Þjóðviljinn - 30.04.1944, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.04.1944, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. apríl 1944. flfhuæaagrBiðsla utan kjörstaðar, er greinir í þingsályktunartillögu PhYLLIS BeNTLEY: ARFUR samþykktri á Alþingi 25. febr. 1944 um niðurfell- ingu dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918 og í stjórnskipunarlögum frá 15 desember 1942, fer fram í Reykjavík í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti (uppi) hvern virkan dag frá og með n. k. þriðjudegi kl. 10—12 og kl. 13—16 og í skrifstofu borgarfógeta í Arnarhvoli sömu daga kl. 17—19 og kl. 20—22. Reykjavík, 29. apr. 1944. Yfirkjörstjórnin. Auglýsing frá ríbísstfórnfnni m Alþingi hefur ályktað að fela ríkisstjórninni m. a. „að hvetja bæjarstjórnir, sýslunefndir og hrepps- nefndir um land allt og félög og félagasamtök, er vinna að menningar- og þjóðernismálum, til þess að beita áhrifum sínum í þá átt, að sem flest heimili, stofnanir og fyrirtæki eigmst íslenzkan fána, komi sér upp fánastöngum og dragi íslenzka fánann að hún áhátíðlegum stundum“. Ríkisstjórnin beinir því hér með mjög eindreg- ið til allra ofangreindra aðila að stuðla að því, að svo megi verða sem í framangreindri ályktun Al- ' _ZA þingis segir. Forsætisráðherrann, 29. apríl 1944. TILKYNNING um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningar- stofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7, hér í bænum, dagana 2., 3. og 4. maí þ. á. og eiga hlut- aðeigendur er óska að skrá sig samkvæmt lögun- um að gefa sig þar fram í afgreiðslutímanum kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Reykjavík, 30. apr. 1944. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. WÍCLÝSIÐ f þJÓÐVIUAlVIJM kenndi, að hann vissi deili á þessum miða og það gerði Old- royd smeikan, að meðal verka- manna hans voru áreiðanlega einhverjir samsærismenn. Hann fekk því framgengt þrátt fyrir andmæli viðkomandi liðsfor- ingja, að fallbyssa var flutt heim að verkstæðinu og gengið þar frá henni. Þessi vígbúnaður á Syke Mill varð umtalsefni um allan dal- inn. Og næsta sunnudag komu sumir með konu og börn, til að skoða þetta mannvirki. Will þótti það leitt, að María skyldi ekki koma. Hann hafði þó orðað það við Joe. Hann hlakkaði til þeirrar stundar, þegar hann gæti sagt Joe að þau María og hann væru trú- lofuð. En hann hafði lofað föð- ur sínum því að láta allt kyrrt liggja, þar til vélarnar væru komnar heim. Vélarnar voru að vísu fullgerð ar. en þær voru enn í smiðju i Enochs og biðu aðeins eftir að verða sóttar. | ,Hvenær ætlarðu að láta sækja vélarnar?“ spurði Will föður sinn, því að hann hugsaði ekki um annað en Maríu. „Eg ætlast ekki til að aðrir viti það en við Enoch, fyrr en þær eru komnar heim, drengur minn,“ svaraði Oldroyd. En Will var áfram um að flýta fyrir brúðkaupi sínu og gafst ekki upp: Hann sagði föð ur sínum að margir verksmiðju eigendur í Annotsfield hefðu þegar fengið vélar sínar og væru farnir að nota þær. Ef þessu héldi áfram yrðu þessir menn oían á í samkeppninni. sagði Will. „Þessvegna er mér annt um að láta ekki brjóta fyrir mér vélarnar, og ætla heldur að bíða einn mánuð enn,“ svaraði Oldroyd reiðilega. ,,Eg risi ekki undir því tjóni, ef vélarnar yrðu eyðilagðar. Þá gætum við alveg eins lokað Syke Mill, drengur minn.“ 2. Það voru fleiri en Will sem hefðu gjarnan viljað spyrja þess sama og fá svar. Mellor og félagar hans réðu sér varla fyrir heift, þegar Old- royd setti hervörð um verk- smiðjuna. Það var tveimur dög um eftir að Joe vann eiðinn og það lá við að þeir settu þetta í samband við það. En þeir hurfu frá þessari skoðun, þegar 'i þeir heyrðu hann blístra söng Luddistanna, sem verkamenn frá Leveredge höfðu kennt öðr- um Luddistum hér um slóðir. Joe hafði líka skrifað fjölda afrita af Luddistaeiðnum og hann var fús til að skrifa hót- unarbréfin. Hann ritaði þau með greinilegum prentstöfum g allir voru hrifnir af kunn- ttu hans. Aftur á móti dugði .ann ekki til æfinga í vopna- >urði. Þær fóru fram á nótt- unni uppi á heiði. Joe tók svo nærri sér að vera þar viðstadd- ir, að Mellor bannaði honum .