Þjóðviljinn - 30.04.1944, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1944, Síða 4
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 30. apríl 1944 Sunnudagur 30. apríl 1944 — ÞJÓÐVILJINN þJÓÐWILJINN Btgefandi: UmrnnimfarfUhhur aIþýtu — iirUiUtaiUhkmrma. Bitatjórí: Sigurtur Ouðmvudrsm. StjónunAUriUtjórar: linur Olgárrrtu, Siffit SifurkjarUrreu Sitstjóruarikrifitofa: Aurturrtrmti lt, tími 8*70. Afgreiösla o( anglýsingar: SkóUvortuttt/ lt, tími tlH. PreatamiSja: Yikmfrfrmi k.f., Qmrtuitrwii 1T. iskriftarrarð: I Keykjarik ag aágraaai: Kr *.M á asáanM. YSti á laa«: Kr. 6M á a^aaCL „Lifi eining alþýðunnar — lifi hið ís- lenzka lýðveldi” Á morgun fara Reykvíkingar, þeir sein unna frelsi og jafnrétti, út á göturnar, undir kjörorðunum — „Lifi eining alþýðunnar — Lifi hið ís- lenzka lýðveldi“. Saga mannkynsins er saga um baráttu manns gegn manni, stéttar gegn stétt og þjóðar gegn þjóð. Ófögur saga, saga sem ekki mætti end- urtaka sig, saga sem ekki endurtekur sig, ef eining alþýðunnar í öllum löndum verður að veruleika. Mannkynið fær ekki varanlegan frið fyrr en menn koma sér saman á grundvelli réttlætisins, og sá grundvöllur verður ekki lagður nema þurrkaðar séu út allar hagsmunaandstæður milli einstaklinga, stétta og þjóðar. Hið kaldrifjaða lögmál auðvaldsþjóðfélaganna, að eins dauði sé annars líf, verður að víkja fyrir bræðralags- og jafnréttishugsjónum sósíalismans. ; | • „Lifi eining alþýðunnar". Ilvað þýðir eining alþýðunnar, um hvað er sú eining? Þannig spyr hinn raunhæfi maður. Og svarið er raunhæft. Eining alþýðunnar er eining hins vinnandi fjölda í baráttunni fyrir betri lífskjörum, hún er eining um bræðralag og jafnréttishugsjónina, hvort sem við viljum kenna þá hugsjón hugsjónanna við Jesú frá Nazaret eða sósíalismann. En sá fjöldi, sem fer út á göturnar í Reykja- vík á morgun, sá fjöldi, sem uin allan heim hyllir hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar, hvort sem hann gerir það með hlekk um fót, eða með vopn í hönd, hugsa ekki lengur á draumórakenndan hátt um jafn- rétti og bræðralag. Bitur reynsla liðinna alda hefur kennt, að það þarf raunhæfa stjórn fjármála og atvinnumála þjóðanna til að reisa ríki jafnréttis og bræðralags; þess vegna er eining alþýðunnar sköpuð um hinar raunhæfu kenningar sósíalismaijs; þess vegna sameinast alþýðan um að byggja upp hið stéttlausa þjóðfélag sósíalismans, þar sem sam- vinna og sameign kemur í stað samkeppni og sérhagsmuna. Örlög ís- lenzku þjóðarinnar á næstu árum eru undir því komin hversu vel hún bregzt við kallinu um einingu alþýðunnar, og örlög mannkynsins eru undir því komin hversu vel hinar fjölmörgu þjóðir heims bregðast við hinu alþjóðlega kalli um einingu alþýðunnar. Lifi eining alþýðunnar! • Lifi hið íslenzka lýðveldi! Þetta er ósk og baráttumál hvers ein- asta íslendings sem það nafn verðskuldar. Allir taka undir kröfuna um stofnun lýðveldisins 17. júní, um það mál er fullkomin þjóðareining. En alþýðan, sem fylkir sér undir merkið á götunum á morgun, skilur að stjórnarfarslegt sjálfstæði og stofnun lýðveldis er ekki nóg, þó mikil- vægt sé. Atvinnulífið verður að vera með þeim hætti að fjárhagslegt sjálfstæði sé tryggt, og innanlandsmálum verður að vera skipað með þeim hætti að frelsi og sjálfstæði hvers einstaklings sé tryggt. Aðeins völd hins vinnandi fjölda geta tryggt þetta, þess vegna samcinast al- þýðan til þess að gera hið íslenzka lýðveldi að frjálsu samfélagi, jafn rétthárra manna, þar