Þjóðviljinn - 06.07.1944, Side 5

Þjóðviljinn - 06.07.1944, Side 5
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. júlí 1944. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn. Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson. Btjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á iandi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Hvað líður uppsetningu nýju vélasam- stæðnanna við Ljósafoss? Reykvíkingar eru orðnir langeygðir eftir rafmagnsaukning- tmni, sem þeim var lofuð að kæmi eftir nýár í vetur og ekki er komin enn. Hvað veldur þessum töfum? Fyrst er búizt við að allt verði í síðasta lagi tilbúið í febrúar, svo í maí — og nú er kominn júlí og rafmagnsaukningin^ókomin. Vitanlegt er að víða bíða menn eftir þessari aukningu og það þótt sumárið sé komið. Rafmagn er víða.af skornum skammti hér. Spennistöðvar þarf að setja upp á ýmsum stöðum og mun vart hægt fyrr en bætt er úr rafmagnsskortinum. Það væri viðkunnanlegra að bæjaryfirvöldin gæfu skýrslu um hvað verki þessu líður. En þetta er máski annars eitt af því sem ekki má spyrja um. Það kvað sem sé vera amerískur verkfræðingur — eða máski fleiri en einn — að stjórna samsetningu hinna nýju vélasam- stæðna — og það verður máski skoðað sem óvingjarnlegt athæfi við verndara vorn að spyrja. En menn verða hinsvegar að afsaka: Við, sem erum orðnir vanir „amerískum hraða“, erum orðnir óþolinmóðir yfir lesta- ganginum við Ljósafoss. Hvað gerir þjóðin fyrir þau börnin sín, sem enga feður eiga að? Það er komið upp vandamál hér á landi, sem þjóðin þarf að leysa og leysa sér til sóma. Hér er nú orðið allmargt barna, sem eiga íslenzkar mæður, en útlenda hermenn að feðrum. Margt þessara barna á í raun- ínní aðeins mæðurnar að, og þær eiga flestar við erfið kjör að búa. Þjóðfélagið hefur hingað til lítt sinnt skyldum sínum við þessi böm. Á því verður að verða breyting og það strax. Hið opinbera þarf að aðstoða mæðurnar við að fá greitt með lag með börnunum og eðlilegast er að hið opinbera greiði með- lögin til þessara maéðra og semji síðan við ríki þau, sem her mennirnir eru frá, á eftir. Það er ríkið, sem hefur beðið um her- inn hingað og ber gagnvart þegnunum ábyrgð á afleiðingum af dvöl hans. Það þarf ennfremur að tryggja það að þessi börn verði á engan hátt látin gjalda þess síðar, hvernig á hingaðkomu þeirra stendur. Slíkt væri íslenzku þjóðinni til vansa. Þjóð vor er fámenn. Henni ber að fagna hverjum íslenzkum borgara er við bætist í þjóð vora. Vér þöfum nóg hlutverk að vinna fyrir hvern mann. Vér höfum nægan auð til þess að geta búið hverjum þegn skilyrði til hamingjusams lífs. Og vér erum ekki haldnir neinum þjóðrembingi eða þjóðflokkahroka gagn- vart öðrum þjóðum. Menn af erlendu kyni, sem hingað hafa flutzt, hafa reynzt þjóð vorri jafngóðir íslendingar sem þeir, er ein- vörðungu voru af íslenzku bergi brotnir. En vér verðum að gefa hverjum manni frá upphafi lífs hans tækifæri til þess að tengjast þeim böndum við menningu vora og sögu, land og þjóð, að eigi rofni. Það ríður alveg sérstaklega á að þjóðfélagið vanræki ekki þessa skyldu sína gagnvart þeim börnum, sem aðeins eiga ein- stæðar mæður að, — og myndu því vitanlega líða undir því í uppvextinum, ef þeim ekki er hjálpað. Ríki og bæjarfélag þurfa strax að láta þessi mál til sín taka. Það