Þjóðviljinn - 21.06.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1944, Síða 7
Miðvikudagur 21. júní 1944. IJðÐVIlJINN M Ewald: KÓRALEYJAN. Það var þá bara ofurlítil kóraley. Jörðin spurðisf íyrir um, hvernig hún hefði orðið til og varð hin versta. „Nú er mér nóg boðið: Ekki nóg með það, að hingað kemur halastjarna og springur af mikillæti fyrir aug- unum á mér, heldur verð ég að þola allskonar glettur af tunglinu á hverjum degi. — Ekki nóg með það, að mennirnir hræra í innyflum mínum, skera mig og sprengja, heldur finnur vesæll kóralkrakki, sem ekki er hægt að sjá með berum augum, upp á því, að hlaða ey við sjálfa miðjarðarlínuna. Og þetta er auðvirðilegt lindýr, sem hreykir sér svona hátt. — En nú tek ég tií minna ráða“. Og jörðin blátt áfram lækkaði hafsbotninn, þar sem kóraleyjan var. Eyjan sökk í sæ og máfurinn flaug leiðar sinnar logandi hræddur. Kalkklappirnar klofnuðu og rudd- ust hver um aðra. Fiskar, krabbar og skjaldbökur flúðu í dauðans ofboði. Þangskógurinn skalf og nötr- aði. En þegar loksins varð aftur kyrrð á hafsbotni, hvísluðu kóralarnir hver að öðrum: „Við gleymum ekki eynni“. Þeir héldu áfram að hlaða og seinast litu þeir aftur upp úr sjónum. Bylgjurnar fleygðu kalkhellum upp úr'djúpinu, til að hjálpa þeim. — Og eyjan var komin! „Verði mér aldrei verr við“, sagði jörðin. Hún lét hafsbotninn síga og allt fór á sömu leið. „Við gleymum ekki eynni“, hvísluðu kórallarnir hver að öðrum. Og enn skaut eyjan upp kollinum. „Ætlið þið að halda þessu áfram?“ spurði jörðin. „Já, við höldum áfram“, svöruðu kórallarnir. „Þá hætti ég. Ég nenni þessu ekki lengur“, sagði jörðin. Nú fékk eyjan að vera í friði. Hún stækkaði og stækkaði . Einu sinni kom eitthvað brúnf og hnöttótt siglandi og lenti við eyna. PHYLLIS BENTLEY: Tuttugasti og sjöundi júní er í almanakinu nefndur sjö sofenda dagur og dregur nafn af helgisögn frá dögum Deciusar keisara, sem ofsótti mjög kristna menn. Sjö trúaðir menn flýðu út fyrir borg- ina Efesos og leituðu sér hælis í helli, sem þeir fundu. Þeir báðu bænir sínar og lögðust til svefns. Felustaður þeirra fannst og var steini velt fyrir hellismunnann meðan þeir sváfu. Tvö hundruð árum seinna var maður að leita að góðum hleðslu- steini vhonum leitzt vel á steininn í hellismunnanum og velti honum frá. 1‘egar hreina loftið streymdi inn, vöknuðu mennirnir í hellin- um, því að þeir voru alls ekki dánir, og héldu að þeir hefðu sof- ið aðeins eina nótt. Þeir voru orðnir mjög hungraðir og sendu þann yngsta í hópnum til borgar- innar eftir brauði. Ilann undrað- ist það mjög að sjá krossmark á turnum í borginni. En þegar menn sáu peningana, sem hann gaf fyrir brauðið, héldu þeir að hann hefði fundið fornan fjársjóð og hand- tóku hann. Hann sagði sem var og menn fylgdust með honum til hell- isins með biskupinn í fararbroddi. Þegar hinir sjö hellisbúar komust að raun um, hve lengi þeir höfðu sofið, lögðust þeir útaf aftur og vöknuðu ekki eftir það. ★ „Refurinn reiðist gildrunni en ekki sjálfum sér“. „Þú veitzt ekki hvað nóg er, fyrr en þú veitzt hvað er meira en nóg“. „Varaðu þig á eitrinu í kyrru vatni“. „Maður nokkur fór um landið og sýndi apa. Hann fann að hann var vitrari en apinn og varð af því svo stærilátur, að hann hélt, að hann hefði sjö manna vit“. William Blake. ARFUR ■ es) og þjóðkirkjumaður í ‘þokka- bót. Syndir Oaslers voru enn fleiri eftir því, sem Will sagði: Ilann var gjaldþrota kaupmaður frá Leeds, en