sem öllum er tryggður rétturinn til hagsældar. Það voru stríðandi hagsmunir höfðingja, sem sátu yfir hlut alþýðunnar, sem ollu því að hið forna íslenzka lýðveldi leið undir lok. Það var barátta nokkurra manna um auð og aðstöðu til að hirða arð af vinnu alþýðunnar, sem lagði þrældómsfjötrana á íslenzku þjóðina árið 1262, fjötrana sem voru óslitið í meira en 700 ár. Það er enn barizt um auð og aðstöðu til að hirða arð af vinnu íslenzkrar alþýðu, hvort það eru Sturlungar og Haukdælir eða Kveldúlfar og heildsalar, sem berjast, skiptir engu máli, niðurstaðan getur orðið ein og hin sama, glötun ís- lenzka lýðveldisins. Þess vegna fylkir alþýðan sér undir merki liins stéttlausa þjóð- félags, þar sem hagsmunaandstæðurnar eru ekki til, þar sem allt fjár- magn og framleiðslukerfi þjóðarinnar er tekið í þjónustu alþjóðar, einkis eins öðrum fremur, slíkt þjóðfélag á íslandi við hlið slíkra þjóð- félaga í umheiminum, er eina tryggingin, sem sett verður fyrir lífi og framtíð hins íslenzka lýðveldis. Lifi íslenzka lýðveldið! — Frá 1. maí liðinna ára ;.r-^7T"~ „Frelsun alþýðunnar verður að vera hennar eigið verk.“ Á þessum gömlu og nýju sannind- um er byggð helgun þessa al- þjóðlega baráttu- og hátíðis- dags vinnandi stétta. í meira en 4% ár hefur geis- að um heiminn mannskæðari og umfangsmeiri styrjöld en áður eru dæmi til, og ekki verð ur enn séð hve miklu verður fórnað í lifandi og dauðum verð- mætum, áður en vopnaviðskipt um lýkur. En það, sem skipar styrjöld þessari á séístakan bekk í sögunni er hið stéttarlega og og pólitíska eðli hennar, hin gagnstæðu sjónarmið al- þýðu og lýðræðissinna annars vegar, en auðstéttar og fasisma hinsvegar. — Hér eigast við með vopn í hönd: kapítalismi á grimmasta stigi, miskunnar- laust forréttindavald yfir gögn- um og gæðum jarðar, tryllt heimsvaldastefna sundurvirkra þjóðfélagshátta, sem leiða til kreppna í heiminum, — hins vegar sjónarmið alþýðunnar, Jón Rafnsson. fólk taka örlög sín í eigin hend- ur. Verður þá áreiðanlega ekki spurt um stjórnmálaskoðanir eftir gömlu mati né annað, sem áður varð að sundrungarefni, heldur aðeins þessu: villtu af- má með oss smánarblett stríðs- glæpamennskunnar og byggja upp með oss skynsamlegt og mannsæmandi þjóðfélagsskipu- lag? — Og jafnvel hin vegvillta baráttuorka alþýðunnar í lönd- 1. maí 1944 Alþýða Reykjavíkur fylkir liði út á götur höfuðborgarinnar á morgun, — fylkir ser um kröf- ur sínar til fullkomins og fagurs lífs, um hugsjónir sínar: frelsi, jafnrétti, brœðralag. Jén Rafnsson og andfasista, þ. e. lýðræði fólksins, sem markast af íhlut- unarvaldi hins vinnandi fjölda um stjórn framleiðsluaflanna þ. e. samvirkir þjóðfélagshætt- ir, sem fyrirbyggja kreppur og styrjaldir og tryggja börnum jarðarinnar varanlegan frið og farsæld. Frá því fyrir ári síðan hefur her lýðræðisins á austurvíg- stöðvum Evrópu hrakið fénd- urna að mestu úr hinum víð- áttumiklu löndum sínum og gefið þýzku fasistunum það rækilega ráðningu, að gálga- frestur þeirra virðist nú ekki hvíla á öðru en seinlæti banda- manna, í því að framkvæma hina hátt umtöluðu innrás sína úr vestri á Evrópuvirki fasism- ans. — Fregnir sem berast frá hinum herteknu löndum þýzku fasistanna virðast mjög á einn veg um hina siðferðilegu ein- angrun nazismans þar, og er það ekki nema að vonum. Millj- ónirnar, sem eiga að baki sér reynslu tveggja styrjalda munu trauðla gjalda jákvæði, að sag- an endurtaki sig. Milljónirnar, sem kynnzt hafa lífinu þar um slóðir