Þjóðviljinn - 21.01.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1944, Blaðsíða 5
Þ.JÓÐVILJ1NN. — Föstudagur, 21. janúar 1944. þJÓÐVIUINN Otgefandl: Sameiningarjlokkur alþýðu — SÓ3Íalistojlokkurinn. Ritstjóri: Sigurðuf GuðmuruLsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgárs&on, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sírrú 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 9, sími 218i. Prentsmiðja: Víkmgsprent h.f., Garðastrœti 17. Áskriftarverð: í Iteykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. • Úti á Jandi: Kr. 5,00 á mánuði. Undanhaldslið á undanhaldi. l>að hafa staðið harðar uraræður á Alþingi undanfarna daga. I>að verður að leita langt til baka. í þingsöguna, til þess að finna þess dæmi, að nokkur málstaður hafi verið tættur svo í sundur í umræðum, sem málstaður Stefáns Jóhanns og undanhaldsins í þetta sinn. Sjaldan hafa léleg rök verið rifin svo í tætlur af andstæðingunum, sem „rökin“ í ræðu Stefáns Jóhanns, þeirri, er Alþýðublaðið gerði óviljandi gys að með því að telja hana eina af hinum stóru ræðum þingsögunnar. Svo hvöss hefur atlagan verið að þessum málsvard undanhaldsins, að hann kvartaði sjálfur undan árásum sem „hvössum spjótalögum". En sárust voru þo spjótalögin úr forðabúri hans eigin flokks: tilvitnanirnar í skelegga bar áttu Alþýðuflokksins fyrr á tjmum fyrir sambandsslitum og stofnun lýðveldis. Tilvitnanirnar um afstöðu Alþýðufl. á þingi 1928, er hann ögr- aði öðrum flokkum að fylgja sér um stofnun lýðveldis, er sambands- lagasamningurinn rynni út, — frásögnin um tilboð Alþýðuflokksins til Sjálfstæðisflokksins 1931 um að setja konunginn af og sfcofna þá þegar lýðveldi, — fyrirsögnin úr Alþýðublaðinu 23. apríl 1931, er íhaldið „skorti áræði“ til lýðveldisstofnunar: „Lifi lýðveldið! Niður með íhaldið og konunginn“, — afstaða Alþýðuflokksins 1937, stefnuskráin 1938, — og svo „kúvendingin" 1939 við heimsókn Staunings, — síðan tilvitnanir í ræður Alþýðuflokksþingmanna 1942 og Alþýðublaðið það ár, er flokkur- inn hafði „rétt sig af“, — og svo kollsiglingin nú, — allt eru þetta svo óþægilegar raddir úr þeirri pólitísku gröf, sem Stcfán Jóhann hefur gert Alþýðuflokkinn að, að það þarf engan að undra þótt Stefán hafi kiknað undan þunga atlögunnar. Er nú og svo komið, að undanhaldið innán )>ings og utan er allt á flótta og tvistrað. Þrír Alþýðuflokksmenn hafa talað á Alþingi. Allir eru sitt á hverri skoðun. IJaraldur vill byggja á þjóðfrelsisrétti ísleridinga og stofna lýð- Veldi 17. júní. Ásgeir vill alls ekki bíða fram yfir stríð með stofnun lýð- veldisins. Stefán vill endilega bíða fram< yfir stríð, svo hann geti talað við Dani og fsléndingar við kónginn sinn. — Þrír mcnn — þrjár skoð- anir — hver annari andstæðar. Allir vilja þeir fá samkomulag — allir segjast þeir vilja einingu þjóðarinnar. Hvernig væri, að þeir byrjuðu á því að koma sér saman — skapa einingu í Alþýðuflokknum utan þings og innan í málinu, — en heimtuðu ekki bara af öðrum að samræmá þeirra eigin andstæðu skoðanir. 