Þjóðviljinn - 20.05.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐ VILJINN
Laugardagur 20. maí 1944..
Ríkisstjórnin gekk að öllum meginkröíum
Alþýðusambandsins nm vegavinnukjörin
Samningar um vegavinnuna undirritaðir i fyrradag
Samningar um kaup og kjör í vegavinnu voru undirritaðir í |
fyrradag kl. 1 milli fulltrúa ríkisstjómarinnar og fulltrúa Al-
þýðusambands íslands. En samningaumleitanir höfðu farið fram
3—4 undanfama dag fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins.
Kíkisstjómin gekk að öllum hinum upphaflegu kröfum Al-
þýðusambandsins. Gilda skal áfram sama regla um kaupsvæða-
skiptingu og gilti s.I. ár. Þar sem meiri hluti viðkomandi verka-
manna óskar þess, skal þeim heimilt að ljúka 48 stunda vinnu-
viku á 5 dögum, — hafa laugardaginn frían.
Á 4 fjallvegum skal heimilt að vinna 10 stundir á dag fyrir
dagvinnukaup, sé meiri hluti verkamanna samþykkur því.
Þá era og ákvæði um ókeypis flutninga verkamanna o. fl. og
að ríkið greiði hálft afnotagjald útvarps fyrir vinnuflokka.
Samningar þessir eru, því tvímælalaus sigur fyrir Alþýðu-
sambandið.
Jafnframt var undirritaður sáttmáli um að skaðabótakröfur
skuli niður falla af beggja hálfu og hvomgur aðili skuli láta hinn
gjalda þess sem gerzt hefur í deilunni.
Hér fara á eftir samningamir um vegavinnuna og sáttmáli
sá er síðast var nefndur. (Kaupsvæðaskiptingin verður birt síðar).
„SAMNINGUR milli vega-
málastjóra og Alþýðusambands
íslands um kaup og kjör við
vega- og brúargerðir.
1. gr. ÍJm kaup og kjör verka-
manna hjá vegagerð ríkissjóðs
fer á félagssvæðum verkalýðs-
félaganna eftir núgildandi við-
urkenndum taxta eða samningi
viðkomandi verklýðsfélags og
utan félagssvæða, eftir núgild-
andi * taxta eða samningi þess
verklýðsfélags innan sömu
sýslu, sem næst er vinnustað,
þó með takmörkunum þeirra á-
kvæða, sem felast í samningi
þessum og meðfylgjandi skrá
um kjarasvæði.
2. gr. Sé ekki hægt að vinna
sökum óveðurs, heila daga eða
hluta úr dögum, skal greiddur
þriðjungur tímakaups, sé ekki
öðruvísi um samið af viðkom-
andi verklýðsfélagi.
3. gr. Verkamenn njóta allra
hlunninda, sem verið hafa, svo
sem:
a) ókeypis flutninga á öllum
nauðsynjavörum, ókeypis mat-
reiðslu, matreiðsluáhöld, kol,
olíu, skýli og rúmstæði.
b) kaffihlé verður eins og
venjulega hefur verið í vega-
vinnu, sé ekki öðruvísi um sanr.
ið af viðkomandi verklýðsfé-
lagi.
c) Þar sem svo hagar til, að
verkamenn eru búsettir í næsta
kauptúni eða nágrenni við
vinnustaðinn skal greitt fyrir
þeim um ókeypis flutníng að og
frá heimilum þeirra um helgar,
en þar sem vegagerðin hefur
ekki nægan bílakost til slíkra
flutninga, er eigi skylt að leigja
sérstaka bíla til þeirra, nema
um aðra hvora helgi.
d) Þar sem svo hagar til, að
verkamenn fara til heimila
sinna að loknu dagsverki, skal
tryggður flutningur til kaup-
túns, þeim sem þar eiga heima.
en aðrir verkamenn fá flutning
eftir þvi sem hentar, eftir að-
alleið að endastöð. Skal önnur
ferðin falla inn í vinnutíma. sé
ekki öðruvísi um samið af við-
komandi verklýðsfélagi. Verka-
mönnum sé séð fyrir skýlum til
að matast í og drekka kaffi.
e) Þar sem um stóra viðlegu-
flokka er að ræða (12—14
manns) skal greidd af vegafé
hæfileg leiga fyrir útvarpstæki
til afnota fyrir vinnuflokka að
hálfu móti verkamönnum, ei
meirihluti verkamanna óskar
þess.
