Þjóðviljinn - 04.04.1944, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.04.1944, Qupperneq 2
z ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. apríl 1944. Greinargerð Þórarins Kr. Eldjárn í „Degi“ 9 marz Ár 1941, þriðjudaginn 22. febrú- ar kl. 10 árdegis barst hrepps- nefnd Ólafsfjarðarhrepps símleiðis vitneskja um það að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, sem þá háði sýslufund á Akureyri, hyggðist að synja Ólafsfjarðarhreppi um á- byrgð á fjögur hundruð þúsund króna láni til hafnarmannvirkja í Ólafsfjarðarkauptúni. Hrepps- nefnd sendi þá i snatri svohljóð- andi símskeyti: „Oddviti sýslunefndar Akureyri. Hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps skorar alvarlega á sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu að samþykkja á- byrgðar og lántökuheimild til handa Ólafsfjarðarhreppi til hafn- armannvirkja,' þar eð afkomu- möguleikar íbúa hreppsins velta algjörlega á því atriði. Til vara skorar hreppsnefndin á sýslunefnd að fresta afgreiðslu málsins til næstkomandi föstudags“. (Undirritað af öllum hrepps- nefndarmönnum). Sýslunefnd hafði áskoranir hreppsnefndar að engu og af- greiddi málið samdægurs með langri ályktun, og neitaði um á- byrgðina. Hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps boðaði þá til almenns hreppsfund- ar. Var hann mjög vel sóttur og þar var samþykkt m. a. svofelld tillaga frá hreppsnefnd: „Þar sem sýslunefnd Eyjafjarð- arsýslu virðist ætla að gera hafn- arbætur og fleiri framfaramál hér í Ólafsfirði óframkvæmanleg með neitun sinni á ábyrgð fyrir lán- tökum, skorar almennur borgara- fundur, haldinn í Ólafsfirði 26. febrúar 1944, á hreppsnefnd Ólafs- fjarðarhrepps að vinna kappsam- lega að því, að Ólafsfjörður fái bæjarréttindi sem allra fyrst“. Samtímis þessu var svo flutt á Alþingi þingsályktun um að heim- ila ríkisstjórn að verja allt að 200 þúsund krónum úr ríkissjóði til kaupa á efni til hafnargerðar í Ólafsfirði á komanda sumri. Á- lyktunin hlaut samþykki þingsins. Margir munu hafa undrazt nokkuð framkomu sýslunefndar í máli þessu og alveg sérstaklega það, að hún skyldi ekki sjá sér fært að draga loka-afgreiðslu þess um 2 daga. Það bendir til þess að málstaðurinn sé ekki góður. En Ólafsfirðingar fylltust réttlátri gremju, því þeim var að sjálfsögðu Ijósara en nokkrum öðrum, að með stöðvun framkvæmda í hafnar- málum Ólafsfjarðar var verið að skera framtíð þess stakkinn. Það var deilt um hvort sjávarút- vegskauptúnið Ólafsfjörður átti að vera eða vera ekki, í framtíð- inni. Þá berst okkur í hendur „Dag- ur“ fra 9. marz með greininni „Hafnarmál ÓIafsfjarðar“ eftir sýslunefndarmann Svarfdæla, Þór- arinn Kr. Eldjárn. Þessi greinar- gerð hans og túlkun öll á hafnar- málum Ólafsfjarðar er samboðin afgreiðslu sýslunefndarinnar, sem hann starfar í. Eftir að hann hefur farið nokkr- um orðum um synjun sýslunefnd- arinnar og viðbrögð Ólafsfirðinga segir hann: „Þar sem óvíst er, að öllum þorra landsmanna sé ljóst, hvað hér er um að ræða og yfirlýsing- ar Ólafsfirðinga virðast gefa í skyn, að synjun sýslunefndarinn- ar sé óvænt og óeðlileg, virðist ekki fjarri að reifa málið lítils- háttar á opnum vettvangi, svo að mönnum gefist kostur á, einkum Eyfirðingum, að skapa sér skoðun á málinu á hreinum grunni“. Þetta er skynsamlega mælt. Það er hverju máli bezt, að sem flestir viti hið sanna um það. Svo kemur þá hinn „hreini grunnur“ sýslunefndarmannsins, svohljóð- andi: „Samkvæmt þeim skjölum, sem fyrir sýslunefndinni lágu viðvíkj- andi hafnargerðinni, er áætlað, að höfnin í Ólafsfirði muni kosta 5(4 milljón kr. (lokuð höfn sennilega örugg). Af þessari upphæð, ef rétt reynist — en áætlanir hafa oft haft tilhneigingu til að standast ekki, hvernig sem fer um þessa — ber ríkissjóði að greiða % hluta allt að 1 milljón kr. Ætti þá hafn- arsjóður að bera l(/> millj., samkv. hafnarlögunum“. Einhverjir lesenda kynnu að halda að tölurnar í þessari grein væru prentvillur. En svo er ekki. Þetta eru einmitt ein aðalrök sýslunefndarinnar fyrir hinni um- ræddu synjun ábyrgðarinnar. Dæmið er svona: Tveir fimmtu af 5(4 eru 1 °g ef hann er svo dreg- inn frá 5(4 — kemur út 4(4 — fjórir og hálfur. Þórarinn Kr. Eldjárn ætlar „einkum Eyfirðingum“ að mynda sér skoðanir á þessum „hreina grunni“ og þeim er sannarlega ekki fisjað saman ef þeir komast með prýði í gegn um þá raun. Enda verður varla sagt „að sam- kvæmt þeim skjölum sem fyrir sýslunefnd lágu“, sé af ráðvendni með heimildir farið. Og skulu hér nefndar nokkrar tölur úr þessum skjölum, málinu til skýringar. Áætlun Hafnargerðar Ólafs- fjarðar miðað við fyrirstríðsverð er 1.215 millj. f hafnarlögum Ólafs- fjarðar er þessi upphæð rúmlega tvöfölduð og er hún þar 2.5 millj. Af þessari upphæð greiðir rikis- sjóður % — eða 1 milljón, en veitir ábyrgð fyrir % hlutum, eða 1.5 milljónum. Verði hafnarmannvirkin dýrari en þetta, kemur auðvitað ekki til mála að hreppurinn einn standi straum af því, heldur munu verða gerðar breytingar á hafnarlögum Ólafsfjarðar í svipað horf og hafn- arlögum Dalvíkur var breytt, er þau voru hækkuð um meir en 200% á síðasta ári, og mætti Þór- arni Kr. Eldjárn vera kunnur sá möguleiki. En óvíst er hvort til þess mundi koma, að hækkunar þyrfti, því enginn annar aðili en sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu virð- ist gera ráð fyrir að hafizt verði handa með framkvæmd fyrirhug- aðrar hafnar í heild, meðan nú- verandi stríðsástand helzt. Um þetta segir vitamálastjóri í álitsskjali frá 7. des. (og lá það fyrir sýslunefnd, ásamt hafnarlög- um Ólafsfjarðar, sem vitnað er í hér að framan): „Kostnaður við framkvæmd þeirrar hafnarvirkjunar, sem vita- málaskrifstofan gerði tillögur um, var áætlaður ca. 5(4 milljón krón- ur, með núgildandi verðlagi. Eins og nú lítur út með gang styrjald- arinnar virðist ákaflega vafasamt að ráðast í svo dýrar framkvæmd- ir, jafnvel þó takast mætti að afla til þeirra fjár og nauðsynlegs efnis og tækja, en möguleikarnir til þess eru áreiðanlega hæpnir. Það er því ekki hægt að ráða til að velja þessa leið“. Nei. Það sem um er að vera, er að hefja framkvæmdir sem bjarg- að geta bátaútveg Ólafsfjarðar frá algjöru hafnleysi, þangað til allar aðstæður batna svo, að tiltæki- legt þyki að hefja framkvæmdir hafnarmannvirkjanna .í heild og tillag vitamálastjóra er að byggja garð sem hér segir: „Tvö þil með 6.0 m. millibili úr reknum staurum 0 8”, bilið milli stauranna í þiljunum sé ca. 20 cm. Þiljunum sé haldið saman með járn-„akkerum“. Á milli stauraveggjanna komi grjótfylling, en meðfram. stauraveggjunum sé lagt grjót ca.: 1.5 m3 pr. hl. m. meðfram hvorum vegg til þess að hindra fráskolun meðan garðurinn er í smíðum, en nokkru meira grjót lagt við hausinn. Áætlaður kostnaður við 150 m. Iangan garð af þessari gerð er kr. ca. 320.000.00. Þessi garður liggur á svæði hins fyrirhugaða suðurgarðs. Þegar sá garður yrði