Þjóðviljinn - 12.03.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1944, Síða 7
Sunnudagur 12. marz 1944. ÞJÓÐVÍLJIN N 7 Neðri-Hlíð var léleg og rýr jörð. Það var eins og ekk- ert gæti þrifist þar, þó að Símon og kona hans ynnu baki brotnu myrkranna á milli. Þau þrifust heldur ekki sjálf hjónin. Þau voru grá og guggin og grindhoruð bæði tvö. Það var mikill munur á Efri-Hlíð og Neðri-Hlíð. Kláus var líka vanur að raupa af því við Óla. Og þá langaði Óla oft til að fara að skæla, þó að hann væri kominn á ellefta ár. „Til hvers er allt þetta strit?“ sagði pabbi Óla stund- um, þegar hann kom þreyttur heim. Til hvers er allt þetta strit, hugsaði Óli þegar hann var að bera grjót úr akrinum. Það var alltaf sama fá- tæktin. En það, sem Óla gramdist mest, var þó að heyra Kláus raupa. Hafrarnir uxu ágætlega í Efri-Hlíð og það var von á mikilli kartöfluuppskeru í ár, sagði Kláus og hann spurði Óla, hvort sprettan væri ekki ágæt heima hjá honum. Óli kallaði hann þá Hafra-Kláus og Kartöflukóng og stundum flugust þeir á. En ekki skánaði Kláus þó að Óli reiddist. Þá varð hann bara ennþá montnari. Satt að segja var Kláus sæmilega kurteis, þegar kom gestur að Neðri-Hlíð. Hann var vestur heima hjá sér. Þegar Óli kom að Efri-Hlíð spurði Kláus hvar hann hefði fengið svona góðar buxur. En þær voru sniðnar upp úr buxum af pabba hans og ranghverfan sneri út. Hvað kom Kláusi það við? Þegar Óli var að tína grjót úr akrinum, hét hann því að verða stór og sterkur, fara til Ameríku, koma heim aftur vellríkur og kaupa stærstu jörðina í sveit- inni. Hvernig skyldi Kláusi lítast á það? „Heyrðu, Óli minn, því stendurðu þarna alveg að- gerðalaus? Áttirðu ekki að tína grjót?“ kallaði mamma hans. Einu sinni sem oftar kom Kláus og var venju frem- ur drjúgur. Hann þrammaði um hlaðið og spýtti um tönn. Cg ÞETTA Sjötug kona, sem ekki hafði gifzt, bjó uppi á efstu hæð í háu húsi. Einu sinni kom ung- ur maður hlaupandi upp alla stigana með reikning til gömlu konunnar. Hann var móður ,og tók hendinni um brjóstið. ,,Allt- af vissi ég, að einhver mundi að lokum fá hjartslátt mín vegna“, sagði sú gamla. * Gamall viaður: Ævi manns- I ins er ekki nema vonbrigði. Hef ur þú séð nokkra ósk bernsku þinnar rætast? Annar gamall maður: Já, eina. Þegar ég var lítill og mamma i var að greiða mér, óskaði ég að. ég væri sköllóttur. ★ A: Við Samúel vinur minn komum okkur saman um það fyrir nokkrum dögum að segja hvor öðrum hreinskilnislega allt, sem við gátum fundið hvor að öðrum, og við byrjuðum strax. B: Hafið þið ekki báðir gott af þessari einlægni? A: Okkur vantar bara tæki- færi til þess að i^ka hana. Við snúum báðir aftur. ef við mæt- umst á götu. * Móðirin: Þú áttir ekki að henda steini í hann Magga, þó að hann hlypi burt með bolt- ann þinn. Þú áttir að koma og segja mér frá því. Á'si: Ekki hefðir þú hitt hann héðan að heiman. Þú kastar víst ekki svo langt. LECK FISCHER: pabba. Þaö er illa komið fyr- ir honum“. „Hvað kom ykkur saman um?