Þjóðviljinn - 04.03.1944, Qupperneq 2
2
ÞJÓÐVILJINM
Laugardagur 4. marz 1944.
Jóhann | E- Kúld
Á borðínu fyrir framan mig
hef ég skýrslu Sjódóms Reykja-
víkur, um rannsókn dómsiiio
á Þormóðsslysinu. Ekki er
mér kunnugt um hvort það
er skýrslan öll sem í blöðun-
um hefur verið birt, eða bara
útdráttur úr henni gerður: í
atvinnumálaráðuneytinu (eða
dómsmálaráðuneytinu). En
svo mikið er víst að skýrslan
ér ekki svo fullkomin sem
hún ætti að vera og vil ég
sérstaklega benda á tvennt
sem vantar, en ætti þar að
vera.
í skýrslu þeirri sem birt heí'
ur verið segir ekkert um styrk
leika skipsins, þar er hvorki
sagt frá þykkt banda, , byrð-
ings eða annarra máttarviða.
Ekkert álit sérfróðra manna
um það hvernig skipið hafi
verið íbyggt. kemur fram í
skýrslu þessari.
Mér kemur það harla ein-
kennilega fyrir sjónir ef Sjó-
•dómur hefur ekki látið fram
fara slíka rannsókn. Það hefði
t. d. verið mjög æskilegt að
fá birtar tvær teikningar.
Aöra af máttarviöum Þor- j
móðs eins og þeir voru, ásamt j
nákvæmri lýsingu af bygg- i
ingu skipsins, fyrir og eftir
breytinguna. En hina svo aft-
ur geröa á þann veg sem gild-
andi reglugerð'ir mæla fyrir
um skip af þessari stærð. Þá
heföi öllum mátt veröa ljóst
hvílíkur glæpsamlegur trassa-
skapur hefur verið og er ráð-
andi á þessu atriði.
í ööru lagi þykir méf und-
arlegt að ekki skuli vera birt
í skýrslunni álit fyrrverandi
skipstjóra á sjóhæfní Þor-
móðs. Við þann mann hlýtur
þó Sjódómur að hafa talað.
En máski á ekki Sjódómur
sök á þessu er ég hef nefnt,
heldur atvinnumálaráðuneyt-
ið eða dómsmálaráöuneytiö.
Eg vík þá máli mínu að því
sem fram kemur í skýrslunni
eins og hún liggur fyrir. Þav
segir að skipið hafi verið
keypt í Yarmouth í Englandi
um mánaðarmótin miaí—júní
1939 og að kaupveröiö hafi
verið £ 400.00, eða sem næst
kr. 8860.00 eftir þáverandi
gengi, ef ég man rétt. Á kaup-
verðinu sést hvers virði Bret-
inn hefur álitið skipið vera.
Leyfi fyrir innflutningi er
hinsvegar ekki véitt fyrr en 8.
ágúst 1939. Þá er skipið byrj-
að á síldveiðum við ísland.
Ekki vantar röggsemina
þarna. Leyfið er sýnilega aö-
eins formsatriði gagnvart
kaupunum. Því þaó er hægt
að kaupa skipiö og byrja á
því veiöar án þess að slíkt sé
fyrir hendi.
Þá byrjar lékaferill skipsins.
Strax á síldveiöunum þetta
sumar kemm’ fram leki. Um
þennan leka segir í skýrslunni
orðrétt:
„Skipið var svo búiö til síld
veiða sumarið 1939 og bar þá
ekki á neinu, nema hvað leki
kom fram við skammdekk“.
(Eg vil aðeins bæta því við að
skipið varö sökum þessa leka
a'ö moka út afla og leita hafn-
ar á Akureyri til þess að fá
viðgerð). Aftur segir í skýrsl-
unni aö leka hafi oröiö vart
á skipinu í Skotlandsferð, um
haustið. (í það skipti urðu
talsverðar skemmdir á farm-
inum af völdum lekans).