var nú bústjóri á herra- garði og í skuld við eigandann, sem var fjarverandi. Jonathan var frjálslyndur og á móti þjóðkirkjunni. Honum féll þungt að frétta um þessa afstöðu frelsishetju sinnar í trúmálum og stjórnmálum. Allt hitt áleit hann að væri marklaust þvaður. Sér til mikillar ánægju var hann viðstaddur á fundi, þar sem þekkt- ur frjálslyndur maður ávarpaði Oasler og þakkaði honum fyrir blaðagreinar hans og djarfa fram- komu. Jonathan var farinn að sækja alla fundi verkamanna og spurði föður sinn ekki leyfis. Will vissi engin ráð til þess að koma í veg fyrir þetta, en líkamlegu ofbeldi vildi hann ekki beita. Jonathan fór fótgangandi á þessi mót, kom venjulega síðastur manna og stóð því frammi við dyr. Þaðan liorfði hann með aðdáun á Oasler í ræðu- stólnum. Oasler var glæsilegur maður. Hann talaði af eldmóði og rödd hans var lircin og sterk. Hann talaði af hörku og grimmd, þegar hann lýsti samvizkuleysi verk- smiðjueigendanna, en minntist hann á þjáningar barnanna varð rödd hans blíð og mild. Þetta var málsnilld, hugsaði Jonathan hrifinn. Þessi maður var mikilmenni. Guð hafði ekki gleymt verksmiðjubörnunum. Hann hafði uppvakið drenglyndan mann til að vernda þau. Þega Jonathan kom heim eftir langa göngu í myrkri á vondum vegi, var hann orðinn svo þreytt- ur, að hann gat varla gengið upp stigann. En hann mætti alltaf stundvíslega í verksmiðjunni morg uninn eftir. Hann vildi ekki liafa af föður sínum eitt augnablik af þeim tíma, sem honum bar að vinna. Will Oldroyd átti ekki að fá ástæðu til að segja, að það væru slæpingjar, sem tækju þátt í fund- um verkamannanna. Nú var ekki um annað rætt en nauðsyn þess að leggja fyrir þing- ið frumvarp um styttingu vinnu- tímans. — Tíu stunda 'úinna var algengasta umtalsefnið og þrætu- efnið í New House eins og öllu Yorkshire héraði. Og í eyrum Maríu va,r „tíu stunda vinna“ sein ast orðin það versta orðbragð, sem hún hafði nokkurntíma heyrt — að undanteknu uppnefni Oaslers: Ríkharður kóngur. Eitt blaðið hafði gefið honum þetta nafn í skopi, en fylgismenn Oaslers nefndu hann því í virðingarskyni sem foringja sinn. Jonathan sárn- aði þó í hvert skipti sem hann heyrði föður sinn og bróður fleygja þessu auknefni á milli sin í háði. Á markaðinum í Annotsfield ólg aði andrúmsloftið af kappræðum. Will heyrði suma segja ,að það næði engri átt, að löggjafarnir tækju í taumana. Mönnum ætti að vera frjálst að selja vinnu sína og öðrum að kaupa hana án allrar þvingunar frá hálfu hins opinbera. Jonathan svaraði því, að skipulag, sem gerði börn alþýðunnar að aum ingjum, gæti ekki orðið þjóðinni til blessunar og hann bætti því við, að persónulega væri hann þeirrar skoðunar, að betra væri að verk- smiðjurnar framleiddu ekki eina alin en að lítil börn ynnu þar fjórtán klukkustundir á dag. Þessar og þvílíkar athugasemdir gerðu Will viti sínu fjær. Þannig óx sundrungin innan fjöl skyldunnar í New House dag frá degi. Jonathan var alvarlegur, Brigg áhyggjufullur, María sorg- mædd og Will ofsareiður. Sophiu leiddist fram úr öllu hófi. En Jona-* than vék elcki hársbreidd frá því, sem hann hafði ásett sér og taldi vera rétt. Loks hafði hreyfingin grafið svo um sig, að vorið 1863 var boðað fjölmennt verkamannamót í York. Það átti að fara fram þriðja fimmtudaginn í apríl. Þetta varð Will þungt áfall. í fyrstu trúði hann þvi ekki að verka menn allstaðar í nágrenninu hefðu í hyggju að sækja mótið og lögð yrði niður vinna í