Þjóðviljinn - 04.04.1944, Síða 3
Þriðjudagur 4. apríl 1944.
ÞJÓÐTILJINN
Áfram til aukinnar þekkingar
Mér hefur borizt frá hermanni
•einum í síma- og skeyta-deild
hersins spurning, sem ég ekki get
svarað. En málið er svo merkilegt,
að ég ætla að helga því eina grein.
Hann spyr hvað gerist, þegar
maður lærir að símrita (morsa).
Það gengur erfiðlega í fyrstu en
seinna sendir maður og tekur á
móti skeytum umhugsunarlaust.
Án efa verða breytingar í tauga-
kerfi hans. Vér getum stungið upp
.á sennilegum skýringum og held-
ur ekki meir.
Taugakerfi mannsins saman-
stendur af miklum fjölda tauga-
fruma í heila og mænu. Þær eru
nokkur þúsund milljónir að tölu
eða fleiri en íbúar jarðarinnar. Frá
frumunum ganga þræðir, sem
deyja og hætta að leiða, ef þeir
slitna úr sambandi við móður-
frumuna.
Sumir þessir þræðir flytja boð
til taugakerfisins, aðrir flytja boð
frá því. Flestir liggja frá einni
taugafrumu til annarrar.
Aðflutningsþræðirnir liggja t. d.
frá skynfærum, svo sem augum og
snerti-skyninu í húðinni; aðrir
flytja boð, sem aldrei birtast sem
skynjun, heldur framkalla ósjálf-
ráð viðbrögð (reflexa).
Vér stjórnum t. d. venjulega
hjarta og öndunarstarfsemi vorri
án þess að vita af því.
Fráflutningsþræðir eru t. d.
hreyfiþræðirnir til vöðvanna, en
þeir koma af stað vöðvasamdrátt-
unum. Ennfremur tafar-þræðir til
sumra vöðva, svo sem hjartans, en
það heldur áfram að slá, jafnvel
eftir að allar taugar til þess hafa
verið skornar. Er því nauðsyn að
geta bæði liraðað og dregið úr
hvatastarfseminni. Enn eru frá-
flutningsþræðir, sem auka eða
draga úr framleiðslu kirtlanna, svo
sem svita eða magasafa.
Vér getum nú með raftækjum
fundið boðin, sem berast með ein-
nm einstökum taugaþræði, og
magnað þau svo að þau heyrist í
hátalara.
Vér getum mælt hraða þeirra,
hitann sem þau framleiða og svo
framvegis. Þau samanstanda af ó-
samsettum bylgjum eins og í rit-
símaþræði og áhrif þeirra eru ein-
göngu undir því komin hvernig
taugaþræðirnir eru tengdir og
bylgjufjöldanum á sekúndu hverri.
Þau eru ekki annað en bylgja af
kemiskri breytingu, sem berst eft-
ir tauginni og þess vegna ekki sér-
lega leyndardómsfull.
Einfaldasta starfsemin, sem
taugakerfið tekur þátt í, er kölluð
óskilorðsbundið viðbragð (reflex).
Sum þeirra, samdráttur ljósops-
ins, þegar ljós fellur á augað, eru
alls óháð stjórn viljans nema hjá
cinstöku manni. Viðbragð er það
■ennfremur, þegar maður kippir að
sér hendinni, er stungið er í hana,
jafnvel þótt sömu vöðvar séu
endranær undir stjórn viljans.
Mænan getur framkvæmt ýms
af þ essum viðbrögðum jafnvel eft-
ir að sambandið milli hennar og
heilans hefur verið rofið með
skurði, en þá er engin tilfinning
hvorki fyrir stungunni né hreyf-
ingunni. Heilbrigður maður getur
hinsvegar beitt vilja sínum til að
draga úr hreyfingunni, sem leiðir
af stungunni. Jafnvel einfaldasta
viðbragð nær til allmargra tauga-
fruina. Mestur hluti tímans, sem
líður frá því að vakinn, t. d. ljós-
>geis]inn eða stungan, verkar og
yEFTIR
hjálpa endurminningarnar okkur
til að taka ákvörðun og mikill
fjöldi taugafruma tekur til starfa.
