Þjóðviljinn - 22.02.1944, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 22.02.1944, Qupperneq 2
ÞJOÐVILJINN Þriöjudagur 22. febrúar 1944. Sí&asía ferl v. s. Þormóls NidOTlag skýrslu um rannsóku Þomiódsslyssíns Þjóðviljinn birti s. 1. sunnudag fyrri hluta skýrslu sjódóms Reykjavíkur um rannsókn Þormóðsslyssins. Var þar skýrt frá breytingum þeim, sem gerðar voru á skipinu, viðgerðum vegna þráláts leka o. fl. í síðari hluta skýrslunnar, sem hér fer á eftir, er skýrt frá síðustu ferð v. s. Þormóðs. Skipið fór síðan í hina seinustu forð frá Reykjavík hinn 9. febrúar f. á„ einnig tii hafna við Ilúna- flóa, og virðist farmur hafa verið samskonar og fyrr. Virðist svo sem enn hafi orðið vart lcka á norður- leiðinni. Þann 13. febrúar fór skip- ið frá Blönduósi og var með lítinn varning þaðan. Á Hvammstanga (þann 14. febrúar) tók skipið hinsvegar rúm 31 þús. kg. af vörum (aðallega ffosnu dilkakjöti), og virðist fram- urinn hafa fyllt lestina, en ekki hafa verið annars staðar. Á Hvammstanga t<3k skipið og þrjá farþega, þar af einn s'em ætlaði til Reykjavíkur, og fór skipið frá Hvammstanga að morgni þess 15. febrúar. Á suðurleið kom skipið við á Drangsnesi og' setti þár í lan<] tvo farþeganna ftá Hvamms- tanga. Eftir því sem forstjóri Skipaútgerðarinnar skýrir frá, barst beiðni, er skipið var á Ilúna- flóa, frá afgreiðs 1 umanni Skipaút- gerðarinnar á Bíldudal, Ágúst Sig- urðssýni, um að Þormóður kæmi þar við á suðurleið til að taka hann. Var í fyrstu færst undan þessu, en fyrir eindregin tilmáeli Ágústs var liigt fyrir skipstjórann á Þormóði að taka Ágúst á Bakka í Arnarfirði, Svo og að taka sr. Þorstein Kristjánsson á Patreks- firði. Án þess að vitað sé glögg- lega, hvað valdið hafi, hélt skipið þó til Bíldudals og kom þangað síðari hluta nætur 10. febrúar og Iagðist þar að bryggju. Eiigum varningi var skipað þar á land, og það tók engan fluthing þaðan nema farangur farþega þeirra, er þar fóru um borð í skipið, en þeir voru alls tuttugu og einn, karl- menn, konur og barn (þar á meðal Ágúst Sigurðsson). Skipið fór frá Bíldudal kl. ,5Vii að morgni þess 16. febrúar; kom við á Patrcks- firði, tók þar tvo farþega (og var annar þeirra sr. Þcrrsteinn Krist- jánsson), og var farið frá Patreks- firði kl. 13.45 sama dag, áleiðis til Reykjavíkur. — Að morgni þess 17. febr. fór veðurútlit að gerast ískyggilegt á þessum slóðum; vind- ur fór mjög vaxandi af V—SV og sjólag tók að versna. KI. 10.49 um morgnninn sendi forstjóri Skipa- útgerðarinnar skipstjóránum á Þormóði skeyti og spurðist fyrir um það, hvenær skipið væri v;pnt- anlegt til Reykjavíkur. Veður fór enn mjög versnandi eftir því sem Jeið á daginn, og kl. 6 e. h. kom svohljóðandi svarskeýti til for- stjóra Skipaútgerðarinnar frá skip- stjóranum á Þormóði: „Slóvum Faxabugt, gct ekki sagt um það núna“. Um sama leyti sendi skip- stjórinn þó skeyti til vandamanna hér í bæ, þar senr hann kvaðst vei'a væntanlegur til Reykjavíkur' næsta morgun. Kl. 6.20 e. h. sama daga sendi