Þjóðviljinn - 27.05.1944, Side 7
Laugardagur 27. maí 1944.
ÞJÓÐ’VILJÍNN
7
SKÓLABÖRN.
hann — og þó var hann góður og guðhræddur maður. I
Var það þá verra þó að Gunnar tæki við peningum, sem i
fuglarnir færðu honum? Það gat meir að segja verið, í
að guð hefði sjálfur sent honum þennan tveggja krónu
pening, til þess að hann gæti farið í skemmtiferðina.
Ekkert var líklegra.
Gunnar hugsaði sér að þakka guði ósköp vel fyrir
— þegar hann kæmi aftur úr ferðinni. Það var svo óvíst
enn, hvort hann gæti farið, að ekkerf lá á að þakka fyrir
sig strax.
Ef til vill var réttast, að hann keypti sjálfur efnið
í buxurnar og léti mömmu ekkert vita, fyrr en hann
kæmi heim með það. Hann vafði peninginn innan í bréf
og stakk honum í vasa sinn.
— Um kvöldið kom grannkonan með miklum pilsa-
þyt og sagðist hafa tapað tveggja krónu peningi — hann
hefði verið tekinn frá sér, meðan hún gekk út í skóg-
inn að tína sprek. Þegar hún kom aftur, var peningurinn
horfinn.
„Einmitt það,“ sagði mamma Gunnars.
„Það er vissara að skila peningnum“, sagði kerling-
in og sótti í sig veðrið.
„Þú heldur þó ekki að ég hafi tekið hann?“
„Eg veit það bara að hann er hér í húsinu. Hvar er
strákurinn?“
„Gunnar er úti, en hann hefur ekki tekið neitt frá
þér,“ sagði mamma og byrsti sig.
En kerlingin gafst ekki upp: „Eg er ekki að segja
það. En þetta fuglkvikindi hans stelur öllu steini léttara.
Hann skal verða drepinn.“
Gunnar var nærstaddur og heyrði allf saman. En nú
var honum nóg boðið. Hann hljóp af stað og faldi sig
logandi hræddur.
ÞETTA
Skírnir árið 1897:
„í maímánuði var mikil og dýrð-
leg hátíð haldin í Moskófu, er
Rússakeisari var krónaður 26. dag
þe;.s mánaðar. Hafði þangað sótt
fjöldi fóiks úr öllum löndum jarð-
hnattarins, til að sjá þá miklu
dýrð og viðhöfn, enda sagðist fregn
riturum mikið frá þeirri frábæru
dýrð. Hátíðahaldi þessu 1 auk með
hryllilegu móti. A viðurn velli ut-
an við borgina voru reist tjöld og
þangað fluttur bjór í tunnum.
Skyldi því út býta meðal lýðsins,
ásaint tinbikar með fangamarki
keisarans og bjúgnamat og brauði
lianda hverjum manni.--------En
á völlunum var mikill troðningur.
Sumir segja, að milljónarfjórðung-
ur hafi verið þar saman kominn.
Bikar hver, bjúga og brauð var í
böggul bundið, og skyldi hver
maður fá einn böggul slíkan. En
er vagnarnir, sem fluttu bögglana,
lcomu út á völlinn ,gcrðist þröng
mikil um þá, er einhvcrjir í vögn-
unum höfðu fundið upp á því ó-
fagnaðartiltæki, að fleygja böggl-
unum út í hópinn. Er þar skemmst
af að segja, að þar tróðust í hel
yfir tvö þúsund manna og enn fleiri
hlutu örkuml. Sumir telja tölu
þcirra, er fyrir slysum og bana urðu
miklu meiri, en bágt er reiður á að
henda, er stjórnin gerði allt, til að
dylja hið sanna. Keisari lét grafa
alla þá, er bana biðu, á sinn kostn-
að og greiða fjölskyldu hverri, er
þar missti sína forsjón 1000 rúbl-
ur. Eða svo bauð hann. Hitt mega
embættismenn hans bezt vita, •
livert þeir peningar hafa lent. |
Allt þctta varð mcð miklum ■
feiknum og ódæmum, en þó er hitt |
ferlegra er síðar kom upp, og nú 1
cr fyrir satt haft, að það hafi allt
vcrið eftir undirlagi nokkurra
þeirra embættismanna, cr stóðu
fyrir kaupum og útbýtingu bjórs
og vista, að byrjað var að kasta
bögglum út til lýðsins, til að vekja
troðning og óspektir, svo að dylj-
ast skyldi í uppþoti prettir þeir,
er þeir höfðu í frammi haft. Komst
það upp, að fjöldi bjórtunna hafði
verið fluttur tómur í tjöldin og
aldrci keypt né þangað flutt fjórði
hlu ti þeirra vista, er borgunar hafði
verið fyrir krafizt —“.