4. gr. Þar sem unnið er svo
langt frá heimilum verkamanna
að eigi- þykir henta að þeir
hverfi daglega til heimila
sinna, skal á tímabilinu frá 1.
maí til 30. september unnin 48
stunda vinnuvika á 5 dögum, sé
þess óskað af meirihluta verka-
manna viðkomandi vinnuhóps.
Laugardagur og sunnudagur
séu þá fríir, og skal verkamönn
um tryggð heimferð á föstu-
dagskvöldum, þeim að kostn
aðarlausu, sbr. þó 3. gr. a.
Þegar sérstaklega stendur á
getur verkstjóri þó ákveðið, að
unnið skuli alla virka daga ein-
stakrar viku, enda sé það þá
samþykkt af meirihluta verka-
manna viðkomandi vinnuhópa.
5. gr. Á Vatnsskarði. Özna-
dalsheiði frá Öxnadalsbrú að
Silfrastöðum, Þorskaf jarðar-
heiði og Jökulsdalsheiði er
heimilt að vinna allt að 60
stundir á viku, með venjulegu
dagvinnukaupi, enda sé meiri-
hluti vinnuhóps því samþykkur.
6. gr. Þar sem í sambandi við
notkun stórvirkra vinnuvéla
þykir nauðsynlegt að vinna í
vöktum, skal grunnkaup vera
15% hærra miðað við 8 stunda
vaktavinnu.
7. gr. Lágmarkskaup og kjör
fýrir bifreiðar séu samkvæmt
núgildandi samningi eða viður-
kenndum taxta þess bifreiða-
stjórafélags, sem starfandi er á
kjarasvæðinu. Á kjarasvæðum
þar sem engin bifreiðastjórafé-
lög eru starfandi og engir samn
ingar eru til um kaup fyrir bif-
reiðar, skal kaupið vera sem hér
segir:
Fyrir bifreiðar með veilyft-
um kr. 18.00 pr. klst.
Fyrir aðrar bifreiðar kr. 16.00
pr. klst., enda flytji þær minnst
2—2Vz tonna hlass.
Fyrir flutning á verkafólki
til og frá vinnu um helgar skal
bifreiðum greitt sem svarar
tímakaupi ^fyrir aðra leiðina.
Þar sem um óvenjulega langan
eða erfiðan akstur bifreiða er
að ræða, daglega um lengri
tíma, skal sérstaklega semja um
aukagreiðslu þegar sýnt er orð-
ið, hvað sanngjarnt er í því efni.
8. gr. Samningur þessi gildir
frá og með undirskriftardegi til
1. maí 1945. Hann er uppsegj-
anlegur með IV2 mánaðar fyrir-
vara. Sé honum ekki sagt upp
framlengist hann um 12 mánuði
í senn með sama uppsagnar-
fresti.
Sá aðili, sem samningnum
segir upp, skal áður en tvær
vikur eru liðnar af uppsagnar-
fresti leggja fram við hinn að-
ilann skriflegar tillögur að nýj-
um samningi og skulu viðræður
þá hefjast milli aðilanna um
nýja samningagerð.
9. gr. Samningur þessi er gerð
ur í tveim samhljóða eintökum
og heldur hvor aðili sínu.
Reykjavík, 18. maí 1944.
F. h. ríkisstjórnarinnar
Geir G. Zöega
(sign)
F. h. Alþýðusambands íslands.
Jón Sigurðsson
(sign)
Jón Rafnsson
(sign)
Hermann Guðmundsson
(sign)“.
