Þjóðviljinn - 01.04.1944, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.04.1944, Qupperneq 2
ÞJÓÐVILJINN 2 Laugardagur 1. apríl 1944. J uettanii! steíii m ekli bdsí‘ Viðtðl við Guðmund Einarsson frá Miðdal í dag opnar Guðmundur Einarsson frá Miðdal sýningu í Listamannaskálanum. Sýnir hann þar 56 olíumálverk, 70 rader- ingar, 15 teikningar og 15 höggmyndir. Flest eru málverkin frá sf.ðustu þrem árum, en þó nokkur frá fyrstu sýningum hans. Raderingarnar eru safn slíkra mynda er hann hefur gert í 25 ár, en nú eru liðin 25 ár frá því hann hóf að leggja stund á myndlist. í tilefni af því spurði Þjóðviljinn Guðmund hvað hann vildi segja af starfsferli sínum síðustu 25 árin. — Árið 1919 lágði ég af stað | til Danmerkur, sagði Guðmund ur,- en áður hafði ég starfað 3 j ár að gerð myndanna sem eru ! í Reykjavxkurapóteki og vann auk þess ýmsa gibsvinnu við nokkrar stórbyggingar. Ég var tæpt ár í Danmörku og komst inn í Listaháskólann þar. Þaðan fór ég til Þýzkalands og scttist að í Miinchen og nam þar myndhöggvaralist og leirbrennslu í einkaskóla. Málaralist og líkams- fræðif nam ég við Listaháskólann í Miinchen og lagði þá aðallega stund á kalkmálverk (fresco). FERÐ UM SUÐUR-EVRÓPU. Árið 1925 hafði ég lokið námi og férðaðist þá úm Suður-Evrópu: Balkanlöndin og Miðjarðarhafs- svæðið. Ferðaðist ég þá um Eyjahafið og skoðaði hinar fögru grisku eyj- ar. Fór ég mcð litlu skipi, þar sem allt var í einni bendu: geitur, menn og svín. Sökum þess að ég j var stærri vexti en flestir Grikkj- anna setti skipstjórinn mig lög- gæzlumann á skipinu og varð ég oft að stilla til friðar, því karl- arnir drukku óspart heimabrugg- að vín er þeir höfðu meðferðis og voru þá helzt til gjarnir á að berja konurnar sínar. Rúmstæði mitt var á háum timburhlaða á þilfarinu svo ég gat vel séð y.fir hópinn. Á ferðalagi þessu eignaðist ég maj-ga góða kunningja, þótt oft gengi báglega að gcra sig skiljan- legan. Hinar fornu rústir Grikklands og list 14. aldarinnar á Ítalíu höfðu mikil áhrif á mig, enda þótt ég hafi eigi notfært mér það í verkum mínum. Síðan ferðaðist ég til Frakk- lands og dvaldi í París og síðar í London. ÖRLAGARÍICAR FERÐIR. Mjög minnisstæð er mér ferð um hálendi Skotlands, en það ferðalag ásamt kynnum þeim, sem ég hafði af Ölpunum, hefur orðið nokkuð örlagaríkt fyrir mig, því að þar hafði ég eignazt þriðja á- hugamálið: fjallaíþróttirnar og um 15'ára skeið málaði ég nær ein- göngu fjallamyndir og jökla dþ ferðaðist mikið á þeim slóðum bæði hér heima og erlendis'. „HEIMA VIL ÉG VERA —“ Hér heima settist ég að 1926 og þá kom það skjótt í Ijós, að það er erfitt að lifa á íslandi fyrir myndhöggvara — þá tók ég að. brenna leirinn árið 1927, en List- vinahúsið var þó ekki komið al- mennilega af stað fyrr en 1930. Ég álít að starf mitt í þágu list- arinnar fyrstu árin hafi ekki feng- ið hljómgrunn hér heima. Því veldur kannski þau verkefni sem ég valdi mér. Þá tók ég það ráð að sýna erlendis, aðallega á Norð- urlöndum og í Þýzkalandi. Þar var mér tekið einstaklega vel, eins og sjá má af því, að í ríkissafni Svía er 1 mynd, í safni Finna 2, í Noregi 4 og í Statshallen í Kaup- mannahöfn 1 og 5 í opinberum söfnum í Þýzkalandi. Auk þess seldi ég geisimikið til einstaklinga og dvaldi langdvölum erlendis, en aldrei hvarflaði að mér að setjast að erlendis og var mér þó eitt sinn boðin prófessorsstaða við Listaháskólann í Múnchen. Ég festi hvergi yndi nema hér heima, — og svo er frelsið ætíð mikils virði, en ég álít okkar land frjálsasta land veraldarinnar. LISTAMENN EIGA STUNDUM FLEIRI ÁHUGAMÁL EN LISTINA. — Þú sagðir áðan að fjallaferð- irnar hefðu verið þitt