Will stundi við. „Hvar er
Brigg?“ spurði hann og fór að
horfa eftir honum. „Jónathan,
farðu og vittu, hvað hann er að
gera."
Þegar drengirnir voru báðir
komnir úr augsýn, sagði Will:
„Eg sé að þú átt erfitt með
þennan dreng, María.“
„Hann Jónathan!“ sagðiMaría
undrandi. „Nei, hann er sannar-
lega góður drengur. Hann er
svo vænn við mig og sækir allt-
af fyrir mig vatn og eldivið ó-
beðinn. Og hann skrökvar aldr-
ei. Hann smakkar aldrei öl,
eins og margir aðrir drengir í
verksmiðjunni. Hann les upp-
hátt fyrir mig. Og hann les svo
vel. Þú mátt ekki hafa ljótar
hugmyndir um drenginn okkar
—.“ Augu Maríu voru orðin tár-
vot og hún bætti við: „Eg er
svo ánægð með hann og allir
segja, að hann sé óvenjulega
efnilegur drengur.“
„Já, já. Hann er það sjálfsagt.
Vertu ekki að gráta, María. Eg
skal reynast honum vel. En þú
áttir að segja mér þetta fyrr.“
Iðrun hans og reiði bi’auzt út
ný: „Tólf ár! — Þú áttir að
segja mér þetta fyrir löngu,
löngu síðan.“
„Eg hélt að þú yissir það,“
María var farin að gráta.
„Þú ert alltof veiklynd,
María. Þið Joe voruð það bæði.“
„Já — en drengurinn er það
ekki,“ svaraði María snöggt.
„Áreiðanlega ekki,“ sagði
Will þurrlega.
Rétt í þessu kom Jónathan aft
ur með Brigg.
María og drengurinn kvöddu
og fóru.
..Hann er þrjózkur,“ tautaði
Will. „Það vantar einbeittan
mann til að stjóma honum.
Hánn hefur orðið svona af því
að vera föðurlaus,“ bætti hann
við í gremju.
Eftirlitsmaðurin í verksmiðj-
unni kom út og bað Will að
koma inn og líta á vef, sem
eitthvað var að. Will starði ann
ars hugar á manninn og maður-
inn varð vandræðalegur og
sneri við inn aftur.
Þá fór Will að átta sig og
hafði eitthvert veður af því, að
maðurinn hafði horft undrandi
á hann. Hann taldi í sig kjark
og fór inn í verksmiðjuna. Hann
kvaldi sig til að líta á þennan
vef og segja eitthvað um hann.
Allt var orðið að kvöl ■— óbæri-
legri kvöl. Engin von og gleði
var til í heiminum framar.
María hafði fætt honum barn
án þess að hann hefði hugmynd
um. Og hvílíkt bam! Hvers-
vegna var fóturinn á drengnum
svona krepptur? Og hvernig
hafði Maríu liðið á Moorcock?
Hann hefði þurft að spyrja
hana ótal spurninga en hafði lof
að henni að fara leiðar sinnar
eftir örstutt samtal í garðinum.
Hvað skyldi hún hugsa um hann
á leiðinni? Hún átti eftir að
ganga mílu vegar upp að Moor-
cock. Þegar hann hugsaði um
fátækt Maríu og einstæðings-
skap nísti sorgin hjarta hans.
Hann treysti sér ekki til að
taka sér neitt fyrir hendur og
sagði öllu verksmiðjufólkinu að
hætta vinnu og fara heim. Það
vakti mikla undrun og börnin
hlupu kát leiðar sinnar. Will
horfði á eftir þeim og minntist
þess, að Jónathan var eitt þess
ara fátæku, vesælu barna. Allt
var tilgangslaust. — Og óbæri-
legt!
Will beið þar til allir voru
farnir. Þá læsti hann dyrunum
og dró andann léttar. Hann
gekk heimleiðis. Kvöldverður-
inn var kominn á borðið ogþar
sat Bessy glöð og hress — og
vanfær, eins og hún var vön.
Hún stóð á fætur og ætlaði að
heilsa Will með kossi, en hann
sneri sér frá henni og skamm-
aðist sín bæði fyrir sig og hana.
Góður guð! Hvemig hafði hon-
um dottið í hug að giftast
henni?