En þegar búið er að velja mörg-
um sinnum á sama hátt undir
svipuðum kringumstæðum, t. d.
slá — . . fyrir D fer viðbragðið
fram hjá meðvitundinni, svo vér
getum hugsað um annað meðan
viðbragðið fer fram.
að ég léti mér ekki nægja
eða héldi, að ég væri búinn að ná
fullum sálarþroska. Ég varð að
skammast mín fyrir sjálfsánægju
prófessor \. B. S. Haldane
þar til vöðvinn dregst saman, fer
í að koma boðunum milli fruma
en ekki í leiðsluna eftir tauga-
þráðunum.
Þessi viðbrögð eru meðfædd.
Sum starfa frá fæðingu en önn-
ur koma fram síðar. En-þau eru
ekki lærð.
Auk meðfæddu viðbragðanna
eru ýmsar tegundir skilorðsbund-
inna viðbragða, sem byggjast á
reynslu. Bezt þékkt eru viðbrögð
kirtlanna, svo sem munnvatns-
kirtlanna, sem ekki cru undir
stjórn viljans.
Soltinn maður þarf ekki að
bragða mat og ekki einu sinni að
sjá hann eða finna lyktina af hon-
um. Það nægir að tala um mat
við hann eða að borðklukkunni
sé hringt.
Vinna I. P. Pavlovs byggist að
mestu á skilorðsbundinni fram-
leiðslu á munnvatni. Hundinum
var gefið að eta strax eftir að hann
hafði verið látinn heyra tiltekinn
tón, en ekki eftir annan tón. og
munnvatn kom aðeins eftir mat-
ar-tóninn. Sumum hundum tókst
að aðgreina hálftóna. Slíkar til-
raunir voru gerðar með mörgum
tegundum vaka.
Hr. Bernhard Shaw finnst þeir
hafa verið grimmir við hundana.
Haníi hefði átt að sjá, eins og ég
gerði, i hund sem dró á eftir sér
eftir einum ganginum á vinnustof-
unni í Leningrad ei'hn starfsmann-
anna af ákafanum í að komast
inn í tilraunaherbergið. Ég skal
játa, að ef slíkar tilraunir væru
gerðar á mér mundi mér sennilega
leiðast. Þessi hundur virtist ekki
líta þannig á.
Önnur skilorðsbundin viðbrögð,
í mönnum að minnsta kosti, eru
framkvæmd með vöðvum, sem
viljinn ræður yfir og bæði vilji og
meðvitund eru nauðsynleg við
byggingu þeirra. Þannig er með
þau viðbrögð, sem til greina koma
við allskyns vandasöm störf eins
og að læra á hjóli eða að senda
ritsímaskeyti.
Meðvitund er einungis líffræði-
i lega gagnleg, þar sem um val er
að ræða.
Vér göngum hugsunarlaust þar
til vér þurfum að ákveða hvorum
megin vér þurfum að ganga við
einhverja hindrun, sem verður á
veginum, eða með öðrum orðum
þar til eitthvað utanaðkomandi
.truflar röð viðbúrðanna. Þá
Eitt þýðingarmikið atriði við
náni nýrra vandastarfa er að
taugaboðin ryðja sér nýja 'leið í
heilanum, leið sem liggur um færri
taugafrumur en áður og svarið
verður þess vegna fljótara og önn-
ur taugastarfsemi hefur síður
truflandi áhrif á það.
Hinar nýiu götur myndast ekki
með því að nýir taugaþræðir vaxi,
heldur sennilega með því að frum-
urnar verða næmari fyrir sérstök-
um tegundum ertingar. Vér vit-
um t. d., að sumar frumur svara
ekki við einni ertingu, sem berst
eftir þræðinum, þær útheimta röð
ertinga með ákveðnu bili á milli
eða samtímis ertingar frá nokkr-
um öðrum frumum*.
Ein tæknin við að rannsaka ert-
ingu á einstökum frumum er svo
erfið og ný, að mönnum hefur
ekki enn tekizt að mæla muninn á
næmi þeirra.