er skylda þeirra gagnvart þjóðinni og þeim einstaklingum, sem í hlut eiga: börnunum og mæðrunum. Mennirnir, scm hýða sjálfa sig Aiþýð&flokkorinn, sem fyrir nokkrum árum lagSf í herferO til að „vinna sveitirnar", kallar nú sína elgin afstððu „skemmdarstarf", til þess að reyna að sanna þjðnslund sína og tryggð við Hrifluafturhaldið Það er hörð refsing að vera hýddur opinberlega, en ógeðslegra fyrirbrigði er þó hitt að hýða sjálf- an sig opinberlega. Það gerir Alþýðublaðið í gær. Ritstjórnargrein þess fjallar um hina hneykslanlegu samþykkt Hriflunga á S.Í.S.-fundinum og er ein óslitin lofgerðarrolla um þessa furðulegu ályktun, sem fleStir, nema svæsnustu Hriflungar, skammast sín fyrir. Svo vitstola er Alþýðublaðið orðið af hatri til sósíalista að það má hvergi neinar ávítur á þá sjá án þess að taka undir og spangóla sem hundur, án þess að hafa minnstu hugmynd um ástæðurnar til ávítananna eða hirða nokkuð unr þær. Fyrir hvað voru Hriflungar að ráðast á Sósíalistaflokkinn á S.Í.S.- fundinum í þessari alræmdu álykt- un? Höfuðatriðin í ásökununum voru: ummœlin um liraun-kjötið, tillagan um vald neytenda yfir dreifingu mjólkurinnar, tillaga um rannsókn á meðferð og skipulagi á þessum vörum og svo uppbóta- málið. Og hver var afstaða Alþýðu- flokksins til þessara mála? Alþýðuflohkurinn og Alþýðu- blaðið þóttust vera alveg jafn á- kveðin og Sósíalistaflokkurinn með þessum málum, jafnvel róttœkari í þeim sumurn! Ávitur hinnar al- rœmdu samþykktar 8dA.-fundar- ins beinast því í rauninni eins mik- ið gegn Alþýðuflokknum, — ef nokkrum Ilriflungi dytti í hug að taka nokkuð alvarlega sem sá flokkur segir. Iin svo takmarkalaus er fyrir- litning Hriflunga á þræl sínum, Alþýðuflokknum, að þeim kemur ekki til hugar að gera honum þá þægð að skamma hann fyrir „and- stöðu“ gcgn verstu hneykslum Framsóknar, af því Hriflungar vita að slík andstaða er einvörðungu látalæti og lýðskrum. Og svo takmarkalaus er fyrir- litning Alþýðublaðsins á Alþýðu- flokknum og sjálfu sér að það sleikir út um að fá að lepja skamm- irnar um sósíalista frá Ilriflung- um, þó þeir eigi ásamt Sósíalista- flokknum að nokkru heiðurinn af þeim verkum, sem valda ópum afturhaldsins. Dýpra cr varla hægt að sökkva. Og hve djúpt Alþýðuflokkurinn er sokkinn með þessari ritstjórn- árgrein gera menn sér ef til vill betur Ijóst, ef rifjað er upp hvað hann ætlaði sér að vinna fyrir nokkrum árum. „NÆSTA IILUTVERKIÐ ER Afí VINNA SVEITIRNAR“. Það var næsta sporið, sem Al- þýðuflokkurinn ætlaði að stíga og gekk ekkert smáræði á, þegar þetta var útbásúnað um land allt um leið og lýst var eilífðarbanninu al- ræmda á konimúnista. Og hvernig hefur það svo gengið að vinna þetta hlutverk undir leið- sögn og ritstjórn Stefánanna? Upp til sveita er ástandið þann- ig, að þar er nú, eftir 8 ára óslitna „sigurför“ Alþýðublaðsins, erfiðara að finna Alþýðuflokksmann í sveit en saumnál í heystakk. Og í bæjunum er hægt að segja sögu Alþýðuflokksins í einni setn- ingu: alltaf að tapa. Tapa verk- lýðsfélögunum, tapa þingsætunum, tapa ærunni — og nú síðast leif- unum af virðingunni fyrir sjálfum sér. Svona hafa hægri menninrir, undirtyilur Framsóknar, farið með flokkinn, sem ætlaði að vinna sveitirnar. Þeir hafa sjálfir gerzt erindrekar þess lélegasta, sem ís- lenzkar sveitir hafa nokkurntíma