Þjóðviljinn - 16.08.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1944, Blaðsíða 1
 9. árgangur. Miðvikudagur 16. ágúst 1944. 180. tölublað. Furðanfega fifíl mófspyrna — 50000 snanna 8ið Þjóðverja í Normandí hefur 15 hm. Míð fíl undankomu Bandamenn lengja og breikka landgöngustöðvar sínar á strönd Suður-Frakklands og mæta furðanlega lítilli mótspyrnu. — Flugmenn segjast ekki hafa séð neina mótspyrnu af hálfu Þjóðverja á allt að 30 km. breiðu svæði frá ströndinni. — Innrásin virðist hafa komið Þjóðverjum alveg á óvart. — íbúar Suður-Frakk- lands segja, að Þjóðverjar hafi fyrir mörgum dögum byrjað að flytja lið burt þaðan til Norður-Frakklands. 9 Yfirmaður innrásarhersiné er sagðúr vera Jacob L. Devers, bandarískur hershöfðingi. Fréttaritarar telja, að Þjóðverjar hafi um 50 000 manns ennþá í „vasanum“ fyrir vestan Falaise. Undanhaldshliðið milli Falaise og Argentan er nú aðeins 15 km. breitt. Landgönguliðið hcfur þegar náð ii sitt vald hæðum á bak við ýmsa landgöngustaði sína. Hcrgögn og herlið streymir á land. — Innrásarskipin eru þegar farin að sigla burt aftur, en nýjar .skipalestir eru að koma í staðinn. Framundan Toulon hafa Banda- menn tekið tvær eyjar eftir snarpa viðureign. Innrásin hófst rétt fyrir dögun í gærmorgun með því að fallhlífa- Jiðið var látið síga niður um 3 km. inni í landi. t dögun kom svifflug- vélalið á vettvang. — Voru þetta samtals 14000 hermenn, og hefur jafn mikið lið aldrei verið flutt loftleiðis. — Lið þetta varð ekki vart við teljandi mótspymu og hafði náð fyrirhuguðum stöðvum eftir einn klukkutíma. Bandamenn hófu nú ákafa árás á strandvirki Þjóðverja á mörgum ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR Halldór H. Soætiólm hlaut verðlauniu Verðlaun vikunnar í greinasam- keppninni ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR hlaut að þessu sinni Halldór H. Snæhólm fyrir greinina DAGUR Á VINNUSTAÐ EINYRKJANS FYRIR RÚMUM 20 ÁRUM og birtist hún á 2. síðu Þjóðviljans í dag. Halldór H. Snæhólm er fæddur á Auðkúlu í Svínadal í Húnvatns- sýslu 23. sept. 188G. Móðurætt hans er húnvetnsk og skagfirzk, en föð- nrætt eyfirzk. Hann stundaði nám við búnaðar- skólann á Hólum veturna 1905—6 og 1906—7 og lauk prófi þaðan. Keisti bú að Sneis i Laxárdal í Húnavatnssýslu þegar hann var 27 ára gamall og bjó þar í 11 ár unz hann varð að bregða búi vegna heilsubrests. Fluttist þá til Blöndu- óss og síðar tii Akureyrar og dvaldi þar í 11 Yi ár. Síðustu 6 árin hefur. hann búið hér i bænum og unnið í Pípugerðinni. Halldór Snæhólm á 5 börn á lífi. — Annar sonur hans, INjörður, er í norska flughernum. stöðum milli Nice (Nizza) og Mar- seilles, bæði með flugvélum og her- skipum. — Flugu stórar sprengju- flugvélar til árása á strandvirkin án þess að vera verndaðar af or- ustuflugvélum, því að þess gerðist ekki þörf, þar sern ekki varð vart við þýzkar flugvélar. En herskip skutu á virkin og var linlega skot- ið á