„í sambandi við samning und
irritaðan í dag milli vegamála-
stjóra og Alþýðusambands ís-
lands um kaup og kjör við vega-
og brúargerðir undirrita aðail-
ar eftirfarandi:
Aðilar eru sammála um, að
mál það, sem nú er rekið fyrir
Félagsdómi skuli, á venjuleg-
an hátt, rekið til enda, ennfrem
ur að ekki verði um neinn frek
ari málarekstur eða skaðabóta-
kröfur að ræða út af deilunni
eða aðgerðum í sambandi við
hana og félög eða einstaklingar
verði ekki á nokkurn hátt látn-
ir gjalda þátttöku sinnar 1 deil-
unni, á hvora hlið sem væri.
Reykjavík, 18. níaí 1944.
F. h. ríkisstjórnarinnar.
Geir G. Zöega
(sign).
F. h. Alþýðusambands íslands
Jón Sigurðsson
(sign).
Jón Rafnsson
(sign).
Hermann Guðmundsson
(sign)“.
Einstæður dagur
í dag er einstæður dagur í sögu
íslands. Þjóðin gengur að kjörborð-
inu og samþykkir að slíta síðustu
leyfar þeirra hlekkja, er húnbarum
aldaraðir, hlekki sem oft krepptu
svo fast að við fjörtjóni var hætt.
í dag samþykkir þjóðin að stofna
lýðveldi,- að reisa aftur frjálst og
fullvalda lýðríki á íslandi, eftir sjö
alda erlenda stjórn. í dag er hátíð-
isdagur einn hinn mesti í sögu Is-
lands, i dag fara allir sem vettlingi
geta valdið á kjörstað og sam-
þykkja að stofná íslenzkt lýðveldi.
Hið sanna lýðræði
En þegar lýðveldið er stofnað
kemur til kasta alþýðunnar að
tryggja að þar verði ríkjandi sann-
arlegt og fullkomið lýðræði. Al-
þýðan verður að þurrka út stétta-
þjóðfélagið með öllum þess stríð-
andi hagsmunum og hagsmuna á-
rekstrum.
Hún verður að stofna stéttlaust
þjóðfélag þar sem fullkomið lýðræði
er rikjandi í atvinnumálum, auk
hins pólitíska lýðræðis, hún verður
að gefa íslenzka lýðveldinu það inni
hald að það verði í raun og sann-
leika lýðveldi alþjóðar þar sem öll-
um er tryggður sami réttur og allir
eiga að svara samskonar skyldum.
Alþýðusambandið og stétt-
ardómar
Nýlega er fallinn dómur gegn Al-
þýðusambandinu, þar sem því er
slegið föstu að það hafi ekki rétt
til að fyrirskipa verkföll. Þetta er
hreinræktaður stéttardómur sem
ekki hefur stuðning í lögum. £
vinnulöggjöfinni er sem sé ekkL
eitt orð um þetta efni en félags-
dómur, sem svo er kallaður, lítur
svo á að ákvæði löggjafarinnar um
vinpustöðvanir séu tæmandi og þvL
óheimil hver sú vinnustöðvun, sem
ekki sé framkvæmd samkvæmt
þeim.
Þessi túlkun laganna er auðvitað
fjarstæða, því öllum má vera ljóst,
að fengi hún staðizt ,þá er verkfalls-
rétturinn að engu ger gagnvart.
vinnutaka, sem ræður menn til
vinnu víðsvegar um landið, ef til
vill á öllum félagssvæðum verka-
lýðsfélaganna. Verkfallsréttur gagn-
vart slíkum aðila hlýtur eðli máls-
ins samkvæmt, að vera hjá heildar-
samtökunum — Alþýðusambandinu.
— Dómur félagsdóms í þessu máli
er því hreinn stéttardómur, það er
dómur yfirstéttarsjónarmiðanna
gegn alþýðusamtökunum.
Hinn svokallaði fulltrúi
Alþýðusambandsins
Það heitir svo, að Alþýðusam-
bandið eigi fulltrúa í félagsdómi.
