Þjóðviljinn - 28.04.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.04.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknír er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum, sími 5030. Nœturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. Ljósatími ökutækja er frá kl. 9,15 að kvöldi til kl. 3.40 að morgni. Útvarpið í dag: 18.30 íslenzkukennSla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Ávarp vegna fjársöfnunar til Dana (Jakob Kristinsson f ræðslumálastjóri). 19.35 Hljómplötur: Dönsk börn syngja. 20.25 Útvarpssagan: „Bör Börsson" eftir Johan Falkberget, XVII (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins. Kafi ar úr kvartettum Op. 18, nr. 4 og 5, eftir Beethoven. 21.15 Fræðsluerindi í. S. í.: Fim- leikar fyrir vanheilt fólk (frú Sonja Carlsson). 21.35 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía nr. 6 eftir Tschai kowsky. b) Capriicio eftir Rimsky korsakow. Flokkurínn Orðsending til þátttakenda í nám skeiði Sósíalistaflokksins. Hópmyndirnar, sem teknar voru síðasta námskeiðskvöldið, eru til sýnis í skrifstofu miðstjórnar Sós- íalistaflokksins að Skólavörðustíg 19. Skrifstofan tekur við pöntunum kl. 2—4 og 6—7 daglega. Pantið sem ’ fyrst. Æ. F. R. Félagsblaðið Marx er komið út. Félagar eru beðnir að vitja þess í skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar. Skólavörðustíg 19. Fáfræði eða hvað?! Ég býst við að fleirum en mér komi það einkennilega fyrir sjónir að sjá nú daglega í auglýsingum Nýja-Bíó auglýsingu um „hetju- dáðir júgóslafnesku hetjunnar Darja Mihailovitch“, þar sem öll- um þeirn, sem eitthvað hafa fylgzt með erlendum viðburðum undan- farandi styrjaldarára, er það kunn- ugt að „hetjudáðir" þessa „quis- lings“ hafa aðalléga sýnt sig í árás- um hans á „Frelsisfylkinguna“ jugoslavnesku og ránum og pynt- ingum á alj)ýðu landsins, sem and- stæð er hinum jrýzku innrásar- seggjum. Það er næsta ólíklegt að eigend- um Nýja Bíó sé ekki kunnugt um svikaferil Mihailovitch, og því furðulcgra er juið að jrcir skuli dirfast að bjóða almenningi upp á 'slíkar myndir. B. B. Þjóðliátíðarlögregia Dómsmálaráðuneytið hefur heimilað að ráða aðstoðarlög- reglumenn hina vœntanlegu þjóð- hátíðardaga, 17. óg 18. júní n.k., og hefur lögreglustjórinn, Agnar Kofoed-llansen, auglyst þessi störf til umsóhnar. Til þess að fá starfa þenna þurfa menn að uppfylla sömu skilyrði og krafist er til ahnennra lögreglu- mannastarfa og er fram tekið, að menn þeir, er starfa þenna hljóta, verði látnir hafa forgangsrétt næst þegar fjölgað verður lögregluliði bæjarins. Umsóknum verður að skila fyr- ir 10. maí n.k. og fást umsóknar- eyðublöð í lögreglustöðinni. Eigi er fram tekið hve mörgum . aðstoðarmönnum verður bætt við lögregluliðið. IOÐVIL lian lil Framh. af 1. síðu. Stjóm Iðju, fél. verksmiðjufólks: Björn Bjarnason. Halldór Pétursson. Guðlaug Vilhjálms. Guðmunda Ólafsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. Guðlaugur Jónsson. Sigríður Erlendsdóttir. Stjórn Verkakennafél. Framsólcn: Jóhanna Egilsdóttir. Anna Guðmundsdóttir. Guðbjörg Brynjólfsdóttir. Sigríður Ilannesdóttir. Jóna Guðjónsdóttir. Stjórn Félags járniðnaðarmanna: Snorri Jónsson. Ásgeir Jónsson. ísleifur Arason. Bjarni Þórarinsson. Kristinn Ág. Eiríksson. Stjórn Félags íslenzkra