Þjóðviljinn - 06.01.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1944, Blaðsíða 7
ÞJÓ5" VILJINN 7 Fimmtudagur, 6. janúar 1944 ÞRETTÁNDAKVÖLD (fvokkrar setningar úr sögunni eru endurprentaðar vegna prentvillu). „Segðu mér meira, mamma“, sagði Unnur. „Já, ég ætla að segja þér meira. Á ég að segja þér, hvað mamma mín gerði? Hún gerði alltaf jólaskóna handa börnunum hennar Sigríðar, því að Sigríður var svo lasin. Þá voru búnir til skór úr sauðskinni og litaðir grænir. Veiztu það? Amma þín vakti alltaf nóttina fyr- ir Þorláksdag og gerði jólaskóna fyrir Sigríði. Og hún fékk ekki neina aura fyrir. En mamma átti bara fjögur börn, svo hún hafði ekki eins mikið að gera og Sigríður. Mamma Unnar brosti, kyssti hana á kinnina og setti hana niður á gólfið. „Nú ferðu fyrir mig í bæinh, bara af því þér þykir vænt um mömmu, og ég hef mikið að gera núna“. Unnur fór. --------Um kvöldið fékk Unnur að fara í rauða kjól- inn og fór í heimboðið til Lilju. Það var svo fínt heima hjá Lilju, að Unnur var al- veg hissa. Og börnin voru öll fjarskalega vel klædd. En mamma Unnar hafði sjálf saumað kjólinn hennar, svo það hlaut að vera góður kjóll, og hún öfundaði ekki hinar telpurnar. Þarna voru líka tvær konur, sem hétu frú Arndís og frú Þórunn, og þær voru að tala við frú Ólöfu. Unnur staðnæmdist hjá þeim, því að hana langaði til að heyra um hvað þær væru að tala, þó að mamma hennar væri oft búin að segja henni, að það væri ókurt- eisi að vera forvitin. Frú Ólöf sagði: Mikið var nú öðruvísi í gamla daga. Þá var alltaf hægt að fá fólk til að vinna. Ég man eftir því, að kona, sem átti sjö krakka, kom alltaf til að þvo gólf og þvott fyrir mömmu rétt fyrir jólin“. „En gerði þá ekki mamma þín jólaskóna handa krökkunúm hennar í staðinn?“ spurði Unnur strax. Frú Ólöf varð alveg hissa. „Hvernig dettur þér þetta í hug, væna mín?“ sagði hún og klappaði Unni á kollinn. „Hvað átti mamma þín mörg börn?“ spurði Unnur. „Bara mig eina“,. sagði frú Ólöf. „En farðu nú, væna jnín, til krakkanna og leiktu þér. Og vertu ekkert feim- m . Unnur fór til krakkanna. Hún var ekkert feimin. Hún var bara forvitin og hana langaði til að heyra full- orðið fólk tala saman. Unnur kom á harða spretti inn til mömmu sinnar og skildi allar hurðir eftir opnar. „Hvað er þetta? Ertu komin strax aftur, Unnur mín?“ spurði mamma hennar. Unnur fór að háskæla á miðju gólfi. 0$ ÞETTA Það sagði Sören Kirkegaard: „Einu sinni kom það fyrir í leikhúsi, að áheyrendunum var tilkynnt, að eldur væri kominn upp bak við leiksviðið. Áheyrendurnir klöppuðu og héldu að þetta væri fyndni. Þegar aðvörunin ' var endur- tekin, hlógu þeir enn meira. Heimurinn mun farast undir dynjandi lófaklappi oflátunga, sem halda að verið sé að segja þeim fyndni“. ★ „Eg hlusta ekki á nein hind- urvitni“, sagði nýlega bóndi á Austurlandi, „það, sem h'játrú- aðir menn kalla huldufólk, eru bara blátt áfram vofur“. ' i* (?♦ ♦♦ 0 0 + rJ Cot SKÁLftSAGA ettir ■JOHAN FALKBERGET í VIÖ j fjoiím Anna-Iása rétti úr sér. Þá fyrst tók hún eftir því að að- eins annar handleggurinn lá á brjósti líksins. „Hvar er hinn handleggur- inn?“ „Hann eyðilagðist“, var svarað stillilega. „Slitnaði hann af?“ „Já.“ Hún gekk nokkur skref, settist á hækjur sínar og reri fram og aftur. En þegar ráðsmaðurinn og Marteinn breiddu lakið yfir líkið, spratt hún á fætur, fálmaöi með höndunum og sagði einhver undarleg orö, sem þeir skildu ekki. Marteinn starði á hana með opinn munninn og hristi höf- uöið. Hann hlustaöi. Þetta voru víst einhverjar óbænir, eitthvaö ókristilegt. Þegar þau komu út úr skemmunni, fór ráösmaður- inn áð tala við gömlu kon- una. Hann sagöi, að þaö hefði veriö sárt fyrir hana aö missa drenginn, en enginn mannlegur máttur gæti kom- iö í veg fyrir slysin. Hún hlustaöi meö áfergju á hvert orð. Augabrýmar sigu, en það glytti í sjáöldrin eins og neista. Það hljóp roöi í visnar kinnarnar. „Þetta er ykkur að kenna", sagði hún hvasst. „Viö gátum ekkert aö því gert, góða kona“, sagöi ráðs- maðurinn. Hann kenndi í brjósti um hana. „Þetta er ykkur að kenna“, endurtók hún í enn hörku- legxi tón. Marteinn stóð hjá og var orðinn óþolinmóöur. Ráösmaöurinn lagöi hend- ina á öxlina á henni og leit- aöi aö hluttekningarorðum. En hún brást við eins og hrætt dýr. „Óþokkar!