Þjóðviljinn - 08.01.1944, Qupperneq 4
Laugardagur, '8. janúar 1944. — RJÓÐVILJINN
I>JÓÐVILJINN. — Laugardagur, 8. janúar 1944.
t—--------------------------------------------------------------
þJÓÐVILJINN
Utgefandi: Samáningarjlokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri: Sigurðuf Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 13, sími 3370.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 9, sími 318ý.
Prentsmiðja: Víkingsjrrent h.f., Garðastrœti 17.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5,00 á mánuði.
_______________________________________________________________J
Á það að vera undir Hitler komið hvort
ísland verður lýðveldi og hvenær?
Það er almennt viðurkennt nú, að það sé vilji svo að segja allrar
íslenzku þjóðarinnar, að ísland verði lýðveldi. — Það er einnig viður-
kennt nú, að hefði allt verið með felldu 1941, þá hefði sambandi íslands
og Danmerkur verið slitið í ársbyrjun 1944 og lýðveldi.þá sett á stofn.
Nú gerast þeir atburðir, að múgmorði.ngjarnir þýzku, undir forystu
Hitlers, hertaka Danmörku 1940, hindra eðlilegt samband landanna, eðli-
lega uppsögn sambandsins og eðlilega samninga um að þcir falli úr gildi
í ársbyrjun 1944.
Og nú eru til íslendingar, sem segja: Af því Hitler tók Danmörku,
þá eigum við íslendingar ekki að stofna lýðveldi og slíta sambandinu
formlega í ársbyrjun 1944 eins og vér hefðum annars gert? — Af því
Danir eru kúgaðir og kvaldir, af því Danir eru sviptir þjóðfrelsi sínu,
— þá eigum við íslendingar ekki að nota vorn ótvíræða rétt til þjóð-
frelsis.
Með öðrum orðum: Af því Hitler misbýður frelsi Dana, þá skulum
vér ekki nota vort! — Og ef Ilitler héldi Danmörku í 10 ár, þá ættum
við og að bíða í 10 ár með að koma hér á lýðveldi!
Mennirnir, sem halda þessu fram, Alþýðublaðsklíkan, Jón Blöndal &
Co., eru þeir sömu og óskuðu þess að Hitler sigraði Rússa, m. ö. o. legði
undir sig Evrópu og Asíu. Ilefðu óskir þeirra mátt sín meir en styrkur
sósíalismans í Sovétríkjunum, þá myndu Danir verða að biða lengi
frclsisins og Islendingar lengur lýðveldisins, ef þeir réðu hér.
Ef Alþýðublaðsklíkan fengi að ráða, þá væri það sem sé undir
Hitler komið, hvort vér fengjum hér nokkurn tíma lýðveldi eða hvenær.
Það er vitað, að Berlín vill ekki, að stofnað sé lýðveldi á íslandi nú,
þegar íslendingar hafa rétt til þess. — Alþýðublaðsklíkan vill það held-
ur ekki.
Það er vitað, að Berlín vill að lslendingar biði með allar ákvarð-
anir um lýðveldi þar til eftir stríð. — Alþýðublaðsklíkan vill það líka.
Það er vitað, að Berlín óskar þess að sigra Sovétríkin fyrst og snúa.
sér síðan til vesturs og gera upp sakirnar þar, m. a. um ísland. — Al-
þýðublaðsklíkan hefur og óskað þess sama.
En íslendingar óska þess ekki, að það sé undir Hitler komið, livort
og hvenær íslendingar stofna lýðveldi sitt.
Þeir hefðu stofnað það 1944, ef Hitler hefði ekki ráðist á Dani, kúg-
að þá og kvalið. ♦
Og þeir stofna það 17. júní 1944, þrátt fyrir andmæli Hitlers og
Alþýðublaðsklíkunnar.
Það er réttur vor íslendinga, sem enginn getur af oss tekið. ,
Smáþjóðir Evrópu og fasisminn
Rauði herinn ryðst áfram gegn um víggirðingar fasistanna og frelsar
sífellt fleiri og fleiri úr helgreipum Hitlers. I Júgóslavíu vex frelsisher-
Titos ásmegin, ef til vill er innrás Engilsaxa þar þegar hafin. í hinum
kúguðu löndum herða skæruhóparnir baráttu sína.
Þýzku fasistunum og þjónum þeirra lízt ekki á blikuna.
