Þjóðviljinn - 25.07.1944, Page 7
J»J6Ð viljim jn
7
>riSjudagur 25. júlí 1944.
Bruélo:
WtiR FÖRUSVBINAR
klægjandi, að þau væru engar svefnpurkur, en hann
skyldi auðvitað fá að sofa þar sem hann óskaði. í gripa-
húsinu væri nýtt hey, þar gæti hann búið um sig. Síðan
bauð hann fólkinu góða nótt og malarinn fylgdi honum
til gripahússins. Þar voru fjórir hestar, en innst í húsinu
var krubba, þar sem gamall asni lá á hálmi. Pilturinn
bar þangað hey og bjó um sig hjá asnanum.
Hann var búinn að liggja þar svo sem eina klukku-
stund þegar hann heyrði þungar stunur og ekka. Hann
hrökk upp, því að hann hafði soínað, og hlustaði, til þess
að vita hvaðan þetta hljóð kæmi. Hann komst brátt að
því, að það var gamli asninn, sem stundi og barmaði sér.
Hann kendi í brjóst um hann, gekk til hans og lagði
handlegginn um háls hans og strauk hann með hendinni
og spurði, hvað að honum gengi, hvort hann gæti eitt-
hvað fyrir hann gert, og sagði honum, að hann skildi
öll dýramál. Asninn svaraðihonumhryggur:„Eghugsaað
þú getir ekki hjálpað mér, ég hef ekki átt sjödaganasæla
og hef enga von um að það breytist. En fyrst þú skilur
mig, er bezt að ég segi þér æfisögu mína, einkum þar
sem ég hef engan annan ,til að úthella hjarta mínu fyrir.
Eg er búinn að vera lengi hér í myllunni og var dyggur
þjónn föður malarans. í þá daga var ég ungur og taldi
það ekki eftir mér að bera þungar byrðar. Og þegar ég
var ekki að bera eitthvað, þá lék malarinn sem nú er og
þá var lítill drengur, sér við mig. Eg elskaði drenginn
litla af heilum huga og þegar hann var orðinn stór og bú-
inn að itaka við myllunni, elskaði ég hann ennþá meira,
því að ég sá það með hverjum deginum betur, hve iðinn
og góður maður hann var. En einn daginn kom hvolpur
hér í húsið, það er hundur sá, er þú sjálfsagt hefur séð
í dag hjá malaranum. Hann þurfti ekki að gera neitt, og
þó þótti malaranum svo vænt um hann, að hann sat oft
með hann í kjöltu sinni, gerði gælur við hann og gaf
honum allt það bezta að éta. Hann er enn þann dag í
dag uppáhaldið hans, og þegar malarinn fer til þorpsins
eða borgarinnar, fer hundurinn alltaf með honum eins
og tryggur fylgdarnautur. Þá hugsaði ég, að mér þætti
að minnsta kosti eins vænt um húsbóndann og hundin-
um, og þar að auki hefði ég þekkt hann og þjónað honum
miklu lengur, því að ég hafði séð hann vaxa frá því að
hann var smádrengur og þangað til hann var fullorðinn
Eg ætlaði nú að sýna honum þennan kærleik minn og
gekk þess vegna einu sinni til hans, þar sem hann sat
með hundinn í garðinum. Eg settist fyrir framan hann,
lagði aðra framlöppina í keltu hans og ætlaði að faðma
hann með hinni. En hvað heldur þú, kæri vinur, að gerzt
ÞETTA
/ /
Er alheimsins flakkari’ og
erlendir menn
um ærkjöt vort tölu'ö'u’ í háöi,
þá björguðu sveitamenn
íslandi enn
meö öruggu, þjóölegu ráöi:
1 Mogganum bóndi einn benti
á þaö,
aö bókmenntir fagrar það
geymi
frá Snorra til Kristleifs, þaö
sannaöi* að
vort sauöakjöt bezt er 1 heimi.
Slík ágætisvörn snart hvers
íslendings sál,
en Eia og perlur og leikur
er lélegur skáldskapur,
leiöindamál,
sem landbúnaö þjóöar sízt
eykur.
Og Ríkisstjórn íslands, ég reiöi
mig á,
aö ríflega Helga þér launiö,
hann prófessor gerið sem
Guðbrand og þá,
og grafiö svo Kiljan 1 hrauniö.
