Þjóðviljinn - 08.03.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.03.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagux 8. marz 1944. IMÓÐVIUINH Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn. Ititstjóri: Sigurðar Guðmundsson. Stjórmnálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavcrðuxtíg 19, sími 218ý. Uitstjómarskrifstofa: Austurstrœti 18, sími 8870. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrceti 17. Askriftarverð: I Eeykjavik og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. „Afl til að þok - frið“ „En þegar því helvaldi er hrundið, sem hélt ekki, og fær ekki grið! Vér biðjum þig, ættmold og ástjörð, um afl til að þola — frið“. Nordahl Grieg. Vér þykjumst sjá bjarma þess dags, er „helvaldinu“, sem níðst hefur á flestu því, sem því var til trúað, verður hrundið. — Dagur friðarins nálgast. En á heimurinn „afl til að þola — frið“? Hinn glæsilegasti meðal norrænna manna, sem lifðu þá tíma, er allir vissu að „helvaldinu“ mundi hrundið, Nordahl Grieg, finnur að hætt er við að jafnvel hans þjóð skorti afl til að þola friðinn. Ugglaust var það margt, sem hann óttaðist, margt, sem hann sá að gat orðið til þess, að friðurinn tapaðist, þó stríðið ynnist. Hann sá í anda böl þjóðahatursins; hann sá þjóðirnar van- rækja margt það, sem sannarlega er undirstaða varanlegs — raun- verulegs friðar. — • En sleppum þessum hugleiðingum og hverfum heldur beint að hinu, hvemig vér íslendingar munum undir það búnir að þola friðinn. Færa friðartímarnir okkur hagsæld og atvinnu fyrir alla? Færa þeir öllum íslendingum sannarlegt frelsi? Færa þeir öllum íslendingum tækifæri til að njóta hæfileika snma og ná þeim þroska, sem einum og sérhverjum er áskapaður? Ef hægt verður að svara öllum þessum spurningum játandi, að stríði loknu, þá höfum vér öðlazt afl til að þola — frið. Ef hinsvegar atvinnuleysi og örbirgð, misskipting auðs og að- stöðu verður ríkjandi ástand að stríðinu loknu, höfum vér ekkert lært og engu gleymt öll þessi ár heiftúðugs hildarleiks. Á íslenzka þjóðin það afl, sem þarf til að skapa réttlátt stétt- laust þjóðfélag, á hún þann siðgæðisþrótt, sem ekki lætur atvinnu- Ieysi viðgangast, og krefst þess að kraftar hvers einstaklings fái notið sín til fulls? Vissulega á hún þetta afl, en það er bundið í viðjar gamalla venja, úreltra hugtaka og hleypidóma. Það þarf að fara vakning um gjörvallt ísland, þjóðin þarf að finna, að henni ber að reisa nýtt þjóðfélag, henni ber að gera betur en tekizt hefui' til þessa. Stjórnarfarslegt sjálfstæði ætlar þjóðin að endurheimta. Það er merkasta ákvörðunin, sem hún hefur tekið öldum saman, þó væri sú ákvörðun ennþá merkari, ef hver einasti íslendingur væri sannarlega frjáls, hefði aðstöðu til að njóta hæfileika sinna til fulls. Þetta er ekki hægt innan auðvaldsþjóðskipulags. Skipulag sósíalismans er skipulag hins sanna frelsis, og skipulag sameignar og samstarfs, gefur hverjum einstakling hið fullkomna frelsi. Ef þjóðin ber ekki gæfu til að hverfa að skipulagsháttum sósíalismans að stríðinu loknu, hefur hana skort afl til að þola friðinn, — þá verður atvinnuleysið aftur hlutskipti mikils hluta verkamanna, þá