Serbneska fasistaklíkan í Kairo, bandamenn svikarans Mihailovitsj,
mótmæla því, að þjóðfrelsisstjórn Júgóslava undir forystu Titos sé
viðurkennd. •
Pólska fasistaklíkan í London ætlar að ærast, og gömlu fasistaklík-
urnar, sem alþýðan í Eistlandi, Lettlandi og Litháen rak burt, er hún
tók völdin sjálf, emja nú í Washington.
Og hér úti á íslandi er eitt blað, sem tekur undir með þeim, blaðið,
sem tignar Mihailovitsj sem frelsishetju, og njósnara Hitlers sem föður-
landsvini, — Alþýðublaðið. Það blað óskaði Hitler sigurs yfir rauða
hernum, svo hann gæti svínbeygt smáþjóðir Suður- og Austur-Evrópu
undir sitt Irlóðuga ok. Nú sér það þá von sína vera að fara út um þúfur.
Nú heimtar blaðið það „næst bezta“ frá sínu sjónarmiði: að gömlu
fasistarnir, sem höfðu kúgað þcssar þjóðir í 10—20 ár, fái að setjast á
herðar þeirra einu sinni enn.
Þeim vcrður ekki að von sinni, þessum hcrrum. Þeir hafa ekki áttað
sig á því enn, að þetta stríð er stórkostlegasta frelsisstríð, sem alþýða
hcimsins hefur háð.
Skúli Thoroddsen
.■AVWW.VWAV.VWiV-W-W>WwBAVWW-V-V-V-V.%\V-V.VA
Á morgun, hinn 6. janúar, eru
85 ár liðin frá fæðingu Skúla
Thoroddsens alþingismanns
éldra. Hefur útvarpið farið þess
á leit við mig fyrir skemmstu,
að ég flytti nokkurt erindi um
þenna merka og mikilhæfa
stjórnmálamann hér í kveld.
Hef ég ekki viljað skorazt und-
an þessu, þótt ég væri ekki svo
vel við því búinn sem skyldi.
Mun ég nú rifja nokkuð upp
um ævi hans og starfsferil, þótt
mjög lauslega verði, enda er
skammur tími markaður miklu
efni.
Skúli Jónsson Thoroddsen var
fæddur 1 Haga á Barðaströnd 6.
ag janúarmánaðar 1859. Bjuggu
þar þá foreldrar hans: Jón sýslu
maður Þórðarson Thoroddsen
skáld, og kona hans frú Kristín
Ólína Þorvaldsdóttir, umboðs-
manns í Hrappsey Sívertsens.
— Þeir voru fjórir bræður.
Urðu allir þjóðkunnir menn.
Þorvaldur, dr. phil. prófessor
var elztur, þá Þórður, fyrrum
læknir og alþm. Skúli var inn
þriðji, en yngstur þeirra var
Sigurður, fyrrum landsverkfræð
ingur, síðar kennari við lærða
skólann. Er hann einn á lífi
þeirra bræðra.
Jón Thoroddsen lézt að Leirá
1868. Fluttist ekkja hans þá
með sonu sína til Reykjavíkur.
Skúli var bráðger í æsku. Hann
gekk í lærða skólann 1873 og
tók stúdentspróf 1879. Var hann
mikill námsmaður og stundaði
námið kappsamlega. Var próf-
ið eftir því.
Samsumars sigldi hann til
Khafnar-háskóla og tók að lesa
þar lög. Lauk hann lagaþrófi
í janúar 1884 með háum vitnis-
burði. Hafði enginn íslendingur
lokið lagaprófi á skemmri tíma,
eftir því fyrirkomulagi, er þá
gilti.
Jafnframt því sem Skúli stund
aði laganámið af kappi, gerð-
ist hann mjög kunnugur stjórn-
máladeilum þeim, er þá vóru
uppi í Danmörku. Sat þá ein-
ræðisstjórn Estrúps að völdum.
Var það hvorttveggja, að stjórn-
in var ekki þokkasæl meðal ís-
lendinga vegna afskipta sinna
af íslandsmálum, — og í annan
stað vóru þeir flestallir að eðlis-
fari þjóðstjórnarmenn. Skúli
var mjög eindreginn andstæð-
ingur einræðisstjórnarinnar.
