Þjóðviljinn - 04.04.1944, Síða 8

Þjóðviljinn - 04.04.1944, Síða 8
ft S 9 c e IS.B.W EÆll.fLttí»JUWaEB3EaSCI Ljósatími ökutækja frá kl. 7.30 að kvöldi til kl. 5,35 að morgni. Bifreiðastjóri varðlæknis er Gunn ar Ólafsson, Frakkastíg 6 B. Sími 3391. Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Næturlæknir í læknastöð Reykjavíkur: Bergsveinn Ólafs son, Ránargötu 20. IJtvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Arthur Schweitzer leikur á orgel. 20.20 Tónleikar Tónlistarskól- ans: Lög úr Pétri Gaut eftir Grieg. (Hljómsveit leikur, dr. Urbantschitsch stjórnar). 21.00 Erindi: Um leiklist (Æv- ar R. Kvaran lögfræðing- ur). 21.25 Hljómplötur: Gömul kirkjutónlist. 5/fíða/é/ag Reykjavíkur ráðger- ir að fara skíÖaför upp á Hellis- heiði á skírdag. Lagt á stað frá Austurvelli að morgni kl. 9. Far- miðar seldir hjá L. H. Muller á miðvikudaginn til félagsmanna til kl. 4, en kl. 4 til 6 til utanfé- lagsmanna ef afgangs er. Á laugardaginn fyrir páska, á páskadag og annan páskadag er ráðgert að fara skíÖaferÖir og lagt á stað kl. 9 á morgnana. Farmiðar seldir við bílana til fé- lagsmanna, eftir því sem farkost- ur leyfir. Sigríður Jónsdóttir frá Fá- skruðsbrekk.u, til heimilis að Framnesveg 22B hér í bænum andaðist þ. 1. þ. m. Samtfðin Samtíðin 3. hefti 1944 er ný- komin út. Benedikt S. Gröndal skrifar viðliorf dagsins: Frá sjónar miði nýja stúdentsins. Ritstjórinn, Sigurður Skúlason birtir þar grein er hann nefnir: Arið 1944 kallar á menningarverðmæti. Björn Sigfús- son skrifar áttundu greinina um íslenzka tungu: „Að fornu skal hyggja, ef ...“ Þá er í heftinu kvæði eftir Nor- dahl Grieg, í þýðingu Bjartmars Steins. Ennfremur eru þar tvær sög ur: Karl og kona eftir Sandor Hunyady og úr dagbók Högna Jónmundar eftir Hans klaufa. Auk þess merkir samtíðarmenn, bóka- fregnir o. fl. 87 þús bafa safnast handa börnum í ófriðarlöndunum Fyrir nokkru var hafin söfnun til styrktar nauðstöddum börnum í ófriðarlöndunum. Hafði Sam- band íslenzkra barnakennara forgöngu um söfnunina. Hafa nú safnast kr. 87 þúsund, þar af 82 þús. í Reykjavík. Söfnunin er í fullum gangi, Miðstöð söfnunarinar er í skrif- stofu fræðslumála. Frásögn Ole Kfílerichs Framnald af 1. síðu og annað þeirra í 50 þúsund. Blöð þessi eru mikilvæg skipulagnings- tæki og boðberar leynihreyfingar- innar, og hefur nazistum ekki tek- izt að hindra útgáfu þeirra, hvaða ráðum sem beitt hefur verið. En erfið er ritstjórn og útgáfa slíkra blaða. Sex prentarar, sem prent- uðu „Frit Danmark“ voru hand- teknir og fangelsaðir þann tíma sem Ole Kiilerich var ritstjóri þess. SKEMMDARVERK Árið 1943 blossuðu upp skemmd arverk víðsvegar um Danmörku, og var þar um víðtækar skipu- lagðar aðgerðir að ræða af hálfu neðanjarðarhreyfingarinnar. Skemmdarverkunum var beint að verksmiðjum sem unnu fyrir Þjóð verja, samgöngulínum þýzka hers- ins og rafstöðvum, er einkum var beit't til mikilvægrar hernaðar- framleiðslu. •Að hér var ekki alltaf um þýð- ingarlitlar aðgerðir að ræða má marka t. d. af þeirri staðreynd, að verksmiðjur firmans „Dansk Riffelsyndikat“ framleiddu smá- vopn fyrir þýzka herinn, að verð- mæti þrjár milljónir króna á dag. Aðalverksmiðjur Dansk Riffel- syndikat í Kaupmannahöfn urðu hvað eftir annað fyrir sprengju- tilræðum skemmdarverkamanna, og tókst loks að eyðileggja þær. Skemmdarverkin