Það er Sigurjón Á. Ólafsson, hann
vék úr dómnum í þessu máli, og r
stað hans kom varamaður, Sigur-
geir Sigurjónsson lögfræðingur,.
gamall félagi Stefáns Jóh.
Fulltrúa Alþýðusambandsins bar'
auðvitað að flytja sjónarmið þess:
í dómnum og halda þeim fast fram.
Þetta hefur hinum svokallaða full-
trúa þess láðst í þessu máli, þar
sem það var ekki aðeins eðlilegt,
heldur sjálfsagt og hið eina rétta.
Það er mál til komið fyrir Al-
þýðusambandið að velja sér full-
trúa í Félagsdóm við sitt hæfi.
Samþykkt Ungmenna- og
fþröttasambands Austur-
lands um IjBveldisstofnun
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands hélt 3. þing sitt á
Eskifirði dagana 13. og 14. maí.
Mættir vom 24 fulltrúar frá 15
sambandsfélögum.
Þingforsetar voru Ragnar Þor
steinsson, Björn Sveinsson og
Þóroddur Guðmundsson, ritarar
Þórður Benediktsson, Guttorm-
ur Þormar og Guðmundur
Björnsson.
Gerðar voru margar sam-
þykktir um íþrótta- og menn-
ingarmál, einnig var einróma
samþykkt fylgi sambandsins
við lýðveldisstofnunina 17. júní
og lögð áhersla á að forsetinn
yrði þjóðkjörinn. Þá var sam-
þykkt áskorun um að hinn al-
menni kosningaréttur yrði færð
ur niður í 18 ára aldur þegar
endurskoðun stjórnarskráinnar
færi fram næst.
Hyggst sambandið að auka
starfsemi sína og ráða 2 fasta
íþróttakennara.
Stjórn sambandsins skipa nú:
Skúli Þorsteinsson, forseti; Þór-
oddur Guðmundsson, Stefán
Þorleifsson, Gunnar Ólafsson,
Þórður Benediktsson, Þórarinn
Sveinsson og Þorvaldur Árna-
son.
Telur sambandið nú 23 félög
með 1303 meðlimi.
Fréttaritari.
Samþykkt Fél. Suðnrnesja-
manna utn lýðveldísstofnun
Félag Suðumesjamanna í Rvík
hélt aðalfund og lohadansleik i
Oddfellowhúsinu 11. maí 191tf.
í lýðveldismálinu var gerð í einu
hljóði svolátandi ályktun:
„Aðalfundur Félags Suðumesja-
manna í Reykjavih, haldinn í Odd-
feUowhúsinu 11. maí 1044, lýsir
eindregnu fylgi sínu við sjálfstœð-
ismál þjóðarinnar og livetur aUa
félagsmenn sina, svo og alla lands-
menn að greiða atkvœði með sam-
bandsslitum við Danmörku og
stofnun lýðveldis á íslandi, svo-
sem fyrirhugað er“.
Á aðalfundinum safnaðist 1200
kr. til Slysavarnafélags Islands, til
minningar um lokadaginn.
Lokadagsins var minnst af
Tryggva Ófeigssyni með snjallri
ræðu. Fleiri tóku til máls auk hans
í minningu dagsins.
Félagsstjórnin var endurkosin,
en í henni eiga sæti: Egill Hall-
grímsson formaður, og meðstjórn-
endur: Ársæll Árnason, Friðrik
Magnússon, Jón Thorarensen og
I Tryggvi Ófeigsson. Varastjórnin
var einnig endurkosin, þeir Einar
Stefánsson, Finnbogi Guðmunds-
son og Stefán GunnarsSon. Endur-
skoðendur voru kosnir þeir Egill
Kristjánsson og Kristinn Árnason,
og til vara Sæmundur Tómasson.
Félagsins bíða ýms framtíðar-
verkefni, sem stjórnin hefur haft
til íhugunar og kom fram með á
fundinum.