Dönsku stúdentunum þótti
hann „ómannblendinn“, „bæði
vegna sinna róttæku skoðana
og íslenzka lundarfars“, — að
því er segir í „árbókum“ þeim,
er geyma ummæli um stúdenta,
er vist höfðu á „Garði“ (Reg-
ensen) á þeim árum. Deilur
vóru þá stundum innbyrðis með
íslenzkum stúdentum, sem oft
hefur við brunnið Tók
Skúli mikinn þátt í þeim; var
hann ávallt • kappsmaður hinn
mesti og lítt um allan „bræð-
ing“ og „afslátt“ gefið.
Skúli fór að prófi loknu
heim til íslands og var hann
um tíma settur málaflutnings-
maður við Landsyfirdóminn.
Það starf varaði þó skamma
hríð, því að hann var settur
bæjarfógeti í ísafjarðarkaupstað
25. ágúst samsumars, er Fens-
mark sýslumanni var vikið frá
embætti vegna fjárvanskila við
landsjóð og annarra missmíða.
Skúli rak embættið með þeim
ágætum og dugnaði, þótt um-
fangsmikið væri, að honum tókst
að koma því í gott lag á skömm-
um tíma. Þá var settur amt-
maður í Suður- og Vesturamti
Magnús Stephensen. Tók hann
fram, í bréfi til Skúla sumarið
eftir, að hann telji hann hafa
rekið embadttið svo vel, að
honum þætti rétt og sanngjarnt,
að hann fengi veiting þess, þótt
einhver nokkuð eldri sýslumað-
ur sækti um það móti hon-
um, og hefði sér virzt landshöfð-
ingi (BergurThorberg), er hann
hefði átt tal við um þetta, vera
sömu skoðunar.
Skúla var veitt embættið 6.
des. 1885.
Skúli var afburðamaður við
skrifstofustörf, enda rak hann
embætti sitt þar vestra aðstoð-
arlaust að mestu allan þann
tíma, sem hann fór með það.
Var það þó ærið umsvifamikið,
sem alkunnugt er.
Þó lét hann jafnframt mikið til
sín taka bæði um héraðsmál og
þjóðmál á embættisárum sínum.
Var og margt, er kippa þurfti í
lag í héraði og stórmál mörg
á dagskrá þings og þjóðar.
Efst á baugi allra þjóðmála
var stj órnskipunarmálið — end-
urskoðun stjórnarskrárinnar.
Þótt skáldin hefði talað um
„frelsisskrá í föðurhendi“ á
þjóðhátíðinni 1874, varð. þjóð-
inni brátt ljóst, að stjórnarskrá-
in var meingölluð og varð það æ
ljósara sem lengur leið. Þegar á
Alþingi 1875 spurðist Benedikt
sýslumaður Sveinsson fyrir um
það, hversu það mætti samrým-
ast ákvæðum stjórnarskrárinn-
ar um „sérstakan ráðgjafa“ fyr-
ir sérmál íslands, að embættinu
gegndi dómsmálaráðgjafi Dana
í hjáverkum, sem sæti í ríkis-
ráði Dana. — Var málsvara
„stjórnarinnar“ (landshöfð-
ingja) stirt um svörin sem von
var. — Sami maður (B. Sv.)
hafði og flutt frumv. úm breyt-
ingar á stj.skr. á þingunum
1881 og 1883, en þau náðu þá
ekki fram að ganga. En þetta
sama sumar, er Skúli hafði ár-
langt gegnt embætti sínu vestra,
1885, náði „hin endurskoðaöa
stjórnarskrá“ samþykki beggja
deilda Alþingis.
Þetta mál var bæði þá og
síðar hið mesta áhugamál Skúla
og hnigu að því hugir margra
góðra manna 'í ísafjarðarsýslu
—- sem víðar. Þótti þeim brýn
nauðsyn á að glæða hug al-
mennings á málinu og töldu til
þess hentast ráð að koma blaði
á fót í héraðinu. En sá var
hængur á, að engin var prent-
smiðjan vestur þar. T&ku þeir
sig þá til „beztu menn“ um hér-
aðið að stofna félag til þess að
eignast prentsmiðju. Þeir* Skúli
og séra Sigurður Stefánsson í
Vigur höfðu mesta forgöngu
þess máls. Var félaginu komið á
fót 1885, en til prentsmiðju-
rekstrar þurfti konunglegt leyf-
isbréf. Ætlaði ekki að ganga
þrautalaust að fá leyfið. Fyrst
sótti Skúli sjálfur um prent-
smiðjuleyfi, en var synjað þess,
vegna þess, að slíkur atvinnu-
rekstur væri „ósamrýmanlegur
starfi hans sem lögreglustjóra“.