verður hin svæsnasta landbúnaðarkreppa hlut- skipti bændanna, bá verður réttleysið hlutskipti hins snauða, bæði við sjó og í sveit. © Það er réttmæt krafa til hvers hugsandi manns, að hann geri sér alvarlega grein fyrir hvað hann vill sér og þjóð sinni til hapda að stríðinu loknu. Vill hann endurtékning þess, sem var fyrir stríð, — eða vill hann biðja ættjörð sína og ástmold um afl til að þola — frið? Milliþinganefndin hélt sig ann- ars stranglega innan þeirra tak- marka, sem mörkuð eni með stjórn arskrárbreytingunni frá 1942, og margar af þeim orðalagsbreyting- um, sem stjórnarskrárnefndirnar leggja til, eru til að sýna enn mciri varúð í þessu efni. Hinsvegar taldi nefndin sér heim ilt að gera hvaða tillögur sem henni þótti henta bezt um fyrirkomulag æðsta valdsins, eftir að það er flutt inn í landið, því að það eru breyt- ingar, sem beinlínis leiða af flutn- ingi þessa valds inn í landið. Ég ætla aðeins að drepa á helztu breytingartillögurnar. Langveigamesta breytingin, sem gerð hefur verið samkvæint tillög- um stjórnarskrárnefnda, er sú, að forseti skuli vera kjörinn af þjóð- inni en ekki þinginu. Méirihluti milliþinganefndarinn- ar lagði til, að forseti yrði þing- kjörinn. en minnihlutinn, að hann yrði þjóðkjörinn. Þetta var eina atriðið, sem máli skipti, *þar sem nefndarmennirnir í milliþinganefndum töldu sig hafa óbundnar Iiendur. Annars skrifuðu l>eir allir undir nefndarálitið fyrir- varalaust, og talið víst, að þeir stæðu allir saman um framgang frumv., eins og þeir gengu frá því, með þeim breytingum í minni háttar atriðum. sem samkomulag yrði um. Hins vegar voru þeir ein- huga um, að standa óskiptir að frumvarpinu, hvort sem yrði ofan á í þinginu að forseti yrði þjóð- kjörinn eða þingkjörinn. Umræður þær. sem orðið hafa um frumvarpið meðal þjóðarinn- ar, virtust allar benda eindregið í þá átt, að meirihluti íslendinga vildi, að forseti þeirra yrði kosinn af þjóðinni. Og i stjórnarskrár- nefnd varð það ofan á, að nefndin legði einróma til, að forsetinn verði þjóðkjörinn. • Um þetta atriði er nú enginn á- greiningur lengur. og má það telj- ast fagnaðarefni að menn hafa ekki gert þetta að ágreiningsatriði, — allir hafa verið sammála um, að virða þjóðarviljann. þrátt fyrir misí munandi skoðanir áður. Rökin, sem að því hníga, að forseti sé þjóðkjörinn, tel ég vera fyrst og fremst þessi: Forseti á, eðli málsins sam- kvæmt, að fara með umboð þjóð- arinnar beint, en ekki þingsins. — Það mætti telja óéðlilegt. að for- seti hefði synjunarvald gagnvart þinginu, en færi þó með umboð þingsins. j En ef forseti þingsins hefði ekki I synjunarvald eða gæti ekki skír- ! skotað til þjóðarinnar, verður ekki ! séð að nauðsvn beri til að hafa sér- i stakan forseta. Það virðist þá vera .einfaklast að forsætisráðherra færi með æðsta valdið og undirskrifaði lög frá Al- Iþingi, eins og tíðkast í sumum nú- Itíma lýðveldum. I í sjálfu stjórnarskrárfrumvarp- inu er það eitt tekið fram um kjör forseta, að forsetaefni skuli hafa meðmæli 1500—3000 kjósenda, og að sá skuli talinn rétt kjörinn, sem hlýtur flest atkvæði. Um þetta síðasta atriði voru nokkuð skiptar skoðanir í nefnd- inni. Með