“ „Okkur kom ekki saman um neitt. Pabbi varð hinn versti og fór út. Hann getur ekki áttað sig á því að hann er búinn að vera. Og hann hefur eytt peningum til aö borga með krakkanum fyrir Henny. Svea segist ætla aö sjá fyrir pabba. Það lítur svo sem vel út á yfirborðinu. Hún getur bara ekki gert grein fyi’ir hvernig hún ætlar að fara að því. Eg borðaði með þe.'m“: „Þú ætlar þá ekki að borða?“ Fríða lauk viö að afhýða kartöflurnar og lagði frá sér huífinn. Hún setti pott yfir gaslogann. Karl sá, að henni haíöi falliö miður. En gat húr. ætiazt til að hann afþakkaði matinn heima? „Geturn við ekki látið mat- inn bíða svolítið? Þaö er hvort eð er allt með seinna móti í dag“. „Þarft þú að fara burt til að borða?“ „Nei — nei, ég þarf þess auðvitað ekki“. Karl stóð í sömu sporurn við eldhúsboröið og hafði ekki hugmynd um hvemig hann ætti að halda velli í þeirri við ureign, sem beið hans vegna fjármálaima. í fyrsta lagi er karlmanni alltaf ofaukið í eld- húsi en Fríða átti margt ó- gert enn. Hann sá aö hún æti aöi að fara aö saxa kjöt. Átti hann að bjóöa henni hjálp sína og sjá hverju fram yndi? Eða átti hann að fara til Daníels? Daníel bar auðvitaö að borga sinn hluta af hófinu. Þaö var erfitt að taka á- kvörðun. Hann heföi ekki ver- ið svona úrræöalaus hefði hún atyrt hann eða grátið. Hán var svo einkennilega ró- k-g og hversdagsleg í /ram- komu. Og þt > ha'ði Henn v. ver ið að gefa 1 skyn, að eitthvað væri aö henni. Karl skildi hvorki upp né niður. „Henny var aö segja að þú hefðir verið lasin í gær“, sagði hann með miklum erfiðis munum. Fríða hafði verið veik vikutíma fyrsta árið, sem þau voru gift. Og þaö var auma vikan. Það var .svo sem ekkert viö því að segja, þó aö Fríöu yrði einstöku sinnum misdægurt, en vonandi voru engin brögö aö þessum las- leika hennar. „Hefur Henny — ?“ Fríöa þagnaði í miðri setn- ingu og leit óttaslegin á mann sinn. En hún gekk úr skugga um, að hann vissi ekki neitt. Þá varö hún róleg. Hann var nákvæmlega jafn kærulaus á svipinn og hann var vanur að I vera. þegar minnzt var á veik- indi annarra og hann kenndi sér einskis meins sjálfur. Hún haföi oft veitt því eftirtekt, hvaö hann var gersamlega ó- næmur fyrir þjáningum ann- arra. En Henny hafði þá ekk- ert sagt. Það var gott. „Já, ég var lítils háttar las- in“. Fríða tók nýþvegna bolla af eldhúsboröinu og raöaöi þeim upp á hillu í skápnum. Karl horfði á hana á meðan og tók allt í einu eftir dálitlu óvæntu sem skelfdi hann: Það lá rauð vasabók á hill - unni. Þessa bók hefði hann þekkt innan um hundraö aðr- ar bækur. Hér var heldur ekki um neitt að villast. Það vav ekki til nema ein bók af þessu tagi á heimilinu. Hann hafði i beðið að gefa sér hana á aðal- , skrifstofunni. Og þaö stóö: ,Vátryggingarfélagið Atlantic1 J beggja megin á kápunni. Karl hafði ekkert hugboö um, hvað hann ætti að segja sér til varnar eöa hvaö hann gæti yfirleitt sagt. Nú vissi Fríða allt, en hún lét sem ekk ert væfi og hélt róleg áfram viö vinnu sína. Framkoma hennar gerði hann svo kvíðafuilan, að hon- i um hafði aldrei á ævi sinni verið svona órótt innanbrjósts. Það var gersamlega óeðlilegt að sýna slíka þolinmæði. Þaö hefði veriö eðlilegt, að hún hefði grátið. Eða haföi hún ef til vill grátiö? •Eöa þekkti hann Fríöu alls ekki eins og hún var. Átti | hann eftir að reyna aö hún væri önnur kona en hann j hafði haldið? „Fríöa!