Þeir, sem færastir eru til að
vinna slík störf, eru nú að vinna
að rannsóknarefnum eins og sam-
græðslu á særðum taugum eða að
radiomiðunum.
Vér vitum þó hvar taugabraut-
irnar, sem eru notaðar við að læra
símritun, liggja og það höfum við
lært af að skoða særða manns-
heila.
Þær eru aðallega í vinstri lilið
heilans yfir eyranum. Hvað sjón-
ina snertir liggja þær einnig all-
langt aftureftir.
Skemmd á framhlutum heilans
hefur ekki áhrif á handlag, en
dregur hinsvegar úr framtaki og
spillir félagslegri hegðan.
Ef tíundi hluti af þeirri snilli,
sem nú er notuð í síma- og skeyta-
deild hersins, yrði notuð til að
skrá og þýða tauga-strauma og
framleiða þá með tilraunum, mun
verða hægt að svara spurningu
herinannsins innan 10 ára.
Foreldrablaðið
Foreldrablaðið, marz 1944 er ný
komið út. í því eru þessar greinar:
Örvhent börn, eftir Símon Jóh. Ág-
ústson; Skíðaferðir, eftir Arnfinn
Jónsson; Hvað er hægt að gera fyr
ir tornæmu börnin? eftir Guð-
mund I. Guðjónsson; Heilbrigðis-
eftirlit og heilsuvernd í skólum,
eftir Ólaf Helgason; Barnavinafé-
lagið Sumargjöf, eftir Arnfinn
Jónsson; Barnahjálp, eftir Ingi-
HiðnalMDtoMtllallsFi
Eftir Míchacl Gold
Ég sá dálítið skrýtna sjón á
köldu vetrarkvöldi í Moskvu árið
1930.
Ég var á gangi úti á götu og leit
af tilviljun inn um glugga á neðstu mma.
hæð stórs íbúðarhúss. Ég sá hóp
gamalmenna sitja við lítil púlt
einS og þau væru í skóla.
Rússneskur kunningi, sem var
með mér, sagði: „Já, þetta er ný
tegund af borgarhverfaskólum.
Þessir afar og ömmum eru ólæs,
og þetta er eitt af þúsundum nám-
skeiða, sem haldin eru til útrým-
ingar ólæsi“.
Kennarinn var myndarleg gagn-
fræðaskólastúlka með rjóðar kinn-
ar og glettnisleg augu. Hún virt-
ist vera snjall kennari, — ein af
heilum herskara rússnesks æsku-
lýðs, sem liafði boðið sig fram til
að hjálpa eldra fólkinu til að sigr-
ast á fáfræðinni, sem keisara-
stjórnin skildi eftir. Einu sinni
voru meir en 80 af hundraði Itússa
ólæsir. Undir ráðstjórninni er nú
ekki eitt einasta ólæst gamal-
menni.
í herferðinni gegn ólæsinu kom
í ljós mikil námfýsi meðal roskins
fólks. Heilinn stirðnaði ekki á
miðjum aldri eða neitaði að taka
móti nýjum liugmyndum og nýrri
kunnáttu. Stirðnunin var ósann-
indi á þessu sviði sem öðrum í
heimspeki þeirra, sem vildu stöðva
framfarirnar.
Afleiðingin varð sú, að Sovét-
sambandið varð einn feikilegur
háskóli. Ég talaði við mörg hundr-
uð karla og kvenna á ferð minni
þar 1930, og það, sem vakti mest
athygli mína, var að allir voru að
læra eitthvað.
Gamlir bændur, sjötugir eða
meir, voru að læra undirstöðuat-
riði vísindalegs landbúnaðar á
nýju samyrkjubúunum. Hver stál-
smiðja, vefnaðarvöruverksmiðja
og aðrir vinnustaðir höfðu bóka-
safn, leikhús og verkamannaskóla,.
sem héldu námskeið, í listum og*
vísindum, og var lögð sérstök á-
herzla á vísindaleg og tæknileg
viðhorf þeirrar starfsgreinar, sem
hlutaðeigandi verksmiðja starf-
aði í.