þessu fyrirkomulagi er hugsanlegt, að forseti hafi minni- hluta þjóðarinnar á bak við sig. En um þetta var samt ekki gerður ágreiningur. Meirihluti nefndarinn- ar leggur til, að þessi háttur sé á hafður í trausti þess, að menn sam einist svo um forsetaefni, að sá, sem kosiningu hlýtur, hafi jafnan mikinn þorra kjósenda að baki sér. Þá er það ákvæði, að þingið skuli kjósa forseta í fyrsta skipti, og kjörtímabil hans ná til 31. júlí 1945. Það mætti spyrja, hver nauðsyn væri til að þingið kjósi forseta til svo langs tíma. Vitaskuld mætti hafa frestinn styttri. En nefndin taldi samt sem áður réttara að hafa frestinn svona langan, og það frá því sjónarmiði, að þjóðin fengi rúman tíma til þess að búa sig und- ir forsetakjör, til þess að þjóðin fengi sem bezt tækifæri til þess ííð nota réttinn og vanda valið á hinum fyrsta þjóðkjörna forseta. Þá kem ég að ágreiningsatrið- inu, eina ágreiningsatriðinu, sem máli skiptir, og sem ég tel vera eina meginbreytinguna — og ör- lagarikustu breytinguna —y sem neðrideild hefur gert á frumvarpi milliþinganefndar. Sámkvæmt frumvarpi milliþinga nefndar skyldi stjórnarskráin taka gildi 17. júní 1944, en samkvæmt frumvarpinu eins og neðri deild gekk frá því, skal hún taka gildi þegar Alþingi samþykkir. Um þetta atriði tala ég ekki fyr- ir hönd stjórnarskrárnefndar allr- ar, heldur frá sjónarmiði minni- hlutáns, sem er 2. þm. Reykvík- inga (Einar Olgeirsson) og ég. Mál þetta er orðið þaulrætt, og litlar vonir til þess að frekari um- ræður um það í þessari deild breyti neinu þar um. Meirihluti stjórnar- skrárnefndar hefur samþykkt þessa breytingu til samkomulags við Al- einu móti hafi verið hægt að tryggja það, að skilnaðartillagan og lýðveldisstjórnarskráin yrðu sam- þykkt einróma af Alþingi. Ilins vegar lýsa Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmenn því yfir, að þeir séu eftjr sem áður ráðnir í að fylgja því. að stjórnarskráin taki gildi 17. júní. Ef um citthvað annað og minna mál væri að ræða. myndi ég f.yrir mitt leyti ekki hika við að taka þessa áhættu, hvað sem því hður að hátíðlegar yfirlýsingar stjórn- málaflokka eru eins og hver önnur mannaverk, eins og dæmin sanna. En þegar um þetta mál er að ræða, get ég ekki varið það fyrir samvizku minni, að taka nokkra áhættu, ef ekki ber brýn nauð- syn til. Menn getur greint á um það, hvort áhættan sé mikil eða lítil, en hinu getur enginn neitað, að mcð því að taka gildistökudaginn út úr stjórnarskrárfrumvarpinu er málinu stefnt í meiri tvísýnu en áður. Og í þessu máli skulum vér fyrir alla muni vera hreinskilnir, og ekki láta leiðast út á glapstigu hæpinna fullyrðinga. Engirin má skilja orð mín svo, að ég sé með neinar getsakir í garð nágrannaþjóða vorra, sem vér eigum vinsamlegt samband við. En það er staðreynd, að til eru öfl, bæði utan lands og innan, sem munu róa að því öllum árum, að rnálinu verði enn frestað, og hik Alþingis í þessu máli, hik Alþingis við að ákveða þann gildistökudag, sem yfirgnæfandi meirihluti þings- ins hafði áður kornið sér saman um og bundizt samtökum um, hlýtur að gefa. slíkum öflum byr undir báða vængi. Það eru einnig önnur sterk rök, sem mæla á móti