1-Ijá undanhaldinu utan þings virðist vera sami óskipulágði flóttinn. ' Á stúdentafundinum í fyrrakvöld lýsti hinn „þrautreýndi Alþýðu- flokksmaður" — (eins og Álþýðublaðið kallar hann) — ,,prófeSsor“(?) — ,,doctor“(?) — Guðbranduí- Jónsson stúdent(P), sem er einn hinna víð- frægu 270 „áhrifamanna" Alþýðublaðsins, — ])ví yfir, að „hinir 14" hefðu svikið málstað undanhaldsmanna með samkomulagstilboði síiiu til Aljjingis. Ilann sór þessa 14 af sér og öðrum, sem stæðu fast á grund- velli sambandslaga og konungserfðalaga íslands og hvikuðu hvergi! Öll rök þeirra manna, er töluðu af hálfu undanhaldsins, voru á tæt- ingi, — engin eining, engin samfelld stefna.ríkjandi með þeim. — I>eir ættu að halda fund allir þessir 270 áhrifamenn, skapa einingu hjá sér nú og segja þjóðinni hvað þeir vilji sameiginlega í dag! I’eir geta ináski komið sér saman um að níða niður Alþingi, sem er að 9/10. hlutum sammála um Iausn sjálfstæðismálsins, — en geta þeir sýnt nokkra ein- ingu sjálfir? — Þvert á móti: Þeir eru einmitt sjálfir í dag táknmynd af þeirri óeiningu, af því sundurlyndi, sem þjóðin er að reka á flótta, reka af höndum sér. Þeir þóttust ætla að verða fyrirmynd fyrir þjóðina og vísa henni veginn. Þeir urðu spegilmynd sundurlyndisfjandans, sem.hún sendir nú út á sextugt djúp. Það var vel, að svo fór. Flóttinn og tvístringur þessa undanhaldsliðs nú er undanfari þess, að þjóðin sameinast um máistað siun. Færeyjar nu á dðgum Meðan atburðir gcrast og saga er í letur færð, munu Færeyingar leita til Islands. Þeir koma ýmisl einir sér eða í flokkum, þ. e. heil- ar skipalestir. Fáeinir liafa tekið sér’bólfestu hér á landi, aðrir verið lagðir til hinztu hvíldar í íslenzkri mold. Allir ýt'tu þeir úr vör, fóru að hejman, sigldu út á. hafið. Þeir tóku með sér einkenni þjóðar sinn- ar; i hug «g hjarta voru þeir ávídlt Færeyingar.. ' Dýpstu rætur þjóðareðlisins, það scm allt hið góða sprettur aif, var eftir og hélt áfram að vaxa. Ætt- stofminn var kyrr og dafnaði heima fyrir, þó að limið bréiddist til amn- axxa lamda. Það, sem aldrei breytist, eiui strendur ættlandsins, atvinnuvegir landsmanua, þjóðlíf, menning og saga.. Uthafsaldan Jeikur við strönd ina, eins og hún hefur gert frá alda öðli, bæir vaxa og byggðin eykst, Iífið streymir áfram endalaust í allri sinni margbreytnx. En þjóc^- tungan er vörður hinnar færeysku menningar og ómetanleg eign þjóð- arinnar. Sagan er skrifuð jafnóðum og hún verður til. Fyrir framan mig liggur lcor.t af Fœreyfum. Þar sjást nöfn eins og Borðey, Eystri-ey, Straumey, Vog- ey, Sandey og Suðurey. Þar að auki er þar fjöldi annarra eyjafaafna. Flatarmál allra eyjanna er 1400 ferkílómetrar og íbúatalan er ekki riema 30 þúsundi Umhverfis eyj- arnar er Altlantsnafið. og ]>að má líkja þeim við vin jar í eyðimörku. Það eru ekki aðeins éýðimerkur- fararnir, sem þekkja þýðingu þess að komást lil vinja eftir margra dagá þrá og erfiðleika. Fvrir mörg- um öldum létu frjálsir norskir höfð ingjar í haf á knörrum sínum og höfðu með sér alla búslóð sína og skyldulið. Þeir fóru úr landi til þess að missa ekki frelsið, sem var þeim dýrmætara en allt annað. Sagan segir oss þetta og líka hitt, að menn þessir hafi leitað í vestur- átt, til Orkneýja, Hjaltlands, Fær- eyja, íslands og jafnvel til Græn- lands. Útflytjendur fornaldarinnar stýrðu skipum sínum til vinjanna íslands og Færeyja. Ég veit, að það eru ýmsir, sem vilja, að ekki sé of mikið á þetta minnzt, A síðari tímuin hefur sagan end- urtekið sig hjá þessum tveim Jijóð- félögum, sem byggja