Þjóðviljinn - 23.06.1944, Side 7

Þjóðviljinn - 23.06.1944, Side 7
Föstudagur 23. júní 1944. KÖRALEYJAN, rak á Iand. Þar rotnaði hann. Nokkur grasfræ höfðu leynst’ í djúpri rifu. — Og það leið ekki á löngu, áður en eyjan var orðin algræn. Loksins kom kókoshnetan aftur. „Berðu mig á land,“ sagði hún við eina ölduna. Kókoshnetan skaut rótum og varð undurfagurt tré. Það„ bar margar hnetur, sem féllu til jarðar og urðu líka tré. Smám' saman óx upp pálmalundur. Fuglar komu og gerðu sér hreiður í greinunum. Fiðrildi, býflug- ur og blóm komu fyrr en varði. Og seinast kom maður — einn á báti. Hann hafði orðið skiptapa og bátinn hans hafði rek- ið um hafið í marga daga. Hann var orðinn svangur og þyrs'fur. Þegar hann kom að eynni, varð hann glaður, steig á land og borðaði kókoshnetur og ostrur. Hann byggði sér skýli. Loksins kom skip og hann komst heim fil sín. Kórallarnir héldu áfram að stækka eyna niðri í vatn- inu. Enn var hún ekki nógu stór. „Hvað ætli langa — langa — langa------langafi segði, ef hann gæti séð, hvað eyjan er ~falleg?“ sögðu þeir hver við annan. Elsa Beskov: UPPELDISVÉLIN. Hafið þið heyrt getið um Kringluríki? Það er ekki sagt frá því í landafræðinni. Og það er ekki von, því að Kringluríki er svo langt í burfu, að ef þið ætlið þangað, verðið þið að fara sjö sinnum kringum jörðina. Fólkið þar stendur okkur framar í öllu. Það eru mörg hundruð ár síðan farið var að nota síma og flugvélar í Kringluríki og menn þurfa ekki að drepa hendi sinni í kalt vatn. Allt er unnið með vélum. Meðan gufuskipin voru ný uppfinning og sigldu eingöngu á fljótum og vötnum í Ame- ríku og Englandi, var eigend- um skipanna svo áfram um að fá farþega, að kvenfólki var boðið ókeypis far með þeini vissa daga. ★ Franski náttúrufræðingur- inn Buffon, var mjög morgun- svæfur, þegar hann var ungl- ingur, og segir hann sögu af því: „Eg komst aldrei á fætur fyrr en kl. tíu og vinnumaður föður míns gat ekki vakið mig. Seinast tók ég það ráð, að lofa að greiða honum tíu aura, á dag, ef hann gæti kom- ið mér á fætur klukkan sjö á hverjum morgni. Morguninn eftir kom hann og vakti mig, en ég skammaði hann í svefn- rofunum, svo að hann fór gramur út en ég sofnaði aftur. Þegar ég kom á fætur, sagði ég við hann: „Þú hefur tapað ygrðlaununum og ég hef tap- að þremur klukkutímum. Þú átt ekki að skipta þér af því, þó að ég verði vondur.“ Næsta morgun kom hann og hellti yh ir mig fullri vatnsfötu. Eftir það þrjózkaðist ég ekki við að fara á fætur, þegar hann vakti mig á morgnana. Eg á honum að þakka margar þær bækur, sem ég hef skrifað.“ ★ Sálmaskáldið Svedberg, bisk up í Svíþjóð, sem uppi var á 17. öld, bað seinni konu sinnar skriflega, án þess að hafa séð hana, segir sagan, og fékk já- yrði hennar, án þess að hún krefðist að sjá hann. En skömmu fyrir brúðkaupið hitt- ust þau af hendingu í veizlu og talaði hann lengi við kon- una, án þess að vita hver hún var, þar til hún sagði honum nafn sitt að fyrrabragði. „Nú, eruð það þér — —?