móti. Innrásarflotinn, 800 skip, komst að ströndinni hindrunarlaust. Varð hann ekki var við þýzkar flugvél- ar eða kafbáta. Flugmenn Bandamanna sáu loksins seint í gærdag þýzkar flug- vélar á lofti. Voru það 18 Messer- schmidtvélar og skutu þeir 3 þeirra niður. ÞJÓÐVERJAR ÁTTU EKKI VON Á NÝRRI INNRÁS. Seinast í fyrrakvöld símaði fréttaritari Aftontidningens í Stokkhólhii frá Berlín, að þar væri meðal háttsettra herforingja talið ólíklegt, að Bandámenn revndu að gera innrás á fleiri stöðum. UPPREISN FRAKKA. Verkföll voru háð og skemmda- verk framin um allt Frakldand í gær eftir að de Gaulle hafði ávarp- að Frakka og skorað á þá að rísa upp sem einn maður. Víða hefur franski heimaherinn eytt setuliðum Þjóðverja og frels- að fjölda bæja og þorpa. NORMADÍVÍG- STÖÐVARNAR. Hið 15 km. langa bil Þjóðv.erja milli Falaise og Argentan liggur nú þegar undir stórskotahríð Bandamanna úr norðri og suðri. Kanadamenn eru nú um l1/? km. fyrir norðan Falaise. Eru þeir staddir þar á hæðum og sjá húsa- þökin í Falaise, og stjóma þaðan fallbyssuskothríð á aðalundan- haldsleiðir Þjóðverja. Bretar, sem sækja frá Thury- Yfirmaður Bandamanna við Miðjarðarhaf Sir Henry Maitland Wilson (til vinstri) og yfirforingi nýju inn- rásarinnar J. L. Devers (til hægri), sjást hér á myndinni á tali við M. W. Clark yfirforingja Bandamanna á Ítalíu (í miðju). Rauðl Eterlfin kom- inn yflr Slebrza Vinnur á I Eistlendi Rauði herinn hefur brotizt yf- ir ána Biebrza skammt frá bæn um Osowiec, um 25 km. frá suðurlandamærum Austur-Prúss lands. — Sótti hann áfram í gær meðfram jámbrautinni til Luck. Á Eistlandsvígstöðvunum tóku Rússar um 80 þorp og bæi fyrir norðan og vestan Petsjori, og halda áfram að færast nær jámbrautinni milli Tallims og Riga. Gagnáhlaupum Þjóðverja var hrundið við norðaustur landa- mæri Austur—Prússlands, við Praga, útborg Varsjár og hjá Sansk, suður við Karpatafjöll. Rússneskt skriðdreka og ridd- aralið streymir yfir Vislu yfir á „brúna inn í Vestur-Evrópu“, eins og blað rauða hersins nefn in vígstöðvarnar fyrir vestan Vislu. i Á öllum vígstöðvum eyði- lögðu eða skemmdu Rússar 114 skriðdreka fyrir Þjóðverjum. Rússar segja 1. úkrainska her- inn undir stjórn Konieff mar- skálks hafa frá 13. júlí til 13. ágúst fellt 140 000 Þjóðverja, tekið 32 000 höndum, eyðilagt um 1000 flugvélar" um 2000 skriðdreka og 3000 fallbyssur. Pólski herinn í Varsjá hefur fengið liðsaúka og vopn og Framh. á 8. síðu. Harcourt, eru nú 1-2 km. fyrir vest- an Falaise. — Fyrir norðan Falaise vinna pólskar hersveitir að því að uppræta smáhópa Þjóðverja. Bandaríkjamenn eiga i hörðuih götubardögum í Argentan og sækja einnig norður frá bænum gegn harðri mótspyrnu. Fleygur Þjóðverja er einnig stöð- ugt minnkaður. — Bretar tóku einn bæ og tvö þórp fyrir austan Vire í gær. Flugvélar Bandamanna eyði- lögðu um 1000 skriðdreka og önn- ur farartæki Þjóðverja i fleygnum á s.l. sólarhring. Þjóðverjar byrjuðu fyrst á því að