Þjóðviljinn - 07.03.1944, Page 2

Þjóðviljinn - 07.03.1944, Page 2
I ÞJÓÐVILJINIV Þriðjudagur 7. marz 1944. Framságnræða Bry njólfs Bjarnasonar við 2. umr. síjórn- arskrárfrnmvarpsins í eíri deild Alþingis, 4. marz 1944 (Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Brynjólfs Bjarnason- ar er hann flutti sem fram- sögumaður stjórnarskrár- nefndar efri deildar Alþingis við 2. umr. stjómarskrárfrum varpsins í efri deild á laugar- daginn). Samþykkt þessa frumvarps mun jafnan verða talinn einn merkasti viðburðurinn í sögu íslands. Þegar frumvarp þetta tek- ur gildi sem lög, og það von- um vér flestir að verði eigi síðar en 17. júní 1944, er stig- ið lokaskrefið í hinni stjóm- arfarslegu sjálfstæöisbaráttu íslendinga, enda þótt vel megi vera að við eigum enn langa og erfiða sjálfstæðisbaráttu fyrir höndum. Stofnim lýðveldis og sam þykkt hinnar nýju stjómar- skrár er rökrétt afleiðing af skilnaði íslands og Danmerk- ur. Allir íslendingar munu nú vera sammála um, að stjórn- skipulag islands skuli vera lýðveldi, þegar landið losnar að fullu úr stjómskipulegum tengslum við önnur ríki. Um það er nú enginn ágreining- ur. Rök þau, sem að þsssu hníga, er ekki einungis hinn sögulegi arfur íslendinga, — islendingar hafa aldrei haft innlendan konung, svo hug- myndir þjóðarinnar um kon- ungsvald hafa því jafnan verið og em enn tengdar við erlenda yfirdrottnun. — Kon- imgsvald og lýðræði í raun- hæfum skilningi beggja hug- takanna eru í rauninni ósam- rímanleg. í þeim lýðræðislöndum sem enn hafa konung yfir sér, er konungsvaldið ekki annaö en leifar fomra, sumsstaðar æva- fornra, stjórnarhátta, leifar þjóöskipulags sem fyrir löngu er liðið imdir lok. Það er því hverjum manni Ijóst hverjar sögulegar stoðir renna undir það, aö þaö hvarflar naumast að nokkr- um íslending, aö vér tökum upp annað stjórnarform en lýðveldi, þegar vér ráðum sjálfir öllum málum vorum. Alþingi hefur þegar tekið skýra afstöðu til þessa máls, og það alveg einróma. Þaö var gert með hinni einróma samþykkt' Alþingis frá 17. maí 1941, og jafn einróma með stjórnarskrárbreyting- unni frá 1942, sá ágreining- ur, sem var um það mál var annars eölis. . En það eru nú ekki lengur aðeins sögulegar stoðir sem renna undir ákvöröun vora um stofnun lýðveldis. Þó að það stjómskipulag, sem vér höfum búiö við síðan 1940, er vér tókum öll vor mál i eigin hendur, sé að formi til konungsstjórn, þá er það i engu frábrugðið stjórnarfan þeirra lýðvelda, sem algeng- ust eru í Evrópu. Þjóðhöfð- inginn, sem fer með æðsta valdið, er kosinn af fulltrúa- samktmdu þjóðarinnar. Þar sem nú hefur verið horfið að því ráði, samkvæint stjórnarskrárbreytingunni frá 1942, að gera nú engar aörar breytingar á stjórnskipulögum landsins en þær, sem leiða af skilnaðinum við Danmörku og þvi að æðsta valdið er fært inn í landið, veröur samþykkt þessarar stjórnarskrár í raim og veru lítiö annað en staö- festing á „status qíio“, stað- festing þess ástands sem er í stjórnarskipulagslegum efmun. Það er því fjarri því, að nokk- ur skyndileg breyting verði á högum ísiendinga með sam- þykkt þessa frumvarps. En stofnun hins íslenzka lýðveldis er engu að síður stór merkur viðbmður. Réttarstaða íslands er nú endanlega og óafturkallan- lega mörkuö, — öll tvímæli tekin af um réttarstööu Is- lands sem algerlega fullvalda o^ sjálfstæðs ríkis. Þeim þætti í sjálfstæðisbar- áttunni, sem hefur verið megin- þráðurinn í sögu þjóðar vorrar um aldir, baráttan við Dani um stjórnskipulegt frelsi vort, þeim þætti er nú lokið. Og þetta skref, sem vér stígum nú, sá réttur, sem vér tryggjum oss nú, og einmitt það, að vér lát- um ekki dragast að tryggja oss þennan rétt, getur haft ómetan- lega þýðingu fyrir framtíð vora, ómetanlega þýðingu fyrir þá sjálfstæðisbaráttu, sem vér eig- um eftir að heyja, og sem verð- ur háð meðan nokkur gerir til- raun til að traðka á rétti vor- um, sem verður háð meðan yfir gangur, undirokun og hnefa- réttur er enn í gildi í viðskipt- um þjóðanna. 