Þjóðviljinn - 16.08.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1944, Blaðsíða 8
bapgínru Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Nœturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ í DAG. 19.25 Hljóinplötur: Óperulög. 20.30 Utvarpssagan (Helgi Hjörvar). 21.00 IIIjóinplötur: Islenzkir einsöngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Horft um öxl og fram á leið, II. (Brynleifur Tobíasson mennta- skólakennari). 21.35 Hljómjilölur: Svmfónískir dansar eft- ir Grieg. Knattspymufélagið Fram eínir til skemmtiferðar um na*stu helgi. Lagt verð- ur af stað á laugardag og ]>á farið að Múlakoti í Fljótshlíð. — A heimleiðinni verður höfð viðdvöl að Selfossi og snædd- ur þar hádegisverður. Síðan verður haldið til Þingvalla, en þaðan heim. Skemmtiferð- in er auglýst í blaðinu í dag. NenntamálaráO úthlaíar 6 stúilentum styrRjum Menntamálaráð hefur nýlega úthlutað sex stúdentum styrkj- um til framhaldsnáms að upp- hæð 3600.00 kr. hverjum, þeim Ásmundi Sigurjónssyni til náms í hagfræði í Englandi, Guðlaug. Þorvaldssyni til náms í landa- fræði, Hafsteini Bjargmunds- syni til náms í ensku og frönsku í Englandi, Ólafi Helgasyni til náms í efnafræði í Bretlandi, Þórdísi Ingibergsdóttur til náms í ensku og frönsku í Bretlandi og Þóri K. Þórðarsyni til náms í semitískum málum í Bret- landi. UtanríRisráOíierra tekur viO forsætisráOherrabú- | staOnum viö Tjarnargötu Forsœtisráðjierrct bústaðurinn við Tjamargötu hefur verið afhentur utanríkisráðuneytinu til umráða. Hefur gac/ngerð viðgerð verið lát- in fara fram og nolckrar breyting- ar gerðar á húsinu. Húsið var i upphafi bústaður ráðherra íslands, eftir að stjórnin var flutt inn í landið, og varð þáð síðar bústaður forsætisráðherra, eftir að ráðherrum fjölgaði. Hafði þá forsætisráðherra sein æðsti em- bættismaður þjóðarinnar að sjálf- sögðu á heiuli alla risnu af hálfu ríkisstjórnarinnar. Nú eru stjórnarhættir breyttir og innlendur þjóðhöfðingi hefur að miklu leyti tekið við þeirri risnu, sem forsætisráðherra hafði á. hendi. Með því að ísland liefur tekið í sínar hendur utanríkismál sín, hefur risna ríkisstjórn'ar gagn- vart erlendum mönnum ef eðlileg- um ástæðum færzt yfir á utanríkis- ráðherra, og með tilliti til þessa hefur þessi fyrirkomulagsbreyting verið gerð. — Héldu utanríkisráð- herrahjónin fyrsta síðdegisboð sitt í húsinu í gær. Meðal gesta voru forsetafrúin, ráðherrar og konur þeirra, sendimenn erlendra ríkja, konur þeirra og aðstoðarmenn, yf- irmenn licn-s og flota, blaðamenn o. fl. Auk breytinganna hafa ný hús- gögn verið sett í húsið, lientugri og fallegri en þau, sem þar höfðu áð- ur verið í langan tíma. leísl MMsIdf slFiissansB i siRaudiolii leisF? ÁkvörðuB tekin á bæisrstjórnarfundi á morgua Frá því í vetur liefur það verið til athugunar hvort bærinn tæki að sér rekstur strætisvagnanna. í því sambandi fór fram rannsókn á rekstri strætisvagnanna, en endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin, en gera má ráð fyrir að það verði gert á bæjarstjórnarfundi