“ hvæsti hún. Þá vissi ráðsmaðurinn eng- in ráð. Hann gekk burt og hraöaði sér til skrifstofu sinn ar. Gamla konan horfði illúð- lega á eftir honum. „Óþokkar!“ æpti hún aftur. En hann hélt áfram ferð sinni. Marteinn fór með gömlu konuna inn í eldaskálann. Þar var fámennt. Hans gamli sat við ofninn, eins og hann var vanur og reykti pipu sína. Hann hélt á logandi eld spýtu í hendinni og horfði á þau. Elín eldabuska vann verk sín þegjandi. Anna-Lísa settist á bekk og þuri-kaði sér um augun með skorpnum fingrum. Hans gamli slökkti á eld- spýtunni, reis á fætur og sótti kaffiketil. Ketilinn setti hann á ofninn. „Þáö má víst bjóða þér kaffisopa, Anna-Lisa“, sagði hann og laut að henni til að heyra svariö. Hann var orð- inn svo heyrnardaufur. „Jú, þakka þér fyrir, Hans“. Hún var oröin rólegri. Hans saug pípuna og spýtti á gólfiö. „Veröldin greiðir mörgum þung högg“, sagði hann. Gamla konan horföi á hann. „Já, það eru þung högg‘, endurtók hún. Marteinn Finni fór aö gá að hversdagsfötum sínum. Daginn eftir átti hann að koma að grjótkvöminni aftur Elín eldabuska opnáöi kistu sína, tók upp brauð og smjör og bar á borð, fyrir Önnu - Lísu. „Þú verður að reyna aö nota þér þetta“, sagði hún. Gamla konan drógst aö borðinu. Hún hafði stirðnaö eftir göngulagiö. „GuÖ blessi þig“, hvíslaöi hún kjökrandi og stakk upp í sig brauöbita. Hún tuggði og japlaði tannlausum kjálk- unum. Þáö var eins og munn- bitinn yxi og yxi, því aö grát- urinn ætlaöi aö brjótast út. Hans gamli vék ekki frá kaffikatlinum. Hann tók af honum lokiö, lét aftur annaö augað og gægöist niður 1 hann. Nei, það sauð ekki. Hans bætti á eldinn. Þá kom suö- an upp og hann tók lokið af. Síöan 'greip hann ketilinn og setti hringana á ofninn aftur með skörungnum. Hans náöi í tvo handar- haldslausa bolla úr skáp á veggnmn, setti þá á boröið hjá Önnu-Lísu og renndi því efsta úr ketiltúöunni. Þá var kaffið tilbúið og hann hellti í bolla gömlu konunnar. „Kaffið hressir", sagöi Hans. Hann settist sjálfur viö borðiö, lagði olnbogana á boröiö og haföi báöar hendur á pípunni. Hann sat þarna reykjandi og fór að tala viö hana hug- hreystingaroröum. Hann sagði henni, hvaö pi'estm’inn hefði sagt, einu sinni, þegar hann kom. Þaö var 1 smnar aö kvöldlagi. Hann hafði guðsþjónustu við námuna. Presturinn haföi sagt aö guö felldi mildari dóm yfir þeim einföldu og frómu, en yfir þeim vitru, sem ættu nóg veraldleg hyggindi. Anna-Lísa trúði guðsoröi og þetta huggaöi hana. Þau höfðu alltaf verið einföld og fróm, Níels og hún. Hann hélt áfram. Og hann sagöi í ákveönum tón, að voldugir menn kæmust ekki fremm til himnaríkis en úlf- aldinn gegnum nálaraugaö. Hans kveikti snöggt á eld- spýtu. Anna-Lísa lét um stund huggast af oröum hans. En brátt kom efinn aftur. Hún var alltaf áö hugsa um það, hvort þáö væri nú víst að Ní- els væri sáluhólpinn — væri kominn til guös! Hann dó svo skyndilega aö hann gat ekki búiö sig neitt undir dauð ann. Hún spurði Hans, hvað hann áliti um þetta. Hann hugsaöi sig um og baröi öskuna úr pípunni sinni. Seinast mundi hann ritningargrein, sem átti þarna viö og var þess efnis, aö dauðlegir menn skildu ekki slíka hluti. Ja-há! Gamla konan sat lengi hugsandi. Og Hans var viss í sinni sök, aö orð biblíunnar mundi hann. Námumennirnir komu inn. Þeir stigu þungt til jaröar og tréskórnir glumdu viö gólfiö. Þeir gengu fram hjá gömlu lappakonunni, þar sem hún sat á bekknum. Sorg hennar barst til allra, eins og bráö- næmur sjúkdómur. Lágt kvein hennar og kjök- ur smaug inn í hug manna og þeír urðu allir daprir og klökkir — stórir, sterklegir menn. Þegar þeir höfðu snætt, settust þeir allir í hóp og töl- uöu um hana í lágum hljóö- um. Þeir fundu til með henni. En gamla konan sat þegj- andi á bekknum. Hún hugs- aði ekki um neitt nema þetta eina: Var Níels sáluhólpinn eða glataður. Stundum var hún alveg viss um, aö hann væri sæll í guðs ríki, en rétt á eftir greip hana ótti um, áö hann væri í yztu myrkrum. þar sem ekkert er nema grát- ur og gnístran tanna. Um háttatíma bjó Elín eldabuöka um hana í auðu rúrni. Og þegar námumenn- irnir gengu til hvílu, fór hún úr úlpunni, tók af sér skóna og lagöist upp í rúmiö sitt. En hún gat ekki sofnað. Þaö var hálfbjart inni og hún sá hvíta fjallatinda út um gluggann. Voriö nálgaö- ist. Gamla konan fór aö hugsa um milda, langa vordaga. Þá komu minningar hennar og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.