Ég hét því, er ég væri kominn
aftur til Ameríku, að sökkva mér
niður í námsiðkanir, sem gætu
komið mér að gagni í daglegu
starfi mínu. Maður verður að
halda áfram að vaxa allt lífið, má
ekki kalka í fordómum og fáfræði.
Margsinnis var ég spurður á
þessa leið í Sovétríkjunum: „Hvað
ert þú að læra núna, félagi?“ Ég
var þó 35 ára gamall rithöfundur,
sem hafði samið allmargar bækur
og leikrit, en þeir töldu sjálfsagt,
mar Jóhannesson; Hættur kyn-
þroskaáranna, eftir Hannes Guð-
mundsson; Frá skrifstofu fræðslu-
fulltrúa, eftir Jónas B. Jónsson;
Skólabörnin og Ileiðmörk, eftir
Arngrím Kristjánsson; Skólasókn,
eftir Jón Sigurðsson; Vaxtárrækt,
eftir Jónas Jósteinsson; Lestrar-
kennsla eftir Hannes M. Þórðar-
son og Ný skólahús í Reykjavík,
eftir Guðmund I. Guðjónsson.
Þegar ég kom aftur til Banda-
ríkjanna, kom ég í annan heim og
gat aldrei alveg hert mig upp í að
fara aftur í skóla. Ég tíndi upp
hitt og þetta með lestri, auðvitað.
En það er ekki nóg að lesa.
Maður verður að fara í skóla.
Maður verður að taka námsefnið
fyrir á skipulegan liátt, svo að
það þróist á lfrænan hátt í hug-
anum.
Fyrir skömmu ákvað ég að búa
mig undir þátttöku í hergagna-
framleiðslunni, ef einhvern tíma
þyrfti á að halda, og hef sótt einn
af tækniskólum ríkisins fimm
kvöld í viku.
Það hefur verið góð upplyfting
fyrir andann og viljann að vinna
við bekk við hlið annarra karla
og kvenna, læra nýtt handverk,
kynnast nýjum kenningum í eðl-
isfræði, rafmagnsfræði, stærðfræði-
legum formúlum og fleira því líka.
Öll bandaríska þjóðin gengur
nú í slíka skóla. Við erum að
byrja að skilja liina miklu mennt-
unarsókn Rússa. Það stafar af
ægilegri nauðsyn, — kröfum stríðs-
ins. En það vex óhjákvæmilega
og verður alþýðleg menning.
Piltarnir okkar í hernum læra
af miklum áhuga. Milljónir þeirra
gleypa í sig nýjár hugmyndir í
her- og flotaskólunum, þar sem
mönnum eru kenndar allar þær
listir, sem þörf er fyrir í nútíma
styrjöld.
Þessar milljónir þjálfaðra raf-
magnsfræcftnga, hjúkrunarmanna,
mataræðisfræðinga, stærðfræðinga
og annarra menntaðra hermanna
munti ekki gleyma strax hinni
nýju menntun sinni.
Piltar, sem áður voru áhuga-
litlir og menntunarsnauðir, verða
orðnir stoltir sérfræðingar og
munu ahlrei sætta sig við atvinnu-
leysi eða útilokun, þegar þeir
koma heim aftur. Þeir munu held-
ur ekki vera ófærir um að taka
vísindalega afstöðu til stjórnmála
og hagfræði.
Þessi volduga tæknimenntunar-
alda í Bandaríkjunum nær til
milljóna af miðaldra og rosknum
körlum qg konum. Margt af
þessu fólki er nú hamingjusamt í
fyrsta sinn.
Það vinnur nytsamt verk fyrir
þjóðfélagið. Það nýtur virðingar.
Það uppgötvar nýja hæfileika hjá
sjálfu sér.
Það verður erfitt fyrir verstu
fasistaflokka að stöðva þróun
þessa fjölda Bandaríkjamanna,
sem hcfur þannig fundið sjálfan sig.
„Fólkið er dýrmætasti höfuðstóll
liverrar þjóðar“, sagði Stalín einu
sinni. Bandaríska þjóðin er að
komast á hærra menningarstig í
þessu stríði. Allir forvitringar ættu
að meta liana samkvæmt því.