Síðar sótti einn hluthafa um
leyfið, en þá þótti vanta ýmis
skilríki. Dróst málið svo á lang-
inn, að leyfið fekkst ekki fyrr
en haustið 1886, og hafði áður
komið fram fyrirspurn á auka-
þinginu þá um sumarið, er hratt
málinu áleiðis.
Félagið hét „Prentfélag ís-
firðinga“. Tók það nú þegar, er
leyfi var fengið að gefa út blað,
er nefnt var „Þjóðviljinn“. Kom
fyrsta blaðið út 30. október 1886.
Skúli skrifaði mikið í blaðið
frá upphafi. Ræddi það bæði
landsmál og héraðsmál. Eink-
annlega var stjórnarskrármálið
rökrætt þar vendilega.
Hin endurskoðaða stjórnar-
skrá frá 1885 var samþykkt ó-
eigi fram á næsta þingi, 1889.
Þjóðviljinn tók skelegglega í
þann streng. Var málið mjög
rætt í blöðun> og á mannfund-
um. Upp úr því kom, að forvíg-
ismenn sjálfstjórnarmanna boð-
uðu til Þingvallafundar er halda
skyldi 20. ágúst 1888. Til fund-
arins vóru fulltrúar kjörnir tvö-
földum kosningum. Skyldu þeir
vera jafnmargir þjóðkjörnum
Alþingismönnum.
Fulltrúar sóttu fundinn úr
öllum kjördæmum landsins
nema tveimur. Sýnir það hug
og dug landsmanna á þeim örð-
ugu tímum, er þá vóru.
Skúli var kjörinn annar full-
trúi ísfirðinga, og síðan vara-
forseti fundarins með þorra at-
kvæða. Ber það vitni um traust
hans og fylgi þá þegar meðal
sjálfstjórnarmanna um land allt
Var hann í stjórnarskrárnefnd
og framsögumaður hennar.
Tvær tillögur vóru samþykkt-
ar með öllum atkvæðum gegn
einu: Önnur, um að halda
stjórnarskrármálinu fram í
ÚTVARPSERINDI FLUTT AF
Benedíkt Sveínssyní
5. jan. 1944
breytt á aukaþinginu 1886, eftir
þingrof og nýjar kosningar.
Stjórnin hafði þegar haustið
áður sent þjóðinni boðskap um
að fara ekki að hefja „árangurs-
lausa stjórnarbaráttu“, en engu
að síður féllu kosningar svo ár-
ið eftir, að frv. var samþykkt
óbreytt, sem nú var sagt.
,,Þjóðviljinn“ var frumvarp-
inu eindregjð fylgjandi. Dró
hann þó eigi dul á, að honum
þætti það í sumum atriðum
fara ofskammt, og vildi búa bet-
ur um hnútana að ýmsu leyti,
en taldi þó, að vægja mætti
eitthvað til, ef hægt sé að fá
aðal-atriðið fram, alinnlenda
stjórn, því að oss sé fyrir flestu
að losast við hið danska ráð-
gjafavald sem fyrst. En einsætt
sé að fylgja fram fullum kröf-
um meðan ekkert lát sé á
dönsku stjórninni.
Margt þeirra skoðana kom
þegar í ljós á fyrstu árum Þjóð-
viljans, er Skúli hélt fram ávallt
síðar. Má nefna nokkur atriði
á nafn: Algert þingræði, þótt
það geti lent á glapstigum um
sinn, sé þó ekki aðrir vegir fær-
ari. — Honum var annt um ein-
staklings-frelsi, bæði skoðana-
frelsi og athafnafrelsi. Honum
finnst óskiljanlegt, að amazt
sé við, að lögreglustjóri reki
prentiðn eða einhverja aðra at-
vinnu, ef hann rækir embættis-
störf sín sómasamlega. Hann
var og andvígur því, að heft
væri stjórnmálastarfsemi em-
bættismanna og taldi slíkt svift-
ing helgusta mannréttinda.
Á Alþingi 1887 dagaði stjórn-
arskrármálið uppi í efri deild.
Mæltist það mjög illa fyrir með-
al þorra kjósanda; þótti brýn
nauðsyn, að slík ómennska kæmi
frumvarpsformi, hin var áskor-
un til þeirra alþingismanna er
skorizt höfðu úr leik 1887, um
að gefa kjósöndum sínum lof-
orð um að fylgja málinu fram-
vegis eða leggja niður þing-
mennsku að öðrum kosti.