gerður, mætti taka úr þessum garði akkeri og bolta, tré- verk og jafnvel eitthvað af staur- um. Annars myndi hann að nokkru leyti koma í stað nauðsynlegra verkpalla og auðvitað verða upp- fylling í suðurgarð“. Til samanburðar er rétt að geta þess, að sýslunefnd segir í neitun- arályktun sinni að þessi garður sé „... . í raun og veru ekki byrjun á hafnarbyggingu. Þrátt fyrir það er andvirði hans áætlað um 400 þús. kr. eins og hreppsnefnd hugs- ar sér hann“. t þessari setningu úr ályktun sýslunefndarinnar eru tvær mis- sagnir: 400 þúsund í stað 320 þús- unda króna áætlunar, og svo er þetta tillaga vitamálastjóra frem- ur en hreppsnefndar, en hrepps- nefnd og hafnarnefnd hafa að sjálfsögðu fallizt á hana. Þá vil ég enn vitna í sýslunefnd- armanninn. Nú er það „siðferðis“- áhugi hans fyrir velferð Ólafsfjarð- ar, sem knýr hann til að nefna tölur. Orðrétt segir hann eftir að hann hefur lýst því hve greiðslu- Barizt til varnarsigra Borgarablöðin hamast gegn kommúnistum þessa dagana. Mjög er þetta að vonum. Þau hugsa sem svo, að alltaf geti þau unnið „varn- ar-sigra“ eins og Hitler, og rétt sé að flækjast fyrir á undanhaldinu og tefja framsókn sósíalismans, — menningarinnar, lýðræðisins og framfaranna — eftir föngurn. Þekking- er vopn góðs mál- staðar Hver eru nú vopin, sem beitt er í varnarorustunni. í sem fæstum orðum mætti segja, að þau væru hugtakarugl. Hugtökin, sem þessir herrar auðvaldsins einkum rugla, eru lýðræði, einræði, bylting o. s. frv. Gegn þessum vopnum beita hinir sigrandi herir sósíalista hlut- lægum skýringum, á þessum hug- tökum, þeim er fyrir öllu að fólkið viti rétt skil á þeim, góður mál- staður krefst þekkingar og skiln- ings, þess vegna byggist sigur sósí- alismans bókstaflega á því, að all- ur almenningur sé vel upplýstur og skilji, meðal annars, til hlýtar hvað felst í hugtökum eins og lýðræði, einræði, bylting, og geri sér þess fulla grein, að lýðræði er hyrning- arsteinn framfara og menningar, en einræði myllusteinn um háls allra framfara. Lýðræði Lýðræði er í því fólgið, að hver einstaklingur, sem kominn er til vits og ára, hafi tillögu- og atkvæð- isrétt um hvernig þeim málum er stjórnað, sem snerta hann beint eða óbeint. Á síðustu og næst síðustu öld var háð mjög hörð og fórnfrek barátta fyrir þessum rétti. Þúsund- ir létu lífið í þeirri baráttu, allt íhald þess tíma hervæddist gegn lýðræðissinnunum, þeir voru taldir vargar í véum, þeir voru settir ut- an garðs, það var sagt að þeir væru að rífa þjóðfélagið niður o. s. frv. Allt voru þetta varnarorustur deyj- andi menningar og úrelts skipulags, og margur „varnarsigurinn" var unninn, en þrátt fyrir allt sigruðu lýðræðisöflin, stundum kostaði sig- urinn blóðuga uppreisn, eins og í geta sýslnanna sé takmörkuð: „Það er með þá staðreynd fyrir augum, að sýslurnar hafa lítil fjár- ráð, og sýslunefndirnar eiga að líta eftir að hreppsfélögin fari hyggi- lega með fjármál sín og ani ekki út í stórvafasöm fyrirtæki, sem kynnu að ofþjaka greiðslugetu hreppsbúa, að sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu hefur talið sig af sið- ferðilegum ástæðum — þótt öðru væri sleppt — skylda til að ganga á móti málaleitun Ólafsfirðinga um nýja ábyrgð ofan á hundruð þúsunda sem fyrir eru og sýslunni munu reynast nægilega þungar ef á reynir .... “ Þetta er klassiskt dæmi um hina föðurlegu umhyggju drottin- valdsins, sem gerir það sér til ynd- is að láta undirsátann kenna á valdi