, ú
PHYLLIS BENTLEY:
ARFUR
Brigg lagði handlegginn var-
lega utan um hana og fyrirgaf
henni aJlt.
Hann horfði á glóbjarta
þykka hárið, fannhvítan háls
hennar og barminn, sem hreyfð
ist undir ljósbláa kjólnum.
Jane átti ekki nema einn sam-
kvæmiskjól en Brigg dáðist að
hverri fellingu í honum.
Henni rann fljótt reiðin.
Þau voru sátt og hún kvaddi
hann brosandi um kvöldið.
Hann var í sjöunda himni og
svo vongóður, að hann ákvað
að fara til Eastgate morguninn
eftir. Hann var þrátt fyrir allt
viss um, að hún segði já.
Brigg gerði margar tilraunir
til að sleppa frá Syke Mili með
fyrra móti en komst þó ekki
af stað fyrr en um kvöldið.
Hann hraðaði sér til Eastgate.
Helena og Jane voru báðar
heima og hjá þeim var gestur,
sem Brigg hafði ekki séð áður.
Hann var lítill, og magur. And
litið var mjótt, augun, ljósblá
og kvik. Yfirskegg hafði hann,
ljós.t og rytjulegt.
Brigg gramdist ákaflega, að
hann Skyldi vera staddur þarna.
Þar að auki fannst honum mál-
rómur Helenu ertnislegur, þeg-
ar hún kynnti þá. Hann sá það
strax á manninum og hevrði
líka á mállýsku hans, að hann
var af alþýðufólki kominn. —
Einn þessara bandsettra kvöld-
skólanáunga, hugsaði Brigg.
Honum fannst reyndar, að
frændi sinn ætti ekki að leyfa
þeim að umgangast Jane. Ann-
ars gat þessi maður komið fyrir
sig orði. — Þrátt fyrir mállýsk-
una. — Það kom í ljós, að hann
hafði verið 1 Frakklandi og séð
vinnubrögð í vefnaðarverk-
smiðjum þar. Hann sagði frá
því af mikilli mælsku.
„Mellor er vefari, Brigg“,
sagði Jane til skýringar.
,,Já, rétt er það“, sagði Brigg
kæruleysislega og leit ekki á
manninn. Honum var satt að
segja nóg boðið. Ætlaðist Jane
til þess að hann gæfi sig á tal
við mann, sem hefði vel getað
verið verkamaður hans? Nei,
hún varð að venja sig af öll-
um fyrrum, þegar hún væri
orðin konan hans.
Jane eldroðnaði við svar
Briggs. Augu hennar leiftruðu
og æðin á enninu blánaði. Hún
sneri sér að Mellor.
„Charley“, sagði hún. „Við
vorum að tala um Iðnskólann
-----hvað það nú var“.
Síðan fóru þau að tala wm
skólann — og það þótti Brigg
nauðaleiðinlegt umtalsefni. En
nú komst hann að raun um, að
Mellor var ekki nemandi held-
ur kennari.
„Kennið þér í Annotsfield
eða Marthwaite?" spurði Brigg
kuldalega. Jane leit reiðilega á
hann en Mellor svaraði blátt
áfram.
„Eg kenni á báðum stöðun-
um, herra Oldroyd11.
í sama bili kom Henry inn.
„Sæll vertu, Charley“, sagði
hann glaðlega.
„Brigg er rétt að fara“, sagði
Jane.
„Það var leiðinlegt“, sagði
Henry og opnaði dyrnar í mesta
sakleysi fyrir Brigg.
Brigg hafði engin önnur ráð
en að kveðja og fara.
Jane gekk hvatlega út úr stof
unni með honum, og staðnæmd-
ist fyrir framan hann.
„Eg þarf að tala við þig,
Jane“, sagði Brigg hikandi.
Hann sá að hún var reið.
„Ja, rétt er það“, svaraði hún
í.sama tón og hann hafði sagt
þessi orð við Mellor. Brigg sá
að hún var ekki við mælandi
og hætti við að tala um tilfinn-
ingar sínar að þessu sinni. Hann
spurði bara blátt áfram:
„Hvenær fæ ég að sjá þig
næst, Jane frænka?“
„Aldrei, Brigg frændi“, hróp-
aði hún. „Að minnsta kosti ekki
fyrr en þú lærir að koma fram
eins og siðaður maður við gesti
frænda míns“.
