Þjóðviljinn - 25.04.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.04.1944, Blaðsíða 1
 9. árgangnr. Þriðjudagur 25. apríl 1944. 90. tölublað. Enpin breyting á sust urvígstöðvunum Rajði herinn undirbýr stðrsðkn Sovétherstjómin tilkynnti í gærkveldi í þriðja sinn í röð, að engar breytingar hefðu orð- ið á austurvígstöðvunum. Fyrr um daginn hafði hnn tilkynnt að áhlaupum Þjóðverja hefði verið hmndið fyrir suðaustan Stanislavoff. En Þjóðverjar segjast hafa unnið á fyrir norð- an Karpatafjöll. ÍÞeir hafa ný- lega flutt eitt úrvalsskriðdveka- herfylki frá Frakklandi tii austurvígstöðvanna. Fréttaritarar í Moskva segja, að xauði herinn hafi nú mikinn viðbúnað á öllum austurvíg- stöðvunum til að hefja nýja stórsókn. Framhald á 8. síðu. 17000 árásír á sama fima 1 í gærdag höfðu Bandamenn gert 17000 árásir á Vest- ur-Þýzkaland og herteknu löndin í Vestur-Evrópu á einni viku og varpað niður meir en 24000 smálestum af sprengiefni. V_ar síðastliðin vika mesta loftárásar- vika sögunnar. Samtími berst frétt um að nýlokið sé mestu fall- hlífarherliðsæfingum sögunnar á Bretlandi. Er því eng- in furða þótt margir búist nú við innrásinni þá og þegar. Eins og undanfarið voru það aðallega samgönguæðar Þjóð- verja sem urðu fyrir barðinu á Dagsbrúnarfundurinn Hvildar- op dvalarhetmili Dagsbúnarmanna Málihðfðan vegia sðlu á eignum félagsins Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund í Iðnó s. 1. sunnudag . Á fundinum var gerð samþykkt, sem mun þykja allmerkileg í sögu félagsins, en það var samþykkt fund- arins um kaup á landspildu austur í sveit, þar sem reist verði hið fyrsta hvíldar- og sumardvalarheimili verka- manna. Þá samþykkti fundurinn ennfremur að óska máls- höfðunar vegna sölunnar á húseignum verklýðsfélag- anna sem fram fór árið 1940. Fundurinn kaus ennfremur nefnd til þess að vinna að allsherjarþátttöku Dagsbrúnarmanna í atkvæða- greiðslunni um lýðveldisstofnun. Fara samþykktir íundarins hér á eftir: HVÍLDAR- OG DV .ARIIEIMILI DAGSBRÚNARMANNA. Dagskráiu hófst með því, að Jón Rafnsson hélt hvatningarræðu í tilefni af 1. maí næstkomandi. Því næst skýrði formaður, Sig- urður Guðnason, frá kaupum á landspildu í Stóra-Fljóti í Bisk- upstungum, er stjórn félagsins lagði til að gerð yrðu. Var eftir- farandi tillaga samþykkt einróma í málinu: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, lialdinn 23. apríl 1944, samþykkir samning þann, er stjórn félagsins hefur gert um kaup á landspildu úr jörðinni Stóra-Fljót í Biskupstungum. Fundurinn á- kveður að stefnt skuli að bygg- ingu hvíldarheimilis á landinu handa félagsmönnum og felur stjórninni að skipa 'nefnd manna, er sjái um fjáröflun og fram- kvæmdir í þessu skyni“. Verð landspildunnar er 5000 kr. og hafði stjórn Dagsbrúnar tekið persónulega ábyrgð á andvirði landsins, þar til málið yrði lagt fyrir félagsfund. Stærð landsins er 30 hektarar. MÁLSHÖFÐUN VEGNA SÖLU Á EIGNUM VERKLÝÐSFÉLAGANNA. Síðan hafði Þorsteinn Pétursson framsögu um erindi frá Fulltrúa- ráði verklýðsfélaganna varðandi málshöfðun til riftunar á sölu eigna verklýðsfélaganna. Urðu nokkrar umræður. Eftirfarandi til- laga var samþykkt einróma: „Félagsfundur í Verkamannafé- laginu Dagsbrún, haldinn 23. apríl 1944, felur stjórh félagsins að óska loftárásum Bandamanna í gær. Fóru næstum 2000 amerískar flugvélar til árása á meginland ið í gær, þar af 750 stórar sprengjuflugvélar. Aðalskot- mörkin voru Munchen og Fried richshaven. Loftvarnarskothríð var töluverð. Brezkar flugvélar réðust á Dieppe, Amiens o. fl. staði. I fyrradag gerðu þær harða árás á um 1000 flutningavagna á járnbrautarstöðinni í Namur í Belgíu. Flugvélatjón Bandamanna síðast liðna viku var 172 flug- vélar og er það rúml. 1% af öllum flugvélunum. Sænska stjðrnin og ráð- stafanir Breta gagnvart sendisveitunum ili í tilefni af banni brezku ríkisstjórnarinnar gegn því, að fulltrúar erlendra landa í Lon- don, — að nokkrum banda- mönnum undar.teknum. sendi hraðr „st og dulmálsskeyti o. fl. hefur sænska ríkisstjórnin sent eftirfarandi orðsendingu til brezka sendiherrans í Stokk- hólmi síðast liðinn laugardag. Sænska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að