Þjóðviljinn - 30.04.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1944, Blaðsíða 1
LESIÐ Sunnudagur 30. apríl 1944. greinina á Jf. og 5. síðu: Aldrei framar atvinnuleysi — Banda- lag alþýðustéttanna er mál dagsins — Lýðveldi alþýðunn- ar á íslandi. Reykvísk alþýda sýndu máitlþínn og Á morgun, 1. maí, baráttudegi verkalýðs og alþýðu — allra starfandi manna anda og handa — í hverju landi heims, fylkir reykvísk alþýða liði undir merkjum samtaka sinna. 1. maí hyllir reykvísk alþýða hetjubaráttu þjóð- anna, sem berjast fyrir frelsi sínu og tilveru, menningu og réttlæti í heiminum. Á morgun, 1. maí, hinum alþjóðlega baráttudegi, treystir íslenzk alþýða einingu sína í baráttunni fyrir atvinnu, menningu og réttindum fólksins, fyrir stofn- un hins nýja lýðveldis á íslandi, fylkir liði í baráttunni fyrir sköpun hins komandi íslands alþýðunnar, þar sem atvinnuleysi og skorti verði útrýmt og öllum starfandi mönnum tryggð atvinna, menning, öryggi og fullkom- ið lýðræði. Allir eitt undir merkjum samtakanna á morgun, 1. maí. * Ahugi reykvískrar alþýðu fyrir 1. maí-hátíðahöldunum hefur aldrei verið eins mikill og að þessu sinni. , Aðilar að háitiðahöldunum eru Fulltrúaráð verklýðsfélaganna, Bandalag starfsmanna ríkis og bœja og öll félög innan Alþýðu- sambandsins. Fullkomin eining al- þýðunnar ríkir á þessum 1. maí- degi. — Enginn reykvískur al- þýðumaður né kona má láta sig vanta undir merki samtakanna á morgun. . 4* Fyrirkomulag hátíðahaldanna verður sem hér segir: Safnazt saman við Iðnó kl. 1.30. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. KRÖFUGANGAN. Kröfugangan hefst kl. 2. Gengið verður: Vonarstræti, Suðurgata, Túngata, Ægisgata, Vesturgata, Hafnarstræti, Hverfisgata, Frakka stígur, Skólavörðustígur, Banka- stræti og staðnæmzt í Lækjargötu. ÚTIFUNDURINN. Útifundurinn hefst þegar kröfu- Fr«mkal4 á ». M*. Loifáyáislr Bandamanna ^ ^ Serlín - Haiorg - Oslð ■ loiln Stórar sveitir bandarískra sprengjuflugvéla gerðu í gær harða árás á Berlín. Tóku um 700 sprengjuflug- vélar og fjöldi orustuflugvéla þátt í árásinni. Mótspyrna þýzka flughersins var mjög hörð og kom víða til ákafra loftbardaga yfir Þýzkalandi, á leið flug- vélanna til Berlín. Voru 88 þýzkar orustuflugvélar skotnar niður. Bandaríkjamenn misstu 63 sprengjuflug- vélar og 16 orustuflugvélar. Sýning á barnafatnaði til Sovét- ríkjanna. Söfnunarnefndin, sem tekið hefur að sér að gangast fyrir söfnun á barnafatnaði handa nauðstöddum börnum í Sovétríkjunum, heldur sýningu á þeim fatnaði sem nefnd inni hefur borizt, að Skólavörðustíg 19 (uppi) kl. 2—7 í dag. Öllum ágóða af sýningunni verð- ur varið til kaupa á fatnaði til viðbótar. Vér munum koma aftur, rúss- neska kvikmyndin, verður sýnd í Tjarnarbíó mánudag kl. 3 og 5 og þriðjudag kl. 5 og 7. Árásin var mjög hörð, og segja Þjóðverjar að tjón hafi orðið mik- ið, einkum um miðbik borgarinnar. í fyrrinótt gerðu flugvélar Bandamanna árás á flugvélaverk- smiðju í nánd við Osló. Þá fóru brezkar flugvélar einnig til loftárása á Hamborg. Komu þar upp miklir eldar og sprenging- ar urðu í höfninni. Bandamannaflugvélar frá bæki- .stöðvum í Ítalíu gerðu í gær árásir á frönsku herskipahöfnina Toulon, og er það í fimmta skipt- ið sem Bandamenn gera loftárás á þá borg. Norðmaður lýsir hinni ægilegu sprengingu í Björgvin f fregn frá Stokkhólmi til norska blaðafulltrúans hér hef- ur borizt fyrsta norska frásögn in um hina ægilegu sprengingu í Björgvin, sem hingað til hef- ur aðeins verið skýrt frá sam- kvæmt þýzkum fregnum. Sprengingin varð þannig að þýzkt tundurduflaskip rakst á benzíntankskip við Virkisbryggj una. Kom upp eldur og læsti hann sig í skip sem hlaðið var sprengiefnum og urðu tvær stór kostlegar sprengingar hvor eft ir aðra. Sprengiefnaskipið lagðist saman og mikil flóðbylgja féll inn fjörðinn, Stórt strandferða- skip ,,Rogaland“ sökk við bryggju og mörg smærri