Færeyjar og ísland. Það leiktir ckki á tveim tungum. Þá skýtur þessi spurning upp kojlinum: Ja, hvernig hefur sú saga endurtekið sig? Aðrir eru færari en ég um að svara því, hvað ísland snertir, en hvað Færeyjum við kem ur, stend ég betur að vígi. Færeyjar eru nú á dögum engar V'injar, stema ef vera skyldi frá hernaðarsjönarmiði. A'flt er ennþá í deiglunni, og svo að segja ekkert hefur fengið fasta mynd. Það hefur oft verið sagt, *ð Færeýingar séu ein.stakliugshyggju mevm. dg að það taki tíma, að skipa 'þeim í heildiix þetta er vissnlega safct. Það er ekki létt verk að koma rækt. 'í þjóðfélag, seni er i <örækt. Og til þess að það megi takast, verða allir að leggjast á ei'tt- Aðeins ••ému sinni hafa Færeyiiagar síðustu árin staðið saman, og það var, þeg- ár stofnað var gufuskipafélag <í Fær 'eyjum. Þetta mál var leyst svo, að vel mátti una eftir ástæðum, o^' félaginu gekk vcl, þangað til her- nám Breta skaut loku fyrir frekari þröuii þess. Á öllum öðrum sviðum atvxnnulífsins hafa menn haft skipt ar skoðanir og skipað sér í ýmsa flokka. Um þetta leyti árs fyrir fjóruxn árum lá atvinnuleysið eifas og rnara Sámal Davidsen var annar svipur á atvinnulífinu en áður. Aðeins fjórði hluti þeirra rnanna, sena venjulega hlýddu kalli sjávarins, íengu nú atvinnu við siglingar og fiskiveiðar. Með því <er atvIuiMitífa eyjaskeggja bezt lýst. Thórshavn — stærstí bær Fær- eyja — getur vei'ið fallegur og bros- hýr Ixær, <og þá ætti gestur lielzt a.ð sjá harm. Eu þegar sunnan og suð- austanvinduriim fer að senda und- iröldima upp að hafnargarðinum, þá fer/bærinn að verða ömurlegur samastaður. — Og þcgar rigningin fcemur, verður hann andstyggileg- IH'. — HNMNIHNMNIIIHUHIIinilllllHI EFTIR IIIMMIIIIIIIIMIIIIIII IIIIM.|ltlM4Mlll<IMIIIIIII<llll<llllllllll«<IIM* færeyska blaðamanninn SÁMAL DAVIDSEN ■ ■IIIIIIIISIIIIIIIIIIIIIlMIIIMI'<IM)I III<M<IIIIII<IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIVVI á þjóðinni og það stafaði af því, hvei'su einhæf framleiðslan var. — Menn höfðu treyst allt of mikið á saltfiskframleiðsluna, og í sam- bandi við hana Lreyst, á einn mark- að — Spán, sem brást skyndilega alveg. Þá mátti heyra bresta í ýms- uiri samskeytum þjóðfélagsbygg- ingarinnar, og það er óhæt.t að segja, að smnir hlutar hennar hrundu. Ýmsir gerðu þó hugheilar tilrauii ir til þess að blása lífi í atvinnulíf Færeyinga á nýjan leik, en þá kom Öfriðui'iim, og ])á gátu Færeyingar ekki ráðíÖ neinu um mál sín, frem- iir en svo margar aðrar þjóðir. Það versta var, að við skyklum vera svo veikjr fyrir, Jxegar stríðið skáll á. „Tilviljunin“ í'æður nú meiru nin mál okkar en nokkuru sinni áð- ur. Þegar síðastliðið vor vakti aft- ur vonir í brjóstmn Færeyinga um bjartari framtíð, eins og sá árstími gerii' alltaf með hækkandi sól, þá íbúarnir eru uin 5000 að tölu. llúsin eru ijiáluð léttum, glaðleg- um Iitum, og þeir og skrúðgarðarn- ir, sem eru við mörg húsin, gefa bænum skemmtilegaii svip. Rétt hjá sjónum er kirkjan, sem Islendingui' einn byggði. í dag er Fuglzfförðúr, kauptún á Ausiurey. íbúcit 1000. siinnudagiii'. og við skulum þvi fara ti! messu. Hvert sæti er skip- að, sálmar eru sungnir á dönsku, en presturinn prédikar á færeysku. Hann er Færeyingur, einn af fáum færeyskum prestum ey janna ‘Þetta er í stuttu máli lausnin á spurn- ingunni, hvort málið skuli ráða, færeyskan eða danskan. Bæði mált in eru jafn rétthá, en af tíu prest- um eru aðcins þrír færeyskir, svo að þá er óhætt að segja, að kirkju- málið sé álls ekki færeyska. Thórs- havn hefur annars sérstöðu á þessu sviði, því að báðir prestar hennar ern færeyskir. A flestum öðrum stöðum verður guðsþjónustau a.