1944 ipun því jafnan verða talið eitt af merkustu ártölum í sögu þjóðarinnar. Verkefnið, sem nú er fram- undan, er að skapa hið nýja þjóðfélag vor íslendinga sem fullvalda þjóðar, í þeim heimi er upp mun rísa eftir stríðið, — og marka stefiiuna með nýrri stjórnarskrá, þar sem öllu voru þjóðskipulagi verður stakkur sniðinn. Þess vegna hefur orðið sam- komulag um að stjórnarskrár. nefnd haldi áfram störfum, þeg- ar skilnaðarmálið er til lykta leitt, og taki stjórnarskrána til gagngerðrar endurskoðunar. Ég held, að enginn ágreiningur sé um það, að þessi gagngera end- urskoðun þarf að fara fram, og það starf beri að hefja nú þeg- ar. Brynjólfur Bjamason En meðal vor íslendinga er djúptækur ágreiningur hvern- ig beri að skipa þjóðmálum vorum, og þess vegna hlýtur líka að verða mjög mikill á- greiningur milli flokka um hina gagngeru endurskoðun stjórn- arskrárinnar. En nú er það svo, að við stofn un hins fullvalda: íslenzka rík- is ríður oss öllu framgr á þjóð- areiningu, — það er næstum því hægt að kveða svo fast að orði, að oss ríði lífið á að vera algerlega einhuga. Þess vegna held ég, að flestir séu nú komnir á þá skoðun, að það sem gert var með stjórnar- skrárákvæðinu 1942, — að tak- marka breytingarnar á stjórnar- skránni nú við það sem leiðir af skilnaði við Danmörku og flutn- ing æðsta valds inn í landið, með öðrum orðum, að útiloka fyrirfram öll þau deilumál, sem ágreiningi gætu valdið —, hafi verið hið eina rétta. En því miður skeði hið ó- vænta, þrátt fyrir alla þessa varúð. Það tókst ekki að úti- loka allan ágreining. Það hafa meira að segja risið upp hávær- ar og heitar deilur um málið, enda þótt andófsflokkurinn hafi verið mjög fámennur. Þessar deilur hafa að vísu aðallega snúizt um það, hvort vér hefðum rétt til að skilja við Dani, án þess að bókstaf sambandslaganna væri fylgt, sem ekki er unnt að gera með- an Danmörk er hernumin. En það hefur einnig verið til ágreiningur um það, hvort vér hefðum rétt til þess að stofna lýðveldi. enda þótt sambandinu við Dani væri slitið, hvort vér hefðum lagalegan og siðferði- lpgan rétt til þess að losna við Danakonung og taka oss inn- lendan þjóðhöfðingja, án þess að Danakonungur afsalaði sér völdum formlega. Ut af þessu er ágreiningur- inn risinn um það, hvort við ættum að ákveðfe tiltekinn gild- istökudag fyrir lýðveldisstjórn- arskrána, eða hvort við ættum að bíða þar til hægt væri að tala við Danakonung. Allir nefndarrnenn (stjórnar- skrárnefndanna) að einum und anskildum (Stefán Jóh. Stef- ánsson) eru á einu máli um það að í þessu efni sé réttur vor al- veg ótvíræður, bæði siðferði- lega og lagalega. Um hinn siðferðilega rétt þarf ekki að fjölyrða. Það ætti ekki að þurfa að segja íslend- ingum, að sem fullvalda þjóð hafi þeir siðferðilegan rétt til þess að taka upp það stjórnar- fyrirkomulag er þeir sjálfir kjósa sér. Um hinn lagalega rétt er það að segja, að bað er skoðun hinna fróðustu manna, að með sambandsslitunum við Dan- mörku sé konungssambandið niðurfallið af sjálfu sér. í áliti stjórnarskrárnefndar. sem allir tólf nefndarmenn hafa undir. skrifað, stendur: „í nefndará- liti meiri hluta fullveldisnefnd- ar Alþingis um sambandslögin 1918 er það tekið fram, að það hafi verið skoðun Dana við samningana 1918, að sambands- slitin hljóti að valda skilnaði, og er án efa átt við konungs- sambandið, þegar þannig er gerður munur á sambandsslit- um og skilnaði“. Enda þótt engu megi breyta frá núgildandi stjórnarskrá öðru en því, að flytja æðsta valdið inn í landið, var óhjá- kvæmilegt að gera nokkrar breytingar á valdsviði þjóðhöfð- ingja. Þegar æðsta valdið er flutt inn í landið, og alveg sérstaklega þegar þjóðhöfðing- mn er kosinn af