fóru sífellt vaxandi, svo að loks heimtuðu Þjóðverjar að sett yrði dauðarefs- ing við skemmdarverkum. Því neitaði ríkisstjórnin ' með alla dönsku þjóðina á bak við sig 28. ágúst 1943. Ög daginn eftir sauð uþp úr. Stjórnin fór frá og Þjóð- verjar tóku öll völd í sínar hend- ur, enda þótt danskir embættis- menn sitji yfirleitt áfram í stöð- um sínum til framkvæmdarstarfa. Dönsku nazistarnir hafa frá upp hafi verið í nánustu samvinnu við innrásarherinn og framkvæmt njósnir um landa sína. Úr þeirra hópi hafa verið settir vopnaðir varðmenn í helztu verksmiðjurn- ar til að hindra skemmdarverk. Engir eru meir hataðir af al- menningi, og leggja menn neðan- jarðarhreyfingarinnar kapp á að vopna sig á þann hátt að ná af þessum nazistaþjónum vopnum þeirra. NEÐANJARÐARHREYFING- IN DANSKA, ÞJÓÐFYLKING GEGN NAZISMANUM Ole Kiilerich leggur áherzlu á að neðanjarðarhreyfingin danska sé þjóðfylking, hafin yfir alla pólitíska flokka. Þar eru menn af öllum stéttum og stigum, í- haldsmenn og kommúnistar, og hafa þeir eins og aðrir látið alla misklíð falla til að sameinast í baráttunni gegn nazismanum. En nazistar telja, með réttu eða röngu, að íhaldsflokkurinn sé miðstöð (centrum) mótspyrnu hreyfingarinnar, segir hr. Kiile- rich, og í ágúst voru 29 þing- menn íhaldsflokksins handteknir, en enginn þingmaður annarra flokka. Eftir að styrjöldin hófst milli Þýzkalands og Sovétríkjanna, og Kommúnistaflokkurinn var bann aður, varð hann mjög mikilvæg- ur þáttur neðanjarðarhreyfingar- innar, að því er hr. Kiilerich skýr ir frá. Kommúnistaflokkar eru þannig skipulagðir að þeir eru undirbúnir leynistarf, og reynd- ust dönsku kommúnistarnir vel við útgáfu leyniblaða og skipu- lagningu skemmdarverkanna. Hófu þeir skipulagt samstarf við menn af öðrum flokkum og lögðu áherzlu á að hin sameiginlega barátta yrði að sitja í fyrrúmi öllum stefnumun að öðru leyti. Hvað eftir annað hafa verka- menn gert víðtæk verkföll, þeg- ar hinum óbreyttu meðlimum verklýðsfélaganna hefur þótt yf- irgangur nazistanna keyra úr hófi. Víða hefur þá orðið nær allsherjarverkfall, búðum verið lokað og almenningur sýnt á margan hátt samúð sína. Verk- fallsmönnum hefur verið séð fyr- ir matvælum með skipulögðum leynimarkaði og allt gert til að hjálpa þeim. FANGELSIN FULL, FLÓTTA- MANNASTRAUMUR TIL SVÍÞJÓÐAR Fangelsi öll eru yfirfull af pólitískum föngum. Til Þýzka- lands hafa verið fluttir um 1000 Gyðingar og 300 Danir, þar af um 100 kommúnistar, er verið höfðu í haldi í Danmörku frá 22. júní 1941, og því óhugsandi að þeir hafi getað tekið þátt í skemmdarverkunum, er þeim var gefið að sök. Fimmtán Dani hafa nazistar tekið af lífi samkvæmt herrétt- ardómi og 20—30 manns hafa látið lífið fyrir kúlum nazista í götuóeirðum. Stöðugur flóttamannastraumur liggur frá Danmörku til Svíþjóð- ar, og hefur verið tekið á móti flóttamönnunum með dæmafárri gestrisni. Venjulega fóru fáir í einu, en dagana eftir 29. ágúst 1943, er danska stjórnin lagði niður völd, hætti danska lögregl- an strandgæzlunni, og komust menn þá úr landi þúsundum sam an, áður en Þjóðverjum vannst tími til að skipuleggja strand- gæzluna á ný. Austurvígstöövarnar Framhald af 1. síðu. tekið um 200 000 Þjóðverja og Lvistrað 44 herfylkjum. 