því, að gildistöku- dagurinn sé ekki ákveðinn í frum- varpi því, sem borið er undir at- kvæði þjóðarinnar. Þjóðinni er ekki gefinn koStur á að skera úr því með atkvæði sínu, hvenær stjórnarskráin skuli taka gildi. Með öðrum orðum — þjóðaratkvæðagreiðslan sker ekki úr um það atriði, sem mest er um deilt. Alþingi getur ekki skírskot- að til ótvíræðs vilja þjóðarinnar, þegar það ákveður gildistökudag- inn. Það er augljóst, að þetta gerir málstað vorn veikari en ella. Því er að vísu haldið fram, að þjóðin liafi falið Alþingi að ákveða gildistökudaginn í fullri vitund þess, að meirihluti þess muni á- kveða 17. júni. En þeir sem á ann- að borð véfengja rétt vorn, munu ekki taka tillit til slíkra afsakana. Á það mun bent, sem ekki verður mótmælt, að þeir þingmenn, sem þetta er gert til samkomulags við, hafi lýst því yfir, að þeir vilji ekki ákveða gildistökudaginn, af því að þeir vilja fresta stofnun lýðveldis- ins þar til hægt er að tala við kon- ung. Og með þessum fyrirvara hvetja þeir þjóðina til að greiða at- kvæði með lýðveldisstjórnar- skránni. Hver er kominn til með að segja, hve margir kjósendur hafa greitt stjórnarskránni atkvæði með þess- um fyrirvara? Meirihluti stjórnarskrárnefndar styður afstöðu sina með því, að með þessu eina móti hafi verið hægt að skapa algera einingu urn málið, bæði á þingi og með þjóð- inni. Ég og 2. þm. Reykyíkinga (E. O.) og þeir þingmenn, sem okkur eru sammála, lítum alltöðrum aug- um á þetta. Um skilnaðartillöguna var eng- inn ágreiningur, eftir að samkomu- lag varð um að atkv.greiðslan færi ekki fram fyrr en eítir 19. mai. Hún myndi því hafa verið samþykkt einróma nú á þessu þingi, því hitt tel ég alveg fráleitt, að nokkur þingmaður hefði farið að greiða at- kvæði á móti skilnaðartillögunni þýðuflokkinn. og telur, að með því vegna ágreinings um þetta eina atriði stjórnarskrárinnar. Ég get heldur ekki skilið ann- að, en að stjórnarskrárfrumvarpið hefði verið samþykkt einróma, enda þótt gildistökudagurinn hefði verið ákveðinn 17. júní. Ef þing- menn Alþýðuflokksins taka alvar- lega þá yfirlýsingu annarra flokka, að stjórnarskráin skuli samt sem áður taka gildi þennan dag, gat það ekki skipt neinu höfuðmáli frá þeirra sjónarmiði, hvort þetta var í frumvarpinu eða ekki. Eina skýr- ingin á því, að þingmenn Alþýðu- flokksins láta það ráða úrslitun- um um afstöðu sína, að 17. júní sé tekinn út úr frumvarpinu, er sú, að þeir hafi sterkar vonir um, að gild- istökunni verði raunverulega frest- að. — Um það má lengi deila, hvort með þessum hætti. með samkomu- laginu við þingmenn Alþýðuflokks- ins, sé sköpuð meiri eining meðal þjóðarinnar. Margir halda því fram, að ein- ingin meðal þjóðarinnar verði minni, áhuginn dvíni, þátttakan í atkvæðagreiðslunni geti orðið minni en ella. Um þetta má deila. En hitt er staðreynd, að eining þingsins er engan veginn tryggð með því að hverfa að ráði meiri- hluta stjórnarskrárnefndar, því að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni hafa þingmenn Alþýðuflokksins ó- óbundnar hendur að greiða atkv. bæði gegn skilnaðartillögunni og gildistö'ku stjórnarskrárinnar. Það er einlæg von mín, og ég vildi ég mætti segja