“ sagði biskupinn. Og bæði urðu öld- ungis forviða. til Annotsfield og ná kröfu- göngunni áður en hún legði af stað. Og það tókst. Þegar Jóna- than horfði á fylkinguna streyma út úr bænum undir blaktandi fánum varð hann gagntekinn af gleði í fyrsta sinn á ævi sinni. Hvert andlit ljóm- aði af hugrekki og von. Hljóm- sveit gekk á undan og allir sungu. Það var „Söngur barn- anna“. Margir veittu eftirtekt ung- um manni, sem gekk berhöfðað- ur og hafði dökkt, liðað hár. Andlit hans var crítt og gáfu- legt og ljómaði af hriíningu, þegar hann söng. Hann vakti enn meiri arhygii vegna þess, að hann var haltur. Jónathan hafði týnt hattinum í þrengslunum. Margir ávörp- uðu hann, sögðu að hann væri röskur piltur og hefði fallega rödd. Og þeir sourðu hann að heiti. Jónathan sagði aðeins skírnar nafn sitt en gat um, að hann hefði unnið í verksmiðju, þegar hann var barn. Hann skamm- aðist sín fyrir að nefna föður sinn. Þegar hann hafði gengið nokkra kílómetra fór hann að dragast aftur úr. Og því lengra sem hann gekk varð honum gangan erfiðari, sérsjfeklega, þegar hungrið fór að gera vart við sig. Loftið hafði verið þung búið allan morguninn og allt í einu kom steypiregn. Jóna- than mundi ekki eftir annarri eins rigningu, ekki einu sinni uppi á Marthwait-heiði. Hann brauzt áfram móti storminum í rennblautum fötunum, klukkutíma eftir klukkutíma. Hann skalf af kulda og hafði kvalir í fætinum. Stígvélin láku og annað þeirra særði hann á hælnum. En áfram varð hann að komast, og að lokum sá hann hæstu revkháf- ana í Leeds. Þeir náðu þangað í myrkri um kvöldið. Göturnar voru troðfullar af kröfugöngumönn- um. Hér og þar var letrað á spjöld, hvar menn gætu leitað náttstaðar. Jónathan fann eitt af þessum skýlum og lagðist feginn niður á hálmflet, bjór- votur frá hvirfli til ilja. Ein- hverjir félaga hans gáfu honum brauðsneiðar og hann borðaði þær. En ekki gat hann sofnað. Hvíldin var heldur ekki löng. Um miðnætti var lagt af stað aftur. Þetta var löng nótt. Jóna- than virtist hún aldrei ætla að taka enda. Rigningin og stormurinn lamdi hann í and- litið. Þjóðvegurinn frá Leeds til York var þéttskipaður kröfugöngumönnum. Helstu vinir Oaslers gengu á undan. Þeir báru blys, en það gekk illa að láta þau loga í rigning- unni. Menn sungu sálma og kvæði og ráku upp fagnaðaróp við hvern mílustaur á leiðinni. Jónathan var hættur að finna til líkamlegrar þreytu. Hann hríðskalf og það blæddi úr sári á hægra fæti hans. Vinstri fóturinn var líka orð- inn logsár. Sálarástand hans líktist hitaveiki. Hann hélt sér við með áköfum samræðum. Loks birti af degi. Storminn hafði lægt, en rigningin var engu minni. Hrifning og baráttugleði göngumannanna var slokknuð. Engir söngvar heyrðust meir. Þeir töluðu fátt. En allir héldu áfram, örmagna af þreytu og kulda. Jónathan þokaðist lengra og lengra aftur í fylk- ingunni. Allt í einu heyrðust hróp, sem gengu mann frá manni. Allir hertu gönguna, lyftu höfði og styrktust af nýrri von. „Hvað segja þeir? Hvað segja þeir?