Á fundi þessum bar Skúli
fram tvö mál, sem hann barð-
ist mikið fyrir síðar, búsetu
fastakaupmanna og kvenfrelsis-
málið.
Var báðum þessum málum
vel tekið og samþykktir gerð-
ar um þau. Ennfremur fékk
hann samþykkta áskorun til Al-
þingis um að stofna sjómanna-
skóla hér á landi (gamalt hugð-
armál Vestfirðinga) og enn var
að.hans undirlagi samþykkt til-
laga um að leggja ekkert fé til
Sameinaða gufuskipafélagsins
danska.
Vonir fundarmanna brugðust
um góðan framgang stjórnar-
málsins á þinginu 1889. Þá
kom fram hin svonefnda „miðl-
un“, er sníða vildi stjórnar-
skrána eftir nýlendustjórnar-
fyrirkomulagi Breta. Hitt
gleymdist flutningsmönnum,
hversu takast mundi að sníða
stjórnmála-hugmyndir Dana eft-
ir stjórnmálaþroska Breta. Est-
rup gamli hafði þá lengi stjórn-
að Danmörku sjálfri með ein-
ræði og hélt sömu stjórnarhátt-
um meir en áratug eftir þetta.
„Miðlunina" " dagaði uppi á
þingi. Eftir þing hófust miklar
og harðar umræður um hana.
Skúli lagðist eindregið á móti
henni. Tel eg það hárrétt, sem
segir um þetta í Andvara-grein
Sigurðar Lýðssonar um Skúla
Thoroddsen 1920: Kveður hann
svo að orði:
,>Hygg eg, að segja megi, að
á þessum árum hafi „Þjóðvilj-
inn“ verið öruggasta sjálfstjórn-
ar- og framsóknarblaðið á þessu
landi. Hann var líka skrifaður
af miklu meira fjöri og minni
undirgefni, en þá var títt í ís-
lenzkri blaðamennsku, enda
mun hann þá hafa náð mikilli
útbreiðslu meðal sjálfstjórnar-
manna, ekki aðeins vestanlands,
heldur og í öðrum landsfjórð-
ungum og þó einkum norðan-
lands, þar sem mest gætti á-
hrifa sjálfstjórnarforkólfanna
Jóns á Gautlöndum og Bene-
dikts sýslumanns Sveinssonar“.
Jón á Gautlöndum hafði ver-
ið þingmaður Eyfirðinga síðan
1886, en lézt af slysi á leið til
Alþingis vorið 1889. Stóð sæti
hans autt á því þingi, en næsta
ár, 1890, átti fram að fara auka-
kosning í héraðinu um mann í
stað hans. Þá var héraðshátíð
haldin á Oddeyri til minningar
um 1000 ára byggð héraðsins
og mikið um dýrðir.
i Þá bauð Skúli sig fram í
l Eyjafirði móti Einari Ásmunds-
syni í Nesi, gömlum þingmanni,
fróðum og f jölvitrum. Hafði
hann fylgt stjórnarskrár-breyt-
ingunni 1885 en dró sig í hlé
við kosningar til aukaþingsins
1886 sakir vanheilsu. Skúli
hlaut kosningu með stórmikl-
um atkvæðamun. Átti hann síð-
an sæti á Alþingi til dauðadags.
Lengst af var hann þm. ísf. og
N.-ísfirðinga.
Vorið eftir fékk Skúli ekki
við komið að eiga fundi með
kjósöndum sínum áður hann
færi til þings. Sendi hann þeim
því ávarp, lýsti þar skoðunum
sínum um nokkur hin helztu
þingmál. Var þetta nokkurs
konar stefnuskrá hans, er hann
fylgdi að mestu íjafnan síðan.
Stjórnarskrármálið telur hann
veigamest allra mála, unz við-
unanlegur sigur sé fenginn, og
þjóðin ráði sjálf málum sín-
um. „Miðlunin“ nær alls ekki
því marki. Samgöngur éru höf-
uðskilyrði til framfara og þarf
einkanlega fyrst að efla og bæta
samgöngur á sjó. Talsíma þarf
að leggja milli helztu staða inn-
anlands. Til eflingar atvinnu
landsmanna þarf að koma upp
innlendum þilskipaútvegi og
innlendu vátryggingarfélagi.
Hert verði á ákvæðum um fisk-
veiðar útlendinga við landið og
veiðar landsmanna sjálfra bet-
ur tryggðar. Selstöðuverzlun
Dana þarf að afnema með lög-
um um búsetu fastakaupmanna.
