Þjóðviljinn - 16.08.1944, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.08.1944, Qupperneq 3
Miðvikmlngur 16. ágúst 1944. ÞJÓÐ VILJIN N RlTSTIÓRl: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTITR Konur! Sendið Kvenna- síðunni greinar um á- hugamál ykkar. Hetiud áðir maltneskra kvenna Konur í stríði í Frakklandi,# Belgíu, Noregi og Póllandi þafa konurnar á- byrgðarmiklum störfum að I gegna í þágu leynibaráttunnar gegn nazistum. Þær afla mat- í öllu því stríðsfréttaflóði, sem nú er, þykir það ef til vill að bera í bakkafullan lækinn, að segja enn eina sögu frá víg- stöðvunum, en meðan menn ekki gleyma hetjudáðum alþýð- unnar í þessu stríði, munu menn minnast hildarleiksins á Möltu. I tvö og hálft ár var eyjan undir látlausri skothríð, brotin niður í loftárásum svo ekki stóð steinn yfir steini, en sameinað- ur flugher ítala og Þjóðverja gat ekki bugað þetta hugrakka fólk. Litla eyjan kom óbuguð úr eldrauninni að lokum. En þetta voru hræðilegir dag- ar, um tvö þúsund loftárásir voru gerðar á eyjuna. Einu sinni stóð sprengjuregnið samfleytt í þrettán og hálfa klukkustund, og öðru sinni urðu menn að hafast við í loftvarnabyrgjum 'tuttugu og eina klukkustund á einum sólarhring. Heimilin voru eyðilögð þúsundum saman, eða um tuttugu og átta þús. alls. Dýrmæt mannvirki frá fyrri öldum voru mulin mélinu smærra. Karlmenn, konur og börn voru drepin og limlest. En í dag er Malta aftur orðin „flugvélaskipið ósigrandi1? — þaðan leggja flugmenn Banda- manna upp í árásir sínar á iðn- aðar- og . herstöðvar Möndul- veldanna. Þó að Malta sé hluti af brezka heimsveldinu, hefur mjög lítil blóðblöndun átt sér stað við England, þar til nú í stríðinu. En eitt af vandamálum eyjar- skeggja er nú orðið hinar tíðu giftingar Möltustúlkna og Eng- lendinga. , Á Möltu er fjölskyldan mið- depill þjóðfélagsins, og innan fjölskyldunnar er konan hæst- ráðandi. Þar af leiðandi tóku konurnar strax fullan þátt í baráttunni, þegar árásirnar byrj uðu á eyjuna. Á fyrstu dögum umsátursins, þegar þrjár úreltar flugvélar voru eina vörn eyjarinnar, og seinna, þegar fáeinar Spitfire- fangelsisvist, sem hún fekk fyr- ir að stjórna félagsskap, er vann að því að hjálpa belgiskum ætt- jarðarvinum til að komast hjá nauðungarvinnu Þjóðverja. Konur á Möltu vinna að byggingu jlugvallar. flugvélar bættust í hópinn, báru konurnar og börnin þungar kúl- ur að loftvarnabyssunum, án þess að unna sér nokkurrar hvíldar eða jafnvel matar. Þegar hinar grimmilegu árás- ir héldu áfram, ekki aðeins vik- ur, heldur mánuði, voru það konurnar, sem skipulögðu dag- legt líf á eyjunni, löguðu heim- ilislífið að hinum erfiðu aðstæð- um og héldu í horfinu. Þegar orðið var ókleift að lifa ofan- jarðar, mynduðu þær nýja bú- staði í djúpum klettaholum. í þessu völundarhúsi inni í klettabeltinu var öllu haldið í skínandi röð og reglu, og allt- af héldu þær fjölskyldunni sam an meðan menn þeirra börðust við óvinina. • Minnist þess, að næstum allt það skorti, sem álitið er nauð- synlegt til að framfleyta líf- inu. Meðan á umsátrinu stóð, var ekkert rafmagn, matur var af