frámleitt: Hrifluafturhaldsins. Það er tími til kominn að þurrka burtu ÆÍðustu leifarnar af áhrif- um þessara afturhaldserindreka í samtökum fólksins. Allir heiðar- legir Alþýðuflokksmenn taka höndum saman við sósíalista til þess að útrýma áhrifum Hriflung- anna og þýja þeirra. Ilin hneykslanlega samþykkt Jóns Árnasonar og kumpána lians og lof Alþýðublaðsins um hana sýnir reykvískri alþýðu hver þörf er á því að hún tátki liöndum sam- an í ICron til þess að þurrka áhrif þessara skemmdarvarga út. Sósí- alistar og ýmsir góðir Alþýðu- flokksmenn stóðu þar síðast sam- an að ávítum á Jónas frá Hriflu fyrir skrif hans í „Samvinnuna“, en hægri klíka Alþýðuflokksins sýndi sig í því máli sem öðru und- irlægju Hrifluvaldsins. Og nú kórónar Alþýðublaðið niðurlæginguna með því að taka undir þegar Hrifluvaldið þykkir sínar vitlausu ályktanir á móti sósíalistum og sæmilegum AI- þýðuflokksmönnum, en vísar frá félögum þeim, sem verkalýðurinn í Kron stóð að. Mælir Alþýðublaðsklíkunnar er svo fullur að út úr flóir. Önnur greín Títos marskálfes rimmtudagur o. juli 1944. PJ (Jrt V IJNJN undur okkar Hihailovitsj Þegar cftir komu mína til hins frelsaða landsvæðis í ágústmánuði 1941 fór ég til fundar við Miha- ilovitsj í Ravnagorafjöllum. Hann tók á móti mér á heimili Voivoda Misjitsj í þorpinu Strúganik í staðinn fyrir í sínum eigin bústað í Ravnagora. Misjitsj majór og hinn alræmdi stórserbi, Dragisja Vasitsj, voru einnig viðstaddir. Lítill árangur varð af þessum um- ræðum. Mihailovitsj bar ýmsu við, m. a. því, að tíminn væri enn ekki kominn, og neitaði algerlega að berjast gegn Þjóðverjunum. Þá þafði hann þegar stjórnað nokkr- um Sjetnikaherdeildum, sem liðs- foringjar hans höfðu skipulagt á landsvæðunum, sem skæruliðarnir höfðu frelsað í Vestur-Serbíu. Eini árangurinn, sem varð af þessum, umræðum, var sá, að Mihailovitsj lofaði, að Sjetnikar hans mundu sýna skæruliðunum fulla hollustu og mundu ekki ráðast á þá. Sjet- nikar Vojvoda Pesjanats gerðu það. Þar sem Mihailovitsj hélt af sam- einhverjum ókunnum ástæðum, að ég.væri Rússi og stóð í þeirri trú nokkurn tíma, talaði hann mjög opinskátt um Króatana og aðrar þjóðir Júgóslavíu. Þegar hann var spurður um þjóðernisvandamál Júgóslavíu, svaraði hann hrein skilnislega, að Króatar, Múham- eðstrúarmenn og aðrir yrðu að sæta hinum grimmilegustu hegn- ingum og að þeir yrðu að'lúta Serbum fullkomlega, eftir að þeim hefði verið gefin sú ráðning, sem þeir ættu skilið. Þegar ég mótmælti þessu, svar- aði hann, að þetta væri fullkom- lega réttlætanlegt, þar sem Króat- ar væru algerlega ábyrgir fyrir hryðjuverkum Ústasjanna og allir þeir, sem ynnu með Þjóðverjun- um, væru Ústasjar og svikarar. Að lokum lofaði Draja (Álihailovitsj) mér að íhuga málið og tilkynna mér, hvernig og hvenær herdeildir hans mundu byrja baráttuna. í september umkringdu skæru- hópar okkur ásamt einni herdeild undir stjórn Rasjitsj borgina Sabac og réðust á hana. Rasjitsj þessi féll einnig í ónáð lijá Mihailovitsj um þessar mundir fyrir að liafa aðstoðað okkur í baráttunni. Árás- in heppnaðist ekki. Þjóðverjar fluttu þangað tvær divisjónir, tvö eða þrjú Króataregiment og nokkr- ar hereiningar úr hinni serbnesku Lúðvík Krístjánsson; / ' Lyttveldisstofnon og taelgisgæzia land Þessi athyglisverða grein, sem liér íer á eftir, birtist