Þjóðviljinn - 06.07.1944, Síða 3
WÖ&TILJIHM
3
Fimmtudagur 6. júlí 1944.
RIT8TJÓRI:
BANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIB
Rödd sveitakonunnar
r
Frá Landspingi Kven-
Viðtal við Ingibjörgu Þorgeirsdóttur
r
félagasambands Islands
Aukalandsþing Kvenfélaga-
sambands íslands, sem haldið
var 26. til 28. júní tók til með-
ferðar skipúlagningu sambands
'ins, en það hefur nú fengið fé
til umráða er gerir því kleift að
hafa fastan starfsmann og skrif
stofu, og hefur þegar verið ráð-
inn framkvæmdastjóri. Heim-
ilisráðunautur og fleiri starfs-
menn verða ráðnir 'þegar fjár-
hagsástæður leyfa og þörf kref-
ur.
*
Rætt var um húsmæðra-
fræðslu, og nefndir, er áður
höfðu verið kosnar til þess að
gera tillögur um þessi mál,
lögðu fram ítárlegt álit um
framtíðarskipulag, húsmæðra-
fræðslunnar og var samþykkt
með nokkrum viðbótartillögum.
Þingið samþykkti áskorun til
Alþingis um að láta rannsaka
hvaða vélar væru hentugar til
eflingar ullariðnaði á heimil-
um og í smáiðju og hvernig
bezt væri að afla þeirra.
Ennfremur var samþykkt á-
skorun til Alþingis um afnám
tolla á vélum og áhöldum er
létt geta störf heimila til sjávar
og sveita.
Rannsóknastofnun
heimilanna
Loks var samþykkt að fara
fram á að konur verði skipað-
ar í nefnd þá, sem endurskoða
á tollalögin.
Undanfarin ár'' hafa víða verið
gerðar ýmsar rannsóknir á aðstöðn
og starfi húsmóðurinnar. I Svíþjóð
liafa nú um 5000 húsmæður fyllt
út spurningaeyðublöð um allt
mögulegt sem að heimilisstörfun-
um lýtur, og eiga nú svör þeirra
og athugasemdir að verða grund-
völlur að áframhaldandi rannsókn-
um og tilraunum til endurbóta á
sviði heimilanna.
í maí síðastliðnum var svo kom-
ið á fót sérstakri stofnun sem hef-
ur þessi mál með höndum, og nefn-
ist hún llannsóknarstofnun heim-
ilanna. Að stofnun þessari stendur
hin svokallaða „samvinnunefnd
húsmæðranna“ og í henni eiga sæti
fulltrúar frá húsmæðrafélögunuin,
húsmæðrakennurum og heimilis-
xáðunautum.
Tilgangur stofnuná’r þessarar er
að fást við rannsóknir á öllu því
er lýtur að tækni á heimilum,
heilsuvernd og fjárhag heimil-
anna. Þar að auki á hún að
taka til meðferðar hin sálfræðilegu
og félagslegu vandamál heimil-
anna.
Við stofnun þessa eru ráðíiir
sérfræðingar í ýmsum greinum, svo
sem húsmæður, hússtjórnarkenn-
arar, skólastjórar, heimilisráðu-
nautar, húsameistarar og vísinda-
menn í sálar- og félagsfræði.
Fé til starfseminnar er veitt af
ríki og sambandi samvinnufélag-
anna (Kooperatire förbundet).
Er gaman að heyra um þetta
nú, því að Kvcnréttindafélag ís-
lands er í raun og veru að undir-
búa hliðstæða stofnun með því að
ráða sér skrifstofustjóra og ráðu-
naut og beina kröfum til ríkis-
stjórnarinnar um rannsóknir á
hagkvæmum vélum til heimilis-
þarfa.
Rsstiskápyr
Mjög hagkvæinlega innrétt-
aður ræstiskápur. Til þess að
skápurinn komi að fullum not-
um verður hann að vera það
stór að í honum rúmist öll þau
áhöld sem notuð eru við ræst-
ingu heimilisins.
Skápurinn má ekki vera
minni en stærð sú sem hér er
gefin: 55x55 cm. hæð: 1.70 m.
Með þessari stærð sé plássið
réttilega notað, er hægt að
geyma öll, nauðsynleg ræsti-
áhöld á hverju venjulegu heim-
ili.
Mjög mikils um vert er að
slíkir skápar, sem þessi, séu
með loftræstingu og er mjög
auðvelt að koma henni fyrir,
takið eftir götunum á hurðinni.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir á Höllu-
stöðum í Reykhólasveit er stödd
hér í bænum, og hefur setið auka-
landsþing kvenna, það er haldið
var í Skíðaskálanum fyrir nokkru.
