Þjóðviljinn - 10.03.1944, Side 2
ÞJÓÐVILJINIt
*
Föstudagur 10. marz 1944
Ríkið hefur borgað 700
þúsund krónur fyrir smjör
ið sem við fengum ekki
Við Reykvíkingar höfum haft
lítið af sm.iöri að segja síðasta árið.
Það má heita að |)á vöru höfum
.við ekki séð, að minnsta kosti ekki
við þessir óbreyttu Reykvíkingar,
en hvort ;i,ð hér kann að leynast
einhver æðri tegund Reykvíkinga,
sem fengið hafa allt smjörið á sitt
borð, skal ósagt látið.
En hvað sem þessu líður, þá er
það staðreynd. að ríkissjóður hef-
ur borgað 700 þús. krónur til að
lækka verð á smjqrinu,’sem við
ekki fengum árið 1943. Stjórnin
hugsar víst sem svo, að það sé þó
alltaf betra fyrir okkur að borga
þessi 700 þús. í sköttum, til að
lækka smjörverðið,, heldur en að
eiga á hættu að við gleymum að
til sé vara, sem heitir smjör.
Það er dásamleg stjórn, sem við
höfum, en líklega er þó Vilhjálmur
Þór dásamlegastur allra ráðherr-
anna. Hver skyldi hafa fundið upp-
þetta furðuverk með smjörið ef
ekki hefði verið Vilhjálmur Þór?
Bændur og verkamenn
Bændur og verkamenn eiga sam-
leið í baráttunni fyrir bættum kjor-
urn og betra þjóðfélagi. Þessa stað-
reynd. hefur Sósíalistaflokkurinn
rcynt að skýra fyrir þjóðinni. og
fleiri og fleiri eru þeir, sem verður
hún Jjós.
En fyrsta sporið, sem stíga þarf
til samstarfs, er að koma á, og efla,
gagnkvæmri k.ynningu, því grund-
völlur skilnings og þekkingar er
kynning, en samstarfið verður að
byggjast á skilningi og þekkingu
hvors aðija um sig á kjörum, þjóð-
félagsaðstöðu og hugsunarhætti
hins. Sósíalistaflokkurinn gefur út
lítið blað, Nýja tímann, sem eink-
um fjallar um málefni bænda.
Gunnar Benediktsson er ritstjóri
þess. Með Gunnari og bændunum
hefur tekizt hið bezta samstarf, svo
að mjög mikið af því lesmáli sem
„Nýi tíminn" flytur, er skrifað af
bænflum. Þeir senda blaðinu nú
mikinn fjölda greina og bréfa, til
ómetanlegs gagns fyrir þáð og
flokkinn Nýi tíminn sýnir því
hvernig róttækir bændur hugsa og
skrifa, einmitt þess vegna ættu
verkamenn að kaupa blaðið, það
kostar aðeins 10 kr. á ári; afgreiðsl-
an er á Skólavörðustíg 19.
Lestrarkunnáttan fyrr
og nú.
Eins og kunnugt er var það al-
mennur þjóðarsiður á landi hér,
að lesa húslestur. Fyrst og fremst
kvöldlestra frá veturnóttum til
páska og einnig alla sunnudaga.
Allt eldra fólk inan svo vel þessa
húslestra, að þeim þarf ekki að
lýsa. Þessi siður, að lesa húslestra,
er nú með öllu niður lagður, ásamt
sögulestri og rímnakveðskap á
kvöldvökum. Nýi tíminn hefur út-
rýmt öllu slíku, innleitt annað í
staðinn svo sem útvarp, og ráp á
götum úti og m. fl. sem sjálfsagt
gefur lífinu og allri tilveru meira
varanlegt gildi en vera hlustandi
á húslestur og og sögulestur heima
í gömlu baðstofunum.
Það er fjarri mér að gjöra lítið
úr hinum nýja tíma. Mér er það
mjög vel Ijóst^hversu miklu betra
það er að vera til nú, en fyrr á ár-
um og öldum, hverstt Iífsbaráttan
var þá harðari og strangari en nú,
slíkt þolir engan samanburð.
