Þjóðviljinn - 05.08.1944, Síða 7
Laugardagur 5. ágúst 1944.
Þ JÓÐ VILJINN
7
tÆ
li
PHYLLIS BENTLEY:
ÍACK LONDON:
Skipsdrengurinn á Blossa
Hvað er að þér, Jói minn, spurði Bronson að lokum.
Þau voru í þann veginn að standa upp frá borðum.
Eg veit ekki. Ekkert', sagði Jói kæruleysislega, svo
bætti hann við: Prófið er á morgun, þá fæ ég að vita það.
Hvert ætlar þú? spurði móðir hans, þegar hann gekk
til dyra. Hún var lagleg kona og smáleit, og vingjarnlegt
viðmót hennar minnti hann á Bessí.
t: Upp á herbergi mitt. Eg ætla að fara að lesa.
Hún strauk hár hans blíðlega, laut yfir hann og
kyssti hann. Bronson brosti til hans með hluttekningu
um leið og hann fór út. Drengurinn flýtti sér upp á
herbergi sitt, ákveðinn í að taka námsgreinunum dug-
legt tak og standas't' prófið daginn eftir.
Þegar hann var kominn inn í herbergi sitt, tvílæsti
hann dyrunum og settist við skrifborð, einkar haglega
útbúið handa drengjum við nám. Hann leit yfir skóla-
bækur sínar. Prófið átti að byrja á veraldarsögu um
morguninn. Hann ætlaði því að byrja að lesa hana.
Hann opnaði bókina þar, sem brotið var blað í henni
og fór að lesa:
Sk'ömmu eftir stjórnarbót Drakons hófst stríð milli
Aþenu og Megara út af eynni Salamis, sem bæði ríkin
vildu ná yfirráðum yfir.
Þetta var auðvelt. En hvað var stjórnarbót Drakons?
Hann varð að gá að því. Hann fann til ánægju yfir iðni
sinni, meðan hann var að blaða í bókinni. En svo varð
honum litið upp og rak augun í andlitsskýlu og hanzka,
sem notuð eru í knattslætti, og lá þar á stól. Bara að
þeir hefðu ekki beðið ósigur í knattleiknum á laugar-
daginn var, hugsaði hann. En það hafði allt verið Frissa
að kenna. — Hann vildi óska, að Frissa fataðist ekki
svona. Hann var viss með hundrað knetti, hvern á fæt-
ur öðrum, hversu erfið sem aðstaðan var, en lægi eitt-
hvað sérlega mikið við, var hann vís til að láta jafnvel
máttlausan regndropa renna um greipar sér, án þess
ÞETTA
Péturskirkjan í Rómaborg er
stærsta kirkja í heimi, rúmar 54000
jnanns í einu. Hún var 120 ár í
smíðum og kóstaði um 200 millj-
ónir króna. Það er sagt, að háalt-
arið, sem er í miðri kirkjunni sé
yfir leiði Péturs postula.^
Konstantín mikli lét fyrst reisa
kirkju á þessum stað, en liorn-
steinn kirkju þeirrar, er nú stendur
þar var lagður á dögum Júlíusar
II. 18. apríl 1506 og var þá byrj-
að á byggingunni eftir uppdrátt-
um Bramantes byggingarmeistara.
Eftir dauða hans 1514 sáu þeir
Raffael, Sangallo og Peruzzi um
smíðið, en því miðaði lítið áfram.
Arin 1546—’64 var Michelangelo
yfirsmiðurinn, og turnhvelfingin
mikla var gerð eftir hans upp-
drætti og smíði henn,ar lokið 1590.
Páll IV. páfi breytti nokkuð
uppdráttum Bramantes og 18. nóv.
1626 var kirkjusmíðinni lokið og
rígðli bá Uniði» 11. páíi hana:
Kirkjati var í fyrstu byggo eins oj
grískur kross í lögun, jafnarmaður,
en seinna var einn armurinn lengd
ur, svo að nú lítur hún út eins
og rómverskur kross, og þykir
mörgum það óprýða hana.
Kirkjan er að innanmáli 187
rnetrar að lengd, en 137 á breidd.
Hæðin á sjálfri kirkjunni er 46 metr
ar, en 127 metrar efst upp í turn-
hvelfinguna. Hvelfingin hvílir á
fjórum afarmiklum súlum, fimm-
strendum. í kirkjunni er mesti
fjöldi fagurra minnismerkja, dýrð-
lingastandmynda og málverka.
Þar á meðal er marmaralíkneskja
af Píusi VII eftir Albert Thor-
valdsen.
Fyrir framan Péturskirkjuna er
Piassa di San Pietro. A miðju torg
inu eJ broddsúla (obeliski) 25%
metri á hæð, ein af hinum nafn-
kunnu steinsúlum frá fornöld
Egypla.