þessar ráðstafan- ir beri að skoða sem hreinar bráðabirgðaráðstafanir, sem séu almennar og stafi af sér- stökum hernaðarástæðum. Á meðan ekki gefst tilefni til annars álits, mun sænska rík- isstjórnin láta sér nægja að lýsa því yfir, að hún geti ekki séð, að þessar ráðstafanir séu í samræmi við þjóðarrétt eða venjur utanríkisviðskipta. eftir því við Fulltrúaráð verklýðs- félaganna í Reykjavík, að það höfði mál til riftunar sölu á eign- arhluta félagsins í eignum afhent- um til Alþýðubrauðgerðarinnar h.f. samkvæmt afsalsbréfi dags. 29. Framh, á 8 síðu. Verkamannaféiag Akureyrar samþykkir að segja upp samn- ingum Atkvœðagreiðsla hefur farið fram undanfarið i Verkamannafé- lagi Akureyrarkaupstaðar um það hvort félagið skyldi segja upp nú- gildandi kaupsamningum. Atkvceðagreiðslunni lauk s.l. laugardag og var uppsögn samn- inganna nœstum einróma sam- þykkt Atkvæði greiddu 192 og sögðu 178 já, en 14 nei. í félaginu eru nú um 300 manns en töluvert margir dvelja nú fjarvistum úr bænum. Iis - Fransiliar, IHMMIsWslns on llalisiis hlðsr nlsi dslnur I Uaun- il Frá Siglufirði er blaðinu símað: Kaupfélag Siglfirðinga sem er skipt í fjórar deildir, hefur haldið aðalfundi í öllum deildum og kosið 57 fulltrúa á aðalfund félagsins. Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stilltu saman og beittu feikna hörðum og ófyrirleitnum áróðri. Hins- vegar stillti Sósíalistafélagið og leitaði samvinnu við aðra frjálslynda menn. Úrslit urðu þau, að sósíalistar fengu kosna 33 fulltrúa en breiðfylkingin 25. Aðalfund- ur kaupfélagsins verður haldinn næsta fimmtudag og þar kosnir tveir menn í aðalstjóm og fulltrúar á S. í. S.- þing. Þetta eru hin athyglisverðustu tíðindi. Gömlu þjóðstjórnarflokk- arnir allir — frá Alþýðuflokki til íhalds — gera með sér bandalag til þess að ná völdum í Kaupfé- lagi Siglfirðinga í pólitísku brask- augnamiði. Siglfirzk alþýða er á verði undir forustu Sósíalista- flokksins og vinnur glæsilegan sig- ur á þeim sameinuðum. Reykvískir kaupfélagsmenn ættu (j.ð gefa góðan gaum að þess- ari fregn, því hér er ekki aðeins um siglfirzkt fyrirbæri að ræða. Hér í Reykjavík eru Framsókn og Alþýðuflokkurinn byrjaðh á sömu tilburðunum. í nokkrum deildum Kron báru Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn upp sameiginlegar uppástungur og tóku upp kosningasmölun eins og við alþingiskosningar. í kosning- um þessum störfuðu þeir sem einn flokkur. Er því auðséð hvert stefn- ir. — Reykvíkingar þurfa að vera jafn vel á verði fyrir stjórnmála- bröskurum afturhaldsins í sam- vinnusamtökum sínum eins og Siglfirðingar. Kafbátar Þjóðverja skammlífir Bandamenn tilkynna, að minna cn V'iP/o af kaupskipum þeirra á Atlantshafi sé nú sökkt af kafbát- um. Hins vegar er meir en einum kafbát að meðaltali sökkt fyrir hvcrt skip, sem ferst. Telja Bandamenn að ævi hvers kafbáts Þjóðverja sé að meðaltali ekki lengri en smíðatími hans. Friðrík A Brekkan kosinn formaður Rit- höfundafélags íslands Rithöfundafélag íslands hélt að- alfund sinn s.l. sunnudag í húsi Prentarafélagsins við Hverfisgötu, en þar liefur Rithöfundafélagið nú fengið skrifstofu. Friðrik Á. Brekkan var kosinn formaður félagsins í stað Magnús- ar Asgeirssonar, en að öðru leyti var stjórnin endurkosin og er hún skipuð þessum mönnum: Formaður: Friðrik Á. Brekkan. Ritari: Sigurður Helgason. Gjaldkeri: Halldór Stefánsson. Meðstjórnendur: Halldór Kiljan Laxness og Jakob Thorarensen, og er Jakob nýr í stjórninni, kos- inn í stað Brekkans, sem var áður meðstjórnandi. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félags- ins voru lagðir fram og samþykkt- ir. Hefur hagur félagsins batnað á árinu, en á s.l. ári var árgjald fé- lagsm. hækkað úr 10 kr. í 30 kr. í fulltrúaráð Bandalags ís- lenzkra listamanna voru kosnir þeir Tómas Guðmundsson, Sigurð- ur Nordal, Halldór Kiljan Lax- ness, Gunnar M. Magnúss og Friðrik Á. Brekkan. Samþykkt var að félagið tæki „Hólastaf“ sem félagsmerki og var kosin þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur*um hverúig merk- ið skuli notað. Nokkrar umræður ui*ðu um út- hlutun höfundarlauna á s.l. vetri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.