og horft í augu við dauð- 'ann og tortíminguna á vígvöll- unum eða þurft að búa undir handarjaðri nazistanna í heima löndum Evrópu, munu áreiðan- lega þess ófúsar, að leyfa í lönd um sínum framar stríðsævintýra menn við völd. Öll skynsamleg rök hníga í þá átt, að í krafti dýrkeyptrar reynslu, muni hið stríðshrjáða og friðelskandi um fasismans mun á sínum tíma, — eins og þegar hefur örlað fyrir á Ítalíu, kannski í ríkari mæli en oss grunar nú — mun renna í sama farveginn, svo mikið geta mennirnir lært af tveim heimsstyrjöldum, með aðeins tuttugu ára millibili. I dag flykkist íslenzk alþýða undir merki hagsmuna sinna og hugsjóna, í ríkari mæli en nokkru sinni áður. — Aldrei hafa fleiri íslenzkir hugir beinzt með lotningu og þakk- læti til hetjubaráttu Ráðstjórn- arlýðveldanna, aldrei risið því- lík alda samúðar með hetju- skap Norðmanna, Dana, Júgó- slava, Frakka og annarra þjóða, sem fórna nú mestu í þágu allra, sem unna menningu og lýðfrelsi. Islenzk alþýða minnist nú í dag sigra sinna á liðnum tíma og ber fram kröfur sínar og kjörorð fyrir komandi tíð. Hún strengir nú þess heit, að vernda og efla þá stéttarlegu einingu, sem ríkt hefur innan hagsmuna samtaka hennar á síðari árum og hún á sína stærstu sigra að þakka. Hún er staðráðin í því að standa vörð um 8 stunda vinnudaginn sem eitt þýðingar- mesta hagsmuna- og menning- arspor, sem stigið hefur verið af stéttarsamtökum hennar. Hún er ákveðin í að halda á- fram baráttunni gegn dýrtíð- inni. Minning þeirra afhroða, er hún hefur goldið af völdum sjóslysa í seinni tíð lætur hún Úli í Evrópu fylkir alþýðan liði til orustu, til vopnaðrar úrslitahríðar við fasismann. Dýr- ustu fómir, sem nokkru sinni hafa verið fœrðar fyrir frelsið á þessari jörð, hafa verið fœrðar und- anfarin ár af Sovétþjóðunum og bandamönnum þeirra, — og munu verða fœrðar af öllum þessum frelsisunnandi þjóðum r^ú á nœstunni, unz sigur er unninn á fasismanum. Það er ekki krafist mikilla fórna af oss íslendingum í þessari frelsisstyrjöld, nema sjómönn- um vorum. Þeir jœra — eins og þúsundir stéttarbrœðra þeirra af þjóðum alheimsins — hundruð- um satrian þá dýrustu fórn, sem noklcur einstaklingur getur jœrt,'— lífið. En þó alþýða íslands megni lítið að gera til þess að sigúr vinnist yfir fasismanum í Evrópu, — þá er þó eftir hinn hluturinn, eftir að nazisminn er að velli lagður, — og það er að tryggja að aldrei framar geti harðstjóm aftur náð tölcum á þjóðunum. Og það hlutverk verður alþýða og all- ir frjálshuga menn hverrar þjóðar sjálfir að inna að liendi. Alþýða tslands getur tryggt það að eftir þetta stríð þurfi atvinnuleysi, fátœkt og menntun- arskortur aldrei að hrjá þessa þjóð. Alþýðan getur þurrkað burt smánarblett eymdar og órettlœt- is af lancli voru um alla eilífð, — ef hún bara vill það, vill það nógu sterkt, vill það öll. Og þann vilja á alþýðan að sýna á morgun, 1. maí. — Þess vegna á öll alþýða Reykjavíkur að fylkja sér undir fána verklýðssamtakanna á morgun. Alþýða íslands býr sig til þess að leggja sittlóð í vogarskálina við þjóðaratkvœðagreiðsluna í vor. Alþýðan fagnar því eins og öll íslenzlca þjóðin að loks skuli lýðveldi verða slcapað á íslandi eftir sjö alda erlenda konungsstjórn. Vor kynslóð hefur lítið þurft á sig að leggja til þess að öðlast það stjómarfarslega frelsi, er vér nú hljótum til fulls íslendingar. Vér uppskerum 17. júní það, sem kynslóðirnar á undan oss sáðu, — vér hlutum ávextina af erfiði þeirra, baráttu og fórnum. En