Þjóðviljinn - 25.07.1944, Page 3

Þjóðviljinn - 25.07.1944, Page 3
Þriðjudagur 25, júlí 1944. ÞJÓBYJLJINN 9 lóhagin Saggnundsson; Matur og megin Eftirjarandi ritdómur um bók Are Waerlands. Matur og megin, birtist í hinu ágœta tímariti Rauða Kross íslands, Ileil- brigt líf. Þjóðviljanum hefur ekki tekizt að ná tali af höfundi hennar, hr. Jóhanni Sœmundssyni tryggingayfirlœkrd, síðustu dagana, og tekur sér því bessaleyfi til að endurprenta greinina. Jafnframt vill blaðið livetja lesendur sína til að kaupa tímaritið JIEILBIUGT IÁF. Ilvert hefti þess flytur merkar greinar um lieilbrigðismál, og eru margar þeirra prýðisvel ritaðar. Ileilbrigt líf kemur út í fjórum heftum á ári og er áskriftarverð 1S kr. ár- gangurinn. Ritstjóri er dr. med. Gunnlaugur Claessen. úir og grúir af staðleysum og raka- I. í formála þessarar bókar er þess getið, að Are Waerland sé sænsk- ur lífeðlis- og manneldisfræðingur. er hafi varið allri starfsævi sinni til þess að ráða gátu hinnar al- mennu vanheilsu menningarþjóð- anna og leiða þær „út ur þessu heilsuleysisvolæði til svo fullkom- innar heilbrigði, sem verða má“. Sjálfur segir höfundurinn þetta um árangurjnn af starfi sínu: „I öll þau skipti, þar sem meginreglun- um, sem næringartilraunir mínar eru reistar á. var fylgt lit í æsar. varð árangurinn mcð þeim ágæt- um, að ég þori næstum að fullyrða, að engum manneldisfræðingi eða sjarfandi lækni hafi nokkru sinni .orðið annað eins ágengt, hvorki með sjálfan sig né sjúklinga sína“. Næringartilraun höfundar hafði staðið í 10 ár, er hann kvað upp lir með þennan mikilvægasta sig- ur, sem mannsandinn hefur nokkru sinni unnið. Þó beið hann 5 árúm lengur en liann þurfti, því að ár- angurinn var „orðinn viss og ó- hagganlegur“, þegar eftir 5 ára reynslutíma. Sést nú enn betur, hvílíkur afburðamaður er hér á ferðinni. II. Are Waerland er reyndar ekki Svíi, heldur Finni. Ilann var skírð- ur Henrik Fager, en tók sér síðar nafnir Are Waerland, og táknar nafnið sennilega: örninn, sem ver landið. Hann er auðmannssonur og hefur lifað hinu frjálsa lífi þess manns, sem getur látið eins og hann vill. Waerland veit skil á flestu milli himins og jarðar. Hann er mikill fyrirlesári og rithöfundur. Aftan i við bók þá, sem hér er gerð að . umtalsefni, eru talin nokkur rit Waerlands á sænsku. svo sem Al- 'heimsgátan, Máttur hugans o. fl. o. fl. Bókina: Máttur hugans .■samdi hann í upphafi sem eins konar vasabiblíu fyrir smásöfnuð, er vildi láta sér skiljast almætti andans yfir líkamanum. Það var .áður en hann fann upp krúska og önnur ráð til að gera ristilinn auð- ^veipan. En Waerland hefur gefið lit miklu fleiri rit. Hann gaf út pésa i síðustu heimsstyrjöld, er fjallaði um hinar sálfræðilegu orsakir •stríðsins, um afvopnun, heimsfrið- inn og ráð til að öðlast hanu f„Brev till en dalkarl om kriget“). Þá gaf hann og út bók, er nefnist: „Þekktu sjálfan þig“, og fjalla.r hún um þjóðareinkeuni Svía. Um það leyti var Hitler liðþjálfi, því að þetta var 1917. 