þriðja á- hugamál. Listin vitanlcga það íyrsta, hvert er eitt? — Eitt áhugamál allt mitt líf hefur verið skógrækt. — í æsku var ég á garðyrkjunámskeiðum og vann að gróðursetningu á vegum ungmennafélaganna, og starfaði ég hjá Óskari Halldórssyni með- an hann hafði garðyrkjustöð á Reykjum, J)á ræktuðum við fyrstu tómatana hér o. fl. garðjurtir, og strax og ég hafði ástæður til fékk ég mér landspildu í Mosfellssveit heima í átthögum mínum og byrj- aði að ])lanta skógi þar. Sá skógur er ærið lágvaxinn samanborið við hríslur þær, sem ég gróðursetti í skrúðgarða hér fyrir 35 árum, en ég álít ekkert aukastarf veita meiri gleði en skógrækt, og fátt mun þroska börnin meir en láta þau gróðursetja tré og hirða um þau. LTSTIN ÓAÐSKILJAN- LEG LÍFINU. — En hvað viltu segja frekar um listina? — Ég hef aídrei getað skilið lífið og listina að og þess vegna ekki komizt hjá því að taka af- leiðingunum, en þar með meina ég að þar sem fjöllin áttu svo mikinn j)átt í mínu lífi, j)á vildi ég að Is- lendingar gætu kynnzt þeim mikla mætti og tign sem býr í fjöllum okkar. Ég hef starfað í stjórn Æerðafélagsins frá upphafi og stofnað félagsdeild Fjalla«nanna, og ég álít að hvað sem listinni líð- ur, jrá liafi þetta málefni mikla þýðingu fyrir framtíðina, álít að landsmenn skilji yfirleitt alls ekki þá þýðingu sem fjöllin geta haft fyrir okkur. Þangað mun jjjóðin sækja þrótt og dug á komandi öldum. Eins og ég hef sagt áður: Vatnajökull verður leikvangur al- þjóðaæsku. Gamla Klapparvörin í Reylcjavík. Fjörutíu þúsund króna veizla Það er boð hjá einum heldri manni þessa bæjar, einum af mátt- arstólpum þjóðfélagsins, — einum af þessum mönnum. sem segjast vera fyrirmynd í iðni, sparsemi og framtakssemi, og átelja unga verka menn fyrir að fara ekki vel með kaupið sitt. Þessi heldri maður tel- ur sig auðvitað ímynd þjóðlegra dyggða og. fjandmann allra er- lendra spillingaráhrifa. Og það er auðvitað óhugsandi fyrir slíkan heldri mann að hafa bara blátt áfram kaffiboð, til þess að geta' spjallað við kunningja sína. Nei, nú skal sýna „pakkinu" hvernig „fínt fólk“ heldur veizlu. Nú skal skara fram úr öllu því, sem hinir heldri mennirnir geta gert. Samkeppnin lifi! Kjallarinn í skrauthýsi hins heldri manns er umskapaður í við- bótarveizlusal með sérstökum hætti. Hann er útbúinn sem væri þetta neðansjávar. Æfður leiktjaldameist- ari er látinn vinna heila viku að því að útbúa þetta leiksvið, til þess að veita veizluþreyttu heldra fólki tilbreytingu. Dögum saman er safnað þangi, skeljum og öðrum nauðsynlegum hlutum til þess að leiksviðið verði sem bezt. . Nærri má geta hvort veizlan hef- ur ekki verið í samræmi við hið vota umhverfi, þó veizlugestirnir hafi að vísu ekki verið klæddir í fiska- eða hafmeyjabúninga. — Ekki er vitað hvort hófi þessu var nafn gefið, — t. d. „Allt í grænum sjó“, eða eitthvað þessháttar. En kunnugir segja að kostað hafi veizl an um 40,000 krónur. Hinn fíni heldri maður, er veizl- una hélt, gengur síðan í bænum undir nafninu „Þangbrandur" og sumir bæta við í „Fiskhöllinni“, án þess að meina samt Jón og Steirí- EKKI LISTRÆN TRÚARJÁTNING. — Hvað viltu segja um íslenzka list og samtök listamannanna? — Ég álít að íslenzk list eigi góða framtíð fyrir höndum. Ég sá það strax og ég kom heim, að listamenn þurftu að vera sam- taka í málum sínum og var ég einn af hvatamönnum þess að Bandalag íslenzkra listamanna var stofnað. Fýrstu 7 árin var ég gjaldkeri Bandalagsins. Nú starf- ar Bandalagið í þrennu lagi við mjög góð skilyrði og við verðum að gera okkur Ijóst hvaða erfið- leika brautryðjendurnir áttu við að etja, í þá daga var engin vinnu- stofa fyrir