hitt er eftir: að varðveita það þjóðfrelsi, er vér nú idjútuni, og fullkomna það með því að hindra hverskonar ánauð á þjóð vorri í hvaða formi, sem reynt skyldi verða að klœða hana. Það reyndist glœsilegri kynslóð Snorra Sturlusonar ofvaxið að varðveita þjóðfrelsi vórt fyrir 700 árum, og er þó ágangur stórvelda meiri nú. Land vort var fjarri öllum óðrum löndum þá, en nú er það orðinn einn af miðdeplum heimssamgangna. Það er því engan vcginn lítill sá hlutur, sem kynslóð vorri er œtlað að vinna. „Eigi er minni vandi að gœta fengins fjár en afla“ — segir spakmœlið. íslenzku alþýðusamtókin eru sterlcasta stoð íslenzks lýðrœðis. Einliuga, sterk alþýða var það, sem oss íslendinga skorti á Sturlungaöld, til þess að geta varðveitt frelsi vort. Einhuga, sterlc al- þýða er í dag fyrsta skilyrðið til þess að takast megi að gera lýðveldið sterlct og þjóðfrelsið raun- hœft. Alþýða Reykjavíkur, — verkamenn, menntamenn, millistéttir, — fylkja liði út á götur höf- uðborgar hins komandi íslenzka lýðveldis, undir fánum fóðurlandsins, bláum, rauðum, hvítum, — til þess að sýna vilja sinn til að vernda þjóðfrelsið, og mátt sinn til að fullkomna það. — Og það má enginn sitja heima, þegar þjóðinni ríður á að synir hennar og dœtur sýni vilja sinn til verka. * \ ALLIR EITT 1. MAÍ! '. '. ALLIR ÚT Á GÖTUNA 1. MAÍl eigi þagna kröfur sínar um aukið öryggi á sjó. — Hún ger- ir sér þess fulla grein, að enn eru eigi upp fylltar margar hennar gömlu kröfur, sem enn eru í sínu gildi. Þess vegna ber enn við loft í kröfugöngum hennar í dag, krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu, krafan um bættan og aukinn húsa- kost, fleiri og betri mennta- stofnanir, aukna barna- og mæðravernd, nýja og betri spítala, fullkomnari alþýðu- tryggingar o. s. frv. En þau kjörorð sem einkum setja framar venju svip á há- tíðahöld hennar í dag, eru þessi: Aldrei framar atvinmileysi. Samvinna verkamanna, fiski- manna og bænda. Bandalag alþýðustéttanna er dagsins mál. ísland lýðveldi 17. júní. Reisum lýðveldi alþýðunnar á íslandi. íslenzk alþýða hefur ekki gleymt því hvað hún varð að þola forðum, á dögum atvinnu- leysisins, og hún er staðráðin í því að neyta allrar sinnar orku til að nindra endurkomu þess. Hún minnist ekki einvörðungu skortsins og ömurleikans, sem voru í fylgd með atyinnuleys- inu, hún man gjörla hversu handtamt og beitt vopn at- vinnuleysið reyndist andstæð- ingunum, til að auðmýkja hana og rýra kosti hennar á alla lund. — í atvinnuleysinu sér alþýðan 8 stunda vinnudegin- um stefnt í voða, sömuleiðis orlofslögunum, öryggismálun- um á sjó og landi og yfirleitt flestu því, sem hinn starfandi fjöldi hefur nú á stríðsárunum Kröfuganga leggur af stað frá Iðnó Kröfuganga fer upp ILverfisgötu •v unnið á sér til hagsbóta, með afli samtakanna. — Þetta skilja andstæðingar alþýðunnar manna bezt, þess vegna óska þeir atvinnuleysis eins og skíðamaður snjóa. En það eru fleiri en verka- maðurinn og sjómaðurinn, sem hafa gildar ástæður til að ugga um hag sinn ef vágestur at- vinnuleysisins yrði hér aftur landfastur. — Það eru m. a. hinir vinnandi smáframleiðend ur til sjávar og sveita. Atvinnuleysi eða ekki at- vinnuleysi í landi voru eftir stríðið, er m. a. spurningin um það, hvort nokkrir fjársterk- ustu stríðsgróðamennirnir eiga að fá að drottna yfir stórvirk- ustu og arðgæfustu framleiðslu tækjum þjóðarinnar, yfir veltufé hennar og erlendum gjaldeyri, hvort nokkrir stórlaxar eiga sem fyrr að hafa í sínum