurnir sem verkfallsréttinn hafa, þeir einir geta komið viti fyrir þá, sem hafa hin frábrugðnu sjónarmið, iðnað- armönnum og rithöfimdum, að bók sé góð og falleg, ef hún gefur góðan arö. En til þess að íslenzkir lesendur geti orðið liðtækur samstarfs- Þ JÓÐVILJINN Steíán Ogmundsson svarar H, K. Laxness Nokkur orð um bökagerð aðili, ber nauðsyn til aö þeir öðlist þá smekkvísi og skyn- bragð um frágang bóka að treysta megi að þeir láti ekki ginnast af hástemmdum fag- urgala, sem einkennir þá, sem fást við sölu á gylltum leir. Til þess að glæða og jafn- vel skapa slíka smekkvísi les- enda gætu blaðamennirnir orkað miklu, og opinberar um- ræöur, sem byggðar eru á ein lægum vilja til að leita or- sakanna þar sem þær eru, án fyrirfram ákveðinnar trúar um hvar sÖkin liggi, myndu án efa sýna góðan árangur innan stundar og auðvelda mjög lagfæring misfellanna. Eg er engan veginn sam- mála öllum ummælum H. K. L. í áðurnefndri grein hans, þó eigum við áreiðanlega samleið í þessu máli. Hann segir um bækurnar, sem út komu nú fyrir jólin: „Engin bók er góð í þeim skilningi að hún mundi ná máli, þar sem ágæt prentlist er metin, en það gerði Guð- brandsbiflía á sínum tíma að sögn fróðra manna, og er það lítill heiður fyrir íslendinga nútímans.“ ★ Guöbrandsbiblía er ágætt prentverk, en því aðeins að hún sé dæmd með hliðsjón af þeim erfiðu skilyrðum, sem hún er unnin við og stendur engan veginn á sporði ýmsu því sem bezt var unnið á þeim tíma erlendis, sízt í móðurlandi prentverksins, Þýzkalandi, enda væri ósann- gjarnt aö gera kröfu til þess. Hinsvegar þolir sumt þeirra bóka, sem á markaðinn komu nú fyrir jól, fyllilega saman- burð viö þær bækur erlendar, sem kalla má ágæta prentlist. Eg hef sömu ástæður eins og Halldór fyrir því, að nefna enga sérstaka, en væri fús til að verða þeirrar ánægju að- njótandi, ásamt honum, að ganga í bókabúðirnar og gera samanburö. Eg er þeirrar skoðunar, aö prentverkið sé í hraðri fram- för hér á landi, einkum nú hin siðustu ár, þótt mikiö skorti enn á að þar eigi öll þau fyrirtæki, sem að prent- verki vinna óskilið mál. Vinna þeirra er all misjöfn og öll skortir þau hæfni til þeirrar fjölbreytilegu framleiðslu, sem fullkomnustu prentfyrir- tæki erlend hafa aðstöðu til að skapa. Almenn bókagerð er sú tegund prentframleiðsl- unnar, sem góður vélakostur gefur flestum prentsmiðjum hér jafnfætisaöstöðu við er- lend fyrirtæki til að fram- kvæma á viðunandi hátt. Og þrátt fyrir fullyrðingu hins þýzka kunningja Halldórs, — Kippenbergs, — að íslending- ar séu indæl þjóð, en prent- að geti þeir ekki, eru ýmsir menn hér á landi, sem prent- verk stunda, ágætir iðnaöar- menn, sem unnið geta verk sitt hvar í heimi sem er, án þess aö handbragð mörland- ans yrði til lýta, eins þótt þaö bærist hingað á erlendri bók. Við ættum ekki að hræra allt í sama potti þegar við ræðum þessi mál. Nægar eru. misfell- urnar samt og uppburðarleysi þeirra, sem eitthvað geta. Stefán Ögmundsson Það er fjarri mér að reyna á nokkurn hátt að breiða yf- ir þær óþolandi misfellur sem lýta íslenzka bókagerö og prentvinnu, ég vil aðeins að menn hafi fulla aðgreining þess, sem gallað er og hins, sem fullsæmandi má teljast. Og þegar við rekjum orsakir ófremdarinnar er sjálfsagt að hver fái sitt, nákvæmlega eft- ir þeim hlutföllum sem hann á skilið. Halldór hefur, sem von er til, fýst að vita „hver væri orsök til þessarar einkenni- legu hroðvirkni, sem svo al- menn er í bókagerð hér“. Og hann hefur leitaö eftir svari hjá einum ágætasta manni prentarastéttarinnar, Hallbirni Halldórssyni. Svarið er skemmtilegt, en ekki að sama skapi raunhæft eða tæmandi. „Það er taug-aveikl- un nútímans“, sagði hann. „Þaö er æsingin og hraðinn allt í kringum mennina. Það eru bílarnir“. Halldór hefur náttúrlega teki'ö svariö eins og það var talað, en þó lætur hann það nægja í bili, og hann er strax óðfús á aö fóma okkar taugaveikluðu stétt nokkrum heilabrotimi um meðul sem að gagni mættu koma til að bjarga hinni bókelsku þjóð frá vanvirðu. Seinfærar kýr, latir hestar og skjaldbökur er ráöið. Hallbjörn fann sýkil- inn, Halldór lyfið, svo kemur vafalaust einn enn, sem kenn ir að beita því, t. d. þar sem vinnustofurnar ei*u á annari og þriðju hæð stórra húsa, fjóröi leggur aö sjálfsögðu til sterklegar fallhlífar handa kúnum og klárunum o. s. frv. Bílana er auðvitað sjálfsagt að stöðva og gömlu vélarnar þarf aö grafa úr haug. En ef við leitum að svari, sem ekki svífur, hvorki í heila skemmtilegra manna