Lögleiða þarf sérstaka stutta
firning verzlunarskulda til að
koma á heilbrigðari viðskiftum.
Taka þarf í lög, að þeir sé
lausir við gjaldskyldu til prests
og kirkju, sem segja sig úr þjóð-
kirkjunni, enda verði ríki og
kirkja aðskilin sem fyrst. — Af-
nám vistarskyldu. — Breyting
á húsmanna- og þurrabúðar-
manna löggjöf. Umbætur á úr-
eltri fátækralöggjöf, meðal ann-
ars með stækkun fátækrahér-
aða til þess að draga úr sveitar-
flutningum.
Skúli vakti hér og máls á ein-
hverju sjálfsagðasta réttinda-
Skúli Thoroddsen
máli, að lögtekið sé, að dæmi
Breta, að verkamenn við verzl-
anir skuli fá kaup sitt greitt 1
peningum og samningar um
greiðslu þess 1 vörum skuli vera
ógildir. Áður hafði við gengizt
að vinnulaun daglaunamanna
væri greidd í vörum, því verði,
sem verzlanirnar settu sjálfar.
Vóru þessir verkamenn því
lengstum blásnauðir og klafa-
bundnir við verzlanirnar. Þó
þurfti Skúli 11 ár til þess að
koma réttarbót þessari fram á
Alþingi.
Skúli sat fyrst á Alþingi 1891.
Kvað þá þegar mikið að honum.
„Miðlunarflokkurinn“ hafði
gengið saman við aukakosning-
ar milli þinga, enda hafði hann
ekkert fylgi meðal þjóðarinnar.
Var nú „Miðlunin“ alveg kveð-
in niður og kom aldrei upp
síðan, þó hafði fylgismönnum
hennar tekizt að fá efri-deild
svo skipaða, þar sem lítils þurfti
við með tilstyrk konungkjörna
liðsins, að „endurskoðaða stjórn-
arskráin" náði ekki heldur fram
að ganga í það sinn. Með sama
hætti tókst E. d. að hnekkja
frumvörpum þéim, er Skúli bar
fram í N. d. til aukinna mann-
réttinda, svo sem afnámi vist-
arbandsins, lækkun lögaldurs,
frelsi kvenna o. fl. þessháttar
mál, er síðar náðu fram að
ganga.
Fyrstu fjögur árin, sem Skúli
gegndi embætti sínu vestra
hafði allt farið „hrukkulaust“
milli hans og yfirboðara hans
og hann haft traust þeirra. En
er hann sótti Þingvallafundinn
1888 hafði hann ekki átt kost
á því vegna samgönguleysis að
æskja leyfis stjórnarinnar til
suðurfarar. Fyrir það var hann
sektaður um 50 krónur. Svo
kom til hið svonefnda „Skurðs-
mál“ um áramótin eftir fyrstu
þingsetu hans. í sambandi við
það var hafin rannsókn að til-
stuðlan stjórnarinnar gegn
Skúla út af framkomu hans í
rannsókn málsins og síðar í allri
embættisfærslu hans. Var hon-
um vikið frá embætti um stund-
arsakir 15. ágúst 1892. Nú hófst
hinn mesti málarekstur, sem var
mjög óþokkasæll af almenningi
vestur þar. Mátti heita, að full-
komin óöld ríkti þar í héraði
meðan á honum stóð. Var svo
virt af almenningi vestra og
víðast um land, að málarekstur-
inn væri af pólitískum rótum
runninn.
Málið var dæmt í héraði 10.
júlí 1893 á þann veg, að Skúli
skyldi hafa fyrirgert embætti
sínu og greiða allan málskostn-
að.
Landsyfirdómur dæmdi 600
Theodóra Thoroddsen
Ikr. sekt á hendur Skúla og lét
þar við sitja. Loks féll hœsta-
réttardómur 15. febr. 1895 þann-
ig, að Skúli var sýknaður, en
skyldi greiða Vs hluta máls-
kostnaðar.
Stjórnin vildi þó ekki hlíta
því, að Skúli tæki aftur við
sýslu sinni, en gaf honum kost
á Rangárvallasýslu, er þá var
laus. Skúli svaraði: „Eg læt
ekki setja mig niður eins og
hreppsómaga“. — Leysti stjórn-
in hann þá frá embætti að fullu,
með eftirlaunum, 31. maí 1895.