stýrimaðurinn á bor- móði og skeyti um góða líðan til konu sinnar á ísafirði. Veður fór enn mjög versnandi, svo og sjó- lag. Fréttist nú ekki af Þormóði fyrr en Slysavarnafélagi Islands barst eftirfarandi skeyti frá skip- stjóranum kl. 10.16 að kvöldi jæss 17. febrúar: „Erum djúpt út af Stafnesi mikill leki kominn að skipinn, eina vonin er að hjálpin komi fljótt". Síðan heyrðist ekk- ert frá skipinu, en vegna veður- ofsans urðu engin tök á að koma því til hjálpar. Mun skipið hafa farist með allri áhöfn, að |>ví er. virðist aðfaranótt þess 18. febrúar. Síðari hluta júlímánaðar fréttu hlutaðeigandi sjó- og verzlunar- dómsmenn, að nokkrir bátsverjar á Suðurnesjum teldu sig hafa fundið flak við Garðskaga og fíkur bentu til, að hér væri að ræða um flak af v.s. Þormóði. Til þess að reyna að ganga úr skugga um, hvað hæft væri í jjcssu. fóru sjó- og verzlunardómsmennirnir suðu|' með sjó ])ann 28. júlí og höfðu tal af þeim aðiljuni, sem um |>efta gátu vitnað og unnt var að ná í. Af þeim viðtölum virðist ljóst, að vélbátarnir Glaður frá Ytri-Njarð- víkum, Gylfi s. st„ Áfram frá Keflavík og Gullfoss s. st„ hiifðu á s.I. vori fest veiðarfæri sín í ; skipsflaki í „misvísandi" austur ' frá Garðskagavita, all-skammt frá landi. en áður hefur eigi orðið vart við neinar festar á þessum slóðum. Skipverjar á b.v. Gylfa féngu í v'or þilfarsplanka ýr flaki j)essu í dragnót sína og var sá planki geymdur hjá hreppstjóranum i Njarðvíkum. Hafliði J. Ilafliðason, skipasmiður, fór ásamt sjó- og verzlunnrdóm.smöununym suður þangað og athugaði planka þenn- an. Virðast allar líkur benda til, að hér sé um að ræða júlfarsplanka úr Þormóði, og sama er að segja um fleka þann, sem skipverjar á v.t). Gullfossi fundu í vor á'sömu slóðum. Mörg af jæim líkum, á- hafnarinnar á Þormóði, sem kom- ið hafa fram, hafa fundizt á j)ess- um slóðum og verður J)ví að telja talsverð líkindi til, að skipsflakið, eða hluti þéss, sé þarna, en úr því verður eigi skorið nema ) ið nán- ari athugun. Þarna mun vera allt að 20 faðma dýpi, og skv. umsögn Ársæls Jónassonar, kafara, mUnu kafarar eigi treysta sér til að kafa á því dýpi, sérstaklega á þessum stað, J)ar sem straumur cr þar mjög þungur. ilinfevegar var talið hugsanlegt að ná mætti flakinu upp og var ákveðið að reyna J)að og •fengin til j)ess' sú fullkomnásta aðstoð sem hér er nú völ á. Stöðu þessar tilraunir frani í vetrarbyrj- un. cn varð alltaf frá að ganga þar eö veður varð aldrei nógu kyrrt og loks taldi sjódómurinn urn miðjan nóvember að vonlaust mundi vera að halda tilraunum áfram. Af |)ví sem fram hefur komið við raunsókn þessa, verður ekki ráðið með neinni vissu hvort skip- ið hefur steytt á grunni eða farizt af völdum ofviðrisins. Lestrarfélag kvenna Félagiö á nú 3513 Lestrarfélag kvenna hefur sent bæjarráði eftil’farandi skýrslu: „Lestrarfélag kvenna hefur aðsetur sitt á Amtmannsstíg 2. Fara bókaútlan þar fram 5 sinnum í viku. Samkvæmt árs- skýrslu félagsins voru lánuð út úr safninu 3513 bindi, auk blað