Þjóðviljinn - 14.03.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.03.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Frá hæstaréttí Dcmur [ hðsnæoismali Ulbutrðarsíríðí Magnúsar ¥„ lóhannessonar lokíd Föstudaginn 25. febr. s. 1. var kveðinn upp í hæstarétti dóm- ur í máli Karls Þorfinnssonar kaupmanns gegn Magnúsi V. Jóhannessyni framfærslufull- trúa. Lauk þar með málaþrasi milli þeirra, sem staðið hefur yfir frá því snemma á árinu 1943. Málavextir eru þeir, að Karl Þorsteinsson tók leigða íbúð í húsinu Nýlendugötu 22, sem er eign Magnúsar V. Jóhannesson- ar, og skyldi leigutíminn hefj- ast 1. okt. 1941, en samningur- inn er ódagsettur. Húsnæði þetta var 7 herbergi og eldhús, þar af 3 herbergi og geymsla á miðhæð hússins. Leiga ákveðin kr. 250.00 á mán- uði er skyldi greiðast fyrir- fram. Magnús V. Jóh. krafðist þess að Karl væri borinn út vegna vanskila. — 21. apríl 1943 kvað fógetaréttur Reykjavíkur upp þann úrskurð, að eigi hafi kveð- ið svo að vanskilum leigjand- ans, Karls Þorst., að hann hafi fyrirgert leigurétti sínum og synjar um útburð á honum. Nokkrum dögum síðar, eða 30. apríl s. á. krefst Magnús V. Jóh. þess að Karl Þorst. verði borinn út úr fyrrnefndu húsnæðí. í fyrrnefndum húsaleigusamn ingi var ákvæði þess efnis að leigjanda væri óheimilt að leigja hluta af íbúðinni án sam þykkis húseiganda. Leigjandi (K. Þ.) fékk leyfi til þess að leigja stjúpmóður sinni her- bergi á rishæð hússins. Þegar stjúpmóðir K. Þ. fluttist burt sumarið 1942 leigði hann 2 her- bergi á rishæðinni. Ennfremur fluttu tengdaforeldrar hans í íbúð hans um miðjan febr. 1942. Útburðarkrafa húseiganda (M. V. J.) var fyrst og fremst byggð á því, að með þessari leigu hefði húsaleigusamningurinn verið brotinn. Auk þess hafi K. Þ. brotið lög með því að taka tengdaforeldra sína, sem voru utanbæjarfólk, inn í íbúðina. Ennfremur ill umgengni. Fógetaréttur Reykjavíkur kvað upp úrskurð í málinu þann 28. júní 1943 og taldi að K. Þ. hefði með framleigu hús- næðisins brotið húsaleigusamn- inginn, en þar sem M. V. J. hefði verið kunnugt um það haustið 1942, en eigi krafizt út- burðar af þeim sökum fyrr en 30. apr. 1943 hafi réttur hans fallið niður af þeim ástæðum. Að K. Þ. tók tengdaforeldra sína í íbúð sína, enda þótt þau væru utanbæjarfólk, taldi rétturinn ekki geta skipt M. V. J. svo mjög máli að útburði varðaði. Viðvíkjandi illri um- gengni þá hefði hún eigi verið borin undir húsaleigunefnd, og yrði því eigi tekin til greina. Synjaði rétturinn því enn um útburð á Karli Þorsteinssyni. Þann 14. sept. 1943 krefst M. V. J. þess enn á ný að K. Þ. sé borinn út úr fyrrnefndu hús- næði vegna vanskila og fram- leigu og hefjast að nýju mála- ferli og réttarhöld. K. Þ. greiddi húsaleígu fyrir maímánuð 30. apr. og kvittaði M. V. J. fyrir með fyrirvara vegna þess að hann taldi vísi- töluhækkun úr 25% í 32% eða kr. 17,25 vangoldna. K. Þ. taldi sér eigi skylt að greiða vísi- töluhækkunina, þar sem samn- ingurinn hefði eigi verið bor- inn undir húsaleigunefnd, enn- fremur að hækkunin tæki ekki nema til hálfs mánaðarins og næmi því aðeins kr. 