rafvirkja: Jónas Ásgeirsson. Vilberg Guðmundsson. Adolf Björnsson. Finnur B. Kristjánsson. Hjalti Þorvarðsson. Stjórn Vörubílstjórafél. Þróttur: Friðleifur I. Friðriksson. Einar Ögmundsson. Stjórn Múrarafélags Reylcjavíkur: Magnús Árnason. Guðjón Benediktsson. Þorfinnur Guðbrandsson. Þorgeir Þórðarson. Sig. Guðmann Sigurðsson. Stjórn Félags bifvélavirkja: Valdimar Leonardsson. Árni Stefánsson. Sigurgestur Guðjónsson. Jón Guðjónsson. Gunnar Bjarnason. Stjórn Sveinafél. húsg.bólstrara: Sigvaldi Jónsson. llagnar Bjarnason. Guðsteinn Sigurgeirsson. Stjóm Þvottakvennafél. Freyja: Þuríður Friðriksdóttir. Sigríður Friðriksdóttir. Áslaug Jónsdóttir. Þóra Halldórsdóttir. Petra Pétursdóttir. Stjórn Sveinafcl. húsgagnasmiða: Ólafur Ií. Guðmundsson. Ilelgi Jónsson. Jón Þorvaldsson. Sigurður Úlfarsson. Ágúst Pétursson. Stjórn Sveinafélags skipasmiða: Sigurður Þórðarson. Ragnar Jónasson. Sigurberg Benediktsson. Jón Eiríksson. Hafliði Ilafliðason. Stjórn Félags blikksmiða: Ásgeir Matthiasson. Kristinn Vilhjálmsson. Vilhjálmur Húnfjörð. Stjórn Rakarasveinafél. Rvíkur: Gísli Einarsson. Sigurður Jónsson. Pétur Pétursson. Stjórn Starfsstúllcnafél. Sókn: Aðalheiður S. Hólm. María Guðmundsdóttir. Vilborg Ólafsdóttir. Guðrún Kjerúlf. Jóna Reykfjörð. Stjóm Bókbindarafélags Rvíkur:' ■ Guðgeir Jónsson. Björn Bogason. S. F. Johansen. Guðm. Gíslason. Ólafur Tryggvason. Stjóm Hins ísl. prentarafélags: Stefán Ögmundsson. Magnús Ástmarsson. Ellert Ág. Magnússon. Helgi Ilóseason. Gunnar Sigurmundsson. Stjórn Starfsmannafélagsins Þór: j Björn Pálsson. Ásbjörn Guðmundsson. Ari Jósefsson. Stjórn A. S. B.: Guðrún Finnsdóttir. Birgitta Guðmundsdóttir. Elín Björnsdóttir. Jóhanna Stefánsdóttir. Guðbjörg Kristinsdóttir. Stjóm Bifreiðastjórafél. Ilreyfill: Bergsteinn Guðjónsson. Ingjaldur ísaksson. Þorgrímur Kristinsson. Stjórn Bakarasveinafél. íslands: Guðmundur Ingimundarson. Ágúst H. Pétursson. Guðmundur Hersir. Arni Guðmundsson. Þórður Hannesson. Stjóm B. S. R. jB.: Sigurður Thorlacius. Guðjón B. Baldvinsson. Austurvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu flugvéla sinna þangað. En brezku flugvélarnar beygðu brátt yfir á rétta leið til Essen. Raunar gerðu Mosquitoflugvélar árás á Hamborg skömmu síðar. Essen sýndist öll í báli að lok- um. Einnig var ráðizt á járnbrautar- istöðvar í París. Saknað er 29 sprengjuflugvéla )g 2 Mosquitoflugvéla. hJÓÐVERJAR ATHAFNA- SAMIR í DANMÖRKU. Fréttir frá Stokkhólmi herma, að Þjóðverjar hafi nýlega flutt mikið lið til Danmerkur. Sérstaka at- hygli vekur, að þeir hafa flutt mik- ið fallhlífalið þangað og flugvélar. Er í því sambandi bent á liina niðlægu stöðu Danmerkur með tilliti til strandvarna í Norður- Dg Vestur-Evrópu. Eru flestir væntanlegir innrásarstaðir Banda- manna innan G00 km. fjarlægðar frá Esbjerg. En sökum lengdar rarnarsvæðisins er Þjóðverjum ó- kleift að hafa nógu mikið lið til varnar alls staðar og því eina ráð- ið að geyma varalið cinhversstað- ar þar sem einna fljótlegast er að grípa til þess frá hvaða stað sem er, þegar komið er í ljós hvar mest hætta er á ferðum. Talið er að bægslagangur Þjóð- verja í Danmörku undanfarið út, af skemmdaverkum Dana sé e. t. v. aðallega til að breiða yfir þessa herflutninga. Þjóðverjar hafa nú um 100 Dani í haldi fyrir skémmdaverk