á morgun. Bifreiðastjórar Strætisvagnafélagsins hafa sagt upp starfi sínu frá og með 20. þ. m. vegna þess að kaup þeirra var lægra en annarra bifreiðastjóra. Samningaumleitanir um kaup bifreiðastjóranna hafa staðið yfir undanfarið og mun hafa náðst samkomulag um að kaup þeirra hækki úr kr. 450.00 á mán. í 525.00, en endanleg ákvörðun bíður bæjarstjómarfundarins á morgun. Greinargerð sú sem hér fer á eftir um gang þessa máls hefur Þjóðviljanum borizt frá skrifstofu horgarstjóra. Samkvæmt gildandi lögum veit- ir póstmálastjórnin sérleyfi til strætisvagnaferða í kaupstöðum til þriggja ára í senn, og skal það veitt að fengnum tilfögum hlutað- eigandi bæjarstjórna. Sérleyfi það, sem Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. hafa haft til fólksflutninga í Reykjavík, var útrunnið 1. marz s.l. og sótti félagið um nýtt sér- leyfi til næstu þriggja ára frá þelm degi með bréfi til póstmálastjórn- íu'innar, dags. 10. jan. s.l. Svo sem lög gera ráð fyrir var umsókn þessi send til umsagnar bæjarstjórnar, en j)að var eigi gert fyrr en 2. marz s.l., j>. e. fyrst að sérleyfistímanum liðnum. Á meðan ]>essu fór fram hafði á fundi bæjarstjórnar hinn 10. febr. s.l. komið til atkvæða tillaga um, að bæjarstjórnin tæki hið allra fyrsta í sínar hendur strætisvagna- ferðir í bænum. Tillagan var felld með jöfnum atkvæðum, 7 gegn 7. Aljiýðuflokkur og Sósíalistar greiddu atkvæði með og Sjálfstæð- ismenn á móti, eli Árni Jónsson sat hjá. Þessi tillaga og úrslit hennar, urðu til þe.ss, að Strætisvagnafé- lagið taldi starfsgrundvöll sinn of veikan. Gerði j>að jiví samþj'kkt um það 25. febr. að fara fram á 10 ára sérleyfi eða bjóða bæjarfélag- inu vagnana að öðrum kosti til kaups. Tilkynnti félagið bæjar- stjórn þetta með bréfi, dags. 10. inarz. begar bæjarráði barst þetta bréf hafði bæjarstjórn enn ekki tekið ákvörðun um umsókn félagsins um þriggja ára sérleyfi, enda hafði enginn bæjarstjórnarfundur verið haldinn frá því að fyrra bréfið barst, jiangað til hið síðara kom. Eftir móttöku síðara bréfsins varð að líta svo á, að þýðingar- laust væri að taka ákvörðun um jiriggja ára sérleyfi, að svo stöddu a.' m. k. Bæjarráð reyndi fyrst að afla sér frá hlutlausum aðila nánari gagna um rekstur strætisvagnanna og fól síðan þeim Valgeiri Bjömssyni hafnarstjóra og Erlingi Ellingsen verkfræðingi að meta eignir Stræt- isvagnafélagsins. Mati jieirra var lokið 25. maí, og voru samkvæmt j>ví 20 vagnar félagsins taldis 800.- 000.00 kr. virði, en húseign félags- ins við Hringbraut 770.000.00 kr. virði. Varahlutar til bifreiða og á- höld eru ekki meðtalin í jiessu matsverði. Er bæjarráð Iiafði enn íhugað inálið, samþykkti j>að einum rómi á fundi sínum hinn 30. júní s.l., að jjað vildi ekki mæla með kaupun- um á grundvelli matsins og teldi heldur ekki fært að mæla með j>ví, að félaginu yrði veitt 10 ára sér- leyfi. Var og eftir gildandi lögum augljóst, að þýðingarlaust var fyr- ir bæjarstjórn að mæla með 10 ára sérleyfi, því að óheimilt er að veita það nema til jiriggja ára, en um meðmæli