í síðasta hún frekar auki virðingu fyrir tölublaði Ægis, tímariti Fiskifélags íslands. / nóvember 1936 lýsti Stefán Jóhann Stefánsson því í voldugri rœðu á þingi Alþýðusambandsins hvert vœri nœsta sporið, sem Al- þýðuflokkurinn œtlaði að stíga. Það var ek/cert smárœði, sem flokkurinn setti sér þá. Ilann kvaðst vera búinn að vinna bœina og nú lýsti Stefán Jóhann hlutverlc- inu, sem nœst lcegi fyrir, með þess- um orðum: Sólstöðumánuður ársins 1944 mun marka* tímamót í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. Með honum mun rætast sá draumur, sem marg- ar kynslóðir hafa alið í brjósti. Þjóðin mun á ný verða frjáls og fullvalda, og hún mun sjálf'vclja sér þá stjórnskipun, er hún telur bezt falla skapgerð sinni. En máltækið segir, „að ekki sé minna um vert að gæta fengins fjár en afla þess“. Fæstuin mun dylj- ast, að lítil þjóð, sem er að taka öll ráð í sínar hendur, eftir að hafa lotið erlendu valdi í margar aldir, verður áð vera vel á verði, sVo að hún geti unnið sér traust og virð- ingu annarra þjóða, jafnt á vett- vangi stjórnmála sem annarra við- skipta. Fjöregg vort er sjórinn. Líf vort og menning hvílir að mestu leyti á þeirri björg, sem þangað ér sótt, og fremur nú en nokkru sinni fyrr. Sjórinn hefur verið og mun verða ein styrkasta stoðin undir sjálf- stæði voru. En sjórinn er öllum frjáls innan takmarka alþjóðasamninga og það eru fleiri en vér einir, sem sækjum „björg í bú“ úr liafinu umhverfis landið, en þar ber oss sem sjálf- stæðri þjóð að halda uppi lögum og reglu, ekki aðeins inrian heldur og utan landhelginnar. Vér köllum þetta jafnan land- helgisgæzlu, en hún er þó ekki einvörðungu í því fólgin að gæta landhelginnar sjálfrar, heldur jafn- framt, að alþjóðasamþykktir séu í heiðri hafðar utan hennar, t. d. að hinn sterkari sýni ekki hinum minni máttar yfirgang á fjarlæg- ari fiskislóðum. Þetta In ori tveggja er lífsnaui' syn gagnvart oss sjálfum, því > mikill liluti fiskveiða vorra byggist á veiðum smáskipa á djúpmiðum innan um stærri skip af ýmsu þjóð- erni, og á verndun smáfisksins á grunnmiðum hvílir framtíð fisk- veiða vorra. Gagnvart öðrum þjóð- um, er Jiangað sækja til veiða, ætti oss að vera engu minna áhuga- mál að rækja gæzluna af fremsta megni, því að vanræksla eða mis- tök á því sviði gætu auðveldlega leitt til lítt æskilegrar íhlutunar nágranna vorra um þessi mál. Af þessum ástæðum er það ekki að- eins nauðsyn heldur og skylda vor gagnvart oss sjálfum, að landhelg- isgæzlan sé þannig framkvæmd, að sjálfstæði voru en hitt. Nú, þegar fyrir dyrum stendur, að vér lýsum yfir og fáum viður- kcnnt fullkomið sjálfstæði, er rétt að gera sér grein fyrir því, livernig ástatt er hjá oss í þessum efnum, hvort gæzlan er svo fullkomin, sem vér teljum æskilegt, og ef svo er ekki, þá hverju er ábótavant og hvort vér erum þess megnugir að bæta úr því. Vér getum ávallt deilt um stærð g fjölda varðskipanna, það verð- ur alltaf háð þörf vorri og fjár- hagslegri getu, en hins vegar ætti mönnum ekki að blandast liugur um það, að höfuðskilyrði þess, að vér fáum full not þeirra. skipa, scm vér á hverjum tíma getum látið starfa að gæzlunni, er að starfsemin sé vel rækt og skipu- lögð. Rekstur landhelgisgæzlunnar og strandferðaskipa ríkisins hefur um all mörg ár lotið sömu stofnun, og stafar Jiað fyrirkomulag