1 þessari bók sýnir hann fram á, að Svíar séu drottins útvalda þjóð. „Höíuðeinkenni Svía felast. í orð- inu germani“, segir liann. Löngun gennanans til að stofnsetja ný ríki olli því, að haun „kollvarpaði róm- verska keisaradæminu og stofnaði ríki frá Afríku í suðri, Volgu í austri til íslands og Kyrrahafsins í norðri og vestri“. „Var ekki Vík- ingaöldin eitt óslitið, voldugt æv- intýri og á ekki Karl XII. hylli sína því að þakka, að hanu íklæddi ævintýrið holdi og blóði, og hinni sænsku hneigð að kjósa annað hvort allt eða ekki neitt“. „Allir þessir lyndisþættir sýna ljóst, að Svíar eru greinilega „hús- bændaþjóð“ („ett utpráglat herre- folk"), sem fremur kýs að stjórna og hafa íorustuna en vinna". Ekki tókst Waerland að stofna neinn söfnuð um þessar kenning- ar í sínu nýja föðurlandi, en vík- ingurinn í honum lifði og nú er hann „sólvíkingur", sem hefur dá- læti á lauk eins og gömlu víking- arnir, og er það ekki láandi, þar sem Hitler hefur orðið miklu bet- ur ágengt með hugmyndinni um „das Herrenvolk" í sínu nýja föð- urlandi — því miður. Það er því ekki allsköstar rétt, sem segir í hinum „íslenzka for- mála“ bókarinnar Matur og meg- in. að Waerland hafi varið allri starfsævi sinni í þágu lífeðlis- og manneldisfræðinnar, enda segir . Borgbjærg i ritdómi aftan vi,ð bók- ina. að W. hafi aðallega lagt stund á heimspeki, sálarfrœði, tungumál, mannkynssögu og bókmenntasögu við háskólann i Uppsölum, og sýii- ist þetta allt nokkuð. Sannleikur- inn er líka sá, að Waerland fór ekki að helga sig læknavísindun- um fyrr en löngu seinna, svo heitið gæti. Má vera, að atvik í lífi hans hafi ráðið nokkru um áhuga hans. Hann bar það á lækni í Svíþjóð, að hann hefði drepið ítala. Hann gat ekki sannað þennan áburð og var dæmdur í fangelsi. Strauk hann þá úr landi og var erlendis í 10 ár, meðan sök hans var að fyrnast. Að þeim tíma liðnum hvarf hann heim, og síðan hefur hann þrumað vísindi sín yfir fólk- inu í ræðu og riti, þar sem hann hyggst að sanna hin hrylli- legustu morð á höfuðfjandmenn sína „háskólalæknisfræðina" og hina „lærðu lækna", er haldi að fólki falskenningum um fæðuval. svo að lífið sé smámurkað úr því. Mataræði Waerlands tryggir hverjum manni aftur á móti „full- konma heilbrigði og viðheldur fjaðurmagni æskunnar til hárrar elli, unz hann deyr náttúrlegum, kvalalausum dauðdaga úr hjarta- slagi, í stað þess að hljóta ónátt- úrlegan dauðdaga, úr lungna- bólgu eða öðrum sjúkdómum" (bls. 82). Hvers vegna úr hjartaslagi? Er ekki hrörnun undanfari hjarta- slags, hrörnun í æðunum, ekki ó- svipað því, sem algengt er við heilablóðfall, sem er ónáttúrlegur dauðdagi? III. Það er leiðinlegt verk að skrifa um þessa bók Waerlands. í henni lausum fullyrðingum, í svo ríkum mæli, að rita þyrfti aðra bók. að minnsta kosti jafnlanga, ef hnekkja ætti öllu, sem þar er rangt með farið. Hann hagar vinnu sinni þannig, að hann tekur að láni hjá erki- óvini sínum, „háskólalæknisfræð- inni“, ýmsa þekkingarmola, svo sem um liollustu grænmetis, garð- ávaxta, mikilvægi salta (stein- efna) og bætiefna. Ef læknisfræð- in, þótt bölvuð sé, hefði ekki A'erið búin að færa sönnur á þessi atriði, hefði Waerland ekki getað sagt satt orð í þessari bók. En hann tekur þessi þekkingar- atriði og býr sér til „fræðikenn- ingu" utan um þau. „Fræðikenn- ing" haps er á þessa leið í stuttu máli: „Ristillinn ... er og hefur ætíð verið hornsteinninn í musteri full- kominnar heilbrigði“. „Ef þú breytir mataræði þínu á þann veg, að gérlagróðurinn í ristlinum verði eins og vera ber. þá munt þú öðl- gerlar þetta eru. Það eru sýru- gerlar, sömu tegundar og eru í súrmjólk og skyri. Sykurtegundir eða kolvetni gerjast at' völdum þeirra og myndast þá mikið loft (kolsýra). Getur fólk sannfært sig um þetta, ef sykrað skyr er látið