Þjóðviljinn - 07.09.1944, Page 5

Þjóðviljinn - 07.09.1944, Page 5
3»JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. september 1944 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjóri: Sigurður Ouðmundsson. Stjórniuálaritstjcrar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Kitstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 1%, sími 2070. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 2184.. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. ð.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f, Garðastrœti 17. Saluiar Alþýðublaðið kauplækkunar- ákvæða í stjórnarsamningum ? Alþýðublaðið er í fyrradag að ásaka Sósíalistaflokkinn fyrir það að hann vilji koma á stjórn, er vinni að því að tryggja öllum atvinnu, efla stórum atvinnulíf vort og viðhalda þeim lífskjörum, er nú hafa náðst, en bæta þau, er skilyrði skapast til þess. Og gerir nú þetta vesæla blað eina tilraun enn til að sverta Sósíalistaflokkinn fyrir að I vilja koma á samstarfi við öll þau öfl, sem að þessu vilja vinna. Sósíalistaflokkurinn hefur alltaf miðað allt sitt umtal og samninga um þátttöku í ríkisstjórn við málcfni og stefnu, en ekki við menn og flokka. Sósíalistaflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður liaft það á stefnuskrá sinni að vera reiðubúinn til samstarfs við menn úr hvaða flokk eða stétt sem væri að velferðarmálum fólksins. Ef menn, sem kalla sig „íhaldsmenn“, eru reiðubúnir til að vinna að velferðarmálum fólksins, — en menn, sem kalla sig „framsækna“ eða jafnvcl há- marxistiska, eru ekki reiðubúnir til slíks, heldur vilja vinna á móti vel- ferð fólksins, — þá er eðlilegt fyrir alþýðuna að reyna samstarf við þá, sem samstarf vilja um hennar hagsmunamál, hvað sem þeir kalla sig. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, — ekki aðeins af því, sem þeir segja um sig sjálfir. Alþýðan gleymir því ekki hvcrnig þjóðstjórnarflokkarnir, að Alþýðu- flokknum meðtöldum, komu fram við hana. Hún man enn þegar þrælalögin voru sett og kaup hennar lögboðið og lækkað. Alþýðublaðsklíkan saknar þess sennilega að slíkt skuli ekki rætt nú, ef stjórnarsamvinna kæmist á. Alþýðan saknar þess ekki, — pg henni þykir vænt um að sem flestir af þeim flokkum, sem áður sýndu sig svo harðvítuga í hennar garð, leggi niður allan steingerfingshátt í stjórnmálum og taki að líta á - i það, sem eitt af stærstu viðfangsefnum þjóðfélagsins að reyna að trýggja alþýðu manna lífvænleg kjör. En einmitt sá flokkur, sem Alþýðublaðsklíkan alltaf lafir aftan í: Framsókn, hefur gert það að skilyrði í þeim samningum, sem fram fóru við hana um stjórnarmyndun, að kaup verkámanna væri lækkað, að lífskjör þeirra væru rýrð. I>að er líklega þeirra skilyrða, sem Alþýðublaðsklíkan saknar nú. • Alþýðublaðinu er bezt að þegja, þegar talað er um stjórnmál. Það blað er búið að eyðileggja þann flokk, sem það átti að vera málsvari fyrir, á skrifum sínum um stjórnmál, — er orðið fyrirlitnasti blað- snepill, sem út hefur komið á Islandi fyrir ofstæki sitt og óheilindi. Fjandskapur þessa blaðs í garð verklýðslireyfingarinnar er svo opin- ber, allt frá því að heimta bann á verklýðsblöðum og verldýðsflokk- um, standa með kauplækkun og þrælalögum og þar til það heimtar nú verkfallsbrot og upplausn verklýðsfélaga, að enginn verkamaður eða verklýðssinni er lengur í efa um innræti þess. 9 Verklýðshreyfingunni íslenzku er hins vegar alveg ljóst hvað híýt- ur að verða hennar höfuðverkefni á næ^tunni: að tryggja atvinnuna fyrir fjöldann og leggja öruggan grundvöll að batnandi lífsafkomu hans. Og að því er rétt að vinna með hvaða öflum, sem vilja hafa samstarf að því marki, hvaðan sem þau koma, — eins og hitt ar líka rétt að berjast gegn árásunum á lífskjör og samtakarétt alþýðunnar, hvaðan sem þær koma, meira að segja þó Alþýðublaðið leggi þeim lið. Sœrðir, brezlcir