eflaust af því, að ]>að hefur þótt fjárhags- lega hagkvæmast á sínum tíma. Hins vegar megum vér ekki gleyma ]>ví, að hér er um tvenna ólíka starfsemi að ræða ineð ger- ólíkum verkefnum. Vér setjum á Fr&mliald á 8. alðu. sem stafa mundi af ‘því, að við töpuðum aftur Jiví landsvæði, sem við höfðum unnið. Mihailovitsj féllst á Jiað, og hersveitir hans börðust við hlið okkar frá októ- ber þangað til í nóvember 1941. En jafnvel á þessum stutta tíma, sem hersveitir okkar unnu saman, flýðu Sjetnikarnir, sem voru und- ir stjórn Misjitsj majórs, eftir fyrstu verulegu viðureignina við Þjóðverjana og skildu skæruliða okkar eina eftir á vígvellinum. Eft- ir að skæruliðar okkar höfðu frels- að Cacak, Uzicka-Pozega og Gornji-Milanovac, byrjuðu liðsfor- ingjar Mihailovitsj allsherjarher- væðingu meðal bænda og búaliðs í nafni konungsins og undir slag- orðinu: „Þeir, sem gánga í lið með Sjetnikunum, munu verða um kyrrt á heimilum sínum, en þeir sem ganga í lið með skæruliðun- um, munu láta lífið í óhagstæðum bardögum á vígvcllinum". Enda þótt skæruliðarnir hefðu frelsað Vestur-Serbíu, var yfirstjórn Sjet- fasistahreyfingu D. Ljotitsj og nikanna veitt lcyfi til þess að skipuleggja hersveitir sínar á liinu frelsaða landsvæði og skipuleggja sameiginlegar sveitir Sjetnika og skæruliða í Cacak, Uzice, Gornji- Milanovac og öðrum borgum. Meðan frelsun Uzice stóð yfir tókum við mikið herfang, t, d. 100 bifreiðir, vopnaverksmiðju, sútun- arverksmiðju, útibú þjóðbankans ásamt 55 milljónum dinara í reiðu fé o. s. frv. Okkar eigin vopna- verksmiðja framleiddi nú 150 riffla og 40.000. til 50.000 skot dag- lega, en síðar tókst okkur að auka framleiðsluna upp í 420 riffla og 80.000 skot daglega. Sigrar okkar vöktu á annan bóg- inn ótta hjá Þjóðverjum og mönn- um Ncditsj og á hinn bóginn öf- und hjá Mihailovitsj og liðsfor- ingjum hans. Þá þegar, í október 1941, voru þe^r að búa sig undir byrjuðu fyrstu sókn sína, sem stóð með nokkrum hléuni út nóvem- ‘bermánuð. Mest var barizt á Macva, Cer, Procerina, í Jadar- dalnum og í Cavlak. Ilerdeildir okkar hörfuðu hægt undan og vörðu með mestu þrautseigju sér- hvern fermetra. Áður en Þjóðverjarnir hófu sókn sína, hafði Jiað verið ákveðið, að bændurnir í Macva skyldu flytja eins miklar kornbirgðir og þeim væri unnt til hálendisins nálægt Krupanj og Sokolska Planina. Þús- undum saman óku bændurnir með vagna sína í áttina til fjallanna. Bændurnir leituðu sér skjóls í skóg- unum fyrir þýzku sprengjuflugvél- unum, sem gerðu stöðugar árásir á þá. Þjóðverjunum tókst að ná Loznica á sitt vald og landinu sem liggur að Jadardalnum. En okkar mönnum tókst að eyðileggja Jiað í laumi að ráðast á okkur með 20 þýzka skriðdreka, enda þótt þeir hefðu hér um bil engar skrið- drekabyssur.. Meira en 1000 óvina- hermenn féllu í þessum bardögum og 600 voru teknir hondum. Þar sem Þjóðverjarnir höfðu orðið fyr- ir mjög mikilli mótspyrnu og miklu það fyrir augum að ná Uzice úr okkar höndum. Neditsj hélt áfram að senda fleiri og fleiri erindreka inn í raðir Sjetnika Mihailovitsj og þessir er- indrekar ráku stöðugan áróður til Jiess að koma af stað erjum milli tjóni, áræddu Jieir ekki að halda Sjetnika Mihailovitsj og skærulið- 'sókninni áfram upp í hálendið og byrjuðu heldur öflugan undirbún- ing undir sókn á langri víglínu, frá