og er talið, að þeir bíði dauðadóms. T3ARNAÍ m Fjórar dætur (Four Doughters) Amerísk músíkmynd. PRISCILLA LANE ROSEMARY LANE LOLA LANE GALE PAGE JEFFREL LYNN JOHN GARFIELDS CLAUDE RAINS Aukamynd Norski verzlunarflotinn Síðar verður sýnd myndin Fjórar mæður, sem er á- framhald þessarar og leik- in af sömu leikendum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KTJft BU Arabiskar nætur (Arabian Nights) Litskreytt ævintýramynd úr 1001 nótt. Aðalhlutverk: JON HALL MARIA MONTEZ LEIF ERIKSON SABU. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. TÓNLISTAFÉLAGIÐ „I ÁLÖGUM” Óperetta í 4 þáttum. Höfundar: Sigurður Þórðarson og Dagfinnur Sveinbjömsson. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 2. Venjulegt verð. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér vinar- hug á sjötugsafmæli mínu. Ögmundur Hansson Hólabrekku. Beinafundur við Tjarnargötu Eru þau leifar frá landnámstíð? Fundizt hefur allmikið af fomum beinum í húsgrunni við Tjarnargötu. Er jafnvel litið svo á að bein þessi kunni að vera leyfar frá fyrstu byggjendum í Reykjavík. Það var Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, sem fyrstur veitti þessum beinum athygli, en síðan hafa þeir Geir Gígja og Finnur Guðmundsson náttúmfræðingur athugað bein þessi. Verið er að grafa fyrir hús- j --- ----------------- Smjörverðið Er það þannig, sem ríkisstjórnin ætlar að lækka dýrtíðina? Ameríska smjörið kemur á markaðinn í dag. Það kostar 21,00 kr. kg. til neytenda eða jafnt og íslenzka smjörið. Hingað komið mun það kosta um 8,00 kr. kg. Smásalarnir munu fá eitthvað á aðra krónu ' sölulaun, en neytendum er selt það á sama verði og ís- ^lenzkt smjör. „ Það er hin ,,dýrtíðarminnk- ”andi“ ríkisstjóm sem þessum ’ráðstöfunum veldur, og er því auðséð livað hún meinar með grunni sunnan við „Herkastal- ann“. Vestast í lóðinni var kom ið niður á fornan sorphaug og hafa beinin geymzt þar í mó- kenndri mýrarjörð. Bein þessi eru úr ýmsum dýr um, en merkilegast munu vera svínsbein, sem talin eru vera úr annarri svínategund en nú þekkist. Hefur svínategund þessi haft vígtennur meiri og stærri en nú gerist í alisvínum. Mest hefur fundizt af svína- beinum, bendir það til mikils svínakjötsáts þeirra er þá bjuggu í Reykjavík. Einnig hefur fundizt allmik- ið af alls konar fuglabeinum, þ. á. m. geirfuglsbein, ennfrem- ur bein hvala og sela, auk venjulegra húsdýrabeina. Hafa beinin haldizt heil og ósködduð að mestu. *■ Eigi mun enn að fullu upp- lýst hve miklar ályktanir má’ ||fagurgalanum um lækkun dýr- draga af beinum þessum uml lifnaðarhætti þeirrar kynslóðar er þá var uppi, en að sjálfsögðu er hér um merkilegan fund að ræða. Þegar grafið var fyrir hús- grunni bak við Suðurgötu 3, mun hafa fundizt enn meiri beinahrúga en þarna var, en eigi verið rannsökuð. Engar fornleifar aðrar en beinin hafa fundizt við upp- gröftinn. U Íjtíðarinnar. Það er hætt að verðbæta ís- lenzka smjörið, — hina dular- fullu vöru, sem almenningur á ekki kost á að kaupa. Ameríska smjörið mun hinsvegar verða fáanlegt fyrir almenning öðru hvoru, og það á að seljast á nærri þreföldu þvi verði er það kostar hingað komið. Slíkar eru ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar til að lækka dýr- tíðina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.