„Er nokkuð að í verksmiðj-
unni?“ spurði Bessy glaðlega,
og rétti honum tekönnuna.
„Nei.“
„Hversvegna ertu þá svona
súr á svipinn. Ertu lasinn?“
Will langaði til að spyrja, hvort
hann mætti ekki hafa matfrið
á sínu eigin heimili, en hann
stillti sig og svaraði aðeins
kuldalega: „Mér líður ágæt-
lega.“
En hann gaf konu sinni illt
auga um leið.
Bessy andvarpaði og sagði eitt-
hvað á þá leið, að aumt væri að
hafa svona geðsmuni. Will langaði
til að slá hana. En hann stillti sig
þar- til máltíðin var á enda. Þá
kveikti liann í pípu sinni og gekk
niður að tjörninni.
Hann var reiður við Maríu.
Hvernig í ósköpunum hafði henni
dottið í liug, að leyna hann því,
að hún gengi méð barn? Þá hefði
hann kvongast henni, jafnvel þó
að Joe væri einn af morðingjum
föður hans. Reyndar hafði Will
óljósa hugmynd um, að Joe hefði
verið meira eða minna saklaus af
morðinu. Hann mundi það að
minnsta kosti, að þeir höfðu ekki
liaft nema þrjár skammbyssur —
fjórir. Þá hefði Joe sennilega ver-
ið sá, sem enga byssu hafði. Þar
að auki Jxafðí það komið i Ijós
í réttarhöldunum, að Joe var ekki
viðstaddur, þegar skilaboðin voru
send til föður hans.
Allt í einu mundi Will, að dreng-
urinn, sem færði föður lians boðin,
var kyndarinn, sem hann var að
skamma fyrir stundu síðan. Þetta
hafði liann aldrei hugsað um fyrr.
' Undarlegt, hvernig hægt var að
gleyma öðru eins!
Það voru mörg ár síðan hann
hafði hugsað til Maríu og Joe. Og
hann hafði gleymt xitliti þeirra.
En nú sá liann þau bæði í anda,
eins og þau stæðu frammi fyrir
honum á árbakkanum. Góður guð!
Sonur lians var líkur Joe, en þó
svo einkennilega frábi'ugðin hon-
um. Joe liafði mildan göfugmann-
legan svip. En drengurinn var
auðsjáanlega þrjóskur og harðlynd-
ur. Og hvernig stóð á því, að hann
var svoria haltur? Ætli fóturinn
hafi verið boginn frá fæðingu? —
Að hugsa sér, að María hafði fætt
son sinn einmana í Moorcook, án
þess að hann hefði hugmynd uxn!
Líklega hafði hann verið að þvaðra
einhverja vitleysu við Bessy þá
stundina. Will varð viti sínu fjær
af reiði við þessa tilhugsun og
lamdi hnefanunx af alefli í verk-
smiðjumúrinn.
Og hvernig var komið fyrir hon-
um? Hér var liann dæmdur til
að eyða ævinni ásamt heimskri
konu og krakka, sem honum þótti
ekkert sérstaklega vænt um. Já,
hann hugsaði ekkert hlýlega til
þeirra þessa stundina.
En eitt var víst: Hann ætlaði
hvað sem hver segði — hvað sem
Bessy -segði — að láta Jonathan
njóta réttar síns og gera hann að
Litla krossgátan
LÁRÉTT
1. Fjanda — 7. ófarir — 8. tví-
hljóði — 10. borðandi — 11. þjálf-
uð. — 12. fæði — 14. dysjar — 16.
kærri — 18. fer á sjó — 19. teymdi
— 20. dul — 22. ókyrrð — 23.
dreifa — 25. sýna blíðuhót.
LÓÐRÉTT
2. Guð — 3. tær — 4. hættulegt
— 5. tveir eins — 6. úr suðlægunx
löndum — 8. mjög — 9. gi'eiddir
— 11. pípa — 13. menntuð — 15..
slíta — 17. grasblettur — 21. óð
— 23. algeng skst. — 24. tímabil.
RÁÐNING KROSSGÁTUNNAR
í SÍÐASTA BLAÐI
Lárétl
2. Os — 3. knú — 4. varna — 5. ar —
— 11. ámu — 12. ás — 14. nætur — 16.
sekar — 18. rá — 19. krá — 20. ló — 22.
ok — 96. beri — 25. vægast.
Lóð'rétt
2. Os — 3. knú — 4. varma — 5. ar —
G. ýsurán — 8. ómur — 9. váskot — 11.
át — 13. serk — 15. ærleg — 17. ká —
21. óra — 23. bæ — 24 is.