ð fara fram á dörtsku að öllu leyti. — Það hefur oft komið í Ijós, að Fær- •eyingum finnst þetta alls ekki við- eigandi eða eðlilegt, en á Jiessn sviði eins og svo mörgum öðrum, verður að hefjast þróun, áður en af breytingu getur orðið. I skólamálum ríkir sama regla, danska og færeyska eru jafn rétt- há niál. — Efjirfarandi saga sýnir hvernig þetta er í framkvæmdinni. „Færeysk skólabörn voru í hcim- sókn í Danmörku. Dag einn koma dánskir blaðamenn í heimsókn. -—• Meðal þeirra var einn, sem gaf sig á tal við 12 ára gamla telpu, spurði liana hvernig ferðin hefði gengið og hvcrnig henni litist á Danmörku. Telpan svaraði spurn'ingunum eins 1 c°’ Iiiití cn hinn clnnski blaðamaður var anðsjáanlega ekki ánægður. Hann bað telpuna um að segja eitthvað á færeysku, en hún var feimin, og nú varð þögn um hríð. Kannski hún hafi bara verið að hugsa um, hvað hún ætti að segja? En blaðamaðurinn rauf þögnina og sagði: „Segðu eitthvað ljótt á fær- cysku". Þ.á lét telpan ekki standa á svarinu og sagði ofur blátt á- fram: „Nei, þegar við segjum eitt- .hvað Ijóttb i Fœreyjum, þá segjum við það á dönsku“ Það væri freistandi að minnast með nokkuriini orðum á færeyskar bókxneimtir og blaðamennsku, úr því ég er að tala um málin. — Bók- menntir eru af skornum skammti. Færeyingar eru ekki ennþá orðnir rniklir bókamenn, en það sem gert er til /þess að glæða bökmennta- áliugann, er svo á reiki og af handa hófi, að það er svo gott sem til einskis. Fýrir ekki löngu var byí-j- að á bókaútgáfu, og var ætlunin að gefa út árlega að minnsta kosti eina Folkaflokkurimn inái 7 þingsæti. I Samsteypuflokki Sjálfstjórnar- flokksins og Sósíalista eru Louis Zaeharíassou, veiíbfræðingui', og Peter Mohr Dam, kennari, aðal- menmirnir. Axulreas Samuelsen sýslumaður er ennþá formaður Sambændsflokksins, <en þeir, sem næstir honum. ganga, eru Johan Poulseaa, fcemaiari.<«)g'Christian Djur huus sýslumaður.. í Folkaflokkin- uni eru þeir Jóhannes Patursson, fyrruni köngsbóndi <og Thorstein Petersen, ibarikasit jói'i, forustumenn irmir.. Fins og ástand <og horfur eru nú, er vai-la hægt að segja, að neitt það sé .5 slbefmi Lögþingsins, sem til frambúðar megi telja. Stjórnmálin draga imeina <dám af tækifærisstefn- uimi en nokkuð annað. Þegar ís- fiskútflufcningurinn gaf góðan arð, voru lagðir á skattar og gjöld, svo að um munaði. Það þurfti að nota peningana til stjórnarinnar, sem sanibandið við Danmörku hafði skapað, og rás viðburðanna hafði Föstudagw. 