Þjóðviljinn - 14.03.1944, Blaðsíða 8
Næturlækmr læknavarðstofunni
í Austurbæjarfaamaskólanum, sími
5030.
Ljósatími ökutækja er frá ki.
6.30 að kvöldi til kl. 6,50 að morgni.
NœturvörSur er í Lyfjabúðinni Iðunn.
Nœturalcstur annast Bifreiðastöð íslands,
sími 1540.
ÚTVARPIi) í DAG.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfréttir.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: de Gaulle og uppgjöf
Frakklands (Eiríkur Sigur-
bergsson viðskipafræðingur).
21.05 Tónleikar Tónlistarskólans:
a) Sónata fyrir fiðlu og pí-
anó eftir Debussy.
b) Rondo í G-dúr eftir Moz-
art.
(Bjöm Ólafsson og Ámi
Kristjánsson).
21.25 Tónlistarfræðsla fyrir ungl-
inga (Róbert Abraham).
Ljósatími ökutækja er frá kl. 6,50
að kvöldi til 6.25 að morgni.
Næturakstur: Bifreiðastöð ís-
lands, sími 1540.
Austurvígstöðvarnari
Framhald af 1. síðu.
Sókn Rússa suður og suðvestur
frá Úman gekk greiðlega í gær.
í nánd við Proskúroff hrundu
Rússar gagnáhlaupum og unnu á.
Enn er barizt í Tarnopol. Rúss-
ar tóku bæinn Skalat 20 km. fyr-
ir suðvestan Tarnopol og margt
bæja og þorpa á milli Tarnopol og
Proskúroff.
Samtals tóku Rússar yfir 300
bæi og þorp í Úkrainu í gær.
KRÍM.
Brezkur liernaðarsérfræðingur
iét í gær þá skoðun í ljós, að hinir
nýju sigrar Rússa í Úkrainu hefðu
mikil áhrif á aðstöðu þýzka hers-
ins á Krím.
Hann sagði Rússa ekki vilja sóa
mannslífum með því að ráðast
beint framan að hinum öflugu
varnarlínum Þjóðverja í Perekop-
eiði, sem væri mjög vel fallið til
varnar, en héldu þeiin þó stöðugt
við cfnið og hefðu Þjóðverjar beðið
mikið manntjón og ættu erfitt með
að fylla í skörðin. En Rússar gætu
vel leyft sér að bíða. Auk þess
eflist skæruherinn á Krím dag frá
degi.
Því léngra sem líður og Rússar
ná meir af Svartahafsströndinni á
sitt vald, því minni horfur verða
á að von Mannstein geti komið liði
sínu undan frá Krím.
MARSKÁLKAR SETTIR AF.
Hitler liefur skipt um yfirher-
stjórn á mið- og norðurvígstöðv-
um austurvígstöðvanna. Hafa þeir
marskálkarnir von Kiesler á mið-
vígstöðvunum og von Kluge á
norðurvígstöðvunum verið látnir
víkjá fyrir öðrum.
RÚMENAR SMEYKIR.
Útvarpið í Moskva birti þá frétt
í gær að margir rúmenskir hers-
höfðingjar hafi sent Antonescu
forsætisráðherra áskorun um að
kalla rúmensku hersveitirnar á
austurvígstöðvunum tafarlaust
heim. Áður höfðu hershöfðingjarn-
ir setið í marga daga á ráðstefnu
í Budapest til að ræða um liorf-
urnar á austurvígstöðvunum.
Tyrkneska blaðið Ulus sagði í
gær, að horfur Rúmeníu væru jafn-
vel ennþá alvarlegri en Finnlands.
FINNLAND.
Finnskar fréttir herma, að Rúss-
ar dragi að sér lið í nánd við Múr-
mansk.
Sænsk blöð segja, að þá og þeg-
ar megi búast við að Finnar taki
mikla ákvörðun.
Sfcíðamóf Reyfejavífemr
SiiomH leuhiauifiir urð al
Uessa iliai iflaai EoMls dr 1.1.
K. R. vann 3 sveitakeppnir en Ármann eina
Á sunnudag hófst Reykjavíkurmót skiðamanna við KoIviðarhóL,
en ganga og stökk fer fram um næstu helgi. Úrslit urðu sem
hér segir:
Svig A-flokkur
Jóhann Eyfells í. R. 92,9
Björn Blöndal K. R. 93,0
Magnús Ámason S. S. 94,7
í sveitakeppni varð K. R.
með beztan tíma 311,2 sek. 2.
Skíðafélag stúdenta 322,3 sek.
Keppt var um nýja bikarinn
sem Almenna tryggingafélagið
gaf, en Háskólinn ráðstafaði.
V örubílst jóraf élagið
„Þróttur“ gengur í Al-
þýðusambandið
Á fundi miðstjórnar Alþýðusam-
bands íslands, sem haldinn var síð-
astliðið föstudagskvöld, lá m. a.
fyrir inntökubeiðni i sambandið
frá Vörubílstjórafélaginu „Þrótt-
ur“. Var samþykkt að veita félag-
inu viðtöku í sambandið.