ð koma þangað. Þrátt fyrir það skoðuðu allir. oe sem nokkurskonar foringja. lann hafði mjög næma heyrn og stjórnaði oft hóp manna, sem hélt vörð í nánd við smiðju Enochs á nóttunni. Þeir höfðu bækistöð sína í skugga undir húsgafli, reistu hamarinn. En- och“ upp að veggnum og hlust- uðu eftir hverju grunsamlegu hljóði. Mellor áleit, að ef það heppn- aðist að brjóta vélar Oldroyds mundi enginn maður í Iredaln- um framar þora að taka upp vélavinnu. Það var því mjög ýðingarmikið að vera á verði egar þær yrðu fluttar. Joe virtist hver einasti verka naður, sem hann mætti, líta á ann spurnaraugum og allir ildu vita það sama, hvort Old- 'oyd hefði enn ekki ákveðið iaginn. Sjálfur þráði Joe af llu hjarta, að sú stund kæmi em fyrst, að vélarnar yrðu luttar — og eyðilagðar. Fyrr at hann ekki litið glaðan dag. Jafnframt kenndi hann í rjósti um Oldroyd, sem átti í ’ændum að verða fyrir miklu jóni. Eða var það Enoch mith Hann var ekki viss um im það. Það var svo margt, sem hann vissi ekki. En æsingin á íeynifundunum, fregnir dag- blaðanna um ofbeldisverk ör- yæntingarfullra verkamanna, em svarist höfðu í óleyfilegan lélagsskap — og meðvitundin pm að hann var sjálfur einn þeirra, veiklaði taugar hans, svo að hann vissi stundum hvorki í þennan heim né annan. Hann vann af æðisgengnu kappi. Á nóttunni svaf hann ó- rólega. Þær fáu stundir, sem hann hafði hvíld, dreymdi hann nryllilega drauma. Honura rann til rifja að sjá örbirgð verka- mannanna. Hann gat varla lit- ið framan í Tom Thorpe nú orð ið, síðan hann varð atvinnulaus. Þessi giaði, liraustlegi piltur var orðinn svo horaður í andliti og tekinn til augnanna að hann var tæpast þekkjanlegur. Því gladdi það Joe mikið, þegar Oldroyd sagði, nýkominn frá Annotsfield, 1 rigningu á f immtudagskvöldi: „Jæja, drengir. Á laugardags- kvöldið flytjum við heim vél- arnar. Eg vona að þið komið allir og hjálpið til að setja þær niður.“ Joe hugsaði með sér, að. ef- laust mundu þeir allir mæta, en hve mikil hjálp yrði í því, var annað mál. Nú var orðið svo lítið að gera á verkstæðinu hjá stjúpföður Mellors að Mellor var ævinlega farinn heimleiðis löngu á und- an Joe og var oft kominn á fundi Luddista, áður en Joe náði heim. Þannig var það þetta fimmtudagskvöld. Þess- vegna flýtti Joe sér á eftir hon- um í rigningunni niður til Moorcock, innilega feginn því, að biðin væri loks á enda. Fé- lagsskapur Luddista í Iredaln- um mundi leggjast niður jafn- skjótt og samsærið gegn vélum Oldroyds yrði útkljáð. Hann gekk beint inn í veit- ingastofuna, óstyrkur af geðs- hræringu og sagði hinum fregn irnar. Þeim var tekið með miki um fögnuði. „Vel gert, Joe,“ sagði Thorpe og klappaði á öxl honum. „Nú skulum við kenna þeim betri siði,“ hélt hann áfram. Rödd hans var há og skær og augu hans brunnu af ákafa. „Georg, lofaðu mér að halda á Enoch á laugardaginn." Mellor þagði, en Walker svar aði: „Þú ert ekki nógu sterkur“. „Áttu við að þú sért rétti maðurinn til að fara með „En- och“? spurði Thorpe snöggt og sneri sér að Walker. ,.Nei, það verður að vera ein- hver, sem er hærri en við báð- ir. Nú varð samkomulag um hvar þeir ættu að koma saman á laugardagskvöldið og það var ákveðið að Thorpe, sem ekki hafði annað að gera, skyldi hitta að máli Luddista héraðs- ins. Þeir voru fjölmennir i Annotsfield, Halifax og Lever- edge og nú mátti engan vanta. „Enginn má skríða í felur,“ sagði Mellor og augu hans tindr uðu. „Við mætum allir, hver einasti eiðbundinn félagi, og snúum bökum saman. Þeir stöppuðu í gólfið og létu ljós samþykki sitt. Joe skalf af geðshræringu. „Hver eið- bundinn félagi!“ þannig hljóð- aði það. „Félagar!“ kallaði hann allt einu. „Engar blóðsúthellingar! Oldroyd hefur alltaf komið vel fram við mig.“ Þessu var svarað með hlátri og köllum. Og utan úr skuggan- um heyrðist rödd: „Þér verður falið að ráðast á Will.“ ,,Við verðum að gá vel að framkomu okkar þessa daga, sem eftir eru, til þess að vekja engan grun,“ sagði Thorpe og var nú kominn í sitt gamla, góða skap. „Já, við skulum fara að hátta klukkan átta — og hjá ein- hverri stúlku auðvitað," sagði Walker. „Joe nær ekki í neina,“ sagði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.