21. janúar 1944. — ÞJODVILJINN Ludmilla Paiúitsjenko, ein af hetjunum er vörðu SevastopoL Þeir börðust fyrir land sitt skáldsögu eftir góða höfunda, um | gefið tækifæri til að haga sér eftir efni, sem ætti vel við Færeyinga. —I eigin geðþótta. Vágur, kauptún á Suðurey. íbúatala 1500 Fjárhagshlið jiessa fyrirtækis \'ai' hagað þannig, að borgararnir voru fengnir til þess að gerast áskrif- endúr að bókunum fyrir svo hátt verð-, að ekki yrði tap á útgáfunni. Þetta var ágæt hugmynd. en því miður varð sú reyndin á, að fyrir- tækið va\'ð að engu eftir að tvær skáldsögur voru komnar út. Blöð og blaðamennska Færey- inga er fremur sviþlaus. — Flest blöðin eru lítil og eru gefiu út á færeysku. „Dimmalætting“, blað Sambandsflokksins, nýtur þeirra sérstöku fríðinda, að vera amts- blað Færeyja og verður þess vegna að notast við dönskuna. — Tíma- ritið „Varðin“ hefur notið álits með al blaðlesenda, en það virðist ekki alltaf eins vel vakandi á verðinum og æskilegt væri. Þegar Bretar hertóku Færeyjar í fyrra, fékk Lögþingið aftur sín fyrri völd, en amtmaðurinn hefu r þó ínest völd. Hann var áður með- limur Lögþingsins, án atkvæðis- réttar, en hefur nú hrifsað til sín svo mikil völd, að hann er að heita má einvaldur. Annars er aðstaðan í Lögþing- iim svo sem nú skal frá skýrt : Eiginlega eiga aðeins þrjr flokk- ai' fulltrúa á þingi: Samsteypa Sjálfsstjórnarflokksins og Sósíal- demokrata með 9 þingsæti, Sain- bandsflökkurinn - ð 8 sæt: og Margt mætti nefna í þessu sam- bandi. Eg ætla ]><> að láta mér- nægja, að minna á þau hjandruð verkamanna, sem komu hingað fyr- ir skemmtu. Það sýuir betui' en allt annað, að Færeyjar eru engar vinjar. Það liggur við, að það <sé hægt að líkja þeim við eyðimörku og að ísland sé sá griðastaðnr, sem stytzt er til. Á venjulegum tínnim hefur út- flutningur fólks frá Færeyjum allt- verið allmikill. Hópur ungra af til manna og kvenna fór árlega Danmerkur, til þess að afla sér frekari menntunar, kynnast hug- myndum umheimsins og kyunast öðrum löndum. Þcgat svo sam- bandið milli Danmerkur er rofið, kemur það í ljós, að önnur stærsta Færeyingabyggðin, méð tilliti til fólksfjölda, er við Eyrarsund. Jafnvel nii — meðan stríðið geys- ar — hefur verið þörf á :ið fólk kæmist úr laridi. Það væri æski- legt að þessu væri öðruvísi farið, og þessu þarf að breyta. Og þess vegna ákalla ég sjómennina og verkamennina, sem ávallt hefur verið sagt um, að þcir framfleyttu Færeyjum með dugnaði sínum. — Þegar sjómennirnir fá að hafa höml í bagga með eyjunum, þá fyrst fer ;ið verða lífvænlegt þar. U Sámal Da vidsen. Niðuriag.. GrimmOegm: bardagi geisaði kringum hann. Menmrnir í her- deild hans voru ærðnir fáir núna Skothríð þeirra v.ar orðin dauf- ari, þvi að, íáir voru eftir, sem gátu haldi/5 uppi vörn. Það var þegar farið að beita handsprengj um á vinstra fyikingfararmi. Þeir, sem eftir lifðu voru að búa sig^ undir að hef*ja síðasta byssustmgjaahlaupið. En Niko- lai lá ennþá eins cig poki, hálf- grafinn undir mold og grjóti á skotgrafarbotninum og dró andann að sér með erfiðismun- um. Heitt 'blóð lak úr nösum \ hans. Það hlaut að hafa blætt nokkuð lengi, því að það hafði klesst á honum yfirvararskeggið og límt saman varirnar. Nikolai strauk hendinni yfix andlitið og lyfti sér dálítið. Honum varð afskaplega flökurt og hann kastaði sér niður afi ur. Svco leið það hjá. Nikolai reis nógu hátt <upp til að litast um með sljó- um augum og skildi hvernig var ástatt. Þjóðverjámir hluto að vera nærri. Það tók hann langan, kvelj- andi tíma að koma nýrri skot- kringlu fyrir í byssunní með titrandi höndum. Það tók hann langan tírna að rísa upp á hnén. Hann svimaði og kastaði upp. En hann harkaði af sér ringlið og þessa andstyggilegu veiklun, sem