Ái’óst við kirkjtwa «r .PáfahöII-
ARFUR
? .
m.
„Brigg“, kallaði faðir hans, sem
nú var búinn að ná sér, „skárri
eru það lætin í þér, við erum ekk-
ert verr staddir nú, en þegar þú
sendir þetta bréf“.
„Ekki það?“ hrópaði Brigg æfur.
En vegna þess, að hann vildi ekki
láta föður sinn vita um það, í
hvaða sambandi þetta stóð við
Jane, þá stillti hann sig og bætti
við með skjálfandi röddu: „Við
höfum lítillækkað okkur með því
að bjóða þessum svínum góða skil
mála — og svo hrækja þeir þessu
framan í okkur. Það er ægileg ó-
svífni“.
„Nú, jæja“, sagði faðir hans,
„við höfum gert þeim tilboð og
þeir hafa hafnað því, en það verð-
ur okkur til góðs í áliti almenn-
ings“.
„Þarf þá að birta þetta?“ spurði
Brigg og dæsti.
„Butterworth var að tala um
það í gærkvöld, að hann langaði
til að birta eitthvað um þetta mál
í „The Recorder“, sagði faðir hans.
„Og vegna þess, að hann er borgar-
stjóri og verður að láta það líta
svo út sem hann sé hlutlaus, þá
mundi það ekki undra mig, þótt
hann sendi fréttirnar líka til blaðs-
ins „Pioner“, athugaðu það, meðan
ég les hitt blaðið".
„Jú, hér er álnarlöng klessa“,
sagði Brigg, þegar hann var búinn
að fletta í sundur blaði frænda
síns og sjá grein Henrys um að:
„Verkamennirnir mundu ekki eign
ast samúð nokkurs manns, ef þeir
sviku málstað sinn á þennan hátt“
o. s. frv. „Mér finnst við verða að
láta birta við þetta skýringar frá
okkar hálfu. Ilann ásakar okkur
beinlínis fyrir að reyna að kljúfa
verkfallssamtökin með óheiðarleg-
um aðferðum".
„Já, andsk........“ bölvaði fað-
ir hans. „Lof mér að sjá blaðið,
annars er hér laglegur greinarstúf-
ur, sem nefnir þig með nafni“.
Þeir höfðu blaðaskipti, og Brigg
hughreystist ofurlítið við hina lof-
samlegu grein í „Annotsfield Re-
corder“. „Það er sama“, sagði hann
„við verðum samt að senda skýr-
ingu?.
„Já, ég held það sé góð hug-
mynd“, sagði faðir hans. „Eg ætla
að fara með bréfið og sýna Armi-
tage og borgarstjóranum það, bezt
er, að þú komir með, svo að við
getum rætt málið í félagi“.
„Eg skal vera tilbúinn eftir tíu
mínútur“, sagði Brigg og hljóp upp
stigann.
„En ætlar þú eklci að borða morg
unverð?“ spurði faðirinn. „Þú lít-
ur ekki of vel út samt“.
Ekki skánaði skap Briggs, þeg-
ar faðir hans sagði þetta, því hann
slcildi, að hann var að sneiða að
honum út af ástarsorgum hans.
Þegar þeir voru kómnir til Victo'ria
Mill ,s, v^iksmiðju Armitages, sagði
hann urgff": „Við höfum gert svo
lítið úr okkur að bjóða þeim samn-
inga, og þá fleygja þeir þessum ó-
þverra franian í okkur“.
„Eg er líka þeirrar skoðunar, að ■
það sé bezt að við látum birta
skýringar okkar“, sagði hinn grá-
hærði Armitage hugsandi. „Eigum
við að gera uppkast að þeim í fé-
lagi og leggja það fyrir stjórnina?
Eg get kallað saman fund á mánú-
daginn“.
Þrátt fyrir allt, sem á undan var
gengið, varð Brigg hreykinn og
glaður þegar faðir hans sagði:
„Jæja þá — en sonur minn er hæf-
ari í þennan starfa en ég“. Síðan
fór hann aftur til Svke Mill og
lét þá um að semja skýringarnar,
sem birta átti.
Þær voru samþykktar af stjórn-
inni og daginn eftir var þeim dreift
út um bæinn, sérprentuðum, og
eintök send til blaðanna, þar á
meðal til „Pioner“.
Jonathan var af tilviljun stadd-
ur á skrifstofunni og opnaði bréf-
ið með upplýsingunum. Henry las
þær yfir öxl föður síns.
\
„Þvílíka lýgi og ritvillur hef ég
aldrei séð áður“, sagði hann með
sinni hljómlausu röddu.
„Nei, drengur minn, ekki lýgi“,
sagði Jonathan. „Ekki lýgi, held-
ur þekkingarleysi. Þetta er þeirra
hjartans sannfæring. Þú þekkir
ekki milljónamæringa eins vel og
ég“.