í þriðju ferðinni eyöileggsfc
farmuiinn alveg, en menn
náðu nauðuglega landi. Þá lask
aðist yfi/byggingin sem var
, sundur brunnin af ryði og
leki mun einnig hafa komið
inn um byrðing, eða svo hef-
ur mér verið sagt. En ekki
kemur það þó beint fram í
skýrslunni. Við þetta er svo
gert í Hafnarfirði og ekki er
getið leka á skipinu í ferðum
þess sumarið 1940 meöan veö
ur voru goð. En um haustið
veröur skipið aö hætta við
þriðju ferð sína til Englands
sökum leka.
Nú hefur skipið, sem keypt
var til Akureyrar skipt um eig
endur, og er komið hér til
Suöurlandsins.
Takið þið nú v.el eftir hvaö
gerist. í janúar 1941 er svo
byrjaö á víðtækum breyting-
um á skipinu. Um þetta seg.
ir orörétt í skýrslu Sjódóms-
ins: „Skrifstofa Gísla Jóns-
sonar hér í bæ tók aö sér að
gera teikningar aö breyting-
um þeim er gera átti á skip-
inu, fá þær samþykktar af
Skipaskoðun ríkisins og síðan
hafa eftirlit með framkvæmd
verksins, en í ráðum um breyt
ingar voru þeir Ólafur Björns
ison, þtgeröarm. á Akranesi
Gísli Jónsson eftiriitsmaður
skipa og véla og starfsmaður
hans Erlingur Þorkelsson vél-
stjóri. Meö bréfi dags. 1. marz
1941 sendi skrifstofa Gísla
Jónssonar skipaskoðunar-
stjóra uppdrátt af nokkrum
hluta hinna fyrirhuguöu
breytinga og óskaöi þess jáfn-
framt að Skipaskoöunarstjóri
iéti sem fyrst vita hvort hin
nýja yfirbygging og fyrir-
komulag hennar mætti vera
eins og þar var ráð fyrir gert.
Þessu bréfi svaraöi skipaskoö-
unarstjóri aldrei; telur það
hafa mislagst hjá sér, eins og
| nánar greinir í framburði
hans fyrir dóminum, en
kveðst ánnars búast við því
aó hann hefði samþykkt upp
dráttinn og víst er um það, aö
skipaskoöunarmaðuri'nn Pét-
ur Ottason hafði eftirlit meö
aðgeröunum og veröur ekki
séð aö hann hafði haft neitt
áð athuga viö hina fyrirhug-
uöu breytingu eða fram-
kvæmd hennar, enda fékk
skipiö haffærisskírteini eftir
breytinguna, eins og lög
standa til“.
Svo mörg eru þau orö.
Þarna haldast í hendur órétt
lætanlegur trassaskapur skipa
skoöunarinnar, annars vegar,
en frámunanleg frekja þeirra
I sem verkið hafa með höndum,
! hins vegar. Það er svo sem
ekki verið aö ítreka um leyf-
ið fyrir breytingunni á skip-
inu. Nei, verkið er ekki einung
is hafiö, heldur er-því að fullu
lokiö, án nokkurs leyfis frá
hinu opinbera valdi. Skipa-
skoöunin er svo sem ekki held
ur að amast viö þessu, því að
varla hefur þetta allt farið
fram hjá skipaskoöunarstjóra.
En honum bar tvímælalaust
skylda til aö stööva allar
breytingar á skipinu, þar tii
aö hann hafói gefið samþykki
sitt til þeirra. Það mun þurfa
að leita aö hneyksli sem jafn-
ást á við þetta, og er þó um
auöugan garð aö gresja á
þessu sviði. Þetta hræðilega
atvik sýnir okkur í allri sinni
nekt, aumingjahátt íslenzkrar
skipaskoöunar gagnvart upp-
vööslusemi og frekju ófyrirleú
inna manna
Hverjar voru svo þær breyt-
ingar sem gerðar voru á skip-
inu án alls leyfis hins opin-
bera? Þær voru hvorki meiú
né minni en þaö, aö skipinu
var umturnaö. Gufuvélin tek-
in og 240 ha. mótorvél sett i
staöin ásamt stórum olíu-
geymum. Yfirbygging öll sett
ný, mikiö stærri og þyngri en
aður ásamt bátaþilfari. Síðan
er klastraö viö hinn gamla,
veikbyggða skipsskrokk hing-
að og þangað, þó voru hin
alltof veiku bönd ásamt
tveggja tommu byrðing látin
vera. Þetta hefur áreiöanlega
veriö gert í því augnamiöi að
styrkjá skrokk skipsins. En
reynslan hefur hinsvegar
sannaö samkvæmt skýrslu
Sjódómsins að skipið var eftir
breytinguna alltof veikbyggt
til þess aö þola þessa stóru
mótorvél. Um þetta vitnar lek-
inn sem alltaf kemur fram á
skipinu í hverri ferð þess, ef
nokkuð ber út af meö veður.