Ingibjörg er fædd og uppalin
þarna í sveitinni, hafði þar kennslu
á hendi nokkra hríð en sinnir nú
bústörfum með bróður sínum á
Höllustöðum.
Fyrir ykkar og mína hönd lang-
ar mig til að fá að heyra ofurlítið
um hvernig það er heima í sveit-
inni þar sem hún býr og tek hana
því tali.
— Hvernig háttar til þarna í
sveitinni?
— Það eru 30 bæir í Reykhóla-
sveit, en á Nesinu 10 bæir, þetta
10—20 mín. gangur á milli bæja.
Margar stórar jarðir eru þar, með-
al annars Reykhólar,. sem nú er
ríkiseign og mikið stendur nú til
að gert verði með.
— Er fátt fólk eins og annars-
staðar er kvartað undan? .
— Nei, það virðist sem fólkið
vilji vera í Reykhólasveitinni, en
möguleikarnir eru oft ekki miklir
fyrir unga fólkið, að útvega sér
jarðnæði, því allar jarðir eru full-
setnar. A Reykjanesinu er víða
tvíbýli 4—8 manns á hvoru búi.
BY GGÐAHVERFI
— Hefur nokkuð verið rætt um
byggðahverfi eða samvinnubyggð
þarna?
— Ekki held ég á hinum hærri
stöðum, en menn hafa stundum
verið að rabba um það sín á milli,
og slíkt gæti áreiðanlega komið
til greina staðháttanna vegna.
Reykjanesið væri að mörgu leyti
vel til þess fallið, því að þar er tal-
ið að vera annað stærsta graslendi
á Vestfjörðum, og er þá Reykhóla-
land innifalið í því, en land Reyk-
hóla er talið hundrað1 hundruð
að fornu inati, með ótal eyjum,
hólmum og skerjum úti fyrir, dún-
tekju, jarðhita og hverskyns hlunn
indum. En um Reykhóla cru nú
miklar fyrirætlanir. Þar er gert
ráð fyrir að rísi tilraunabú og
vinnuskóli, gróðrarhús og heima-
vistarskóli. Læknissetur og prest-
setur er þar þegar, en þó að Reyk-
hólaland verði þannig notað er
töluvert land eftir á nesinu fyrir
utan og innan og gæti þar áreiðan-
lega risið blómleg samvinnubyggð.
AFKOMA
— Hvernig er afkoma fólksins?
— Núna sæmileg, en mest er
þar notað gamla búskaparlagið.
Mjólkin er ekki seld — þó er til
smjörsamlag á Króksfjarðarnesi,
sem tekur við smjörinu ósöltuðu,
Tak‘ið eftir að sópurinn er
hengdur á tvo snaga í stað
hinna venjulegu hanka sem
alltaf eru að slitna í sundur.
pakkar það og selur sem böggla
smjör, en sökum samgangnaskorts
geta ekki allir notað sér þetta.
Við getum það t. d. ekki nema að
litlu leyti, og verðum því að safna
smjörinu saman og selja það salt-
að.
Talsverð garðrækt er nú stund-
nð. Við ræktum kartöflur og róf-
ur og sumstaðar kál. en það gæti
verið miklu meira.
HÚSAKOSTUR OG ÞÆGINDI
— Hvernig eru byggingar
þarna?
— Það eru þó nokkuð víða góð
nýleg hús, en sumstaðar dálítið ó-
hentug eins og oft hefur orðið um
byggingar i sveitinni — sumstaðar
eldhús í kjallara og stofur á efri
liæð, og er það auðvitað <lálítið
óþægilegt fyrir húsmóðurina.
Á flestum eða ölluin bæjum er
vatnsleiðsla og frárennsli og er að
því mikil bót, en því miður eru
vatnssalerni ekki nema á fáunn
Veruleg þvottahús eru líklega ekki
nema á tveim bæjum í sveitinni
en þvottapottar eitthvað víðar. Ég
hef nú stundum verið að láta mig
dreyma um að i framtíðinni kæmi
þvottahús og brauðgerðarhús á
Reykhólum — það er áreiðanlega
ekki frágangssök þegar vegirnir
batna.
FÉLAGSLÍF
— Hvernig er félagslífið hjá ykk
ur?
— Það hefur nú oft á tíðum ver
ið heldur ófulkomið og slitrótt.
Unga fólkið er dálítið lausara við
sveitina á vetrum, en við það bíð-
ur félagslífið hnekki.