standa í hlýju. Það bólgiiar upp af loftbólum. Mataræðið, sem á að tryggja hinn rétta gerlagróður í ristlinum, er . mataræði „sólvíkinganna", net'nilegí} þetta: Súrmjólk og ald- ini, hrátt grænmeti, óskrældár kartöflur, krúska með nýmjólk eða undanrennu, fíkjur, döðlur, hun- ang, síróp. hrár laukur. mvsuost- ur, rúgbrauð úr heilmjöii, smjör, ólívuolía o. fl. Slíkt mataræði er lykillinn að kvalalausum dauða úr hjartaslagi eins og fyrr segir. Aðrir sjúkdómar koma ekki til greina, ef þessum reglum er fylgt. Þó er þetta fæði ekki fullnægj- andi. nema drukkið sé mikið af vatni. Jurtaneyzlumenn t'á m. a. þann dóm hjá höfundi, að „þeir urðu, magrir og skorpníiS starfi húðar og lungna varð áfátt, kirtl- ar og þarmar brugðust hlutverki sínu, matarlystin dvínaði og jurta- fæðan nýttist illa. ... Að lokum fór að bera á hægðatregðu, sem flestir þeir, er kalla sig jurtaætur, eru haldnir af. ... hver sá, sem hefur hægðir aðeins einu sinni á dag, hversu miklar sem þær kunna að vera, líður af tregum hægðum" ^ (bls. 71-—-72). Eina ráðið við þessu er að drekka vatn að morgninum og milli mála. Mér virðist niður- staða höfundar vera þessi: Jafnvel mataræði Sólvíkinganna stoðar lítt, ef ekki eru drukknir um 2 pottar af vatni á dag auk ávaxta- safa, mjólkur og soðs af kartöfl- um og græumeti. „Ef ég felli niður þótt ekki sé nema einn einasta hálfpott, segir líkami minn óðar til jæss. Ég verð þurr í hálsinum eða þá að vellíðan mín. sem annars er svo framúrskarandi, þverr svolít- ið" (bls. 98). IV. Höfundur þrumar mjög á móti neyzlu allrar eggjahvítu úr dýra- ríkinu og fordæmir því kjöt, fisk, egg og mjólkurost. Þó má fólk aðeins narta í þennan mat, að því tilskildu, að það borði auk Jiess mikið af hrárri mjólkur- og jurta- fæðu. en Jiá fæst heldur ekki nema 75% heilbrigði (bls. 182). Það sem gerir þessar fæðuteg- undir óhæfar til matar, að dómi Waerlands, er, að rotnunargerlar þrífist í þeim i ristlinum, og valdi ristilbólgu og sýki „litlu botn- langatotuna. sem liefur sérstak- lega mikla þýðingu jyrir meltingu grófefnanna í fœðunni". Rétt er að benda á, að botnlangatotan er svo mjó, að liún rúmar aðeins grófan prjón, og fæðan fer fram hjá henni, ekki sízt grófefnin! Sá gerill, sem höf. hefur verstan bifur á, er „Baeillus Welchii". Telur hann, að Jiessi gerill valdi rotnun í eggja- hvítuefnum, myndi eitur, er síast út í blóðið og veldur krabba'meini, graftarbólum og líklega flestu Jiar á milli. „Ódaunninn fram úr vit- um manna gefur til kynna á óvið- feldinn hátt, hvefsu mjög blóðið er eitri mcngað, því að Jiað leitast við að losna við eiturefnin með and- ardrætt.inum gegnum lungun" (bls. 23). Þetta er huggun fyrir þá, sem andrammir eru! Ef einhver trúir. ætti sá hinn sami' að láta taka sér blóð og lykta af því sjálfur og vita hvort hann finnur nokkra rotnunarlykt. Þessi bannfærði gefill, „Bacillus Welcliii", sem á að lifa í kjöti, eggjum og fiski, er „framar öllu í kynfærum kvenna“, (bls. 24), þótt ekki sé vitað, að þessi fæða liggi þar undir rotnun. Höf. segir, að Jæssi gerill valdi mestu um loft- myndun og vindgang í þörmum manna. Hann ráði venjulega Iög- um og lofum hjá Jieim, sem neyta kjöts. „Það ber þó ekki verulega mikið á þessari loftmyndun, þeg- ar menn borða mikið kjötmeti". Með öðrum orðum: Þegar gerill- inn hefur hið rétta æti til að mynda loft, myndar hann ekki loft. „En jafnskjótt og menn breyta mataræði sínu og draga úr kjötáti eða hætta við það, þá dynja ósköpin yfir, því að þá neyð- ast rotnunargerlarnir til að hafast við í kolvetnuin úr jurtaríkinu, þótt þeim sé Jiað Jivert um geð, og framleiða í örvæntingu sinni meira loft en nokkru sinni fyrr“ (bls. 83). I Vesalings Waerland. Hefði hann bara vitað. að Bacillus Welchii þrífst ekki á neinu nema kolvet»- um, og alls ekki á lcjöti e.