8.75. — Næstu húsaleigugreiðslur sendi K. Þ. í póstávísunum, en M. V. J. vitjaði þeirra ekki og til- kynnti 1. sept. að hann tæki þær eigi gildar. Greiðslu fyrir okt. lagði K. Þ. inn á sparisjóðs bók í Landsbankanum til ráð- stöfunar fyrir M. V. J. Úr öðru herberginu á rishæð- inni var flutt um miðjan sept., en hinu fyrstu dagana í nóv- ember. En annað herbergið leigði K. Þ. aftur 2. eða 3. okt., en M. V. J. tilkynnti honum 6. okt., að hann teldi það brot á samningnum. Fógetaréttur kvað upp úr- slcurð í málinu 20. nóv. 1943. Taldi hann að sú greiðsluaðferð að senda greiðsluna í póstávís- un gæti ekki valdið riftun leigumála. Um raunveruleg van skil geti ekki talist að verið hafi að ræða, þar sem samning- urinn hafi aldrei verið staðfest- ur af húsaleigunefnd, en það sé skilyrði þess að hækka megi húsaleigu. Útburðarkröfu vegna leigenda, sem þegar séu flutt- ir burt sé ekki hægt að taka til greina. Hinsvegar taldi rétturinn að framleiga K. Þ. á einu risher- berginu 3. okt., gegn vilja hús- eiganda, væri brot á samningi og úrskurðaði því aðberaskyldi K. Þ. út úr húsnæðinu á ábyrgð úrskurðarkrefjanda M. V. J. Þessum úrskurði áfrýjaði K. Þ. 26. nóv. 1943 til hæstaréttar. Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu 25. febr. s.l. í forsendum dómsins segir m. a. svo: „Stefndi krafðist útburðar á áfrýjanda hinn 14. sept. f. á. Hinn 3. okt. f. á. framleigði á- frýjandi Bjarna Jörgenssyni eitt herbergi á rishæð hússins. Tilkynnti áfrýjandi stefnda þessa ráðstöfun munnlega hinn 4. okt. f. á. Með bréfi samdæg- urs lýsti stefndiþessaframleigu samningsrof og krafðist í fógeta rétti 12. okt. f. á. útburðar á áfrýjanda einnig af þessari á- stæðu. Varð þetta til þess að á- frýjandi kom því til vegar að Bjarni fluttist alfarinn úr her- Þriðjudagur 14. marz 1944. Frétfabréf frá Norðfírðí Pöntunarfélag alþýðu hélt að- alfund 5. marz s.l. Félagsmenn eru nú um 200. Vörusala félags- ins 1943 var 738 þúsundir króna ái'ið 1939 var hún aðeins 72 þúsundir, hefur því vörusalan tífaldast á 5 árum. Kostnaður- inn hefur hinsvegar fimmfald- ast. Af arðskyldum viðskiptum var greitt 8%. Sjóðir félagsins uxu á árinu um 27 þúsundir en nú eru þeir um 82 þúsundir. Framkvæmdastjóri félagsins- er Karl Karlsson, en stjórn þess skipa: Sigdór V. Brekkan for- maður, Jóhannes Stefánsson, Óskar Lárusson, Jónas Valdórs- son og Ársæll Júlíusson. Bæjarstjórn samþykkti til- lögu atvinnumálanefndar, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að sjá um, að til Neskaupstaðar komi (skv. umsóknum) til aukn ingar fiskiskipastólnum af væntanlegum fiskiskipum frá Svíþjóð, eigi minna en sem nem ur þeirri rýrnun er orðið hefur á skipastólnum hér frá 1938 eða 378 smálestir. Eftir skýrslu at- vinnumálanefndar um bátaflot ann í bænum 1944, eru 18 bátar skrásettir hér 10—30 smálestir, 9 3—10 smál. og 3 skip 60—80 smál., eða alls 30 bátar. Auk þess eru 15 trillubátar. Meðalaldur bátanna er 21 ár, en véla þeirra 12 ár. Krafan um endurnýjun skipaflotans sem nemur minnst rýrnuninni, er sjálfsögð og á fullan rétt á sér þar sem hér er um að ræða hreinræktað sjávarpláss. Á Hornafirði eru 9 bátar héð- an, 2 í Sandgerði, 1 á Akranesi og 4 stunda dragnótaveiði. 