til lagabreytingar var ekki að ræða á þessu stigi málsins. Er málið skvldi koina til fulln-. aðai'afgreiðslu í bæjarstjórn 6. júlí, fékk borgarstjóri því frestað, þar sem hann hafði jiá fengið vitn- eskju um, að i ráði væri, að félag- ið mundi stöðva stai'frækslu sína, ef úr hvorugu yrði, 10 ára sér- leyfi né kaupum bæjarins, en of viðurhlutamikið virtist, að svo nauðsynlegur rekstur sem strætLs- vagnaferðir yrði stöðvaður án þess’að frekara yrði að gert. Bæjarráð tók málið síðan til meðferðar að nýju og voru samn- ingaumléitanir hafnar við stjórn Strætisvagnafélagsins. Á meðan á þeim stóð sögðu allir eða flestir bílstjórar félagsins upp störfum sínum Iijá félaginu frá 20. ágúst n.k. að telja, vegna j>ess að kaup jieirra var orðið mun lægra on ann- arra meðliina Bifreiðastjórafélags- ins Hreyfils, eftir samninga jiess félags við vinnuveitendur á s.l. vori. Mun jietta liafa orðið til jiess, að Strætisvagnaféíagið tilkynnti bofgarstjóra með bréfi, dags. 2. ágúst s.l., að það óskaði „eftir á- kveðnu svari bæjarins um jiað, hvort hann æskir að kaupa eignir félagsins, fyrir næstkomandi þriðjudág, 8. ágúst, þar sem félagið mun, að þeim tíma liðnum, gera ráðstafanir til sölu á eignum sín- um“. Jafnframt var því lýst, að eftir að félagið hafði gert sér ljóst að lagabreytingu þyrfti til 10 ára sérleyfis, teldi jiað Jiá lausn ekki fyrir hendi. Bæjarráð taldi sig skv. jiessum gögnum og öðrum, sem fyrir hendi voru, hafa fengið vissu fyrir, að ef bæjarstjórn keypti ekki vagna fé- lagsins, jiá mundu strætisvagna- ferðir leggjast niður i bænum, um paga íil næsta bæjar (Something to Shout About) Skemmtileg og íburðar- mikil söngva- og dansmynd. DON AMECHE JANET BLAIR JACK OAKIE Sýnd kl. 5, 7 og 9. V esturvígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. skotfæri. Hefur hann bætt að- stöðu sína. Von Seydlitz formaður félags þýzkra herforingja í Sovétríkj- unum tilkynnti í gær, að æðsti þýzki hershöfðinginn, sem er í fangavist í Sovétríkjunum, Paulus marskálkur, hefði geng- ið í félagið og um leið lýst sig fylgjandi hreyfingu frjálsra Þjóðverja í Moskvu. Svfþjáðarbátarnir Frh. af 1. siðu ið ýtarlegar tilraunir til jiess að fá togara smíðaða í Englandi og Sví- ]>jóð. Enn sem komið er hafa jiess- ar tilraunir ekki borið árangur, en þeim verður lialdið áfram. Með auglýsingu ráðuneytisins, dags. í dag, er þeim, sem áður hafa óskað eftir að fá fiskibáta keypta frá Svíþjóð, bent á, að leita nánari upplýsinga um bátakaupin hjá Fiskifélagi íslánds. Reykjavík, 14. ágúst 1944. Hvfldarvika hfismsðra Mæðrastyrksnefndin býður konum, eins og að undanförnu, til viku dvalar að Laugavatni um mánaðarmótin ágúst—sept- ember. — Konur, sem ekki hafa verið á vegum nefndarinnar áð- ur, verða látnar ganga fyrir. Þær konur sem vilja sinna þessu, snúi sér til skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, Þingholts- stræti 18 frá 14—20 þ. m. alla virka daga kl. 3—5 síðdegis. sinn a. m. k. Með því virtist bæj- arráði stefnt í beinan voða, vegna víðáttu bæjarins og þess hve