“ Hann gekk einu skrefi nær henni. Hún léit á hann og skildi auösjáanlega hvaö um var aö vera, en hún hjálpaöi honum ekki á- rekspöl meö þaö, sem hann varð að segja. Hún stóð svo nálægt honum, 3Ö hann hefði náö til hennar með hendinni, en þó virtist llonum svo löng leið milli þeirra, aö þau mundu aldrei mætast framar. Það var meiri kuldasvipur- inn á henni! Eöa ásökunin í augnaráðinu! Þau voru þó hjón. Hún var þó konan hans og hann ætti aö mega tala við hana. ' Karl vissi ekki, aö þessi nótt hafði verið henni svo þung- bær, að það hefði verið skiln- ingi hans ofaukiö. Þrátt fyrir alla iðrunina gramdist hon- um við Fríðu. Hélt hún kann- ske, að honum liði vel? „Fríða, þú skilur — lofaðu mér áö útskýra þetta---------“ Hann leitaði árangurslaust að viðeigandi oröum. En merg urinn málsins var þetta, að hann hafði alls ekki ætlaö sér að eyða peningunum, bara haft þá meö sér, ef til þess kæmi að einn yrði beðinn að borga fyrir alla rétt í svipinn. Og auövitað mundi Daníel greiða sinn hlut. Hann var áreiðanlegur, bara þegarhann var allsgáður. Og þeir voru beztu kunningjar. „Eg tók bara traustataki á húsaleigupeningunum. Eg var svo hræddur um þaö, þegar ég fór í gær að ég hefði ekki nóga peninga ef á lægi. Þaö lítur svo leiöinlega út“. „Hefurðu þá ekki eytf þeim?“ Það glaðnaði yfir henni eitt augnablik. En hún þurfti ekiii nema líta á Karl til þess aö von hennar yröi aö engu. Hún reiddist þessum undanbrögð um hans. „Þá skaltu ganga frá pen- ingunum í bókinni aftur. Hún er hérna“. Fríöa rétti honum bókina alveg upp í hendurn- ar. En hann tók ekki viö henni þegar hún sleppti, svo að bókin datt á gólfiö. Hvor- ugt þeirra tók hana upp. Karl reyndi að telja sarnan í huganum, hvað hann ætti eftir af peningum og hvað hann mundi eiga hjá Daníel. En honum var ómögulegt að gizka á hvað mikiö Daníel yrði fáanlegur til að borga. Þaö var ekki unnt að sjá heila brú í þessurn peningamálum. Auk þess þýddi ekkert áð æt'-a sér aö slá ryki í augun á Fi'íðu. ' . Hann horföi undrandi á hana: Hún gekk framhjá hon um, inn i stofuna og að skrif- borðinu. Þar staönæmdist hún. Hvernig 1 ósköpunum átti hann að útvega sér peninga? „Atlantic“ greiddi aldrei fyrir fram. Þaö vissi Frföa. Pening- arnir urðu því að koma frá einhverjum, sem gæti gefið gjaldfrest. Hann gekk á eftir henni inn í stofuna og loka'öi dyrunum. Þaö var aö minnsta kosti auö- veldara að tala saman í stof-' unni en eldhúsinu, þar sem ekki var einu sinni stóll til að sitja á. Og eins gæti það bætt úr skák, ef Fríða gæti fengið sig til aö tala eins og manneskja í stað þess að vera svona hátíðleg. Nýju fötin hans lágu á borö inu. Blettirnir sáust langar leiðir. Hann tók fötin og bar þau inn í svefnherbergiö til þess að þurfa ekki að sjá þau. Hálsbindiö lá á saumakörf- unni í glugganum, slitið í tvennt. Það varð aö vera þar. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.