2 af beztu bátunum hafa legið uppi á landi í nærri ár fyrir vélaleysi. 2 skip sigla til Englands, v.s. Magnús og v.s. Stella, en verið er að setja nýja vél í v.s. Sleipni og breyta honum og endur- byggja ofandekks. V.s. Sæfinn- ur telur sig eiga heima í Mjóa- firði, um stundarsakir a. m. k. Munu útsvör vera þar miklu lægri en hér í bæ, og því á stríðstímum hagkvæmara að reka stórútgerð þaðan, jafnvel þótt eigendur né sjálf skipin komi þar aldrei. Mjóifjörður var eitt sinn mikill útgerðar- bær, og var þar mesta hvalveiðistöð í heimi — þegar Ellevsen hafði alla sína hval- fangara, og þá greiddi sá merki berginu 10. nóv. f. á. Framleiga var áfrýjanda að vísu óheimil samkvæmt orðum leigumála aðilja, en þar sem áfrýjandi lét greindan framleigutaka víkja úr herberginu, og dvöl hans þar rúman mánuð virðist ekki hafa valdið stefnda neinum baga, þá þykir ekki hér vera um að tefla svo veruleg samningsrof, að út- burði eigi að valda. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaúrskurð- ur er úr gildi felldur. Máls- kostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður. „Og Norðmönnum og Dön- um sigurs“ Ilið alvarlegasta getur stundum tekið á sig kátbrpslegar myndir. Þannig var það mcð umræðurnar, sem fram fóru um vinarkveðjurn- ar, sem Alþingi sendi Norðurlanda- þjóðunum. Tveir þingmenn sós- íalista lögðu lil að bætt vrði við aðrar góðar óskir þjóðum þessum til handa, orðunum „og Norðmiinn um og Dönum sigurs“. Það er skemmst af að segja, að flestir þingménn |) j óðstj órn arf lokkann a gömlu ætluðu af göflum að ganga, þegar þeir heyrðu þessa tillögu. Ekki af því að þeir óski ekki Norðmönnum og Dönum sjgurs í baráttunni við Þjóðverja, það gera þeir vissulega, en þeir fundu rétti- lega, að í þessu fólst óbein ósk um ósigur Þjóðverja og allra þeirra samherja, þar á meðal „frænda vorra“ Finna, og hinsveg- ar um sigur Bandamanna og þar á meðal Sovétríkjanna, Þetta var meira en „Finnagaldurshjörtu“ þeirra gátu þolað, þetta var of stór biti, til að kyngja, fyrir menn eins og Gísla Sveinsson, sem eitt sinn gall við úr sæti sínu. á Alþingi er talað var um að Rússar kynnu að bíða ósigur fyrir Þjóðverjum, „þess óskum við allir“. Tilburðir vesalings gömlu „Finnagaldurs- mannanna" voru í senn hlægilegir og aumkvunarverðir, þegar þeir voru að reyna að koma sér undan að fella tillögu um að óska Norð- mönnum og Dönum sigurs. Þeir lögðu til að óska öllum Norður- landaþjóðum sigurs í frelsisbaráttu þeirra. Ilinir vitrari menn meðal þeirra, eins og Jakob Möller gátu legi maður næstum öll útsvörin í Mjóafirði. Mig minnir að ég I hafi heyrt að hann hafi eitt sinn greitt 30 þúsundir og var það stórfé á þeim tímum. Fer | vel á því að einhverjir vilji ( taka sig til og endurreisa stór- | útgerð í Mjóafirði og greiða þar i ! stór útsvör, þar sem frelsið er svo takmarkað með stríðsgróð- ann fyrir stórútgerðarmenn í kaupstöðunum. Áfengisvarnarnefndin gerði | með aðstoð lögreglunnar hús- i rannsókn í þremur húsum, þar | sem grunur lá á, og jafnvel J