einlæg von vor allra, að beygur manna við mögu- leika þá, sem skapazt hafa til frek- ari frests í málinu, reynist með öllu ástæðulaus, og hið íslenzka lýðveldi verði stofnað eigi síðar en 17. júní 1944, að þingið allt og þjóðin öll standa að þeirri ákvörð- un. — Megi gifta þjóðarinnar verða svo mikil, að hún verði algerlega ein- huga, er hún stígur lokaskrefið i hinni löngu og erfiðu baráttu sinni fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði. — Vér vonum, að hamingjan gefi, að vér stöndum sem einn maður um að hvika hvergi upp frá þessu með- an kostur er, hvað sem að höndum kann að bera. Alþýðublaðið og Dagsbrðn Framh. af 2. síðu. 18. febrúar: Frásögn um af- greiöslu Dagsbrúnardeilunnar í bæjarstjóm. Lítilsháttar um- sögn. 19. febrúar: Frásögn um verkfallstilkynningu. í dálkinum „Hvaö segja hin blöðin“, eru birtir langir kafl- ar úr svæsnum árásargrein- um Vísis og Mbl. um verkfalls veröi Dagsbrúnar cg sagt, aö tilkynningin um eftirlitsliöiö hafi „vakið mikla athygli og þegar sætt alvarlegri gagn- rýni í sumum blööum höfuö- staöarins". Síöan lætur Alþbl. þessa at- hugasemd fylgja, og er les- andinn beöinn aö íhuga hana vandiega: „Þaö kemur náttúr- lega engum á óvart, þótt Vís- ir og Mbl. grípi þessa liösöfn- un Dagsbrúnarstjórnarinnar fegins hendi til þess aö gera málstað verkamanna tor- tryggilegan 1 þeirri vinnu- deilu, sem nú stendur yfir, f?nda sannast að segja mikill vafi, aö verkamönnum hafi veriö gerður nokkur greiöi meö henni*. 20. febrúar: Frásögn um við ræður sáttasemjara og ríkis- stjórnar við deiluaöila. Frásögn af Dagsbrúnarfund inum kvöldiö áöur. Frá eigin brjósti lætur baráttublaöiö sér nægja þessi orö: „Ríkti mikill einhugnr á fundinum“. Þannig var hin frækiiega aöstoð, sem Alþbl. veitti verka mönnum Reykjavíkur í einni hinni örlagaríkustu og sér- stæöustu deilu sem þeir hafa átt í. Ósjálfrátt hlýtur maöur að spyrja: Hver hefði aðstaöa Dagsbrúnar veriö, heföu verkamenn þurft að vera upp á þetta blaö komnir gagnvart sæg af óvinveittum blööum? Viö Dagsbrúnarmenn eig- um ýmislegt vantalaö við Al- þýöublaðiö, þótt því veröi ekki hreyft í þetta sinn. En við höfum mikið lært a: framkomu þess í nýafstaðinni deilu. Hún hefur sýnt, aö AlþýÖu- blaöið er ekki málgagn verka- manna. \ Hún hefur sýnt, aö í afstööu sinni til stærstu hagsmuna- mála verkaiýösins, ber þaö kápuna á báöum öxlum og er reiöubúiö til svika við málstað hans. Hún hefur staðfest þá reynslu, aö Alþýöublaöið og foringjar Alþýöufiokksins eru dulbúnir bándamenn atvinnu- rekenda og aö áhrif þeirra i verklýöshreyfingunni veröa aö þurrkast út með öllu. Og af þessum ástæöum má Alþýðublaðið ekki veröa higíra 'á því, þótt Dagsbrún og verka- j lýöshreyfingin í heild muni í !'framtíöinni eins og hin síð- ;ustu ár halda striki sínu án Iðja eignast nýjan fðna Síðastliðinn laugardag afhenti Snorri Jónsson vei’ksmiðju- eigandi, Iðju, félagi verksmiðjufólks, nýjan fána að gjöf. Fáninn er hinn vandaðasti og einn hinn fegursti, er verka- lýðsfélögin eiga. LTm leið og Snorri afhenti fán- ann flutti hann stutt ávarp, þar sem hann árnaði Iðju allra heilla í starfi hennar fyrir stéttina. Björn Bjarnason, formaður