stræt- isvagnaferðir eru nú orðinn ríkur jiáttur í bæjarlífinu. Bæjarráð ákvað J>ví að taka upp sanminga um kau]> á vögnum fé- lagsins og nauðsynjum þeim til- heyrandi, en reyna að haga svo til að ekki þyrfti að kaupa húseign félagsins, sem fróðir menn telja mjög óhentuga til slíks reksturs. Varð samkomulag um j>að í bæjar- ráði að biðja Jóhann kaupmann Ólafsson um áð taka að sér J>essa samninga fyrir bæjarins liönd í samráði við borgarstjóra. Þessai' samningaumleitanir hafa staðið yfir undanfarna daga og munu niðurstöður þeirra lagðar fyrir bæjarstjórnarfund 17. ágúst n.k., en skv. þeim á að vera tryggt, að strætisvagnaferðirnar geti hald- ið óslitið áfram með ]>eim hætti, að bæjarfélagið taki við rekstriu- um frá 20. ágúst n.k. NÝJA BÍÓ Flóttafólk („The Pied Piper“) ■ MONTY WOOLLEY ANNE BAXTER RODDY Mc DOWALL Sýnd kl. 9. „Hi, Buddy“ klúbburinn Skemmtileg dans og söngvamynd með: ROBERT PAIGE HARRIET HILLIARD DICK FORAN i P _____Sýnd kl. 5 og 7. Hafnflrfiingar og Vesf- nannaeyingar keppa í frjfilsum Ihrfittum Bœjalceppni í frjálsum íþróttum mitti Hafnfirðinga og Vestmanrui'- eyinga hefst í Hafnarfirði annað kvöld kl. 8. Búast má við skemmtilegri og spennandi keppni, því margir á- gætir íþróttamenn taka ]>átt í keppninni, t. d. Guðjón (K.V.), ls- landsmeistari í stangarstökki, og Þorkell (F.H.) og Torfi (K.V.), er settu nýtt drengjamet á meistara- mótinu. Bæjakeppni J>essi fór fram í f'yrsta skipti í fyrra og sigruðu þá Vestmannaeyingar. Keppnin fer nú fram á Hörðuvöllum í Hafnar- firði, en þar hefur F.H. komið upp æfingasvæði, Framtíðarleikvangur Hafnfirðinga verður hmsvegar á Víðistöðum. Keppt verður í 11 íþróttagrein- um og fer síðari hluti keppninnar væntanlega fram á föstudagskvöld- ið. — Æ. F. R. Félagar eru beðnir að athuga að unnið verður við Rauðhóla- skálann á hverju kvöldi alla þessa viku, og verður lagt af stað kl. 6.30 frá Skólavörðustíg 19. Naltneskar konur /•’raixih.af 3. síðu Fr. Strickland flutti prent- smiðju sína niður í neðanjarð- arskýli. Hún færði fólkinu inn- lendar og erlendar fréttir, og það, sem mest var um vert, upp örvun, hrós og jafnvel eitthvað til að hlæja að. Það er almennt viðurkennt, að þessi sérstaki dugnaður hennar, að halda báð- um blöðunum úti, hafi verið mjög þýðingarmikill þáttur í að efla baráttuþrek þjóðarinnaf á þessum bitru reynslutímum. í bréfum. sem bárust frá Möltu á þessum tíma, kemur alls staðar fram sami óbifanlegi ásetningurinn, að líta heilbrigð- um augum á lífið, gera ekki of mikið úr sínum eigin þjáning- um, en lifa sig inn í heildina. Lífið getur aldrei orðið það sama og áður fyrir þessum kon- um eða öðrum þeim þúsundum kvenna, sem hafa lifað hörm- ungar stríðsins. En hitt getum við reitt okkur á, að þær konur munu taka fullan þátt í að byggja nýjan og betri heim að stríðinu loknu. Þær munu ekki draga sig í hlé aftur úr opinberu lífi, heldur vinna ótrautt að því, við hlið karlmananna, að byggja fegurra land úr rústum þessa spillta skipulags.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.