og tímarita. Fyriij bækur og blöð var greitt á árinu kr. 1704,63. Bókavörzlu og alla um- sjón með safninu hafa félags- konur til skiptis og geröu þaö með mestu prýði. Fyrir hús- næði, ljós, hita Qg ræstingu voru greiddar kr. 1472,11, en alls urðu gjöld kr. 3662,94. Fé- lagskonur eru nú 215 að tölu, var árgjaldið hækkað um þriðjung á þessú ári, eða upp í kr. 15,00. Fundir voru haldn- ir þrír á árinu. Ræddu þeir félagsmálin, en auk þess voru erindi flutt og úrvalskaflar bók j mennta lesnir upp. Eftirfarandi konur skipa stjórn félagsins, auk undirritaðs formanns. Frú Dóra Þórhalls- dóttir, frú Sigríður Haraldsdótt ir og frú Vigdís Thorarensen. Stjórnin þakkar styrk þann, er félagið nýtur úr bæjarsjóði Reykjavíkur og treystir því, að' hann fái að standa áfram í fjárhagsáætLun bæjarins. Það mundi koma sér vel, sökum þess hve bækur eru dýrar, að dýrtíðaruppbót leggdist við styrkinn. Reykjavík 15. febr. 1944 Virðingarfyllst Laujey Vilhjálmsdóttir“. Félaginu var ætlaður 1000 kr. styrkur i fjárhagsáætlun þessa árs. mammík Fjárhagsáæílun Neskaupssfadar Bæjarstjórn Neskaup- staðar samþykkti nýlega fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1944. Tekjur eru áætlaðar 649 þús. kr. alls, en þar af nema útsvorin 486 þús. kr. eða 17% hærri en árið 1943. Helztu gjaldaliðir eru til verklegra framkvæmda 150 þúsundir, alþýðutryggingar 101 þús., mentamála 91 þús., afborganir skulda 97 þús., framfærslumál 50 þús., stjórn kaupstaðarins 49 þús., vaxta- greiöslur 22 þús. Fraadh*lá á 8» sfðu 40 dagar Þegar þetta er ritað hefur Al- þingi setið á rökstólum í 40 daga. Hvað hefur það gert? < Ekkert segja sumir, Naumast er það rétt. Nokkrir þingmenn innan tólf manna nefndárinnar virðast hafa varið þessum 40 dög- um, og Sennilega nóttunum með, til að flækja og tefja mál, sem raunverulega var afgreitt áður en þingið kom saman, það er að segja, þingið átti aðeins eftir að ganga frá hinni formlegu hlið, þetta mál er sjálfstæðismálið. 1 8. apríl — 30. nóv. Áttunda apríl 1943 undirrita fulltrúar allra stjómmálaflokka. sem sæti eiga á Alþingi, nefndar- álit, þar sem skýrt og ótvíræð- lega var fram tekið að þeir væru allir sammála um að stofna lýð- veldi á Islandi, eigi síðar en 17. júní 1943. Þessir fullarúar flokkanna voru og sammála um, að ef stríðinu lyki fyrir þennan tíma og sam- band fengist við Danmörku, þá kæmi ekki til mála, að Danakon- ungur fengi hér aftur konungs- vald, né að Danir tæku utanrík- ismál vor í sínar hendur, Þess vegna var ákveðið að stofna hér lýðveldi eigi síðar en 17. júní, en fyrr ef stríðinu lyki fyrr og krafa kæmi frá konungi og Dönum um að framkvæma sambandslaga- sáttmálann eins og fyrir stríð. Samkomulagið var um það, að konungdæminu á íslandi væri lokið, og sambandslagssáttmál- inn úr gildi fallinn. Frá þessu samkomulagi hljóp Stefán Jóhann, þrátt fyrir eigin- handar undirskrift og undruðust Hetjur ð Sielprslóð Svo nefnist ný bók er Skálholts prentsmiðja hefur sent á mark- aðinn. Höfundur bókarinnar, Erskine