listamenn til í bænum, en nú hafa margir listamenn á- gætar vinnustofur og prýðilegt sýningarhús og ég gleðst yfir því hve listin er fjölþætt. En að mínu áliti er það eitt, sem gefur lista- manni rétt til að vinna: að hann finni sitt eigið form fyrir hugsan- ir sínar. Öll múgstefna í list er mér fjar- stæð. grím! — Hið rétta ríafij „Þang- brandar" er Þjóðviljanum kunnugt. * Hvað segja menn nú um þetta óhóf stríðsgróðalýðsins? Er það til þess að auðmenn geti farið svona að ráði sínu að sjómenn vorir hætta lífi sínu í millilanda- siglingum og vinnandi stéttir lands- ins þræla. baki brotnu og bera sjálf ar úr býtum rétt það nauðsynleg- asta til að draga fram lífið. Það eru þessir menn, sem kvarta hæst undan skattbyrðunum, — en er ekki von að sumum detti í hug að það sé skömm að því að skilja nokkuð eftir handa þeim. Menn eins og þessi auðugi „Þang brandur" eru þjóðarskömm. Þeir setja smánarblett á íslendinga ■ í augum annarra þjóða, sem nú berj- ast upp á líf og dauða fyrir frelsi og rétti manna til að lifa sómasam- legu lífi. Blöðin þurfa að sameinast um að fordæma svona atferli. Ann- ars er ekki gott að segja hvaða af- leiðingar svona gengdarlaust óhóf getur haft. Þrjár fyrirsagnir „Trúin á róginn og óttinn við dómstólana". „Hvílíkur Sósíalista- flokkur!“ „Lygafréttin í Pravda 12. janúar". Þetta voru aðalfyrir- sagnir Alþýðublaðsins í gær. Fyrsta greinin er eftir Guðmund í Guðmundsson, þann sem ekki þekkti föður sinn, þegar hann hélt íbúðum auðum til að geta braskað með hús. Guðmundur harm ar að fulltrúaráð verklýðsfélaganna skyldi ekki samþykkja tillögu Jóns Axels um að allt hafi verið löglegt í meðferð Alþýðuflokksbroddanna á eignum verklýðsfélaganna. Það er von að Guðmundur harmi þetta. Þar næst eru í greininni hreysti- yrði um að Alþýðuflokkurinn fagni málshöfðun. „Það er þó alltaf bún- ingsbót að bera sig karlmannlega.“ Að öðru leyti er greinin staðlaust bull. — Það er eins og við var að búast. Önnur greinin er eftir Stefán Pét- ursson. Það er leiðari blaðsins. Greinin hefst með þessum orðum: „Langt inn í raðir Sósíalistaflokks- ins hefur menn sett hljóða yfir fram komu Þjóðviljans um öryggismál sjómanna." Síðan streymir dellan, eins og stórfljót niður fjallshlíð, þessi sama. della og streymt hefur úr penna vesalings Stefáns síðustu dagana^ um að „kommúnistar" séu andvíg- ir öllum umbótum hvað öryggið á sjónum snertir, og allt stafi þetta af hlífð við dómsmálaráðherrann, sem Alþýðublaðið heimtaði að víkja úr embætti, eftir að hann fyrirskipaði sakamálsrannsókn út. af gerðabókum Fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna. Stefán skinnið get- ur víst ekki betur. Þriðja greinin mun vera birt til þes’s að sýna að fleiri séu það en Alþýðublaðið, sem hafa vonað að Hitler gæti lokið sínu „menningar- sögulega hlutverki" að leggja Sov- étríkin í rústir. Greinin er sem sé eftir amerískan Stefán Pétursson. 4 þús. króna minningar- gjöf um frú Kristínu Vída- lín Jacobsen Og við getum ekki gengið fram lijá því, að brautryðjendur ís- lenzkra myndlistamanna hafa sótt styrk sinn til íslenzkrar náttúru. Þetta á ekki að vera nein list- ræn trúarjátning, segir Guðmund- ur að síðustu, því ég hef lifað eftir öðru Jögmáli, serti rúmast í einum málshaatti: „Á veltandi steini vex . ekki mosi“. J. fí. Til minningar um frú Krist- - ínu Vídalín Jacobson hefur Barnaspítalasjóð Hringsins bor- ist tvær stórgjafir: Frá Banda- lagi kvenna í Reykjavík 3000 kr. og frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur 1000 kr. Færir stjórn Kvenfélagsins „Hringurinn“ gefendunum kær ar þakkir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.