En gamli tíminn hafði einnig
margt gott að bjóða. Sá kostur
fylgdi tíl dæmis húslestrum og
sögulestri að ;i hverju heimili var
lil góður lesari eða lésarar. Þessum
lestri f.ylgdi sá métnaður að lesa
vel og skörulegá, annao þótti ekki
viðhlítandi. Og það var altítt að
þeir sem lásu húslestur stældu
lestrarlag presta sinna, ef þeir
fluttu fallega ræður sínar. Einnig
fvlgdi sá kostur sögulestri, að efni
sagnanna varð umræðuefni fólks-
ins sem á hlustaði og efnið krufið
. til mergjar eftir því sem — andleg
— efni stóðu til.
Það var einnig almennur þjóðar-
siður, að þakka fyrir lesturinn að
honum loknum.
Ef gest bar að garði þegar stóð
yfir húslestur, var hann að vísu
leiddur til baðstofu og vísað — ef
til vildi til óæðri bekkjar — þar
til lestri var lokið, þá þakkaði gcst-
urinn fvrir lesturinn eins og aðrir
áheyrendur, og týk þar næst til
að heilsa fólkinu annað hvort með
kossi eða handabandi, eftir því
hvað gesturinn var nákóminn
heimilisfójkinu.
Líklega væri það talin hrein og
klár fjarstæða ef því væri haldið
fram, að fólkinu hefði hrakað í
lestrarkunnáttu, eða metnaði þess
hefði aftur farið í þeirri íþrótt á
þessari öld íþróttanna, líklega yrði
því kvæði að venda í kross ef vel
ætti að fara. Samt dettur mér oft
þessi skratti í hug,.þegar ég heyri
ungt fólk lesa. Ileyri það liþkta
næstum á hverju orði, Icsa — ef
lestur skyldi kallast — ekki eftir
neinum lestrarmerkjum, svo að allt
efnið verður að cinni óskiljanlegri
suðu, h’ósta og feimni, eða augljósri
fákunnáttu.
Nýlega heyrði ég ungan mann
óg efnilegan lesa nokkrar línur úr
blaðagrein svo illa í alla staði að
ég er óviss um að nokkrir af áheyr-
endum hafi skilið það sem hann
las. Ég er óviss -um að hann hefði
verið skrifaður fulllæs við húsvitj-
un í mínu ungdæmi.
Lestur íslendingasagna
En ég er nú kominn út fyrir efnið.
Ég ætlaði með línum þessum að
þakka fyrir lesturinn alveg eins og
í ganila daga, þakka dr. Einari Öl.
Sveinssyni fyrir lestur „íslend-
ingasagna“, fyrir upplestur hans
úr Njálu, lestur hans er svo dá-
samlegur að þar held ég fáir jafn-
ist við. Viðburðir þeir, er Njála
skýrir frá, gjörðust margir í mínu
æsku- og uppvaxtarhéraði og hefúr
því Njála verið mér einskonar
helgidómur alla ævi, ég hef því ■
ótal sinnum lesið hana og heyrt
lesna. Ég hef einn mann heyrt lesa
kafla úr henni nierri því eins vel
og dr. Einar Ól. Sveinsson. Það
var séra Gísli heitinn Skúlason á
Stóra-Hrauni. Að ég heyrði upp-
lestur hans orsakaðist þannig: Séra
Gísli var að jarða mann austur í
Gaulverjabæ. Ég var þar einnig og
Gísli Pálsson organisti í Ilaftúni
á Stokkseyri. En af því að þessi
„þrenning“ átti nú samleið heim
að kvöldi eftir jarðarförina, þótti
sjálfsagt að við yrðum samferða.
Þetta var um haust og kvöld kom-
ið, og er við vorum komnir nokk-
uð á leið komst eitthvert atriði úr
Njálu inn í samtalið, og var þá
ekki að sökum að spyrja að séra
Gísli tók að lesa Njálu (vitanlega
utanbókar) orðrétt, og hélt þeim
lestri áfram út að Stokkseyri, þar
til umferðin í þorpinu truflaði svo
lesturinn, að hann varð að hætta.
En við Gísli Pálsson vorum j)ög-
ulir áheyrendur meðan á lestrin-
um stóð.