1. úkrainski herinn nálgast Lvoff , hliðarsókn. Yfir 20 bæir og þorp hafa verið tekin í við- bót þarna. Rauði herinn sækir hratt til Odessa úr austri og norðri. Tók hann yfir 100 bæi og þorp á þeirri leið í gær. MOSKVA OG TEHERAN Cordell Hull utanríkisráð- herra Bandaríkjanna lét mikla ánægju í Ijós í gær í tilefni af yfirlýsingu Molotoffs Sagði hann, ,að Rúmenum ætti nú að skiljast að ósigur Þjóðverja væri þeim í hag. (The Old Maid) Hrífandi mynd eftir frægri skáldsögu. BETTE DAVIS, MIRIAM HOPKINS, GEORG BRENT. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIÖ „GÖG & GOKKE“ og GALDRAKARLINN („A Hunting we will Go“) Fjörug mynd og spennandi. STAN LAUREL. OLIVER HARDY. og töframaðurinn DANTE, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lcikvöld Mennfaskólans Kviklynda ekkjan eftir L. Holberg verður sýnd í kvöld kl. 8. UPPSELT. Næsta sýning verður annan páskadag. VWWWVWi Hjartans þakklæti til allra sem sýndu mér vinsemd með gjöfum, skeytum og heimsóknum 1 ■ , á fimmtíu ára afmælisdegi mínum, föstudaginn 31. marz. Jónas Fr. Guðmundsson. Hús brennur á Akureyri íbúarnir björguðust Aðfaranótt sunnudags kom upp eldur í húsinu Túngata 1 á Akureyri. SlökkviUð bæjarins gerði tilraunir til að slökktía eM* inn, en án árangurs. Brann hús- ið til kaIdra k°Ia• íbúar hússins björguðust úr eldinum. Hús þetta Var eign dánarbús Sigurðar Bjarnasonar /jaup- manns. Kl. 1,30 varð vart við eldinn og var slökkviliðið þegar kallað til hjálpar, var þá miðhæð húss- ins orðin svo að segja alelda og breiddist eldurinn um allt húsið litlu síðar. Fólk það sem bjó á tveim neðstu hæðunum bjargaðist með naumindum út um dyr, en það sem bjó á rishæðinni komst út á svalir og þaðan niður stiga. í húsinu bjuggu þrjár fjöl- skyldur og allmargt skólapilta. Misstu fjölskyldurnar næstum allar sínar búslóðir og skólapilt- arnir sína muni og nokkuð af peningum. Húsið brann til ösku á tæpri klukkustund. Utanríkisritarar heimsblaðanna telja yfirlýsinguna stórmerkilega. Sýni hún, að Rússar standi fast við ákvarðanir ráðstefnanna í Moskva og Teheran. FINNLAND Paasikivi er nú kominn til Helsinki úr Rússlandsför sinni. Finnska þingið hefur nú skýrslu hans til athugunar. Sum blöð í Svíþjóð telja, að Rússar muni til- leiðanlegir til að slaka til á skil- málum sínum, en önnur álíta að það geti ekki komið til mála. 10 bús. kr. giöf til Vinnuheimilis berkla- sjúklinga Sambandi ísl. berklasjúklinga hefur nú borizt ein stórgjöfin enn í vinnuheimilissjóðinn. Haraldur Böðvarsson kaupmað ur á Akranesi hefur gefið 10 þús- und krónur til vinnuheimilissjóðs - ins. Norðmaður styrkir íslendinga í Noregi Samkvæmt tilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu hefur Gunnar Frederiksen, Melbu, Noregi, eig- andi Krossanesverksmiðjunnar, gefið kr. (norskar) 2000.00 til styrktar íslendingum í Noregi. Þetta er þriðja árið, sem Gunnar Frederiksen gefur peninga ' til styrktar íslendingum í Noregi, sönui upphæð í hvert skipti, alls kr. 6000.00, sem verið hefur mikil hjálp mörgum íslendingunl, sem í Noregi dveljast. Vilh. Finsen, sendifulltrúi ís- lands í Stokkhólmi, sér um út- hlutun fjárins í samráði við Guðna Benediktsson, formann íslend- ingafélagsins í Oslo. (Upplýsingaskrifstofa stúdenta). ÁKI JAKOBSSON héraðsdómslögmaður og JAKOB J. JAKOSSSON Skrifstofa Lækjargötu 10 B. Sími 2572. Málfærsla — InrJieima Reikningshald — Endurskoðun

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.