svo skornum skammti, að nærri lá, að fólkið félli úr hor. Mjólkurgeitum, hænsnum og jafnvel hrossum var slátrað. Ný refsiákvæði gengu í gildi: tveggja ára fangelsi fyrir að stela tveggja króna dós af nið- ursoðnu kjöti. En einhvern veg- inn héldu konurnar lífi í fólk- Matrciðsla á Möltu inu. Engin eldhús voru til eða eldiviður, en þær grófu upp spýtnarusl úr húsrústunum, not- uðu olíudunka fyrir potta og matreiddu hinar fátæklegu mál- tíðir úti á götunum. Þó vatn væri af skornum skammti, lögðu þær mikla á- herzlu á hreinlæti. Þegar heitt var í veðri settu þær dunka með vatni í upp á þökin til að hita það. Þær, sem enn áttu heimili, skúruðu gólfin og þvoðu þvotta, eins og aldrei hefði nein sprengja fallið. Maltabúar hlæja að sögunni um bálreiða konu, sem fekk þvottinn sinn allan útataðan í rauðu ryki frá púðurspreng- ingu. Hún steytti hnefann' á eftir sprengjuflugvélinni, og hrópaði: „Hac it Torrock!“ Það er eldgamalt orðatiltæki og þýð ir: „bölvaður Tyrkinn!" Ég get ekki lagt of mikla á- herzlu á þann þátt, sem kon- urnar áttu í vörn Möltu. Án nokkurs opinbers útboðs eða hvatningar, tóku þær að sér ótal störf, sem nauðsynleg voru á þessum tímum. Þær hjúkruðu særðum, skipulögðu erfið her- störf og höfðu mörgum störf- um að gegna í þágu hersins — og ætíð reyndu þær af fremsta megni að halda ógnum styrj- aldarinnar frá börnum sínum, sem grétu um nætur af hungri. Konurnar hjálpuðu ,til að út- búa sjálfa miðstöð varnarinnar á eyjunni. í jarðhúsi, djúpt neðanjarðar, skipulögðu þær lendingu flugvéla og skipa og annað það, sem við kom vörn eyjarinnar. Mabel Strickland, útgefandi tveggja blaða á Möltu, afrekaði það, sem fáir leika eftir. Bæði blöð hennar komu út 1 hvert einasta sinn, eins og venjulega, og í dag eru þau einu blöðin, sem hafa lifað umsátrið. Fraanh á 8 síðu. væla og dreifa þeim til þús- unda flóttamanna, sem verða að lifa í felum til að losna við nauðungarvinnu nazista, og ein-^ hvern veginn tekst þeim að út- vega kjarngóða fæðu til viðbót- ar sultarskammti þeim, sem Þjóðverjarnir ætla börnum þeirra, svo þau deyi ekki úr hungri. Þær hafa líka sín eigin leyni- blöð. þar á meðal La Voix des Femmes (Rödd konunnar) í Belgíu, og Zywia (Gyðja lífs- ins) í Póllandi. Hinu síðar- nefnda halda pólskar konur úti fyrir börn, sem fara á mis við skólafræðslu. Ómetanlegar upp- lýsingar er að fá í þessum blöð- um..Þau segja okkur frá eymd hins daglega lífs í hernumdu löndunum. Þau segja okkur frá skorti á fæði og klæðum, frá aftökum og ofbeldi, frá lífinu í fangelsum nazista, iðulega segja þau frá aftökum kvenna, sem hafa dáið í þágu fjöldans. Þau hafa sagt söguna um þingkonuna Planinkowa, hina mikilhæfu tékknesku konu, sem Þjóðverjar hengdu, vegna þess að hún neitaði að láta nazist- ana fá yfirráð yfir kvenfélög- um, sem hún hafði skipulagt víðs vegar um landið. Þau hafa sagt söguna um frú Olszowska, hina sjötíu og tveggja ára gömlu ekkju pólska sendiherrans fyrrverandi í London. í húsi hennar fannst leynileg prentsmiðja, en þegar frú Olszowska var handtekin, benti hún Þjóðverjunum rólega á, að eyðilegging