Iðju, þakkaði fyrir hönd félagsins. — Kvaðst hann vonast til þess, að undir þessum fána myndi Iðja halda áfram að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og sækja fram til aukinna réttinda, og jafn- framt myndi það takast, að skapa hér á landi iðnaðarstétt, sem á all- an hátt stæði jafnfætis iðnaðarstétt um í öðrum löndum heims. Á fánann eru letruð orðin: MINNING SKÚLA HEFJ- IST HÁTT. Frú Unnur Oláfsdóttir saumaði fánann, en teikningu að fánanum gerði Tryggvi Magnússon. Iðjufáninn nýi. — Gefandi fánans til vinstri. KtttMMnr ðliruaA ita- m: Euríisl nílaruílst frá n. Uld tll uurra daoa Hjörvarður Ámason, hinn kunni vesturíslenzki listfræðing- ur, er nú dvelur hér í þjónustu ameríska hersins, ætlar að halda hér nokkra háskólafyrirlestra um evrópska málaralist frá 14. öld til vorra daga, og verður fyrsti fyrirlesturinn á föstu- daginn kemur. Fyrirlestrar hans um evrópska málaralist verða 3, en síðar hefur hann í hyggju að halda fyrirlestur um nútíma málaralist. Fyrsti fyrirlesturinn, sem verð- ur á föstudagskvöldið kemur, fjall- arum endurreisnarstefnuna og baroquejsmann. Næsti fyrirlestur hans, sem verð- ur þriðjudaginn 14. þ. m., fjallar hins minnsta tillits til þess, hvort Alþbl. er meö eða móti eöa „hlutlaust“ eins og í ný- afstaöinni deilu. Handjárn Alþýöuflokksins á íslenzkri verklýðshreyfingu hafa einu sinni veriö brotin j af verkamönnmn sjálfum, og þau veröa ekki aftur á sett, meöan samtök verkamanna eru frjáls. E. Þ. um rococo-stefnuna, romantisku- stefnuna og klassisku stefnuna. Þriðji fyrirlesturinn verður flutt- ur fimmtudaginn 10. þ. m. og fjall- ar hann um impressionismann og post-impressionismann. Þá hefur hann í hyggju að flytja síðar fyrirlestur um nútíma mál- aralist og e t. v urn íslenzká mál- aralist. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ís lenzku og verða sýndar skugga- myndir í sambandi við þá. Þeir verðá fluttir í hátíðasal Háskólans og hefjast öll kvöldin kl. 8%. Aðgangur er öllum heimill. Seint í marz s. 1. vetri flutti hann 3 háskólafyrirlestra um málaralist. í Evrópu, er vöktu mikla athygli. Ættu bæjarbúar að nota þetta tækifæri til þess að hlusta á fyrir- lestra Hjörvarðar, sem mun vera einn hinn gágnmenntaðasti maður í þessari listgrein. 'vliovikudagur 8. marz 1944. — ÞJÓÐVILJINN Verður Wanda Wassilevsku boðið sæli í pólsku stjórninni í London? Bandarísk blöð hafa það til siðs að skrifa léttúðugt um alls hluti, og tekst oft með því að ná fjörugum og læsilegum blæ á fréttir og greinar. Og þó heimildameðferð sé stundum álíka léttúðug og tónninn, slæðist venjulega eitthvað fréttnæmt með. Eftirfarandi grein úr hinu erkiafturhaldssama tímariti „Time“ frá 21. febrúar s. 1. um Póllandsmálin, er gott dæmi um slíkar greinar. „Stjórnmálasókn Rússa gegn pólsku stjórninni í London eykst að þunga og hraða. Bretar leggja sig í framkróka til að finna viðunanlega málamiðlun. Samband pólskra ættjarðarvina í Moskva myndaði þjóðnefnd í Póllandi, sem gæti orðið pólsk ríkisstjórn, viðurkennd af Moskva. Hvað Rússa snerti, væri málið þá leyst. En Bretland og Bandaríkin yrðu þá að ákveða hvað gera ætti við pólsku stjórnina í London, sem