né annars staðar, þá er það eitthvað á þessa leið: 1. íslenzkir prentarar hafa á rúmum tveim áratugum verið aö þróast frá vinnu- brögöum bókþrykkjara Guö- brandar Hólabiskups, Magn- úsar Stephensens og Einars Þórðarsonar yfir í starfshætti Amerikumanna og þeim hef- ur gengið undravel að höndla tækni þeirra þjóða, er áttu hugvitsmennina og skópu vél- arnar. Og nú síðustu árin hefur þó reynt æ meir á þol- rif bessarar stéttar. Fjöldi nýrra véla, sem enginn prent ari hafði áður sér, berast hingaö og kröfurnar um af- köst aukast af sívaxandi þunga. Mikill skortur er á því að námshættir og skilyrði fylgi hinum breyttu viðhorf- um. 2. Prentsmiðjurekstur liefur reynzt arðbær og hin síðari ár hefur útgáfa bóka verið gróðalind. Menn, sem naum- ast höfðu í prentsmiðju kom - ið drógust með, horföu á hjól- in snúast og sáu krónur. Prentsmiðjurnar eru flestar í eigu og sumar í imisjá slíkra manna, aðal gróðinn er mið- aður við fæðingarhátíö Jesú Krists. Öllu þarf að ljúka fyrir jól, þaö stendur ljómi af þeim, sem að bókagerð vinna þenn- an tíma árs, aldrei eru verk þeirra jafn fögur! En þaö verður án efa þyngsta ávirð- ing bókagerðarmanna, ef hægt er að benda á að metn- aöur þeirra hafi dvínað, sómi iðnaöarmannsins verið skert- ur af gróðafíkn margra þeirra, sem atvinnutækin eiga og bera sjúkdómseinkenni allra tíma, taugaveiklun. sem af ljóma gullsins stafar. En ég vona að þær sakir verði ekki á okkur bornar með nein um rökum, að áhrifa slíkrar veiklimar gæti þar sem iðn- aðarmaðurinn er pess ur»- kominn að fara sínu fram. ★ Um prófarkalesturinn og hið gleiða drafnaða lesmál, sem Halldór talar. er því til að svara, að óvíða munu slík vinnubrögð þekkjast sem viðhöfð eru hér um frágang handrita og lestur prófarka. Öll stærri prentfyrirtæki er- lendis hafa þann mannaða sið á þessum hlutum að þau taka ekki við öðrum hand - ritum en þeim, sem vélrituð eru eöa fullaðgengileg til setningar. Þau hafa sína sér- stöku prófarkalesara, sem bera fyrstu próförk saman við handritið, önnur próförk fer til höfundarins „hrein“, þaö sem í henni þarf að leið- rétta eru breytingar á ábyrgð höfimdar og útgefanda, sem aukagreiðslu er krafizt fyrir. Þessi aðferð hefur skapað slíka vandvirkni í frágangi handrita að breytingar eru oftast hverfandi fáar og les- málið því jafnan samfelldara og fegurra áferöar. Hér er þessu öfugt farið; hálfsömd- um verkum er oft kastað í setjarann og svo neytir hann allra bragða til þess að forð- ast að margsetja sömu síðuna þegar til prófarkanna kemur. Það er hið drafnaöa mál. Sökinni af þessu geta því höf- undar og forráðamenn prent- smiðjanna skipt á milli sín meö góðri samvizku. En þeg- ar Halldór minnist á það, að stundum séu of fáar línur á síðu hverri, er það laukrétt athugun, en þetta er háð lög- máli, sem hver prentari telur skyldu sína að halda í heiðri, — að forðast „hórunga“ eins og það er kallað, þ. e. a. s. „útgangslínu“ efst á síðu, og er honum venjulega komið fyrir kattarnef með auðum línum í opnu bókar. Eg veit, að ekki muni þurfa að segja Halldóri þetta, hinsvegar mætti þaö vera vísbending til þeirra, sem ókunnari eru, svo ekki færi fyrir þeim eins og* einum ágætum manni, er séð hefur um útgáfu nokkurra bóka hér. Setjaranum hafði orðið sú skyssa á að gleyma „hórunga“ og sá hann fyrst. þegar hann hafði þrykkt pröf örkina. Hann skrifaði því á síðuna sér til minnis „Hór- ungi“. Þegar höfundurinn fékk próförkina rak hann upp stór augu og umhverfð- ist af reiði á samri stund; rauk hann í einu vetfangi í prentsmiöjuna og hrópaði: Hver er sá hér, sem vogar sér að vanvirða móður mína í gröfinni og kallar mig hór- unga? En þetta er nú aðeins létt- ara hjal. Hitt er mál, sem ræða ber í alvöru, hvernig haga skuli samstarfi þeirra, sem óska að útlit alls prentaðs máls á ís- landi megi þróast til samræm is við þann búning, sem ís- lenzk tunga hefur fengið í höndum þeirra manna., sem fegurst hafa mótað gerð henn ar aö fornu og nýju. Það er ekki nóg að hægt sé að benda á ýmsa gripi, sem ágætir mega teljast og vitað sé um hæfni fjölmargra ■ bókagerðarmanna til þess að skila fullkomnu verki, þessi hæfni verður aö kom fram á svo ótvíræöan hátt að engin bók beri sora- mark lélegra vinnubragða og þaö bezta megi hvar í heimi sem er veröa ábending þess að íslendingai hafa ekki ein- ungis áhuga á því að semja bækui og gefa þær út, held- ur þyki þeim tngin bók full- komin utan bu.iingur hennar hæfi góðu gildi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.