„Já, en líttu bara á“, sagði
Henry og benti á setningar Briggs
um að þeir hefðu „lítillækkað sig
og boðið verkamönnum samn-
inga. Lítillækka sig! Hvað ætli þeir
haldi, að þeir séu?“
Jonathan dæsti. „Við verðum
víst að prenta þetta“, sagði hann.
„Með athugasemdum“, sagði
Henry.
Hann settist aftur í sæti sitt
og greip pennann.
Næsta laugardagskvöld, þegar
Brigg, sem allan daginn hafði ver-
ið á veiðum á Marthwaite-heiðinni
kom heim, hitti hann föður sinn
í úfnu skapi með „Pioner“ í hend-
inni. „Lestu þetta, Brigg, sagði
þann og rétti honum blaðið. „Þeir
eru æfir yfir því í klúbbnum“.
Brigg fór að lesa ritstjórnar-
grein Henrys um upplýsingáskjal
verksmiðjueigendanna. „Hverslags
bjánaleg röksemdafærsla er þetta",
varð honum að orði. „Ef maður
ætti aldrei að koma með neinar
nýjungar, fyrr en maður væri
sannfærður um, að þær yrou eng-
um til tjóns, þá mundu menn enn..
þann dag í dag verða að vefa með
höndunum".
„Lestu niðurlagið“, sagði faðir
hans óþolinmóður. „Allra neðst í
dálkinum“.
Brigg las: Festið ykkur það vel
í minni, jclagar, að ef einhvem-
j tíma í jramtíðinni slcyldi verða
j deila milli ylckar og atvinnurek-
; cnda, þd er það „liúílœkícun' jrá
þcirra Jiálju, cj þeir sem ja við ylcJc-
ur. „Hvað er þetta“, sagði Brigg
öskuvondur.
Við vissum það fyrirfram, hélt
hann áfram að lesa, að verksmiðju-
eigendumir voru einrœðissinnaðir,
en að þeir vœru lilca gikkir, sem
haja misst vitið, vegna þess að þeir
haja grœtt peninga, það vissum við
ekki jyrr. Hugsið þið yJckur, jé-
lagar. að menn, sem margir hverjir
haja unnið við vejinn og synir
manna, sem ekki skömmuðust sín
jyrir bláu vinnufötin, að þessir
menn skuli tála um það, að þeir
„lítillœkki" sig með því að semja
við verícamenn, sem margir hverj-
ir cru nánir œttingjar þeirra.
„Osvífið!" hrópaði Brigg og titr-
aði af reiði.
Honum fannst orðin um ætt-
ingja verkamanna sérstaklega slíl-
uð til Oldroyds-fjölskyldunnar,
sem var tengd Thorpe-ættinni, og
það sárnaði honum mest og fannst
auðmýking í.
„Hvernig lízt þér á þetta?“
spurði faðir hans, sem sjálfur eitt.
sinn hafði borið hinn bláa verka-
mannabúning og hafði þess vegna
ástæðu til að \ erða enn gramari
yfir þessum svipuhöggum en son-
ur hans.
„Hvernig mér lízt á það? Mig
langar mest til að góma þennan
náunga, sem liefur skfifað þetta“,
hrópaði Brigg. „Og ég þori að
veðja, að það er Henry------
„Já, það er almenn skoðun, að
Henry Singelton Bamforth hafi'
með þessari grein brotið allar brýr'
að baki sér. Það er sóma fjölskylda,
sem þú ætlar að tengjast".
„Eg þoli það ekki. að Jane hafi
nokkur afskipti af þeim, þegar við
erum gift“, sagði Brigg fastmælt-
ur.
Það var mesta uppistand í Ann-
otsfield út af þessari ritstjórnar-
grein í „Pioner“. Hún var rædd alls
staðar, meira að segja Frank Stan-
cliff. sem engan áhuga hafði á
vefnaðariðnaðinum, hafði lesið
hana og spurði Brigg, hvað þetta
ætti að þýða.
Brigg bar sig karlmannlega og
hló að öllu saman, þegar aðrir
voru viðstaddir, en auðmýkingin,
sém hann hafði orðið fyrir, særði
hann svo mjög, að honum fannst
hann aldrei framar geta tekið í
höndina á Henry.
IV. KAFLI
ÓSIGHiR
Brigg var í allt annað en gó
skapi, þegar hann át.ti að sæl
svar sitt til Jane. En þegar ha
gekk um göturnar í blíðviðrinu
hugsaði um fegúrð Jane, og bj<
við að mega Jbráðum kyssa hai
þá létti honum fyrir brjósti,
Uann het því með sjálíúin, sér
I iiariii skyldi vera nærgælii
, við iiana. og ckks hein:
af henni svario, ' svo