Þjóðviljinn - 04.04.1944, Page 7
Þriðjudagur 4. apríl 1944.
ÞJÖÐVILJINN
7
LECK FISCHER:
H*hor Floden:
ENGLAHATTURIN N
ævintýrum. Var ég þá kominn í einhverja ævintýra-
höllina?
Eg hafði ekki ráðrúm til að hugsa lengi um þetta,
því að Pétur þreif af mér ljóta hattinn og kom með
annan. — Hann setti hvítan, gljáandi, glerharðan strá-
hatt á höfuðið á mér. Það var sá fallegasti hattur, sem
ég hafði séð á ævi minni. Það var blár borði um koll-
inn á honum.
„Líttu í spegil, drengur, „sagði Pétur. Og ég ætlaði
aldrei að fá nóg af að skoða mig í speglinum. Eg rétti
úr mér, tók af mér h&ttinn, strauk hárið upp og setti
hattinn á mig aftur. Eg dustaði ryk af treyjunni minni
og færði bætta buxnahnéð aftur fyrir hitt.
Það var munur að sjá manninn í speglinum með
hvítan stráhatt eða labbakútinn, sem lagði af stað ber-
höfðaður að heiman 1 morgun.
„Hvemig lízt þér á hann? Ertu ekki nógu myndar-
legur?“ spurði Pétur.
„Jú, nú er ég myndarlegur,“ svaraði ég brosandi
út að eyrum og sneri mér að Pétri.
„Já, þetta er hattur, sem fer þér vel. Á ég að vefja
utan um hann fyrir þig?“
Það er bezt að ég hafi hann á höfðinu. Hann fer
bezt á því —. En hvað kostar hann?“
Pétur svaraði engu, en hann skoðaði hatíinn í krók
og kring, hvíta fóðrið, bláa bandið um kollinn, og hann
yar áreiðanlega að reikna það út, hvað hatturinn væri
dýr.
„Já, þetta.er reglulegur höfðingjahattur og þeir eru
dýrir, en af því hann fer þér svo vel og af því þú ert
búinn að ganga svo langa leið berhöfðaður, þá læt ég
þig hafa hann á eina krónu og tíu aura.“
Eg lagði hattinn frá mér, beit saman tönnunum, og
kingdi munnvatni mínu margsinnis. En ekkert dugði.
Eg var ekki maður til að bera þetta.
„Hún — mamma — sagði — að ég ætti að kaupa
hatt — fyrir — tuttugu — og — fimm — aura,“ sagði
ég og ætlaði varla að koma orðunum upp.
0$ ÞETTA
Lengsti kvæ§aflokkur veraldar-
innar er indverska kvæðið Mahab-
harata. Það er 100.000 erindi.
Enda er sagt að það hafi verið
1200 ár í smíðum, og því alls ekki
ort af einum og sama höfundi,
heldur mörgum, sem hafa tekið
við hver af öðrum — en loksins
gefizt upp, einhverntíma á átt-
undu öld e. Kr.
*
Stærsta málverk veraldarinnar
er Paradísarmálverk Tintorettos í
Hertogahöllinni i Feneyjum. Það
er 280 metra langt og 11 metra
breitt.
Innfæddir menn í nýlendu einni
í Vestur-Afríku kröfðust þess eitt
sinn, að tveir konungar réðu rík-
inu, það er að segja, annar vekti
á nóttunni meðan hinn svæfi. Svo
þýðingarmikið álitu þeir starf
þjóðhöfðingjans, og fengu þeir
þessu framgengt.
★
Jónsi: Hvers vegna hefur þú
bundið um hendina?
Grímsi: Eg marði mig milli jóla
og nýárs.
Jónsi: Það er víst ekki notalegt
að verða á milli þeirra.
★
A: Það er svo lágt undir Ioftið,
þar sem ég bý, að ég borða alltaf
af grunnum diskum.
B: Þar sem ég bý er svo þröngt,
að ég verð að fara út sjálfur ef
gestur kemur.
*
Frú María: Finnst yður ekki
Sísí mín líkjast pabba sínum?
Frú Marta: Verið þér alveg ró-
legar, ólagleg smábörn fríkka oft
svo með aldinum, að þau verða
gullfalleg.
þorir hann ekki að tala við
mig“. endurtók hún hægt
„Já, en þú veizt þó —.“
Svea greip fram í fyrir
henni: „Eg veit ekkert nema
það, að ef Henrik gerði það
fyrir mín orð að flytja heim aft
ur, þá mundi ég ekki treysta
mikið á viljaþrek hans fram-
_ „ U
ar.
Svea hallaði sér aftur á bak í
stólnum og lét aftur augun. Hana
langaði til að geta treyst því, að
Henrik væri orðmn nýr maður.