sínu, og þegar önnur rök bregðast er þó alltaf hægt að nota „siðferðið“ sem skálkaskjól, og ekki sakar að ýkja ofurlítið til þess að styrkja hinn „hreina grunn“ siðferðisins. Samkvæmt heimildum frá odd- vita Ólafsfjarðarhrepps er Eyja- fjarðarsýsla í ábyrgð fyrir 150 j Framhald á 5. síðu. I frönsku byltingunni 1789, stundunr varð byltingin án uppreisnar eins og í Danmörku og á íslandi, en byltingin var hin sama í öllum til- fellum, stéttir sem áður voru valda lausar hófust til valda, nýtt þjóð- félagsform var sett á laggirnar. Það sem vannst Auðvitað vann lýðræðið ekki fullnaðarsigur í þessum átökum, ekkert nýtt skipulag vinnur fulln- aðarsigur í einu vetfangi, áratug- um, jafnvel öldum saman er það að þróast. Það lýðræði, sem barizt var fyrir á síðustu og næst síðustu öld, var hið borgaralega lýðræði, eins og það hefur verið nefnt, og er í því fólgið, að menn, sem hafa náð vissum aldri (hér 21 árs) og upp- fylla viss skilyrði, geti með atkvæði sínu haft áhrif á hverjir stjórna málefnum sveitarfélaganna og rík- isins. Sá hópur, sem í fyrstu fékk þennan rétt, var mjög takmarkað- ur, enginn kvenmaður fékk kosn- ingarétt, og aðeins þeir karlmenn, sem áttu talsverðar eignir. Þannig voru verkamenn án kosningarétt- ar. Þróunin hefur siðan gengið í þá átt að gera kosningaréttinn jafnan og almennan, og þar sem öfl ein- ræðisins hafa ekki þurrkað hið borgaralega lýðræði út, er nú svo- komið að kosningarétturinn er orð- inn býsna jafn og almennur. Hömlur á framkvæmd í framkvæmdinni eru hinsvegar ýmsar hömlur á kosningaréttinum.. Til þess að geta komið skoðunum sínum á framfæri þarf að jafnaði fjármagn. Af þessum sökum er það, að hagsmunahópar innan auðvalds- þjóðfélgsins bindast samtökum um að gefa út blöð, og reka flokka. Þeir sem vilja koma skoðunum sín- um á framfæri, en eiga ekki sam- leið me,ð einhverjum þeim hóp sem hefur komið sér saman um að gefa út blöð til að túlka skoðanir sínar, eiga þess að jafnaði lítinn eða eng- an kost að koma skoðunum sínum á framfæri. Þannig verða flokkarn- ir að vissu leyti hemill á lýðræð- inu, og verður vissulega ekki hjá því komizt undir núverandi skipu- lagi. Fullkomnara lýðræði Sósíalistar berjast fyrir að full- komna lýðræðið, bæði með því að* gera öllum kleift að neyta þess og með því að færa það inn á ný svið. Stjórn sveitamála og ríkisins varðar hvem einstakling vissulega mikils, en stjórn atvinnumálanna og hinna einstöku atvinnufyrir- tækja varðar hann vissulega eins miklu — og þó meira. Sósíalistar berjast fyrir lýðræði í atvinnumál- um, þeir vilja tryggjahverjumvinn andi manni rétt til að hafa áhrif á rekstur þeirra framleiðslufyrir- tækja, sem hann vinnur við. Þessí barátta er beint framh. baráttunn- ar fyrir hinu borgaralega lýðræði, og stefnir á engan hátt að afnámi þess. Þvert á móti vilja sósíalist- ar tryggja, eftir því sem auðið er, að allir geti notið hins borgara- lega lýðræðis; þetta verður tryggt meðal annars með því, að gefa öllum verkalýðsfélögum og hvers- konar menningarfélögum aðgang að prentsmiðjum og öðrum áróð- urstækjum og með því að gefa þessum sömu stofnunum réttinn til að hafa menn í kjöri til sveitar- stjórnar og þings. Hér er stuttlega gerð grein fyrir lýðræðisbaráttu sósíalista, og þess vænzt, að góð- fúsir menn kjósi heldur að hafa það sem satt er í þessu máli og. öðrum, heldur en fleipur og rang- færslur borgarablaðanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.