hönd- um nær óskorað vald yfir verzl un þjóðarinnar við aðrar þjóð- ir í eigin hagsmunaskyni, hvort þessar auðmannaklíkur, sem munu innleiða sama búskapar- lagið og ríkti á kreppuárunum, eiga enn að fá aðstöðu til að gerast herrar atvinnu- og við- skiptalífs þjóðarinnar, leggja atvinnuveg smáframleiðenda við sjóinn í rústir og koma þar með á stofn atvinnuleysi í stór- um stíl, sem mundi leiða af sér markaðskreppu í landbúnaðin- um og hrun fyrir fjölda vinn- andi bænda — eða hvort sú stefna verði tekin í þessum mál- um, að hinir vinnandi framleið endur verði gerðir að herrum sinnar eigin framleiðslu í land- inu, utanríkisviðskipti vor verði rekin sem-mest eftir samræmdri áætlun íslands og samstæðra nágrannalanda vorra,. — Þær hundruð milljóna króna, sem íslenzk alþýða hefur á stríðsár- unum sótt í greipar Ægis, við mikla áhættu og safnazt hafa í erlendum gjaldeyri, verði notað ar til að koma atvinnulífi voru til lands og sjávar á öruggan grundvöll og þjóðarbúið yfirleitt rekið með hag heildarinnar fyr- ir augum, en ekki gróðafíkn og vild fárra einstaklinga---------- þetta er spurningin um það, hvort hér eigi að ríkja eftir stríð þjóðfélagsvöld fámennrar auðstéttar, eins og fyrir stríðið, — eða hvort hér verður komið á lýðræði, sem markast af yfir- ráðum hinna vinnandi stétta yf- ir tækjum, sem framleiða auð- inn úr skauti náttúrunnar, þ. e. stjórn alþýðunnar í landinu. Að Vordagur Alþýðustéttir, t'imans kr'ófur kalla, konur og menn, með stritsins ok á baki, lát strætin glymja af fjölda fóta taki, fastar, í takt við lúðrana, sem gjalla. Velkominn, út við sjó og fram til fjalla, frelsisins dagur. Undir hverju þaki, þrumar þitt orð, með viljans vopnabraki: —— Vinnu og brauðs vér krefjumst fyrir alla. Baráttudagur, f 'ógnuð þinn ég finn fylla mitt hjarta — hvetja mig til stríðsins, sem heyjum vér unz verður marki náð. Þrunginn, af vori, berðu boðska-p þinn, um borg og sveit, í nafni verkalýðsins, sem komu þína hefir heitast þráð. Óskar Þórðarson frá Haga. þessari lausn stefnir barátta hinna vinnandi stétta fyrir brýn ustu hagsmunamálunum, svo sem eins og baráttan gegn at- vinnuleysinu. Á úrslitum þessarar baráttv milli fámennis og fjölmennis um yfirráðin í þjóðfélaginu, get- ur einnig oltið gifta íslands í' sjálfstæðisbaráttunni: það hvort hér verður lýðræði formsins, eins og víða er þekkt í auðvalds heiminum, eða lýðræði fólks- ins, — hvort hér situr að völd- um innlent umboðsvald erlendra arðræningja, ráðið upp á hlut, eða hinn vinnandi fjöldi til anda og handar, sem á alla ham ingju sína, velferð og heitustu óskir tengdar við raunverulegt sjálfstæði íslands, ræður hér ríkjum. Það er því ekki að ófyrirsynju að sterkasta samtakaaflið með þjóð vorri, Alþýðusamband ís- lands, hvetur nú allar vinnandi stéttir Islands til bandalags um hagsmuni sína og hugsjónir og leggur áherzlu á sjálfstæðismál- ið. — Það er ekki heldur að ó- hugsuðu máli, að þúsundir al- þýðufólks úr hinum ýmsu starfs greinum til sjós og lands, starfs manna, menntamanna og lista- manna fylkja sér nú undir merki alþýðunnar, undir kjör- orðin Aldrei framar atvinnuleysi! Lifi samvinna verkamanna, fiskimanna og bœnda! Bandalag alþýðustéttanna er mál dagsins! ísland lýðveldi 17. júní! Reisum lýðveldi alþýðunn- ar á íslandi! Sömti laun —■ Framhald af 3. síðu. tegund af vinnuafli. Launin eru og eftir því. Konur í hœsta flolcki kvenskrifara fá lœgri laun en karl- maður í lœgsta launaflokki. Með bankana hér gegnir sama máli að því er sagt cr. Þeir telja sig þó borga sömu laun fyrir sömu vinnu. Aðferðin til þess að halda niðri kaupi kvennanna cr aðeins sú að láta stúlkurnar aldrei fá bezt launuðu störfin. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna þann mikla mun, sem er enn á kjörum kvenna og karla. SAMTÖK ERU MÁTTUR. Það er staðreynd, að hvað launa- jöfnuð við karlmennina áhrærir stöndum við í sömu sporum og við stóðum fyrir 30 árum, það megum við með kinnroða viður- kenna. Það er sök okkar kvenn- anna sjálfra, að minnsta kosti að einhverju leyti. Við höfum eltki enn skilið, að við þurfum ekki að vænta þess að slíkum réttindum verði troðið upp á okkur án bar-1 áttu okkar sjálfra. Við munum þurfa að berjast fyr-l ir hverju fótmáli sem við stígum fram á við, til jafnréttis, á því er ■ enginn vafi. En nú er hentugri tími til slíkrar baráttu, en nokkurn tíma fyrr, þar sem eftirspurn eftir vinnu kvcnna er jafnmikil. Það er manndómsleysi og virð- ingarleysi fyrir okkur sjálfum að láta alltaf, bæði í félagslífinu og at- vinnulífinu skipa okkur á annan og óæðri bekk en karlmönnum. j Við erum lítilsvirtar og verðum það svo lengi sem við þannig lítils- virðum oklcur sjálfar. A morgun skulum við fylkja okk 'jr undir merkið: „Sömu laiín fyri' sömu vinnu", og fylgjum því fast, \ hvern dag og hverja stund í fram- tíðinni. Enn erum við konur sér- sliik þjóð innan þjóðfélagsins, lægsta stétt mcðal lágstéttanna. Við verðum sem slíkar að hafa okkar cigin samtök. Ilöfum hug- fast að samtök alþýðunnar al- mennt hafa gert hana að því valdi sem bæði atvinnurekendur og stjórnmálamenn beygja sig fyrir. Slíku valdi getum við konur náð í þeim málum sem við eruíu sam- huga um. 1. mai Framhald af 1. síðu. gangan liefur staðnæmzt í Lækj- argötu. Ræður flytja: Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands; Eggert Þorbjarnarson, formaður Fulltrúaráðs verklýðsfé- laganna; Jóhanna Egilsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Fram sókn; Sigurður Thorlacius, for- maður Bandalags starfsmanna rík- is og bæja; þlannes Stephensen, varaformaður Dagsbrúnar; Sigur- jón Á. Ólafsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur, og Stefán Ögmundsson, formaður Ilins íslenzka prentarafélags. 1. MAÍ-MERKI. Merki dagsins verður selt á göt- unum allan daginn. Vinnan, tíma- rit Alþýðusambands íslands, nýtt, fjölbreytt og skemmtilegt hefti, verður einnig selt á götunum. KVÖLDSKEMMTANIR. Um kvöldið verða skemmtanir ])rem samkomuhúsum. Iðnó. Skemmtunin í Iðnó hefst kl. 9. Þar flytur ræðu Guðjón Benediktsson, ritari Múrarasveina fél. Rvíkur; Brynjólfur Jóhannes- 6on les upp, og kór, undir stjórn Jóns ísleifssonar, syngur. Alþýðuhúsið við Ilverfisgötu. Skemmtunin hefst kl. 9. Þar flyt- * ur ræðu Ágúst Pétursson, kór, r undir stjórn Jóns ísleifssonar, sýng ur, Brynjólfur Jóhannesson og Sigurður Einarsson docent lesa . upp. Listamannaskálinn. Skemmtun- in hefst kl. 9. Mandolínhljómsveit Reykjavíkur leikur; Þuríður Frið- riksdóttir, formaður Þvotta- : kvennafél. Freyja, flytur ræðu; Soffía Guðlaugsdóttir leikkona les > upp, og Ólafur Magnússon frá I Mosfelli syngur einsöng. I Aðgöngumiðar verða seldir í öll- . um húsunum kl. 5—6 e. h. 1. maí. |' Kvölddagskrá lítvarpsins verð- ur helguð 1. maí. Treystum samtók okkar til bar- áttu fyrir sómu. launum fyrir sömu vinnu og sama rétti til hverskonar verknáms. Veruvi samtaka og við munum sigra. K. P. i.i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.