Hún hafði verið viss um það í dag,
en' nú kom efinn aftur. Hvers
vegna hafði hann ekki viljað tala
við hana. Var það bara af hræðslu,
að hann ætlaði að fara alfarinn?
Hún vildi ekki segja Henny á-
hyggjur sína. Þetta var dapurlegt
allt. Hún hafði hlakkað svo mikið
til, en nú komu vonbrigðin.
Áður en Henny kom í seinna
skiptið, hafði hún verið að leika
við barnið og gert sér í hugarlund
að hún ætti sjálf heimili, mann
og barn. Svona dagdraumar voru
heimskulegir, en erfitt að venja
sig af þeim. Hún átti ekki eftir að
eignast heimili fyrst um sinn.
Hlutskipti hennar var að sjá um
föður sinn í ellinni.
„Heldurðu að pabbi sé kominn
heim? Ég skil ekkert í, hvað hann
er lengi“. Svea leit upp.
„Hann hlýtur að fara að koma“,
svaraði Henny tómlátlega. Hún
hafði séð að éitthvað var að Sveu,
en skildi ekki, hvað það var. Og
nú hugsaði Ilenny um Rudolf.
Ætti hún að fara til hans?
„Hvers vegna varstu svona óró-
leg í fyrra skiptið, sem þú komst
hingað upp? Er nokkuð að Kurt?“
spurði Svea allt í einu.
„Já, hvers vegna---------? Fyrst
heimsótti ég frú Bode og hún tók
á móti, mér eins og ég væri laus-
lætiskvendi. Svo fór ég til frú
Hammer. Þar hitti ég Jan og varð
honum samferða í bíl — það var
rigning og við úttum samleið. Og
þá veit ég ekki fyrr en Rúdolf
mætir okkur í sporvagni. Það var
ekki beint heppilegt. Mér er ó-
mögulegt að ná tali af honum.
Hann er aldrei heima, þegar ég
hringi".
Henny gekk bak við stól Sveu,
að bókahillunni og tók eina bók-
ina. Hún ætlaði ekki að lesa. En
þetta var eina bókin með bláum
kjöl innan um eintómar brúnar
bækur.
„Hvað ætlarðu að gera?“ spurði
Svea án þess að líta við.
„Ég hátta. Ég er þreytt“.
Henny lét bókina í hilluna aft-
ur. „Það kemur fyrir, að mér
finnst ég geta tekið öllu með kæru-
leysi. Kannast- þú við þá tilfinn-
ingu?“
„O, já“, sagði Svea.
„Og þá langar mig bara til að
sofa. — Stinga andlitinu niður í
koddann og vera alein!“
„En þú vildir líklega ekki láta
bíða að hátta? Ég get ekki farið
frá barninu. Það getur vaknað“.
„Ætlarðu að finna Henrik?“
„Ég veit ekki. En viltu gera
þetta? Þau sögðu auðvitað að mér
HVÍlBAEBfteái
væri óhætt að fara frá henni, þeg-
ar hún væri sofnuð, en ég vil það
ekki. Ég verð ekki róleg nema þú
sitjir hjá henni“.
„Ég skal gera það“, sagði
Henny. Hún lofaði þessu umhugs-
unarlaust. Þá þurfti hún ekki
lengur að brjóta heilann um, hvort
.hún ætti að fara til Rúdolfs eða
ekki. Nii gat hann beðið, fyrst
hann vildi ekki anza henni í síma.
Hún trúði því alls ekki, að hann
væri alltaf í ökuferðum. Ef lnin
svo kæmi hlaupandi til hans, gæti
hann haldið að hún hefði vonda
samvizku.
„En ef ég verð ekki komin fyr-
ir klukkan tíu, máttu hátta róleg“,
•sagði Svea um leið og Henny gekk
út úr dyrunum.
Henny fór vegna þess, að hún
áleit að Svea vildi helzt vera ein.
Sjálf gat hún verið ein niðri og
ráfað um íbúðina. Ef til vill átti
hún eftir að iðrast þess að lofa að
vera heima. En nú varð það ekki
aftur tekið.
Hún gekk liægt niður bakstig-
ann. Það marraði í þrepunum.
Hún hafði skilið við ljós í eldhús- |
inu og nú flýtti hún sér að kveikja
í ganginum og lokaði sig inni í
mannlaúsri íbúðinni. Þetta var
bjánalegt, að hafa alstaðar ljós,
en einstöku sinnum er afsakan-
legt að láta undan kenjum sinum.
En allt í einu heyrði hún að ein-
hver var inni í stofunni. Henni
varð illt við, af því að hún hélt
að hún væri alein, og ósjálfrátt
datt henni í hug innbrotsþjófur.
En þá sá hún hatt pabba síns og
frakka á snaga í forstofunni og
varð róleg. Hvaða erindi ættu líka
þjófar inn í íbúð, þar sem engu
var að stela?