vissa, um brugg. Fannst nokkuð j öl 1 einum staðnum, en ekki tókst að finna hjá hinum. Heimabrugg hefur verið hér lítið undanfarin ár, og má það þakka mest dugnaði Áfengis- varnarnefndarinnar, sem alltaf var að gera áhlaup á bruggar- ana og hella niður. Þó hefur nú s.l. 2 ár borið á heimabruggi. Landi fékks að, en „gambri" eða einhver annar óþekktur hvítur vökvi hefur verið á markaðnum ásamt ölsulli. Ann ars virðist eins og menn fái á- fengi úr „ríkinu“ á Seyðisfirði sem þá lystir, svo hafa og sigl- ingaskip með ísfisk ekki legið á liði sínu, því þau fá ákveðinn skammt, og stundum drjúgan. Eftirlit með smygli er mjög lé- legt. Tíð hefur verið hér stirð og umhleypingasöm. Frost ekki jafnmikil síðan 1918, allt upp í 16° C. Fréttaritari. ekki stillt sig um að benda á að þessi tillaga væri hrein endaleysa. Iívaða vit væri í að óska Svíum sigúrs í frelsisbaráttu þeirra, og hvernig ætti að óska bæði Norð- mönnum og Finnum sigurs á því stríði, sem þeir lieyja nú liver um sig. En þrátt fyrir öll brögð íengu Finnágaldursmenn ekki forðað sér. þeir felldú að ósk kæmi frá Alþingi um að óska Norðmönnum og Dön- um sigurs. Ollum er nú ljóst hvers- vegna þeir gerðu það, — það hefur sannast, en að Finnagaldur er ramur. — Dagur í eldhúsi. Eitt hið allra bczta, sem Þjóð- viljinn hefur birt eru verðlauna- greinarnar „frá vinnustað". Þær hafa margar verið prýðilega skrif- aðar og allar hafa þær það til síns ágætis, að þær bregða upp mynd- um af starfi og hugsun íslenzkrar alþýðu. Einnar myndar sakna ég úr þessu safni. Sú mynd gæti bor- ið yfirskriftina „dagur í eldhúsi“- Þúsundir kvenna eyða ævum ield- hií(sinu, þar vinna þær ein hin þýðingarmestu störf í þágu þ.jóð- félagsins, störfin sem sjaldan er talað um, og aldrei metin að verð- leikum. Konurnar eiga áð gefa okkur mynd af þessu starfi og viðhorfi þeirra til þess. Konurnar verða áð fara að láta meira til sín taka um þjóðmál en þær hafa gert, það jafnrétti sem þær þegar háfa feng- ið eiga þær að notfæra sér til hins ýtrásta það er leiðin til að þurrka burtu' allt misrétti milli karla og kvenna. Eitt af því sem þær þurfa að gera er að skrifa um störf sín og áhugamál. Kvenréttindamaður. Alþingi samþykkir á- lyktun um úrkomu- mælingar á hálendi Islands Á föstudag samþykkti sam- einað Alþingi ályktun um að fela ríkisstjórninni að láta hefja á þessu ári úrkomumælingar á hálendi íslands. Mælingar þess- ar skulu framkvæmdar undir umsjá Veðurstofunnar og mæl- ingarstaðir ákveðnir í samráði við rafmagnseftirlit ríkisins. Tillögu þessa flutti Sigurður S. Thoroddsen o. fl. Hefur áð- ur verið skýrt frá henni hér í í blaðinu. Er hér um nauð- synjamál að ræða, því mæling- ar þessar munu veita mikilvæg ar upplýsingar um rennsli fall- vatna, en það er mikilsvert í sambandi við undirbúning virkj ana þeirra, og annarra verk- fræðilegra framkvæmda. Stjórnarkosnmg í „Ár- vakri“ á Eskifirði Á aðalfundi Verkamannafél. „Árvakur“ á Eskifirði voru þess ir menn kosnir í stjórn félags- ins: Form.: Leifur Björnsson. Ritari: Óskar Snædal. Gjaldk.: Andrés Eyjólfsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.