Almenningur kunni illa þess-
um málalokum. Alþingi tók og
þunglega á málinu, er það var
rannsakað þar í nefnd. Veitti
það Skúla 5000 kr. skaðabætur
fyrir — eða upp 1 — tjón hans
af málarekstrinum.
Skúli tók við ritstjórn Þ^jóð-
viljans haustið 1892 og gaf hann
út til ársloka 1915. Hann veitti
og forstöðu Kaupfélagi ísfirð-
inga um hríð. Rak hann síðar
allmikla verzlun í ísafjarðar-
kaupstað um langt skeið, eins
eftir burtför sína að vestan til
Bessastaða (1901) og þaðan til
Reykjavíkur (1908).
Hélt hann vinsældum sínum,
trausti og þingfylgi vestra til
dauðadags.
Hér verður að hlaupa yfir
stjórnmálasöguna með öllu, allt
þar til, er Landvarnarflokkur-
inn hafði náð festu og fylgi í
landinu á árunum 1904—1906.
Hafði hann vakið hreyfing um
upptöku fánamálsins og hafið
af nýju fornar réttarkröfum ís-
dendinga. Skúli var einna fyrst-
ur til þingmanna að meta kröf-
ur flokksins. Fylgdi blað hans
eindregið fánamálinu frá upp-
hafi.
Skúli hafði verið einn þeirra
stjórnmálamanna og blaða-
manna, er stóðu að ávarpinu
til íslehdinga, er birt var haust-
ið 1906 til þess að reyna að
sameina þjóðina um kröfur þær,
er halda skyldi fram í milli-
þinganefnd þeirri, er kjósa átti
til þess að fjalla um breytingar
og rétting á sambandi landanna.
Hann var og einn þeirra, er
kvaddi til hins nafnkunna Þing-
vallafundar vorið 1907. Vóru
þar gerðar merkilegar álykt-
anir, sem síðan vóru hafðar að
stefnuskrá sjálfstæðisflokksins,
er hann var stofnaður.
Afskipti Skúla 1 millilanda-
nefndinni veturinn 1908 eru al-
kunnar og næsta merkilegar og
örlagaríkar, þar sem hann stóð
einn uppi gegn öllum samlönd-
um sínum, sex saman og öllum
fulltrúum Dana, 12 að tölu.
Tillögur hans vóru í samræmi
við Þingvallafundinn. Vóru þær
allar felldar einu hljóði og
hætti hann þá samstarfi við
nefndina, enda var þá komið
að starfslokum hennar. — Lauk
hún störfum 14. maí
Þegar fregnirnar bárust fyrst
til íslands vóru stórgallar upp-
kastsins taldir þessir:
„Island danner sammen med
Danmark, en Statsforbindelse,
det samlede danske Rige“. —
íslendingar innlimaðir óuppsegj-
anlega dönsku valdi í utanríkis-
málum og hermálum. Dönum á
íslandi heimilt jafnrétti við ís-
lendinga óuppsegjanlega og öll-
um þegnum danska ríkisins
heimilaður fiskveiðaréttur í
landhelgi um 30—40 ár. Danne-
brog jafnlengi lögfest verzlun-
arflagg út á við. Dómstjóri
hæstaréttar oddamaður ef á-
greiningur rís milli Alþingis og
Ríkisþings. Sambandið ríkisrétt-
arlegt en ekki þjóðréttarlegt.
Þýðingin röng víða í mikilvæg-
um atriðum til þess að „upp-
kastið“ gangi betur í augu ís-
lendinga.
Síðar var bent á fleiri agnúa.
Skúli hafði notið sín illa við
nefndarstörfin sakir lasleika og
dvaldist nokkuð ytra á eftir
sér til lækninga. En er heim
kom. höfðu margir þegar áttað
sig vel á málavöxtum. Var
honum því tekið hið bezta af
fylgjöndum hins frjálsa mál-
staðar.
Þorsteinn Erlingsson flutti
honum þakkarkvæði við heim-
komuna. Landvarnarmenn vóru
nær allir þegar eindregnir með
hans málstað gegn meira hluta
nefndarinnar. — Blaðið ísafold
fór hægt af stað fyrst, sem von
var, þar sem tveir flokksmenn
þess höfðu verið í nefndinni. En
þegar málið greiddist betur,
gekk enginn fastara fram gegn
,,uppkastinu“ en Björn Jónsson
ritstjóri. Hafði blað hans rótgró-
ið fylgi víðast um land.