skip og bátar moluðust. Fólk sem var á gangi við höfnina féll um koll af vatnsþunganum sem á því skall og er talið að margir hafi farizt af því. En ægilegust urðu áhrif loft- þrýstingsins. Stórar og traustar byggingar blátt áfram fuku um koll. Hlutar úr skipunum sem sprungu í loft upp slengdust langt inn yfir bæinn. Fólk í sporvögn- um hentist út um gluggana og börn hrukku út úr húsagluggum. Á svipstundu voru göturnar fullar af hrundum húsveggjum og braki. Alstaðar lágu lík og fólk ranglaði um með alblóðug andlit, margir blindir. Víða kviknaði í húsunum út frá eldstæðum. í húsi Bergenska eimskipafé- lagsins fórust 22 skrifstofumenn og verkamenn en 14 særðust al- varlega. Tilkynning Þjóðverja, um að enginn þýzkur maður hafi farizt, er fjarstæða. Daeur á vinnustað Gauti Hannesson fékk verðlaun vikunnar Verðfaun vikunnar fyrir grein um vinnudag hlaut Gauti Ilann- esson kennari fyrir grein frá Grímsey. Af sérstökum ástæðum verður ekki tilkynnt um breytinguna á Avarp frá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði Hafnfirzkur verkalýður! 1. maí er dagur verkalýðsins um allan heim. Við þann dag eru tengdar margar helgustu minn- ingar úr baráttusögu verkalýðshreyfingarinnar. Nú, þegar hafnfirzkur verkalýður stendur sameinað- ur að þessum degi, minnist og fagnar unninna sigra, dregur lærdóm af reynslu liðinna ára og safnar kröft- um til nýrra átaka í baráttunni fyrir velferðarmálum sínum, skorar fulltrúaráðið á verkalýðinn í bænum, að sýna einingu og mátt sinn með virkri þátttöku í kröfu- göngunni og öðrum hátíðahöldum dagsins. Heitum því á þessum degi að gera sigur alþýðusam- takanna — sigur verkalýðsins — sem mestan. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði Hermann Guðmundsson, Jóhann Tómasson, Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Sigríður Erlendsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, Pálmi Jónsson, Jón Sn. Jónsson, Magnús Guðjónss., Helgi Sigurðss., Bjarni Erlendsson. 1. maí verður með nýjum hætti í Hafnarfirði. í fyrsta sinni í sögu Hafnarfjaiðar fylkir hafnfirzk al- þýða sér út á götuna í kröfugöngu og heldur útifund. bumarhefir Sovétríkj- enna albúnir til sóknar Fréttaritarar í Moskva telja að sumarherir Sovétrílcjanna bíði nú albúnir stórkostlegra hemaðarað- gerða, en miðnœturtilkynning sov- étherstjómarinnar í nótt var enn á þá leið, að engar meiriháttar breytingar hafi orðið á austurvíg- stöðvunum síðastliðinn sólarhring. Herskip úr Svartahafsflota Sov- étríkjanna náðu í gær á vald sitt tveimur þýzkum skipalestum, sem reyndu að laumast burt frá Sev- astopol með þýzkt lierlið og her- gögn. 222 f gær höfðu 222 kjósendur greitt atkvæði hér í Reykjavík um lýðveldismálið. Af þeim voru 62 innanbæj- armenn. samkeppninni sem boðuð var s.l. sunnudag fyrr en á fimmtudaginn kemur. En óhætt er að halda á- fram að senda vinnudagsgreinar. Fyrirkomulag hátíðahaldanna verður þannig: Safnazt verður saman við Verkamannaskýlið kl. U/2- Kröfugangan hefst kl. 2. Geng- ið verður Vesturgata, Vesturbraut, Hcllisgata, Hverfisgata, Lækjar- gata og Strandgata og staðnæmzt við Brydehúsið á Vesturgötu. Þar flytja ræður: Guðgeir Jóns- son, forseti Alþýðusambands ís- lands; Hermann Guðmundsson, foi'maður Hlífar; Kristján Eyfjörð, formaður Sjómannafélags Hafnar- fjarðar, og Sigurrós Sveinsdóttir, formaður Verkakvennafél. Fram- tíðin. Um kvöldið verða skemmtanir. Barnaskemmtun verður i Hafn- arfjarðarbíó kl. 5. Góðtemplarahúsið. Skemmtun hefst í Góðtemplarahúsinu kl. 9. Þar flytja ræður Ólafur Jónsson, ritari Hlífar, og Sigríður Erlends- dóttir, ritari V.k.f. Framtíðin. ! Bjöminn. Kvöldskemmtun verð- . ur einnig i Hótel Birninum. Þar flytur ræðu Óskar Jónsson. I. nnaí-merkið verður selt á göt- unum allan daginn. Hjálmur, blað Hlífarmanna, helgaðíir deginum, verður einnig seldur á götunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.