þeir hafa skýlt og viðurkennt frá byrjun stríðsins. En vandræði Bandaríkjanna og Bretlands í þessu máli létu Rússar sér í léttu rúmi liggja. Trúlegt er, að Alexander Kornei- súk, hinn nýi utanríkisþjóðfulltrúi Úkraínu. fái pólska landa- mæramálið til meðferðar. Kona hans, Wanda Wassilevska, er leiðtogi Sambands pólskra ættjarðarvina. Moskvaútvarpið skýrði svo frá, að fyrsta verk hennar sem forseta Sambandsins hefði verið myndun pólsku þjóðnefndarinnar, sem skipuð er fulltrú- um „pólskra bænda-, sósíalista- og verkamannaflokka“, og öðr- um „lýðræðis- og þjóðfrelsisöflum“. Pólverjarnir í London kom- ust í þá stórhættu, að þeim yrði vikið til hliðar með samkomu- lagi þeiri’a hjónanna. Tilraunir Breta að finna lausn framleiddu þrennt: 1) Bréf frá Churchill forsætisráðherra til Stalíns forsætisráðherra, 2) Svar frá Stalín til Churchills, sem sagt er að hafi sýnt festu og eindregna afstöðu, en ekki óvingjarnlega, 3) Bann á pólska blað- inu Wiadomoskí Polskie, sem hafði sagt sitthvað ljótt um Sovét- ríkin. * Eitthvað úr bréfi Stalíns, ef ekki bréfið allt, á að hafa ver- ið birt pólsku stjórninni. Samstilltar árásir Pravda, Ísvestía og Krasnaja Svesda gáfu í skyn efni þess. Pravda sagði m. a. „Pólska flóttamannastjórnin lifir í fasistískum blekkingaheimi .... hefur algerlega slitið öllu sambandi við pólsku þjóðina“. Það hafði sýnilega engin breyting orðið á afstöðu Rússa. 1 fyrsta lagi: Þeir semja ekki við pólsku stjórnina í London, og í öðru lagi: Cur- zonlínan er ófrávíkjanleg krafa um landamæri. Ekki er þó talið alveg óhugsandi, að samkomulagsumleitan- ir haldi áfram. Bretar hafa hvatt Pólverja til að senda Rússum nýja orðsendingu, þar sem boðið væri að leggja Curzonlínuna til grundvallar samningum. Sagt er, að hinir frjálslyndari ráfr- herrar pólsku stjórnarinnar séu farnir að gefa konu Korneisúks þjóðfulltrúa hýrt auga. Og það ótrúlega gæti skeð, að hinir frjálslyndari útlægu Pólverjar kynnu að bjóða Wassilevsku sæti í ríkisstjórninni“. Wanda Wassileúska er pólsk skáldkona, sem hefur síðustu árin látið stjórnmál mjög til sín taka. Skáldsaga hennar ..Regn- bogi“, sem hlaut Stalínverðlaunin fyrir skáldsögur árið sem leið, er væntanleg á íslenzku innan skamms, í þýðingu Helga Sæ- mundssonar, blaðamanns við 'Alþýðublaðið. Fréttir af Isiendingum í Danmörku Þjóðviljanum hefur borizt eftir- farandi frétt, ■scm utanríkisráðu- neytinu var send frá sendiráði ís- lands í Kaup mannahöfn: Eftirtaldir Islendingar hafa lok- ið fidlnaðarprófi í námsgreinum sínum: Ingvar Ingvarsson í rafmagnsfr. Gunnar Tómasson í verkfræði. Þorvaldur J. Júlíusson í hagfr. Gunnlaugur Pálsson,, húsameist- arapróf frá Listaháskólanuni. Páll Pálsson í dýralæknisfræði (á þó eftir hálfs árs varðstofu- starf). Jón Eiríksson læknir tekur nú þátt í námsskeiði fyrir embættis- lækna og mun ekki hafa nein lækn- isstörf á hendi fyrst um sinn. t októbermánuði s. 1. var Jón Ilelgason prófessor kosinn deildar- stjóri heimspekideildar Hafnarhá- skóla. Jón Stefánsson málari heíur hald ið sýningu á málverkum sinum. Seldi hann nokkur málverk, eitt' þeirra kennslumálaráðuneytinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.