Alþýðublaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1921, Blaðsíða 2
2 Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu viö Ingólfsstræti og hverfisgötu. Sími 988. Augiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg, í síðasta lagi kl. io árdegis þann dag sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Áuglýsingaverð kr 1,50 cm. eind. tJtsölumenn beðnir að gera skii til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungsiega. xhástökk, með atrennu. Keppend- ur voru fjórir. Sigur hlaut met- hafinn Ós aldur Knudsen. Hann stökk i,5S st* (naetið er i,6o), næstur varð Þórður Hjartarson (150 st.), þá urðu þeir Björn Steffensen og Þorgeir Jónsson jafnir, stukku 1,45 st. Hástökkið tókst eigi jafnvel og i sumar. Hástökkvarar vorir ættu sem fyrst áð leggja niður fimleikastökkið, því með því ná þeir eigi betri árangri en nú er. Þá ættu þeir og að stökkva á gadda kóm, það gerðu Norðmennirnir í sumar. Áðut en hastökkinu var lokið var 400 stikna hlaup þreytt. Keppendur voru fjórir, en sex stóðu á keppendaskránni. Fyrstur var Kristján L. Gestsson á 568/io sek. og er það met á hringbraut- ar hlaupi. ólafur Sveinsson hafði áður skorað met á þessari vega- lengd á 558/*o sek., en það var á beinni braut Næsti maður að markinu varð Björn Rögnvalds-. son á' 5 7*/io sek., og þriðji Guð- mundur Magnússon á 588/io sek. 400 st. hlaup er mjög erfitt hlaup þvi þar verður hlauparinn að fara aitaf eins og hann kemst. Hlaup þetta byrjaði svo að Kristján sem stóð yztur, skauzt fram úr keppi- nautum sínum þegar í byrjun og hélt forystunni að markinu. Herti þó Björn mjög á sér og dróg heldur saman með þeim ér að markinu kom. Næst var kept í spjótkasti, betri hendi. Og fóru svo leikar að Agúst Jóhannesson bar sigur úr bftum. Hann kastaði 38,35 stikur. Tryggvi Gunnarsson var næstur, hann kastaði 37,11 st. og Ólafur Sveinsson þriðji (34,82 st.). Viðurkent ísl. met er 39,51 st. og er Tr. Gunnarsson methafi. ALÞYÐDBLAÐIÐ Þá hófst 10 rasta hlaupið. Keppendur voru 5. Áttu þeir að hlaupa rúma 26 skeiðhringi Hefir aðeins einusinni áður verið hlaup ið svo langt hlaup á sjálfum vell- inum, en ætti að vera oftar, því fólki þykir mest gaman af að fylgjast með hlaupinu frá upphafi. Meðal keppenda í þessu hiaupi voru Jón J. Kaldal og Þorkell Sigurðsson. Þeir fóru hægt af stað og rann Þorkell fyrir, en Jón á falið við hann, hvern skeið- hringinn á fætur öðrum. Var eins og Jón væri að reyna þoi Þor- kels. En Þorkell lét sig ekki fyr en á siðasta sprettinum, þá skauzt Jón létt og liðlega frain úr hon um. Tími Jóns, 34 mín. I38/io sek., er ágætur samanborinn við fyrra metið, sem var 38 mfn. 19 sek., en ekki góður fyrir Jón, sem hefir áður hlaupið þessa sumu vegalengd á 32 mín. 27 sek. Þorkell var aðeins' ii2/io sek. á eftir Jóni að markinu. Þ. iðjí mað- ur, Agúst Ólafsson, var 36 mín. 38 sek. — Er hér um mikla framför að ræða, þar sem að þrfr menn riðja fyrra metið með fleiri mfnútum. — Tveir keppendurnir komu ekki að markinu. Á rneðan á 10 rasta hlaupinu stóð var kept f kúiuvarpi, Kepp endur voru þrfr. Lengst kastaði Tr. Gunnarsson (10,4Jljz st ), þá Björn Rögnvaldsson (9,53*/*' st,) og þriðji var Ágúst Jóhannesson (kastaði 8,87*/* st.). Metið er 10,95 V* st. og skoraði Frank fiugmaður Fredricksen það ^/j 1920. — Þá var íþróttunum iokið, en verðlaunií® voru afhent sigur- vegurunum af formasni í. S. í — Halldór Sigurðsson úrsmiður hafði gefið vandaðan bikar fyrir 5 rasta hlaup, sem keppa skal um árlega á hverju haustmóti; skal virrna hann þrisvar til fullrar eignar; þó ekki í röð. Er hlaupa íþróítinni með þessu gerður hinn mesti greiði og á Halldór Sigurðsson beztu þakkir skilið fyrir þessa góðu gjöf til íþróttamanna. Jón J. Kaldai hefir nú unnið bikar þenna 1 fyrsta skifti, en hver vinnur hann næst? Auk þessara verðlauna gáfu fþróttamenn Jóni skeiðklukku til minningar um komu sína bingað og þátttöku á þessu móti. Mótið íór vel fram og var íþróttamönn- um til sórna, Áhorfendur voru heldur færri en fyrri dagiún og hefir hin íjölmenna skemtiför verkamanna átt sinn þátt f þvf. 1» iagina og vegtea. Rafmagnið lýsir með degi hverjum upp fleiri hús, en þó mun það ekki verða lagt inn í svipað þvf öll hús f bænum. Ymsir vorœ svo einfaldir að halda, að ekki þyrfti að kvfða myrkrinu á göt- unum úr því að stöðin væri komin af stað. En auðvitað er ekki að tala um, að slík „eyðslusemi" verði höfð í frammi f Knútskoti. Ekki nema það þó, að halda að rafmagni verði eytt til þess, að iýsa vegfarendum í höfuðstaðnum. Nei, ónei, það er eitthvað þarfara með það að gera. Hvaðgerirþað svo sem til, þó ekki verði notað nemá lítið af því afli, sem vél- arnar framleiða? Það kostar ekk- ert að láta þær snúast og slitnalí En, í aivöru, hvers vegna eru gasljóskeria, sem eftir eru, ekki lagfærð svo hægt sé að kveikja á þéim? Myrkrið á götunum er eins óþolandi nú og það hefir ætið verið, jafnvel þó sumum sé kanske nóg, að láta „ráðagerðir um raflýsingu* vísa sér veginn. Bæjarstjórnarfnndnr er f kvöld k). 5 á venjulegum stað. Leiðrétting. í greininni um Spánartoílinn f blaðinu í gær er misprentað: „að byrja hverja þvaður-sögu“ fyrir „að lepja hverja þvaður-sögu,“ Strandgæzlan. Að norðau ber- ast þær fregnir af „Beskytteren*, sem þsr átti að gæta landhelg- innar fyrir ágangi Norðmanna, að hann sé mjög spakur, og færi sig sjaldan af höfnunum. Er svo að sjá, sem „varðskipía" séu bæði sama markinu brend í sumar, þeim þykir skemtilegast, að vera sem næst kndi. „Fagrihyammar‘£ heitir skáld- saga eftir Sigurjón Jónsson, höf- und „Öræfagróðurs/ sem kemur út næstu daga, segja kunnnugir,. að bókin sé ágæt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.