“ spurði Jónathan. „Þeir segjast sjá dómkirkju- turninni í York,“ svaraði mað- ur framar í fylkingunni.. „Félagar! Þeir sjá dómkirkj- una,“ kallaði Jónathan aftur fyrir sig og fylltist nýjum kjarkj. Nú hófst á ný fögnuður og glaðleg samtöl. Jónathan varð að viðurkenna fyrir sjálfum sér, að oft hefði hann efast um það þessa nótt að hann kæm- ist til York. En innan stundar yrði hann kominn þangað og gæti hlýtt á allt, sem fram færi á þessu langþráða * móti. Það átti að fara fram í kast- alagarðinum, þar sem móður- bróðir hans lét lífið fyrir rétt hinna kúguðu. Því hafði verið lofað, að nóg brauð og öl yrði að fá, þegar gðngumennirnir kæmu til York. En þegar til borgarinn- | ar kom, fréttist að brauðið hefði verið sent öfuga leið. „Þá vona ég að ölið hafi farið sömu leið,“ sagði Jóna- than. „Ekki er ég þér sammála um það,“ svaraði piltur, sem gekk við hlið hans. Gamall maður tók í sama streng og Jónathan og sagði, að menn hefðu illt af að drekka öl, svona hungraðir. eins og þeir voru. Hann herti gönguna af öllum mætti. Það gat komið til mála, að foringj- arnir kæmust í vanda, ef ein- hverjir færu að drekka til muna. Þegar Jónathan náði fund- arstaðnum var þar múgur manns og mikil ókyrrð. Menn höfðu verið að streyma til mótsins frá því um dagrenn- ingu og beðið síðan í von um að fá eithvað að borða. Að síð- ustu þóttust þeir vissir um, að brauðið kæmi ekki. Þeir höfðu drukkið og óánægjan var orðin ískyggileg. „Hafa Oasler ekki verið gerð boð?“ spurði Jónathan mann. sem gekk um og veitti öl. „Hann verður ekki hér fvrr en eftir hálftíma," svaraði mað urinn. Jónathan stundi við og bjóst við öllu því versta. Nú fóru að heyrast hróp og hótanir. Menn þóttust sviknir og höfðu ekki lengur stjórn á skapi sínu. Einhver hóf sig upp yfir fjöldann og fór að tala með miklum handaburði. Allir hlustuðu með athygli, en Jónathan stóð svo langt frá, að hann heyrði ekki hvað mað urinn sagði. Litlu seinna skildi hann þó, hvað um var að vera. Menn ætluðu að flykkjast að brauð- búðunum. Sumir áttu fáeina skildinga í vösunum. Mann- fjöldinn komst á hreyfingu. „Þeir mega ekki gera aðsúg að brauðbúðunum — þeir mega ekki taka sér neitt fyr- ir hendur, fyrr en Oasler kem- ur og getur sefað þá. Komi til Litla krossgátan Lárétt: Lárétt: 1. óhagur — 7. sein — 8. gróður- setja — 10. spænskur leikur — 11. skógardýr — 12. guð — 14. hleypur — 16. vélamenning — 18. vinj — 19. fkasta upp — 20. sæki sjó — 22. knattspyrnufélag — 23. á lofti — 25. bolta. Lóðrétt: 2. kemur með þófi — 3. forföður — 4. plantan — 5. hljóta — 6. heimsk — 8. eyðsla — 9. örbirgð — 11. til hafs — .13. unaður — 15. flokkur — 17. knattspyrnufélag — 21. hrópað — 23. lát þér lynda — 24. forn greinir. RÁÐNING KROSSGÁTUNNAR 1 SÍÐASTA BLAÐI Lárétt: 1. mældur — 7. sóru — 8. ól — 10. mý — 11. úði — 12. ól — 14. forna — 16. lamar — 18. ið — 19. mun — 20. ká — 22. at — 23. varð — 25. páraði. j þóðrétt: 2. æs — 3. lóm — 4. drífa — 5. UU — 6. kll(gj)aði — 8. óðni —9. hólmar — 11. úr — 13. laut — 15. orkar — 17. mn — 21. ára — 23. I vá — 24. ÐÐ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.