Oldruðum mönnum er enn,
í minni sá hinn mikli áhugi og
hiti og fjör, sem þá var í land-
inu um sumarið allt til kosn-
inga og óx dagvöxtum. Þótti
þó ekki árennilegt í fyrstu að
reisa rönd við hinum mikla
meiri hluta nefndarinnar með
ráðherrann sjálfan í broddi fylk
ingar. En þorri þjóðarinnar
kenndi sín þegar kom að hjart-
anu.
Það vóru eigi heldur einung-
is íslendingar heima í landinu,
sem létu málið einlæglega til
sín taka, heldur snart það djúp-
an, þjóðlegan streng í brjósti
landa vorra erlendis, einkann-
lega í Vesturheimi, þar sem þeir
vóru flestir saman. Blöðin „Lög-
berg“ og „Heimskringla11 skildu
skjótt hversu málin horfðu við,
og Vestur-íslendingar réttu
hlýja bróðurhönd yfir heimshaf-
ið. Allir Vestur-íslendingar
stóðu gegn „frumvarpi nefndar-
innar“.
Skáldin vestra ortu hvatning-
arljóð til heimalandsins. Er þar
fremstan að telja skáldjöfur-
inn og mannhafnarmanninn
Stephan G. Stephansson. Er
ekki ófróðlegt að rifja upp,
hverja hann telur líklegasta til
þess að fylgja „danska mál-
staðnum“. Hann segir:
Þú hefir, ísland, farið flatt,
flón við samningana.
Það er bezt að segja satt:
Sigurinn er Dana.
Endirinn fyrir augun ber, ‘
engum sigri hrósa —
sé eg þá þó sitji hér,
sem samningana kjósa.
Meðfœtt eðli í átt þá snýr
öllum spenavönum,
i þessum, sem í búi býr
bitavon hjá Dönum.
Mannleysið, sem íslenzkt er,
eins mun þangað feta:
Þeir, sem fyrir sjálfum sér,
sér ei trúað geta.
Margt fleira var þá kveðið
í lika átt.
Úrslitin urðu þau við kosning-
arnar 10. sept. um haustið, að
25 sjálfstæðismenn hlutu kosn-
ing og 9 frumvarpsmenn.
Skúli Thoroddsen var einn
sjálfkjörinn. Þrír aðrir nefndar-
menn náðu kosning. Tveir féllu.
íslenzkur þjóðarandi hafði
borið sigur úr býtum og hefur
notið hans síðan.
Eftir þetta kom Skúli mjög
við stjórnmál landsins allt til
æviloka, þótt hér sé ekki tími
til að rekja það nánara. Hann
var forseti sameinaðs Alþingis
1909 og 1911 og það ár valt það
á einu atkvæði á Alþingi, að
hann varð ekki ráðherra ís-
lands.
Skúli var mikill mælskumað-
ur, rökfastur og fylginn sér.
Hann mun hafa komið meira
til vegar í stjórnmálum og
mannréttindamálum landsins,
en e. t. v. nokkur samtíðar-
manna hans.
Vegna stefnu sinnar og stjórn-
mála-afskifta sætti hann megn-
um andróðri og ofsóknum á
bezta- skeiði aldurs síns, en tókst
að halda velli og sjá margar
hugsjónir sínar rætast.
Stoð hans og stytta í blíðu
°g stríðu var hin ágæta og
mikilhæfa kona hans, frú Theo-
dóra Guðmundsdóttir prófasts
á Breiðabólstað á Skógaströnd
Einarssonar. Þessi þjóðkunna
merkiskona er enn á lífi.
Þau hjónin eignuðust 12
mannvænleg börn, er upp kom-
ust. Látnir eru tveir þjóðkunnir
synir þeirra: Skúli alþingismað-
ur og Jón, báðir lögfræðingar.
Skúli lézt í Reykjavík 21. maí
1916 57 ára að aldri. Er bjart
yfir minning þessa merkis-
manns.
Frétfabréf frá
Fáskrúðsfírðí
Frh . af 2. síðu.
anleg eins og sakir standa, verð
ur því að nota kaffi eða te þar
sem áður var notuð mjólk og
eru það síður en svo holl skipti.
Kaffiskammturinn hefur alltaf
enzt flestum hér vel og jafnvel
margir haft afgang, enda hægt
að nota líka te og' kakó. En
öðru máli er að gegna með syk-
urinn, hann heíur enzt illa hjá
flestum og ég held helzt með
verzta móti nú, sem mun vera
að kenna mjólkurleysinu.