Kvenfélagið hjá okkur er þriggja
ára, en nær aðeins yfir Reykjanes-
ið. (Sveitin er annars þrískipt —
Reykjanesið, Innsveitin og Þorská-
fjörðurinn).
Starfsemin hjá okkur hefur nú
ekki verið svo mikil. Við höfum
þó lialdið saumanámskeið, ein
konan í Kvenfélaginu hefur haft
gróðrarreit og alið upp plöntur á
vorin, en margar hinna félags-
kvennanna hafa notið góðs af og
'fengið hjá henni plöntur. Handa-
vinnusýning hefur einu sinni ver-
ið haldin, og var þar aðallega sýnd
fínni ullarvinna, þvi að ennþá eru
í sveitinni þó nokkrar konur er
kunna vel til verka á því sviði.
Má þar t. d. nefna Ólínu Snæ-
björnsdóttur á Stað.
Tvívegis hafa konur kvenfélags-
ins sent dálítið af prjónlesi til
Reykjavíkur, en annars stendur
það tóskapnu,m mikið fyrir þrifum
að ekki er hægt að kemba ullina
nema. hér fyrir sunnan eða norð-
ur á Akureyri hjá Gefjun, og kcm-
ur hún þá stundum ekki aftur fyrr
en mjög er út á liðið og orðið seint
að hugsa til mikillar ullarvinnu.
— Hverjar eru fremstu óskir hús-
mæðranna um þægindi og léttir við
heimilisstörfin?
— í sjálfu sér ekki svo miklar
og margvíslegar, en ég hugsa, að
þessar verði efstar á blaði hjá flest-
um:
Vatn og frárennsli (sem flestar
húsmæður í Reykhólasveit hafa),
rafmagn til Ijósa, þægilegri eldavél-
ar, sem ekki óhreinka eins mikið
og ekki þarf eins oft að bæta í, og
svo einhverja möguleika til að kæla
matvæli og geyma um lengri eða
skemmri tíma, og að síðustu þægi-
legri húsaskipun, því að óheppilegt
fyrirkomulag veldur húsmæðrun-
um oft mörgum óþarfa sporum, og
er það mun leiðinlegra þar sem slíkt
oft stafar af fáfræði en ekki fátækt.
EIN KONA í SKÓLANEFND.
— Hvaða afstöðu finnst þér kon-
urnar þarna í kringum þig hafa til
J>átttöku kvennanna í almennum
þjóðfélagsmálum, og taka jiær
nokkra afstöðu til kvenréttinda-
mála?
— Margar hverjar gera sér held-
ur litla grein fyrir slíkum málum,
þó virðist áhuginn lieldur vera að
glæðast, sumar ræða þau mál sín
á milli, en um beina J)átttöku í op-
inberum málum er ekki að ræða,
þó má nefna að við höfum eina
konu í skólanefnd. —
Ingibjörg lætur ekki mikið yfir
sér eða konunum í sinni sveit, en
ef nokkuð má ráða af J)ví að ræða
við hana sjálfa, þá leynist á bak
við heimafyrir, meiri áhugi og víð-
sýni en hún vill vera láta.
Um Fjallkonuna
Vegna þess að mér hefur borizt
til eyrna að Fjallkona lýðveldis-
hátíðarinnar hafi tekið sér oitt-
hvað nærri grein þá er birtist hér
á Kvennasíðunni fyrir nokkru, vil
ég taka það fram, að J)að var alls
ekki tilætlunin að særa hana eða
kasta skugga á hina ungu stúlku,
sem átti að bera gerfi Fjallkon-
unnar. Enda var hvergi í grein-
inni minnst á hana persónulega,
heldur aðeins talað um „symbol“-
táknið Fjallkonuna og skilning eða
skilningsleysi karlmannanna á J)ví
tákni og þar af leiðandi alls ekki
gert ráð fyrir að táknið sjálft gæti
haft nokkur áhrif á gang málanna.
Karlmennirnir voru af mér tald-
ir hinir einráðu gjörendur liátíðar-
innar, og því alls ekki gert ráð
fyrir að nokkur kvenleg vera hefði
þar nokkurt áhrifavald — allra
sízt Fjallkonan sjálf (unga stúlk-
an), enda hef ég fengið um Jmð
upplýsingar hjá hátíðarnefnd, að
stúlkan sat í bíl sínum og beið,
og átti því enga sök á Jíví að hún
kom ekki fram. En þeir, sem að
fánahyllingunni stóðu, vissu ekki
Framh. á 6. «í8u.