Ég hygg að séra Gísli Skúlason
hafi alveg kunnað Njálu spjald-
Fpamhald á 8. síðu
Har^ídutr Gfiðmnedssois:
Á sama tfma og smálestatali þrítagfaldast á Akranesi og sjötag-
faldast í Vestmannaeyjum minnkar bén á íssfiröi
Fyrir nokkrum dögum birti Þjóðviljinn viðtal við Harald
Guðmundsson, bæjarfulltrúa Sósíalistaflokksins á ísafirði.
Varðandi frekari upplýsingar um ásigkomulag útgerðarinn-
ar á ísafirði, vísaði hann til greinar í Baldri, blaði ísfirzkra sós-
íalista, sem kom út 28. jan. s.l.
Þjóðviljinn birti nú þessa grein, en hún gefur þær athyglis-
J verðu upplýsingar, að árið 1900 hafi tala íbúa á ísafirði, miðað
skip sem búið var að selja og
flytja burtu, er nemi ca. 210
smál.
Allt atvinnulíf bæjarins var
með þessum eftirminnilegu að
gerðum afturhaldsins lagt að
mestu í auðn, einkum fyrin
það, að’ beztu skipin fóru, en
við smálest verið 2.27 en s.l. ár 4.15.
Árið 1900 voru 19 skip á ísafirði, s.l. ár voru þau 20, eða
einu fleiri. Smálestatala ísfirzks skipastóls hefur á 43 árum auk-
ist um 226 smál., úr 470 í 696. Árið 1925 var smálestatalan komin
upp í 1030 og hefur því minnkað síðan um ca. hálft fjórða hundr-
ftð smálesta.
Á árunum 1915—1943 hefur smálestatalan þrítugfaldast á
Akranesi og næstum sjötugfaldast í Vestmannaeyjum, og Kefla-
vík, sem átti engan skipastól 1915, er nú hærri að smálestatölu
en ísafjörður.
Grein Haraldar Guðmundssonar fer hér á eftir:
ísafjarðarkapstaður hefur
ávallt byggt vöxt sinn og við-
gang á sjávarútvegi. Grund-
vallaratriðið fyrir samfelidri
þróun og styrkleika ísafjarð-
ar, eins og allra annara út-
vegsbæja á landinu, er því
það, að ávallt sé búsettur og
starfræktur í bænum, nægur
og góður skipastóll, sem jafn-
an sé í öruggu stærðarhlut-
falli við atvinnuþörf og íbúa-
tölu bæjarins.
skulum nú í stórum
ártaí íbúar . tala
1900 1067
1915 1744
1925 2224
1940 2812
1943 2885
Viö fljóta athugun sést aö
bærinn er langtum ver settur
með skipastól nú, 1943, en um
aldamót, þó er þess aö gæta
að mismunurinn er meiri en
dráttum athuga, hvernig út-
vegsmálum" ísafjaröar hefur
verið háttað þau 43 ár sem liö
in eru af þessari öld.
Aldamótaáriö (1900) var
Isafj. 3. stærsti útvegsbær
landsins, enda vagga íslenzkr-
ar þilskipaútgerðar.
Eftirfarandi tafla sýnir hlul
falliö. milli íbúatölu bæjarins
og brúttó smálestatölu skipa
(yfir 10 smál.) árin 1900 —
1915 — 1925 — 1940 — 1043:
samtals íbúar mibað
skipa smál. við smál
19 . 470 2,27
23 , 810 2,25
24 1030 2,2
25 1017 2,"7 6
20 696 4.15
um land, þar á meðal Akra-
nesi, Vestmannaeyjum og
Keflavík. 1915 er íbútala þess
ara bæja frá 5 til 14 hundruð,
og skip sem hér segir:
hin urðu eftir. Endirinn varð
því sá, að þeir bæjarbúar, sem
þess voru umkomnir, uröu að
leita sér atvinnu í önnur ner*
uð, einkum suður á land. En
þaö nægði eigi til þess að
bæta áð neinu verulegu gagni
úr þeim atvinnuþrengingum^
sem hér ríktu. Bæjarbúum
var það því fyllilega ljóst, aö
úr þessu ástandi yröi því að-
eins bætt, aö skipastóll bæj-
arins yrði aukinn áð veruleg-
um mun.