Caldwell, er frægur skáldsagnameistari, þótt hann teljist enn til yngstu rithöf- unda Bandaríkjanna, þeirra sem þekktir eru. Tvær bóka hans, Tobac'co Road og God’s Little Acre, munu vera all- kunnar ^ enskufróðum mönnum hérlendis, enda skrifaðar af stílsnilld og einstæðu hlífðar- leysi við þá barnalegu ástríðu, sem títt- er að ásæki menn í auðvaldsþjóðfélagi, en hún er sú, að leita þess guðdóms í bókmenntunum, sem af skilj- anlegum jís'itæðum fyrirfinnst ekki í þjóöfélaginu sjálfu. Nú heíur Caldwell skrifað nýja bók og þessi bók er komin út í íslenzkri býðingu Karls ísfelds blaðamanns: Hetiur í heljarslóð. Bókin um baráttu rússnesku skæruliðanna að baki víglínunnar og bókin um grimmdaræði nazistahersveit- anna gegn íbúum hinna her- teknu héraða. h. það allir, einnig þeir, sem mundu brigð hans við skriflegan samn- ing, gerðan milli Alþýðuflokks- ins og Kommúnistaflokksins um samvinnu í bæjarstjómarkosn- ingunum 1938 og um samstarf í bæjarstjórn að þeim loknum. Þrítugasta nóvember 1943 gerðu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sósí- alistaflokkurinn með sér sam- komulag um að framkvæma hið gamla sámkomulag og skyldi þing kvatt til fundar 10 janúar til að ganga formlega frá, Níu menn voru kjörnir — þrír frá hverjum flokki — til að sam- ræma og stjórna, áróðri og at- höfnum flokkanna og blaða þeirra í þessu máli, og þessir níu kusu þrjá úr sínum hópi, er skyldu vera framkvæmdaráð og meðal annars gera tillögur um á hvem hátt þjóðin gæti fagnað lýðveldinu 17. júní, svo samboð- ið væri hinum sögulegu tímamót- um. Alþingi átti þannig aðeins eft- ir að ganga frá hinni formlegu hlið málsins, þar á meðal að á- kveða hvernig forseti skyldi kjör- inn, og hvert skvldi veraembættis heit hans. , i Þrátt fyrir þetta hafa nú nokkrir þingmenn undir forystu ólafs Thórs og Hermanns Jónas- sonar varið 40 dögum og 40 . nóttum til að semja við liðhlaupa . um mál sem var útrætt. Svona starfsaðferðir skilur þjóðin ekki. Ekki einu sinni hjá þeim mönnum sem nýlega, hafa leikið „heitrofaþáttinn“ frammi fyrir henni. Aðgöngumiðasalan við bíóin Eins og vitað er, þá hefur að- sókn að kvikmyndasýningum aukizt mjög hér í bænum, og er alveg sérstaklega mikil um helg- 'ar. Þa'ð skapast því milcil þröng féaman við bíóin og liggur jafn- vel við meiðslum. Þegar þannig stendur á verður lögreglan að halda uppi reglu, og ætlar þó stundum ekki að takast of vel. Mér hefur dottið í hug hvort ekki msétti koma aðgöngumiða- sölunni betur fyrir, þannig að selja t. d. ekkj bömum og full- orðnum á sama tíma, þegar barnasýningar eru kl. 3. Þá ætti að byrja að selja miða að baran- sýningunni kl. 1. Mestu þrengslin væru þá liðin hjá, ef sala að öðrum sýningum hæfist kl. 11. og þar af leiðandi lítil hætta á að böm yrðu troðin undir eða þrengt óþyrmilega að þeim, sem nú þarf að gæta ýtrustu varkámi svo afstýrt verði. Þessa tillögu ættu kvikmynda- hússeigendUr að taka til athug- unar. Bící^mfrfciir. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.