Óljóst orðalag eða lág-
lenzkur sundrungarandi?
Reykjavík, 1. marz 1944.
Kæri ,,Þ“!
Aðeins örfáar línur í tileíni af
smá pistli, sem þú sendir með Bæj-
arpóstinum um Krýsuvíkurveginn •
og nefndina sem Eiríkur Einarsson
og fleiri þingmenn vilja að athugi
hver skuli verða frambúðarlausn-
in á vegasambandi Suðurlandsund-
irlendisins og Reykjavíkur.
Þú ert Árnesingur kæri ,,Þ“.
Ekki er það sagt þér til lasts, síð-
ur en svo, margt mætra manna
hefur Suðurlandsundirlendið alið
fyrr og síðar. En um eitt eigið þið
Árnesingar og Rangyellingar sam-
merkt, þið hafið hin síðari árin, að
minnsta kosti. aldrei getað komið
ykkur saman um hin stærri mál
héraðs ykkar. Eg minni þig á
skólamálið og samgöngumálið. Er
það Tekki nóg? Ef ekki, þá skal ég
minna þig á fleiri sic.n'.
Ef komið er fram með einhverja
tillögu til lausnar samgöngumálun-
um, eru uppi flokkadrættir frá
Heklu til Hengils, sem á Sturiunga-
öld. Stórhöfðingar aldarinnar >
Helgi hinn rami að Hvoli, Jörund- j
ur höldur í Skálhoiti og Eiríkur 1
skáld frá Hæli, blása í herlúðra og
þú, kæri „Þ“ og fleiri mætir menn,
hleypur frá búi þínu og berst með
einhverjum •foringjum, þrátt fyrir
að þeir eru þér allir ómætir.
Þú geldur þess að sundrurig ligg
ur í lofti um Árnes óg Rangár-
þing þegar rætt er um hín sLerri
framfaramál héraðannn.
. Frá sjónarmiði okkar Reykvik-
inga horfa þessi mál öðru vísi við.
Eg, og margir fleiri, lítum svo 'á.
að gera beri hvort tveggja i senn,
leggja Krýsuvíkurveginn og rann-
saka hvernig bezt og trvggílegast
Aöeins yfir sumarmánuöina,
meðan veður eru sérstaklega
góö, viröist vera forsvaranlegt
að sigia þessari ólánsfleytu
milli hafna.
Skeyti skipstjórans á Þor-
móði talar sínu máli um síðustu
afdrif skipsins. En nú vil ég'
spyrja. Ætlar þjóðin ekkert að
læra af Þormóðsslysinu og öðr-
um slíkum sem nú verða æ tíð-
ari með þjöð vorri.
Það er ekki hægt að merkja
nema síður sé að Gísli Jónsson
hafi nokkuð getað lært á þessu
sviði, um það bera ótvírætt.
merki fullyrðingar hans um að
,,skipaskoðunin“ sé í góðu lagi,
en þar mun hann þó stapda
fáliðaður sem betur fer.
En þó ber því ekki að neita að
ennþá helzt sama sleifarlagið
og trassaskapurinn á þessu sviði
Gróðafíkn nokkurrá þraskara
er ennþá -látin komast fram
með það að þreyta skipunum að
vild sinni, eftirlitið með slíkum
breytingum virðist ekki til,
nema ef vera skyldi til að sam-
þykkja ósómann, ef samþykkis
er þá leitað.
Það væri meiri sómi fyrir al-
þingismenn að taka á þessum
málum með röggsemi og koma
þeim í viðunandi horf, heldur
en gráta krókódílstárum yfir
slysunum, en vinna svo á móti
þeim umþótum sem að gagni
gætu kornið. Þetta skulu þeir
Framh. á 5. s$0u.
verði komið fyrir vegasambandi
um Hellisheiði.