Samvinnufélag Isfirðinga, varð
ávöxtur þessara skoðana bæjar
búa. Og var það stofnað fyrir
atbeina ýmissa forustumanna AI
þýðuflokksins. Fyrstu bátar S.
í. komu um áramótin 1928—9.
Með komu þeirra var veitt nýju
blóði í hið aðþrengda atvinnu-
líf bæjarins. Eftir þetta fór
svo skipastóllinn smá vaxandi,
þar til í árslok 1940, en þá skortí
nokkuð á að hann næði þvi
stærðarhlutfalli, miðað við tölu
bæjarbúa, sem hann hafði áður
náð. (Samb. töfluna hér að
framan).
í árslok 1940 hafði Alþýðu-
flokkurinn farið með meiri-
hlutavald í bæjarstjórn ísa-
fjarðar í nærfelt tvo tugi ára,
hann var og méstu ráðandi í
útvegsmálum bæjarins. Honum
hlaut því að vera sérstak-
lega kunnugt, hver nauðsyn var
á því að auka skipastól bæjar-
ins.
taflan sýnir, þar sem aöeins
eru talin þiiskipin, sem aðeins
voru gerð út vor og sumur, en
öllum smærri, t. d. áraskipum,
sem notuð voru haust óg vet-
ur, sleppt. Þetta atriði gerir
skipastóll ársins 1943 ennþá
ósambærilegri við skipastól
bæjarins um aldamót, einkum
þegar þess er gætt, að skipa-
stóilinn 1943 er aö mestu starf
ræktur allan ársins hring.
Á tímabilinu frá 1900 til 1915
uröu víðtækar breytingar og
þróun á útvegsmálum lands-
manna.
Véltæknin var tekin í þarfir
útvegsins. Fiskibátarnir stækk
aðir, og þar með auknir mögu
leikar útvegsins tii þess að
nýta betur en áður hin feng-
sælu fiskimið við strendur
landsins.
Á þessu tímabili var því
lagður grundvöllur að ýms-
um útvegsbæjum víðsvegar
Akranesi 2 samt. 33 smál.
Vestm.eyjar 2 samt 32 smál.
Keflavík ekkert (yfir 10 smál)
Árið 1925 var stæröarhlut-
fall fiskifiotans hér á ísafirði
miðað við íbúatölu aðeins
meiri en um aldamót, en sé
miðað við 1915 var hann mun
minni.
En stuttu síðar skeöi þaö
einkennilega fyrirbrigöi, aö
ýmsir aðsópsmestu forvígis-
menn íhaldsfl. hér, fá það á
heilann að beita sér fyrir því,
aö fiskiskip bæjarins yrðu
seld burtu. Þennan fáheyröa
óþokkaskap tókst afturhalds-
öflum bæjarins aö fram-
kvæma á árunum 1926—28
með þeim árangri, að í árs-
lok 1927 voru skrásetf skip
til heimilis á ísafiröi samt.
896 smál., full ástæða er þó til
að ætla, áð talin séu í þessu
Að því var og komið, að Al-
þýðuflokkurinn varð að fara
að sýna, hvers hann var megn-
ugur og hvern vilja hann hafði
á því að hefja umbætur til auk-
ins atvinnulífs i bænum. Meðal
annars með því að styðja að
aukningiu á íiskiflota bæjar-
ins.
Þetta var þeim mun nauð-
synlegra fyrir það, að fáum
duldist að í hönd fór sérlega
. hagstætt útgerðartímabil. —
Hyernig leysti svo Alþýðuflokk-
urinn af hendi þetta mikilvæga
hlutverk’
ísafjarðarkaupstaður var á
þessum tíma stærsti hluthaf-
inn i Ii.F. Valur eiganda bv.
Skutuls, sem það gerði út héð-
an. Bæjarstjórn var því mestu
ráðandi í félaginu. Á útgerð
þessari græddist á tiltölulega
stuttum tíma mikið fé, -auk þess
sem hún veitti’ mikla og góða
atvinnu í bæinn. Með tilliti til
Framh. á 8 síðu.