Kraljevo í áttina til Valjevo til Orinafljóts. Skæruhópar okkar hófu gagnsókn og tóku aftur mest- an hluta af Macva og Posavina, en stærsti skæruhópurinn — Valjevo- hópurinn — umkringdi þýzka setu- liðið í Valjevo algerlega. Hersveitir okkar umkringdu einnig, ásamt Sjetnikuin Mihailo- vitsj, borgina Kraljevo og brutust inn í borgina með hjálp stórskota- liðs og skriðdreka. Þegar í októ- bermánuði unnu um 1200 Sjetnikar Mihailovitsj með okkur í hernað- araðgerðunum við Kraljevo og Valjevo. Þessu fékkst framgengt vegna þess, að ég sendi bréf til Mihailovitsj frá Krupanj í þann mund, er Þjóðverjarnir hófu sókn sína, og benti honum á Jiá hættu, anna. Þeir tóku Uzicka-Pozega með ofbcldi, trufluðu stöðugt járn- brautarsamband okkar við Cacak og Gornji-Milanovac og æstu til erja gegn okkur. ÉG FER ENN Á FUND SJETNJKANNA. Æðsta herráð okkar gerði allt, sem í Jiess valdi stóð, til þess að komast hjá slíkum erjum, og lagði til við Mihailovitsj, fyrir milli- göngu Mititsj, sambándsforingja (liaison officer), að samningaum- leitanir yrðu reyndar að nýju. Það var stungið upp á því við Miha- ilovitsj, að samningaumleitanirnar færu fram í hlutlausu héraði, ná- Iægt Kosoric-byggðarlaginu, en hann reyndi stöðugt að komast hjá þeim. Eftir þetta fór ég til Ravna Gora ásamt tveim meðlim- uin æðsta herráðsins, Streten Tsjujevitsj og Mitér Bakitsj. Samningsuppkastið, sem ég hafði gert, var í tíu liðum; en okkur tókst ekki við viðræðurnar í Jiorp- inu Brajici í Ravnaora-héraði (að viðstöddum um það bil tíu liðs- foringjum úr herráði Mihailovitsj), að komast að samkomulagi um þýðingarmesta atriðið: sameigin- lega yfirstjórn. Við liöfðum gert tillögu um sameiginlega yfirstjórn herjanna, sem byggð vrði á regl- um þjóðfrelsisnefndarinnar. Auð- veldast var að ná samkomulagi um að skipta á milli okkar eign- um þjóðbankans og vopnunum, sem framleidd voru í vopnaverk- smiðjunni í Uzice og um herstjórn- endur í hinum ýmsu borgum. Næsta dag eftir samningaumleit- anirnar létum við strax af hendi við Mihailovitsj 500 nýja riffla og 25.000 skot úr vopnaverksmiðju okkar. Það er athyglisvert, að Mihailovitsj neitaði tillögu minni um það, að Bretinn Hudson kap- teinn, sem var í næsta herbergi, tæki þátt í viðræðunum. Á fjórða degi eftir samningaum- leitanirnar réðust Sjetnikar Draja Mihailovitsj á okkur við Uzicka- Pozega með sömu rifflunum og skotunum, sem þeir höfðu fengið frá okkur. Og eftir þessa bardaga við UzickaÆozega var Blagoje- vitsj, yfirmaður. Súmadjaskæru- hópsins, neyddur út úr lest sinni, þegar hann var á leið sinni til höfuðstöðvanna, og myrtur á hryllilegasta hátt af mönnum Glisjitsj kapteins. Glisjitsj kap- teinn vann sjálfur eftir fyrirskip- unum Mihailovitsj. Sökum þess að ég hafði ekki minnstu hugmynd um örlög Blagojevitsj sendi ég kröftug mót- mæli til aðalbækistöðva Mihailo- vitsj og krafðist þess, að Blagoje- vitsj yrði tafarlaust látinn laus. Það svar barst, að ekkert væri vit- að um handtöku manns með þessu nafni. Á sama tíma barst okkur í hendur mikijyæg skjöl frá Sjet- nikaráðinu í Kremnja, þar sem öll- um hervæddum Sjetnikum var skipað að mæta í skóginum tíu kílómetra frá Uzice kl. 5.00 f. h. 2. nóvember. Okkur varð Jiegar í stað Ijóst, að Mihailovitsj bjó sig undir vopnaða árás á Uzice. Þessi ályktun okkar var stað- fest