Krýsuvíkurvegurinn þarí að
koma vegna þess, að Krýsuvík,
Herdísar.vík, Selvogur og Þor’aks-
höfn, þurfa að komast í vegasam-
band, og vegna þess að hann verð-
ur þrauta varaleið, þegar snjóalög
eru mest á heiðum. Hinsvegar
hljóta aðalflutningar milli Suður-
landsundirlendis og Reykjavíkur
ætíð að fara um Hellisheiði, því að
það er stytzta leið. Það hlýtur að
vera hagsmunamál Reykvíkinga og
lálendisbúa að þessi leið verði gerð
eins greiðfær og örugg og auðið er.
Hún þarf að vera fær sem allra
lengst ár hvert, helzt alla daga
ársins, hvað sem öllum vara og
þrauta varaleiðum liður.
Eg tel nauðsynlegt að komast að
niðurstöðu um hvernig eigi að gera
þennan aðalveg milli Reykjavík-
ur og Suðurlandsundirlendis úr
garði, og að hafizt sé handa um
framkvæmdir sem allra fyrst, jafn
framt því að haldið sé áfram að
leggja Krýsuvíkurveginn. Ef þú,
kæri „Þ“ hefur fundið eitthvað
annað út úr tillögu okkar Eiríks
en þetta, þá er hún ekki eins ljóst
orðuð og skyldi, eða þú ert haldn-
ari af sundrungaranda láglendinga
í ríkara mæli, en vera ætti. En.
hvort sem er, eða þótt hvort
tveggja jfæri, ætti að mega bæta
út sök, tillöguna má endurskoða í
nefnd, og gefa henni ótvirætt orða-
lag óg þú ert nú kominn í hið góða
loftslag okkar Reykvíkinganna,
fjarri spillandi áhrifum stórhöfð-
ingja Árnes- og Rangárþinga.
Annars ekkert í fréttum. Sendu
Bæjarpóstinum aftur línur við
fyrsta tækifæri.
Vertu svo ætíð marg blessaður.
það mælir þér einlægur
S. A. S.
Hver braut sverðið? Hver
klauf skjöldinn?
í leiðara Alþýðublaðsins í fyrra-
dag stendur skriíað:
„Frá því að verklýðshreyfingin
hófst hér á landi, hefur hún verið
sverð og skjöldur hverskonar frelsis.
og mannréttinda og ekki sízt mál-
frelsisins og ritfrelsisins“.
Þetta er alveg rétt hjá Alþýðu-
blaðinu, verklýðshreyfingin hlýt-
ur, eðli sínu samkvæmt, að vera
sverð og skjöldur hins sanna frels-
is. En oft hefur hún borið brotið
sverð og klofinn skjöld, bæði hér á
landi og ánnars staðar, því að við
þunghögga andstæðinga hefur ver-
ið að etja.
Þannig brotnaði sverð og klofn-
aði skjöldur verklýðshreyfingarinn-
ar á íslandi árið 1930. Þá voru
allir félagar hennar, sem ekki
vildu lúta forustu Alþýðuflokksins
sviptir frelsi til að sitja þing alls-
herj arsamtakanna.
Þessu fór fram í 12 ár. Öll þau
ár bar íslenzk . verklýðshreyfing
brotið sverð og klofinn skjöld í
baráttunni fyrir frelsi og mann-.
réttindum, en hún barðist samt og
vann sigra, inná við.
En hver braut sverðið? hver
klauf sköldinn? Skyldi Alþýðublað-
ið ekki géta svarað því.
En nú gengur verklýðs-
hreyfingin heil til hildar
En nú er verklýðshreyfingin
sameinuð og frjáls og nú er hún
sterk, þökk sé Sósíalistaflokknum,
og þeim víðsýnu Alþýðuflokksmönn
um, sem eins og forseti Alþýðusam-
bandsins Guðgeir Jónsson, vinna af
heilum huga með sósíalistum að
því að gera verldýðshreyfinguna
þess' umkomna, að berjazt til sig-
urs fyrir frelsi og jafnrétti.