rændi hann viljaþrekinu. Hann heyrðí ekkel’t né tók eft- ir neinu af því, sern skeði kring- um hann, en af óstjórnlegri þrá til að lifa og berjast til þraut- ar byrjaði hann að skjóta. ★ Mínúturnar virtust eins lang- ar og klukkutímar. Hann sá ekki, að þrír sovétskriðdrekar og vélahersveit stefndu úr suðri niður að Þjóðverjunum, sem voru hinum megin við gilið. Hann ggt ekki skilið, aí hverju Þjóðverjarnir, sem lágu um 100 metra frá skotgröfinni höfðu minnkað skothríð sína og voru byrjaðir að skríða til baka og stukku svo skyndilega upp og þustu — ekki til baka í áttina til gilsins — heldur norður í áttina til djúpu gjárinnar. Þeirn var sópað niður brekkuna með skothríð úr tveimur áttum eins og ljósgráum laufblöðum, sem vindhviða reytir af trjánum og feykir burt. Og margir, eins og sem þeir féBu í grasið. Svsr- gintseíff: Golostsekoff lautinant og nokkrir aðrir menn þutu fi;amh'já honum, stukku yfu sprengjugígi, íagnandi og fölir í framan af hatri. Þá fyrst skyldist Nikölai, hvað hafði skeð. Hann æpti, en gat ekki HlHilt M isOit nm fnrtr ið Mia RnmH i hssnlggm Siáney Híllman, formaður stjórnmálaneíndar CIOS-s (hins róttaispka verklýðssambands í Bandaríkjunum) hefur látið þá skoðnn í ljós, að verði hægt að samstilla krafta þeirra 14 milljóna karla og' kvenna, sem eru í verkamannas^mböndum Bandaríkj- anna, í kosningunum í nóvember næstkomandi, þá muni fram- far&öflin vinna sigur. ; I heyrt til sjálfs sín. Hann ætlaðí að .stökkva upp eins og hann var vanur og hlaupa við hlið félaga sinna, en við hverja til- raun til að taka ii brjóstvörnina og hef ja sig *upp sigu hendur hans niður máttlausar og aumk- unarlega eins á gömlum manni. Hann komst ekki upp úr skot .gröfinm. Niikolai varpaði sér upp að brjöstvörnmni og emj- aði. Svo var 'honum öllum lok- ið og hann grét af reiði og harmi yfir ráðleysi sínu, og af gleði yfir að hér haiði allt þetta skeð. Þeir höfðu haldið hæðinni og hjálpin hafði kom- ið mátulega, — þessir marg- bölvuðu óvinír höfðu verið rekn ir á flótta. Hann sá ekki, að Svirgintseff og hinir, sem höfðu dregið Þjóðverjana uppi voru byrjaðir að stinga þá með byssustingjunum. Ekki sá hann heldur Lúbesjenko undirfor- ingja haltra með særðan fót á eftir liinum með samanbrotinn fána í annarri hendinni og hand vélbyssu í hinni, sem hann þrýsti fast upp að síðunni, reiðu búinni til notkunar. Hann sá ekki heldur Símokoff höfuðs- mann skríða upp úr saman- hruninni skotgröfinni. Höfuðs- maðurinn hallaði sér á vinstri hliðina og skreiddist á eftir mönnum sínum. Sprengjubrot hafði rifið af honum hægri framhandlegginn, sem dróst á eftir honum í blóðugu ermar- ræksninu. Stundum hvíldi höf- uðsmaðurinn sig um stund á vinstri öxlinni og skreið svo áfram. Það vottaði ekki fyrir blóðdropa í snjóhvítu andlit- inu, en hann hélt áfram. Hann reigði aftur höfuðið og æpti með skrækri barnsrödd, sem skyndilega brast: „Hraustu litlu ernirnir mínir! Elsku, beztu strákarnir mínir, áfram! Kenn- ið þeim að lifa!“ Nikolai hvorki sá né heyrði neitt af þessu. Fyrsta stjarnan blikaði á stilltum kveldhimnin- um, en hann var liðinn inn í næturmyrkur miskunnsamrar. langvarandi glevrriÁku. Enda þótt miðstjórn AFL-s (stærsta verklýðssambands- Bandaríkjanna) hafi neitað að hafa opinbera samvinnu við CTÐ um að styðja Roosevelt, segir Hillman: .,,Eg hef hvergi orðið var við andstöðu hjá nokkrum verklýðs félögum gegn samvinnu á :Stjórnmálasviðinu.'