reyna að koma skriðdrekum sínum burt úr fleygnum, en marg- ir þeirra eru nú strandaðir fyrir vestan ána Orne, því að Banda- menn hafa evðilagt brýrnar með loftárásum. Fréttaritarar á’íta, að Þjóðverj- ar hafi enn um 50000 menn í fleygnum, en séu búnir að koma öðru eins burt. — í eggja þeir eink um áherzlu á að bjarga beztu her- sveitum sínum, en skilja lélegra lið eftir. Bandamenn hafa tekið þarna um 3400 fanga. — Þar af hafa Banda- ríkjamenn tekið um 2000. Þjóðverjar sáust safna saman skriðdrekum á einnm stað í gœr, auðsjáanlega í hvi skyni að hefja gagnáhlaup. — Flugvélar Banda- manna, vojnuiðar flugeldabyssum, voru sendar á vettvang og eyði- lögðu þœr marga skriðdrekannu, en tvistruðu hinum. Svíþjóðarbátarnir ekki væntanlegir hingað á næstunni Smíðl þelrra íekur 19 mánuði fra untíirritun samninga Ríkisstjómin hefur nú loks rofið þögnina rnn hvað gengi með „Svíþjóðarbátana“ svo nefndu. Frá því að þessu máli var fyrst hreyft hafa menn beðið með mikilli óþreyju eftir frekari aðgerðum í málinu og um þessa 45 báta hafa sótt margfalt fleiri en til greina geta komið. í gær skýrði ríkisstjómin loks frá því hvað þessum málum liði og samkvæmt því em hagkvæmustu tilboðin 213 þús. sænsk- ar krónur 5% í aukakostnað í 50 tonna bátana, en 266 þús. í 80 tonna báta og verði þeir tilbúnir 19 mánuðum frá undirskrift smiðissamninga og mun því mörgum finnast biðin ærið löng frá upphafi þessa máls og þar tU bátamir era komnir hingað til lands. Tilkynuing atvinnumálaráðu- neytins fer hér á eftir: í framhaldi af tilkynningu ráðu- neytisins frá 11. maí s.l., um smíði fiskiskipa í Svíþjóð. vill ráðuneytið gefa almennmgi eftirfarandi upp- lýsingar um þetta mál. Sendiráð ísland í Stokkhólmi hefur undanfarna mánuði starfað að öflun fjölda tilboða frá sænsk- um skipasmíðastöðvum í smíði téðra fiskiskipa svo og tilboða í að- alvélar og hjálparvélar. Fyrir nokkmm dögum hafa tilboð borizt í þá 45 báta, sem nú er leyfi fyrir að byggðir verði. Fiskifélag íslands hefur haft tilboð þessi til athug- unar og er það álit þess að tilboð Föreningen Sveriges mindre Varv í Gautaborg sé lang hagkvæmast ! í smíði bátanna, og hagkvæmasta j vélatilboðið sé frá A/B. Atlas ' Diesel í Stokkhólmi. Verð skipa og véla verður ca. í sænskuin kr. sem hér segir: 60 TÚrrd. bátar: Skipsskrokkar með tilheyrandi kr. 145.000.00. Aðalvél og hjálpar- vélar kr. 67.000.00. 80 rúml. bátar: Skipsskrokkar með tilheyrandi kr. 193.000.00. Aðalvél og hjálpar- vél kr. 73.000.00. i Við þessa kostnaðarliði bætast ca. 5% til þess að standa straum af eftirliti með smíði og aiwnir ó- hjákvæmilegur kostnaður. Framangreint skipasmíðasam- band hefur skuldbundið sig til að afhenda alla bátana 45 að tölu inn- an 12 mánaða frá undirskrift samn- ings, en afgreiðslutími véla verður allt að 19 mánuðir. í þessu sambandi vill ráðuneytið láta þess getið, að gerðar hafa ver- Framh á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.