Stjórn „Þróttar“ er skipuð þess-
um mönnum:
Friðleifur Friðleifsson, formaður.
Einar Ögmundsson, ritari.
Pétur Guðfinnsson, gjaldkeri.
Jón Guðlaugsson og Sveinbjöm
Guðlaugsson meðstjórnendur.
í félaginu eru rúmlega SOO bif-
reiðastjórar.
Gjafir fil barnaspítala
Hringsins skaftfrjálsar
Eins og lesendum Þjóðviljans er
kunnugt hefur Kvenfélagið Iíring-
urinn undanfarið safnað fé tU
byggingar barnaspítala hér í bœn-
um.
Alþingi hefur samþykkt að gjaf-
ir til barnaspítalasjóðsins skuli
vera skattfrjálsar.
Unnið er nú að teikningu barna-
spítalans og verður hann væntan-
lega reistur á Landspítalalóðinni.
Félagskonur hafa nú í undir-
búningi stóran basar einhverntíma
á næstunni til ágóða fyrir spítala-
sjóðinn og jafnframt munu þær
einnig safna til sjóðsins á annán
hátt.
Aðaifundur
Blaðamannafélagsíns
Framh. af 1. síðu.
Stjórn Menningarsjóðs Blaða-
mannafélagsins var endurkosin, en
hana skipa Sigfús Sigurhjartarson,
Jón Kjartansson og Jón H. Guð-
mundsson.
I Blaðamannafélagi Islands eru
nú 32 meðlimir, allir starfandi við
Reykjavíkurblöðiu nemá Sigurður
Bjarnason alþm.. ritstjóri „Vestur-
lands“.
Svig B-flokkur
Eyjólfur Einarsson Á. 95,5
Magnús Guðm.son S. S. H. 95,6
Þórir Jónsson K. R. 98,4
Ármann sigraði í sveitakeppn
inni á 328,5 sek. 2. S. S. á 340,2
sek. Þar var einnig keppt um
nýjan bikar, gefinn af Sjóvá-
tryggingarfél. íslands.
Svig C-flokkur
Lárus Guðmundsson K. R. 77,4
Hjörtur Jónsson K. R. 82,2
Magnús Þorsteinsson K. R. 86,2
K. R. vann sveitakeppnina á
406,7 sek. 2. Ármann á 406,7. 3.
í. R. á. 425,7. Keppt var um
Cemia-bikarinn. Nýr bikar.
Svig kvenna B-flokkur
Sigrún Sigurðardóttir í. R. 57,8
Hallfríður Bjarnad. K. R. 58,9
Ásta Benjamínsdóttir Á. 59,4
C-flokkur
Sigríður Jónsdóttir K. R. 44,3
Guðbjörg Þórðard. K. R. 46,0
Kristín Pálsdóttir K. R. 47,2
K. R. vann sveitakeppnina á
137,5 sek. og vann Laugarhóls-
bikarinn sem gefinn var af Vá-
tryggingarstofu Sigfúsar Sig-
hvatssonar og keppt um hann
fyrst núna.
Brun kvenna B-flokkur
Hallfríður Bjarnad. K. R. 29,2
Maja Örvar K. R. 29,8
Sigrún Sigurðardóttir í. R. 33,2
C-flokkur
Sigrún Eyjólfsdóttir Á. 23,9
Margrét Ólafsdóttir Á. 26,7
Gunnh. Guðmundsd. í. R. 29,0
Brun karla 35 ára og eldri
Ólafur Þorsteinsson Á. 52,5
Zophonias Snorrason í. R. 61,6
Steinþór Sigurðsson Sk. R. 74,3
Svig karla 35 ára og eldri
Ólafur Þorsteinsson Á. 78,1
Steinþór Sigurðsson Sk. R. 96,5
Þorgr. Jónsson I. R. 111.5
Brun 13—15 ára
Pétur Guðmundsson K. R. 25,6
Ingvi Guðmundsson K. R. 26,1
Grímur Sveinsson í. R. 29,4
Svig 13—15 ára
Guðni Sigfússon í. R. 51,7
Flosi Ólafsson K. R. 54,4
Pétur Guðmundsson K. R. 55,0
Mótið gekk mjög vel þótt
kalt væri í veðri og sóttu það
nær 600 manns. Færi var held-
ur hart og nokkuð hvasst, svo
fresta varð sumum greinum
nokkuð.
TJARNAR BÍÖ
Þessi Reufet
(This Man Reuter)
Amerísk mynd um ævi-
starf Reuters, stofnanda
fyrstu fréttastofu í heimi.
EDWARD G. ROBINSON
EDNA BEST
Sýnd kl. 5, 7 og 9
KAUPIÐ
ÞJÖÐVILJANN
NÝJA BÍÖ
Flugmifín
„Erntr"
(Eagle SquadronJ
mikilfengleg stórmynd.