ða eggja- hvítu, hefði hann líklega spara# sér að láta þessi „börn náttúrunn- ar“ aðhafast nokkuð slíkt „þvert um geð“. Annars er Jrað um neyzlu eggja- hvítu að segja ,að töluverð eggja- hvíta er í fæði því, er Waerland mælir með. T. d. er meiri eggja- hvíta í höfrum en í eggjum, og erfitt er að skilja, hvers vegna mjólkurostur er bannfærður sei» eitur og krabbameinsorsök, ef neyta má mjólkur. Eggjahvítan úr jurtaríkinu getur vissulega rotnað, engu síður en eggjahvíta úr dýra- ríkinu, en hins ber að geta,- að dýraeggjahvítan nýtist manninum betur en jurtaeggjahvíta. Um 10 tegundir af amínósýrum eru mann- inum lífsnauðsynlegai' og er þá ljóst, að varhugavert er að bann- færa dýrafæðuna, eða hóta fólki með krabbameini, ef það smakki fisk. V. Það er athyglisvert, að Waer- land treystir ekki mataræði sínu einu saman til að afeitra líkam- ann, ef menn hafa álpast til að lifa á almennu fæði. Þess var • áður getið, hvílíkt fárviðri geysaði inn- ■ an í fólki, ef það hætti við kjöt og fisk og færi að lifa á la Sólvík- ing. Eitrið streymir þá hvaðanæfa inn í meltingarfærin (bls. 117). Ber þá að drekka ýmiss konar jurtaseyði af laufum „af birki, linditrjám, eplatrjám, kamillu, brcnninetlu. sólberja-, jarðarberja-, hindberja-, týtuberja-, brómberja-, bláberjaplöntum, beitilvngi. ljóns- löpp. vallhumal, blóðbergi, rjúpna- laufi o. fl. o. fl.“ (bls. 118). Þá er japanska þangið „Agar-Agar“ til þess fallið að sjúga í sig eiturefni og koma þeim niður í ristilinn. En. þá ber að grípa til „kúnstugra" ráða, þ. e. ráða, sem ekki eru fvlli- lega „náttúrleg".' en það er stól- pípan. Fyrst á að skola með hálf- um litra, þá með einum og loks með tveim lítrum af vatni. „Bezt er að liggja á hnjánum með höf- uðið niður (sic!) við gólf — Jrannig biðjast múhameðstrúarmenn fyrir — og hafa könnuna um tveimur fetum fyrir ofan endaþarmsopið“, segir höfundur. Loks eru ráðlagð- ar föstur, í allt að tvær til þrjár vikur og eykst vellíðan með hverj- um degi, enda séu stólpípur iðk- aðar daglega eftir ofanskráðu „ritúali“, ásamt göngum, 10—15 km. á dag, ef vel á að vera. Menn mega éta hráar gulrætur. drekka aldinsafa og mikið af volgu vatni. Upp úr þessu má fara að smakka. mat —- „en krúska má ekki borða fyrst í stað“ (bls. 118—121). Ett þegar allt er kornið vel-af stað, er óhætt að raða í magann, því að „venjulega rúmar hann 2—S potta“. — Hver vill tæma þriggja potta mjólkurbrúsa í einu? — E» „breytingarnar valda þessum veikluðu afkvæmum siðmenning- arinnar miklum þrautum ... Ef þeir reyna að borða grófmeti, ræð- ur maginn og þarmarnir ekki víð það, vegna þess hve veiklaðir }>eir eru orðnir. Fæðan verður að eitt- um kekki — hún gerjast og rotn- ar, og afleiðingin verður vindgang- ur, kveisuverkir og hjartatruflan- ir“ (bls. 87). Svo bregðast krose- tré sem önnur tré. Jafnvel sólvík- Framhald á 5. síðu. aö ast nyja heilbrigði og nýtt líf! (bls. 25). Við skulum nú athuga, hvað

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.