Brigg roðnaði og stamaði ein-
hverju út úr sér til afsökunar.
„Charley Mellor hefur verið
vinur frænda í fimmtán ár.
Faðir hans ólst upp á ómaga-
hælinu í Marthwaite. Hann fór
til Bradford til að vinna þar í
verksmiðju og sá fjölskyldu
sína ekki eftir það. En þegar
Charley óx upp kom hann hing-
að til að leita ættingja sinna
en fann engan. Hann gekk á
Iðnskólann. Frændi gerði hann
að bindindismanni og dugleg-
um nemanda. Og nú er hann
orðinn kennari. — En þú —
hvað ert þú?“
„Og auðvitað er hann mikill
aðdáandi Bamforthsf jölskyld-
unnar“, sagði Brigg utan við
sig af vonbrigðum og afbrýði-
semi.
„Ertu að draga dár að
frænda?“ spurði Jane ösku-
vond.
„Nei, nei, Jane“, sagði Brigg
vandræðalega. Hún dró andann
þungt, augu hennar tindruðu
af ofsalegri bræði og æðin á
hvítu enninu blánaði.
Brigg þótti hún fögur. „Jane“
sagði hann. „Eg elska þig“.
„Og ég hata þig“, hrópaði hún.
En allt í einu fylltust augu
hennar tárum. Hún sleppti hurð
arhúninum, hljóp fram hjá
Brigg og upp á loftið.
„Jane“, kallaði Brigg í bænar
rómi. Hann þorði ekki að fara
á eftir henni upp stigann og
heyrði að hún lokaði hurð á
eftir sér.
Hann gnisti tönnum af
reiði, tók hatt sinn og fór. Hann
átti bágt með að stilla sig um
að skella hurðinni af öllum
kröftum, en þorði það ekki.
Það gat jafnvel orðið til þess
að Jane gengi alveg úr greipum
hans. — En hann ætlaði ekki
að sleppa henni. — Aldrei!
2.
Brigg hugsaði ráð sitt vand-
lega næsta dag. Það var ekki
hægt að segja, að hann væri
uppalinn við slæmt heimilislíf.
Pabbi hans var hversdagsgæfur
og mamma hans líka. En hann
fann það núorðið, að hjónaband
þeirra var ekki ástúðlegt. Hon-
um varð hugsað til Jonathans
og Helenu, hve innilega sam-
rýmd þau voru. Og þegar þau
töluðu við Jane, hitnaði hon-
um um hjartaræturnar og hann
uppgötvaði, að hann hafði
aldrei notið ástríkis á sama
hátt og hún.
Hann hafði eitthvert veður að
því, að föður sínum hefði mis-
tekist að grípa gæfuna. Brigg
ætlaði ekki að láta fara eins
fyrir sér.
Brigg hafði einu sinni á æv-
inni, áður en hann kynntist
Jane, fundið þann hjartayl,
sem hann ósjálfrátt þráði. Þá
var hann lítill drengur, hafði
dottið á ofninn og sprengt á
Litla krossgátan
/t*- 'ffir whvtí - * 'rrrrr
LÁRÉTT:
1. ölduna — 7. tóm — 8. dul 10. al-
geng skst. — 11. fljót 12. drykkur
— 14. nær dalbotni — 16. greiðasala
— 18. fangamark — 19. sterk — 20.
eyða — 22. tveir sérhljóðar — 23.
snjólausa — 25. þáttur.
LÓÐRÉTT:
2. möndull — 3. rask — 4. sár —
5. eklti þekktur — 6. ómenntuð —
8 skipsbrot — 9. stimpingar — 11.
samtenging — 13. versna — 15. auð-
lindir — 17. stafur — 21. stóð við
— 23. viðureign — 24. samtenging.
RÁÐNING SÍÐWSTU
KROSSGÁTU:
LÁRÉTiT:
’l. flekar — 7. óræk — 8. sl. — 10.
N. N. — 11. sló — 12. ál — 14. nasir
— 16. tæpir — 18. m. a. — 19. tjá
— 20. kú —22. AA — 23. bati —
25 múrinn
LÓÐRÉTT:
2. ló — 3. ern — 4. kænni — 5.
ak — 6. klórar — 8. slím — 9.
náttar — 11. S.S. — 13. lægja —
15. arkar — 17. Pá — 21. úti — 33.
bú — 24. in.