prentsmiðj- unnar og fimmtíu og tveggja manna, sem fundust í húsinu, myndu engu breyta um viðnám- ið gegn Þjóðverjum í Póllandi. „Það eru margar slíkar prent- smiðjur í Póllandi. Jafnvel á þessu augnabliki er einhver þeirra að prenta frásögn um handtöku mína“. Frú Olszowska var tekin af lífi, en dauði hennar varpar ljóma á konur, hvar sem er í heiminum. Þessi blöð hafa sagt frá hand- tökum í París, frá handtökum Odette Morean og frú Mirande- Thomas, tveggja merkra lög- fræðinga, sú síðarnefnda á tvö börn, annað tveggja og hitt f jög- urra ára gamalt, maður hennar er stríðsfangi í Þýzkalandi. Þau hafa sagt frá aftöku Her- mine Van Decatyse. Hún var ákærð fyrir að haija safnað meðlimum í leynifélag, sem starfaði í námuhéraðinu Charle- roi í Belgíu, og stóð fyrir skemmdarstarfsemi. Þau hafa sagt frá fangelsun Maríu Seunt- jes frá Brussel og margra ára Belgiska blaðið La Voix de Femmes hvetur konur til að taka ekki að sér nein þau verk, sem hafa losnað, vegna þess að verkamennirnir hafa verið send- ir til Þýzkalands; það segir frá hörmungum hálfsveltra barna, hvetur lesendur sína til að senda belgiskum konum í fanga búðum Þjóðverja ýmsar nauð- synjar, eggjar föðurlandsvini til skemmdarverka. í annað belgiskt blað skrifar kona, sem nefnir sig „Ghislaine“ : „Belg- iskar konur, ég skora á yður, að beita öllum yðar áhrifum sem eiginkonur, unnustur, mæð ur eða systur til að koma í veg fyrir að menn yðar hlýði þýzk- um skipunum. . .. Belgiskar konur, látið þá ekki fara í nauð- ungarvinnu! Hjálpið þeim að dyljast. ... Bandamenn munu brátt lenda á ströndum vorum. .. . Belgiskar konur, land yðar hefur rétt til að treysta yður. Bregðizt ekki Belgíu!" Franskur leynibæklingur hvet ur franskar konur til að láta hvern einasta bóndabæ, hvert einasta sveitahús verða skýli fyrir menn, sem hafa neitað að taka þátt í herskylduvinnu Pjóðverja. Annar leynibækling- ur, sem gefinn er út af kvenfé- lagasambandi í Marseilles, hvet- ur konur í Suður-Frakklandi til að stofna til fjöldamótmæla gegn hinum sívaxandi matar- skorti. Hver einasta kona í her- numdu löndunum veit, að Þjóð- verjar óttast ekkert meir en slík almenn mótmæli, og þar af leið andi hafa þau orðið æ tíðari. Og það væri misskilningur að ætla, að þau væru orðin til af tilviljun, þau eru einmitt öll skipulögð í leynifélögum, og framkvæmd af konum í öllum stéttum eftir nákvæmum fyrir- skipunum. Leynifélög kvenna sjá að mjög miklu leyti um dreifingu og útgáfu leyniblaðanna, eink- anlega í Hollandi og Póllandi. Það er einna hættulegasti hlut- inn af leynistarfseminni. Hver sem er staðinn að því að dreifa þessum blöðum, er dæmdur til dauða eftir ólýsanlegar pynd- ingar, sem Þjóðverjarnir hafa í von um að ná í einhverjar þær upplýsingar, sem gætu gert þeim mögulegt að klófesta út- gefendurna, prentarana og alla þá, sem að dreifingunni vinna. Auk allra þessara starfa reka konur fjölda leynilegra skóla, þar sem þær kenna margar ó- missandi námsgreinar, sem bannaðar eru af Þjóðverjum, svo sem þjóðarsögu, bókmennta- Framh. á 5j síðu. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.