með því, að Mihailovitsj hafði flutt 800 Sjetnika sína frá Kral- jevo, í þeim tilgangi (eins og við komumst síðar að raun um) að ráðast á Cacak. Þessir Sjetnikar opnuðu ekki einungis leiðina fyrir Þjóðverja til Kraljevo; þeir sviku einnig nokkrar fallbyssur og skrið- dreka úr höndum hersveita okkar á Jiessum slóðum, sem þeir notuðu síðar í árás sinni á Cacak. Við vorum aftur á móti neyddir til að flytja hersveitir okkar frá Valjevo til þess að verja Uzice og Cacak. En síðari atburðir hafa sýnt, að þessi árás var ráðgerð eftir sam- komulagi við Neditsj og jafnvel við Þjóðverjana, til þess að hún kæmi á sem hentugustum tíma fyr- ir þá í árás þeirra á Kraljevo og hæðadrög Turina. Látlaust er barizt á hverjum degi í lofti og á láði. — Efri myndin sýnir brezka Spitfireflugvél, reiðubúna til árásarferðar á Þýzka- land. Spitfireflugvélar hafa upp á síðkastið gert tíðar árásir á herstöðvar Þjóðverja á meginlandinu, i einni slíkri árásarför flaug ein sveitin 800 milur og kom heim án þess að hafa orðið fyrir nolckru tjóni. — Ncðri myndin sýnir brezkan skriðdreka. LEIKRITASAMKEPPNI RÍKISÚTVARPSINS M iurstii wðiaun narn nellt Tveir prestar blutu ðnnur verðlaun Ríkisútvarpið efndi á sínum tíma til verðlaunasamkeppni um leikrit til flutnings í útvarpi. Skyldu fyrstu verðlaun í samkeppni þessari vera 1000 kr. Alls bárust ríkisútvarpinu 40 leikrit í samkeppni þessari og hefur nú dómnefnd sú sem valin var til þess að dæma um sam- keppnisleikrit þessi, kveðið upp úVskurð sinn og hlaut ekkert leikritanna 1. verðlaun. Dómnefndin taldi, sem fyrr seg ír, ekkert leikritanna bera svo af að hægt væri að veita fyrir Um Fjallkonuna Jf’ramh.af 3. síðu að hún var komin og gátu svo ekki verið að bíða lengur. Þetta stafaði af mistökum, sem meðal annars áttu rót sína að rekja til Jiess að verið var að bíða eftir betra veðri og annarra breytinga á dagskránni. Hið eina sem ef til vill gat gefið ungu stúlkunni ástæðu til þess að óttast að í greininni væru ásakanir í hennar garð var fyrirsögnin: „Fjallkonan hopar af hólmi“ — og verð ég að viðurkenna að í slikri fyrirsögn felst verknaður, sem táknið Fjallkonan auðvitað ekki gat framið og hefði greinin því fremur átt að heita: l’cir létu Fjall- konuna hopa af hólmi, og hefði það verið í ennþá betra samræmi við það að karlmaðurinn var og er gjörandi þjóðfélagsins og þar með hátíðarinnar, en konan einungis þolandi. það 1. verðlaun, en ákvað hins vegar að veitan tvenn önnu verðlaun og aukaverðlaun fyri önnur tvö, 300 kr. fyrir hvort. Þau tvö, sem önnur verðlaui hlutu (500 kr.), voru: Talað : milli hjóna, einþáttungur oj reyndist höfundurinn vera sr Pétur Magnússon í Vallanesi og: Tvenn spor í snjónum, lík; einþáttungur og reyndist höf undurinn vera sr. Gunnar Árna son Æsustöðum. Þau tvö leikrit sem aukverð launin hlutu (300 kr.) voru: j upphafi var óskin, í tveim þátt um og reyndist höfundur þes: vera Gunnar M. Magnúss rit höfundur. Hitt leikritið var Dalamenn, eþnþáttungur, gam anleikur, sem fornsagnapersón ur eru færðar í nútímabúninj og reyndist höfundurinn ver; Oddný Guðmundsdóttir rithöf undur. í dómnefndinni voru: Vil hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri Ragnar Jóhannesson cand. mag og Helgi Hjörvar skrifstofu stjóri. nf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.