Robert Staek
Diana Barrymore.
Jon Hall.
Sýnd kL 7 og 9.
Böm fá ekki aðgang.
Blessuð fjölskyldan
(„The Mad Martindales“)
Gamanmynd með
JANE WITHERS og
ALAN MOWBRAY
Sýnd kl. 5.
Ný ja btósýnir:
Flugsveitin ,, Ernir“
Universal
Aðalhlutverk: Robert Stack, Diana Barrymore.
Leikstjóri: Arthur Lubin.
Maður heyrir ekki ósjaldan sagt
um stríðsmyndir, að þær séu „bölv-
aðar áróðursmyndir', „ekkert í
þær varið“. Það er að vísu satt, að
allar stríðsmundir eru áróðurs-
myndir, og hvernig ætti annað að
vera, hvernig er yfirleitt hægt að
taka mynd, sem fjalla á um styrj-
öldina, án þess að í henni felist
áróður á einn eða annan veg. En
hitt er að vísu satt, að oft kemur
það fyrir, að áróðurinn er dálítið
barnalegur, svo að maður hlýtur
að furða sig á því, hvers vegna
Bandamenn eru ekki búnir að
vinna stríðið fyrir löngu. Margar
stríðsmyndanna, a. m. k. hinar
amerísku, lýsa nazistunum sem
hálfgerðum aulum, sem ekkert vit
hafa á neinu, er viðkemur hernaði,
> .
* þeir gera lítið annað en flækjast
liver fyrir öðrum.
Myndin, sem Nýja Bíó sýnir um
þessar mundir, er hér engin und-
antekning. Þó er hún heldur í
skárra lagi. Hún fjallar annars um
amerísku licrdeildina í berzka flug-
hernum (Eagle Squadron). Hún
var stofnuð í október 1940 af
nokkrum sjálfboðaliðum frá Banda
ríkjunum, og gat sér góðan orð-
stír, en mun nú hafa verið samein-
uð ameríska flughernum í Bret-
landi. Myndin segir frá 3 nýlið-
um í herdeildinni, frá því þeir
ganga í hana þangað til þeim eina
þeirra sem er á lífi er veitt heið-
ursmerki fyrir vasklega framgöngu
í víkingaárás á Frakkland. Mynd-
Nýr skíðabikar
Sjóvátryggingarfélag íslands
hefur afhent Shíðaráði Reykjavík-
ur skíðabikar, scm keppt skal um
á Skíðamóti Reykjavíkur.
Bikar þessi, sem er stór og fag-
ur silfurbikar, er verðlaunabikar
fyrir beztu þriggja manna sveit í
svigi karla, B-flokki.
Var í fyrsta skipti keppt um
bikar þennan síðastliðinn sunnu-
dag og varð sveit Ármanns hlut-
skörpust.
Bikarinn verður að vinna fimm
sinnum til eignar.
in er yfirleitt vel tekin, en þó getur
maður ekki gert að sér að brosa,
þegar leikstjórinn getur ekki setið
á sér að láta Þjóðverjana kenna á
því. Flugvélar þeirra eru skotnar
niður í tugatali, einn maður kál-
ar nokkrum tugum þeirra. ein-
göngu af því að þeir hafa ekki vit
á því að fara í skjól, og maður
skyldi varla lialda að það væri
mikill vandi fyrir Breta að her-
nema Frakkland, a. m. k. ekki ef
þeir hefðu nokkur hundruð menn,
svipaða amerísku flugmönnunum,
— en sleppum því, allt þetta er
afsakanlegt og sakar ekkert (a. m.
k. ef maður trúir því þá ekki) og
manni þykir í rauninni gaman að
sjá nazistana bíða ófarir, jafnvel
þótt það sé aðeins á mynd. á.
Sambúð íra og Brela
Allur farþegaflutningur lief
ur verið stöðvaður milli írska
fríríkisins (Eire) og Bretlands
og eins milli Úlster og Bret-
lands. En ekki hefnr enn farið
fram stöðvun á farþegaflutn-
ingi milli Úlster og Eire.
Bandarísk blöð herma, að
Eisenhower hafi krafizt þessar-
ar ráðstöfunar til að fyrir-
byggja að njósnarar öxulveld-
anna í Eire geti fylzt með inn-
rásarundirbúningnum.
Brezk blöð hreifa því hvort
rétt sé að Bretar sjái írum fyr-
ir kolum, olíu og öðrum nauð-
synjum úr því að þeir hafi tek* *
ið neikvæða afstöðu til þeirrar
óskar Bandarikjanna að þeir
lokuðu sendisveitum möndul-
veldanna.
Kaapiun fuskur
allar tegundir, hæsta veröi
IIU S G AG N A VINNU STOFAN
Baldursgötu 30.
Sími 2292.