Pabbi hennnar leit ekki upp,
-þegar hún kom inn. Henni þótti
það undarlegt og hún varð strax
hrædd um, að hann væri veikur.
Hann sat í völtustólnum með oln-
bogana á hnjánum og horfði niður
á gólfið. Gleraugun hans lágu á
borðinu. Var hann sofandi? Var
hann veikur? Eða hafði eitthvað
komið fyrii'?
Hún lagði hendina á öxlina á
honum.
„Pabbi, hvað er að þór, pabbi?
Á ég að hjálpa þér í rúmið? Því
siturðu svona?“
„Það er ekkert. Ég mæðist. bara,
þegar ég geng upp stigann. Eg er
líka búinn að ganga langt og ég
er ekki ungur enn. „Hann rétti
úr sér. Hann fálmaði eftir gler-
augunum, og Henny rétti honum
þau. Hún trúði honum ekki. Það
var eitthvað annað að honum
en að hann væri þreyttur af að
ganga upp stigann.
„Hvers vegna viltu ekki segja
mér, hvað er að þér?“ spurði hún
blátt áfram.
„Já, hvað hefur komið fyrir?“
— — Lundbom fór að segja frá
og áleit, að röddin væri eins og
venjulega. Hann sagði frá sam-
tali sínu við Járvel, en nefndi ekki
aðal ástæðuna til þess að hann
fór að finna hann. Það skipti líka
engu máli.
Nti átti hann bara eftir að segja
Sveu og Henrik þessa sömu sögu.
Börnin áttu öll að fá að heyra
hana af hans munni. Hann ætlaði
ekki að hlífa sér við því.
„Er það þess vegna, sem þér
var sagt upp?“
Henny gat ekki dulið undrun
sína. Lundbom sá strax skap-
brigði hennar. Hún hafði aldrei
litið á hann á þennan liátt. Hann
sætti sig við það, en þó sárnaði
honum. Hann var ekki að biðja
um meðaumkun. Hvers vegna var
það einmitt Ilenny, sem tók þessu
svona?
„En ertu viss um að þetta sé
rétt hjá Járvel?“ sagði hún glað-
lega eins og hún ætlaði að hug-
hreysta hann. Hún vissi ekki að
það var of seint.
„Járvel hefði enga ástæðu til að
segja þetta, ef það væri ekki satt.
Og þegar ég finn það líka sjálfur,
þá getur það ekki verið neitt efa-
mál“.
„Nei, nei, auðvitað ekki“.
Henny vildi ekki bera á móti
neinu, sem liann sagði, til þess að
gera honum ekki gramt í geði. En
| hún óskaði þess innilega, að Svea
væri komin. Henny fann að hún
var sjálf úrræðalaus. Hún hafði
örsjaldan séð pabba sinn í geðs-
hræringu.
„Nú þarf ekki að taka tillit til
mín framar. Ef þið viljið selja
húsgögnin megið þið það mín
vegna“.
„Þú mátt ekki taka þetta svona
nærri þér, pabbi. Það verður erfitt
í bráðina, en við hljótum að finna
einhver ráð“.
„Það hef ég líka. alltaf verið að
segja. En ég veit bara ekki hvern-
ig á að finna þau“.
Rödd hans var orðin styrkari
og nú leit hann upp aftur og
þurrkaði sér um ennið á vasaklút.
Hönd hans skalf.
Henny fór að hugsa um ellina
og dauðann, þegar hún sá hönd
hans skjálfa. Og hún varð' hrædd
við hugsanir sínar. Ef pabbi henn-
ar dæi, yrði allt miklu auðveldara.
Hún óskaði þess ekki, en ósjálf-
rátt datt henni í hug, hvernig
framtíðin mundi þá verða. En
hvernig í ósköpunum gat henni
dottið þetta í hug? Var hún svona
vond?
Henny þótti vænt um pabba
sinn og hana langaði til að hjálpa
honum, ef hxin gæti, og kæfa þessa
löngun til að verða frjáls og fara
að heiman.
„Við verðum líklega að flvtja í
aðra íbúð, eins og Karl segir, ef
það stoðar eitthvað".
„Vertu ekki að hugsa um það
núna, pabbi. Þú skalt fara að
hátta, og ef þú verður ekki vel
hress á morgun, skaltu ekki fara
á verkstæðið".
,,Á morgun", endurtók hann og
það var einkennilegur hreimur i
röddinni. Hann gat varla áttað
sig á því, að hann ætti að fara til
vinnu sinnar á morgun, eins og
vant var. Skyldi hann hafa þrek
til þess? Var ekki bezt að verða
heima og gefast upp strax?
Hann stóð á fætur og gekk að
borðinu.