verksmiðjunum í tvo daga. En verksmiðjueigend- urnir sögðu sjálfir, að þeir gætu ekki hindrað það. Will var ekki í góðu skapi dag- inn fyrir þetta mót. Það var mik- ið að gera í verksmiðjunni. Hann vissi að áður en kvöld væri kom- ið mundi skríða til skarar milli hans og verkamanna. En hann var ekki viss um, hvaða afstöðu hann ætti að taka. Hann sá sér varla fært að banna þeim að sækja mót, sem yfirvöld héraðsins höfðu leyft.. En á hinn bóginn réð hann sér ekki fyrir reiði við þá tilhugsun að verða að stöðva verksmiðjuna heilan dag eða jafnvel tvo daga. — Og allt þetta vegna þess, að æsingabelgur, sem ekki þekkti ull frá bómull fann upp á því að boða til fundar. Will hafði ekki skap til að taka sér neitt fyrir hendur. Hann ráfaði fram og aftur í verksmiðjunni. Honum varð gengið inn í skrifstof- una. Jonathan sat þar Vtð skriftir eins og vant var. „Pabbi“, sagði Jonáthan og Will kannaðist við þennan sérstaka tón, sem Jonathan lagði í föðurnafnið. „Hvað viltu?“ spurði Will ön- ugur. „Þú ætlar auðvitað að loka verk- smiðjunni á morgun?" „Hvað varðar þig um það?“ *„Eg ætla að fara á fundinn í York“, sagði Jonathan. Will roðnaði upp í hársrætur og niður á háls af illsku. Hann starði á son sinn. Honum varð eitt augna blik hugsað um hringiðu örlaga sinna —• hvað þett.a var allt óskilj- anleg og.grimm ráðstöfun af hálfu forsjónarinnar! Jonathan — María — Joe — verksmiðjan! Minning- arnar þyrp.tust að lionum. Og þarna stóð elzti sonur lians frammi fyrir honuin, óbilgjarn og þrjósk- ur. Will minntist föður síns í fyrsta sinn í mörg ár. Ilvað skyldi Old- royd gamli hafa sagt um son eins og Jonathan? Jæja, hvað um það! Jonathan ætlaði á fund æsingamanna, sem vildu eyðileggja verksmiðjuiðnað- inn. Þá það! „Ef þig langar á þennan fund, geturðu auðvitað farið“, sagði Will háðslega. Jonathan tók ekki eftir háðinu í rödd föður síns. „Þakka þér fyrir pabbi. Eg.vinn þennan tíma auð- vitað upp aftur“, sagði hann glað- ur í bragði. Rödd hans var hljóm- þýð og augun björt af gleði. Hann minnti Will svo mikið á Maríu, að honum hlýnaði um hjartaræturnar. En liann gekk snúðugt út úr skrif- stofunni. Nú hélzt hann ekki við lengur inni í verksmiðjunni, held- ur fór út í garðinn og gekk þar fram og aftur til að stilla skap sitt. Allt í einu datt lionum ráð í hug. Hann gekk aftur inn í verk- smiðjuna og spurði hvatlega: „Ætl- ar einhver ykkar að fara á fund- inn til að hlusta á Ríkharð kóng?“ Margir roðnuðu og svöruðu hik- andi, að þeir ætluðu að fara. „Ágætt“, sagði Will. „Þið lítið þá eftir Joth og sjáið um að hann komist slysalaust heim aftur. Joth ætlar nefnilega að fara á fundinn“. Litla krossgátan SfciáteiL^. Lárétt: i 1. andleg ijóð — 7. gjald — 8. bog 10. íþróttafélag — 11. huldumann — viðurnefni (fornt) — 14. rannsaka — vort — 18. flan — 19. vot — ÖO. gelt 22. forsetn. — 211. tanna — 25. gi’emst tets Lóðrétt: 2. fisk — 3. draup — 4. drep — úttekið — 6. synina — 8. volfta — hvatningartæki — 11. auk — 13. æst ■ 15. grenjar — 17. málfræðileg skamm! — 21. skelfing — 23. lík — 24. tveir eii RÁÐNING KROSSGÁTUNNAR 1 SÍÐASTA BLAÐI ■Lárétt: 1. leggið — 7. gerð — 8. tó — 10. te 11. mæt — 13. lá — 14. njóta — 1 áfría — 18. að — 19. fim — 20. fá — S ur — 23. ausi — 25. hratið. ! Lóðrétt: 2. ég — 3. get — 4. greni — 5. ið — hótað — 8. tæta — 9. kláfur — 11. j — 13. áfir -- 15. jafna — 17. Rm. 21. ást — 33. ar — 24. II. V

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.