þjóðinni, þá leiðir það af sjálfu sér, að hann fær raunverulega miklu meira vald en konungur hefði ef vald- ið er formlega hið sama samkv. bókstaf stjlórnskipunarlaganna. Synjunarvald konungs sam- kvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur í reynd orðið form eitt. Síðan 1918 hefur konungur aldrei neitað lögum um stað- festingu. Allt öðru máli hlýtur að gegna þegar slíkt vald er feng- ið í hendur innlendum þjóðhöfð ingja, vald, sem hann fær beint frá þjóðinni, samkvæmt frjálsri ákvörðun þjóðarinnar sjálfrar. Forseti mundi undir öllum kringumstæðum telja sig hafa siðferðilegan rétt til að synja um staðfestingu laga, ef hann teldi það málefnislega rétt og teldi sig hafa málefnalega af- stöðu til þess. Ef synjunarvald forseta væri það sama og synjunarvald kon- ungs, fengi hann raunverulega miklu meira vald en konungur hafði, og vald þingsins yrði skert frá því sem nú er. Þess vegna hefur verið talið nauðsynlegt að breyta ákvæð- inu um synjunarvaldið, þannig að lög öðlist gildi þótt forseti synji þeim um st^ðfestingu, en þá eru þau borin undir þjóðar atkvæði og falla þá úr gildi, ef þeim er synjað. Synjunarvaldið er því með þeim hætti í raun og veru hjá þjóðinni.' Forseti kemur aðeins fram sem umboðs maður þjóðarinnar gagnvart þinginu, og er það í fullu sam- ræmi við það, að harm cr kcs- inn af þjóðinni, fér með um- boð þjóðarinnar. Þetta má telja veigamestu efnisbreytinguna, sem er í til- lögum milliþinganefndarinnar, og á hana var fallizt af stjórn- arskrárnefnd, enda hníga til hennar sterk rök, þegar forseti er þjóðkjörinn. Nú hefur neðri deild gert á þessu nokkra breytingu, sam- kvæmt tillögu frá forsætisráð- herra. Samkvæmt tillögu ráðherr- ans, sem neðri deild samþykkti, skulu lög ekki taka gildi, ef forseti synjar um staðfestingu, fyrr en þau hafa verið sam- þykkt við þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta þýðir að auka mjög vald forseta og draga úr valdi Alþingis. Mörg lög eru þess eðl- is, að þau hafa fyrst og fremst tímabundið gildi, það er hægt að ónýta þau með öllu með því að fresta framkvæmd þeirra. Forseti, er hefði slíkt vald, — vald til að fresta framkvæmd laga um mánaðatímabil — gæti gert stjórn og þingmeiri- hluta, sem hefði þjóðarmeiri- hluta að baki sér, ómögulegt að starfa. Þetta mundi jafngilda algeru persónulegu synjunar- valdi forseta um fjölda mála. Þetta ákvæði, eins og neðri deild samþykkti það, er því í algeru ósamræmi við þá hugs- un, sem vakti fyrir meirihluta stjórnarskrárnefndar, en hún var sú, að löggjafarvaldið skyldi að öllu leyti vera í höndum Al- þingis, nema hvað forseti get- ur gefið út bráðabirgðalög, en synjunarvaldið skyldi aðeins vera hjá þjóðinni, og forseti vera umboðsmaður hennar. ! Meirihluti stjórnarskrárnefnd ' ar leggur því til, að ákvæðun- um um synjunarvald forseta verði aftur breytt í sama horf og gert var ráð fyrir í frum- varpinu eins og það var lagt fyrir þingið. Breytingartillaga frá nefndinni um það liggur nú hér fyrir deildinni, með þeirri einu viðbót að frumvörp skulu lögð fyrir forseta til staðfest- ingar innan tveggja vikna eft- ir að þau eru samþykkt á Al- þingi. (Niðurl. í næsta blaði). Verkamannafélsgið Þróttur heldur horrablót Verkamanriafélagið Þróttur hélt ársskemmtun sína 19. febr. og var það Þorrablót. Var skemmtunin i þrem húsum, Bíó, Alþýðuhúsinu og Hótel Siglunesi. Blótið fór fram í Bíó og var fjölbreytt skemmti- skrá. Formaður féíagsins, Gunnar Jóhannsson, setti skemmtunina með stuttri ræðu, en formaður skemmtinefndarinnar, — Maron Björnsson, kynnti dagskrárliðina. Einsöng sungu þeir Sigurjón Sæ- mundsson og Daníel Þórhallsson, Hlöðver Sigurðsson skólastjóri hélt snjalla ræðu. Erlendur Þorsteins- son las upp, tvöfaldur kvartett und ir stjórn Sigurðar Gunnlaugssonar Framh. á 8 síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.