“ Þessi ummæli hafa vakið at- 'hygli um allt landið, því að það <er nú almennit viðurkennt, að aðeins 'skipulögð samtök verka lýðsins á stjórnmálasviðinu geti bjargað „nýskiptingu“ (New Deal) Roosevelts í kosningun- tim i növember, því að andstæð ingarnir verða öflugir, þar sem Repúblikanar og afturhalds- menn frá suðurríkjunum, úr flokki Demokrata (Roosevelts), hafa gert samtök með sér. Leíkfimí í verksmídfum Framh. af 3. síðu. síöur er þetta takmark sem keppa ber aö. Þörfin á að viö- halda og efla þrótt iöju- og iönaöarfólks meö líkamsæfing um, er þó svo mikil aö ekki tjáir aö doka við og bíða eft- ir fullkomnustu skilyröum til þeirra hluta, heldur ber að hefjast lianda nú þegar og miöa allar framkvæmdir viö þann aöbúnaó' sem nú er fyr- ir hendi. Vinnuveitendum, gæti orðiö aö þessu mikill á- vinningur er kæmi fram i meiri vinnuafköstum og færri veikindadögum starfsfólksins. En íólkinu sjálfu yröi það til ómetanlegs gagns vegna auk- innar hreysti og minni slysa- hættu. Við íslendingar ætt- um aö veröa á undan stóru iönaöarþjóöunum j þessum efnum. Það gæti oröiö aö því mikill menningarauki fyrir okkar fámenna þjóöfélag. ’•••••••••••••••••••••••••••••• WUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstrætí 16 „ [þrótt er leikur" Framh. af 3. síðu. sem nöfn meöal hinha stóru. Þar koma Erik Brofoss, Sverre Sommerud, Sigm. og Birgir Ruud o. fl. t Vellinum í skóginum geymdum viö ekki. Þaö var eins og sterkt band tengdi okkur viö þennan staö sem haföi geíið okkur skemmtileg ustu leiki æskuáranna. Fyrst nú skiljum viö þaff fuUkomlega hvaff þetta band hefur þýtt fyrir okkur og þaö viljum viö aldrei slíta. Ár frá ári hefur íþróttasvæöiff vaxið. í dag er þar tennisvöllur, sundlaug, knattspyrnuvöllur, frjálsíþróttavöllur, ágætir hlaupastígar í skóginum í kring. Þaö er drengurinn og leikurinn sem aftur vaknar þegar við komum þar klædd- ir aöeins þunnum, stuttum buxum. 1 Viö lokum veröldina fyrir utan og tökum upp sömu kepphina og sama leikinn og fyrjr nokkrum árum síðan. ’Harðar keppnir eru háðar. Líkaminn styrkist til hinnar daglegu vinnu en „hátíff- legheitin“ hafa 'ekki enn fengið aö koma inn fyrir. Keppnirnar sem háðar eru, munu varla finnast á olym- pisku töflunni. Eöa hvaö segja menn um eftirfarandi boðhlaup: Boröa tvær sneiöar af brauöi, erfitt hlaup, drekka glas af öli, hlaup aftur sem endar á sundspretti, klifra upp dýfingarpallinn, syngja ákveðna vísu á pallbrúninni, stökkva niöur í laugina og enda á skriösundsspretti yfir laugina. Sá sem gerir þetta á stytztum tíma stendur með pálma olympiusigurvegarans í höndunum. Barnalegt munu margir segja og hyista aumk- unarlega höfuðið. Hristið bara höfuðin æruveröugir og hátíðlegir, við munum að minnsta kosti halda áfram leik vorum. Viö finnum aö við sjálfir búum okkur til marg- ar af þeim hamingjusömu stundum sem þetta vesalings líf getur gefið manni. (Grein þessi, sem er nokkuð stytt, er tekin úr blaöi norsku íþiótta sambandsstj órnar inn- ar sem ut kom árið’ sem Birg- ir Ruud kom hingað). ........................ KAUPIÐ þjóðviljann ~*—I—<—♦ ♦ —•-♦—♦-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.