hermenn bíða brottflutnings á Normandívígstöðvunum. auðhringanna Franski Kommunistaflokkurinn dreifir nú um hið hernumda Frakk land bæklingi með nafninu Land- ráð auðhringanna. Hringarnir hafa aldrei fengið aðra eins útreið. Frönsku auðhringarnir hafa í meir en 50 úr, sökum ágóðagræðgi sinnar stöðugt spillt lífsskilyrðum þjóðarinnar og veiklað landið svo mikið fjárhagslega, stjórnmálalega og hernaðarlega, að það var orðið lítilsmegnandi í samanburði við hinn volduga og hrokafulla ná- granna ' sinn. — Þetta er fyrsti glæpur þeirra. Frá 1933 til 1940 styrktu hring- arnir af frjálsum vilja Þýzkaland Hitlers mcð því að veita því alls könar hlunnindi og með ]>ví að spilla á skipulagðan hátt vináttu Frakklands og Sovétríkjanna, — í stuttu máli með því að einangra land okkar. — Olli þessu stéttar- hagsmunir þeirra, stjórnmálaof- stæki og hatur á Sovétríkjunum. — Þetta er annar glæpur þeirra. Er þeir höfðu opnað hlið lands síns 1939—40, afhentu þeir óvin- unum allt, sem þeir þörfnuðust og þágu sinn hluta af hcrfangi þeirra í Frakklandi. — Þetta er þriðji glæpur þeirra. í maí 1941 undirrituðu forystu- menn franska vélaiðnaðarins fyrsta samninginn um nána sam- vinnu við hina þýzku og ítölsku starfsbræður sína. Geta þarf sérstaklega um jiorp- araskap eigenda Renaultverk- smiðjanna. Eftir loftárásir Breta og Banda- ríkjamanna á þessar verksmiðjur, báðu eigendurnir Vichy-stjórnina um skaðabætur. Svaraði hún, að þar sem Renaultverksmiðjurnar hefðu ekki veriö teknar með valdi af hernámsríkinu, heldur verið fengnar því til umráða af frjáls- um vilja um það leyti, sem vopna- hlé var samið, gætu þcir varla krafizt bóta sökum tjóns vegna óviðráðanlegs ástands! Málmiðnaðurinn hefur gert marga samvinnusamninga við Þjóðverja. Árið 1943 var stofnað félagið Krupp Societe Anonyme með 20 milljón franka liöfuðstól og afnot franskra verksmiðja til að leiða, selja og gera við landbúnað- arvélar. Þessir málmiðnaðarhringir bera inikla ábyrgð á viðhaldi þýzka hersins. — Þeir hafa gerzt þjón- ar Hitlers. ítarlegir samningar um að af- henda franska iðnaðinn óvinunum hafa líka verið samþykktir af raf- magns, dfna, vefnaðar, sútunar, síma, gúmmí, viðarkvoðu og timb- uriðnaðinum, fyrir utan alla aðra samvinnu, sem minna ber á. ‘fcáttur bankanna hefur auðvit- að afar mikla þýðingu í þessari undirokun franska þjóðarbúsins. — Hollusta Wormsbanka, Lam- bert-Biltzbanka og Mirabaud- banka við liagsmuni Þjóðverja er alkunn. En um fram allt, er ekki hægt að gera of mikið úr ábyrgð stóru bankanna. — Fjórir stóru bank- arnir í Frakklandi, þeir Crédit Lyonnais, Société Générale, Comp toir d’Escompte og Banque Nat- ionale pour le Commerece ct I’In- dustrie, mynduðu félagsskap í því skyni að framkvæma fransk- þýzku iðnaðaráformin. Bankarnir seldu Frakkland bein línis, — seldu framleiðslugetu þess og sjálfstæði án þess að liika eitt augnablik. Þessir herramenn, sem eru fyrir nokkru búnir að sjá, að Þýzkaland hefur beðið ósigur, eru nú ekki nðeins að reyna að komast hjá réttlátri refsingu með því að full- yrða, að þeir hafi þjónað fjand- mönnunum á móti vilja sínum, heldur eru þeir líka að reyna að tryggja aðstöðu sína í framtíðinni með því að leitast við að kljúfa mótspyrnuöflin og koma af stað borgarastyr j öld. Sumarið 1943 komu meðlimir auðhringasambandsins saman til að athuga, hvernig þeir gætu hald ið áfram starfsemi sinni á franskri grund eftir að Þjóðverjar væru Stjórn auðhringasambandsins, sem álítur samvizku allra annarrq vera líka samvizku þeirra sjálfra, gat ekki dottið neitt betra í liug en að káupa 20000 skæruhermenn til að bæla niður föðurlandsvini í París og nágrenni hennar eftir brottför fjandmanrlanna. Þessa tillögu voru þeir nógu ó- svífnir til að bera fram fyrir vissa meðlimi mótspyrnuhreyfingarinn- i ar. En Frakkland mun ekki láta þessa stríðsglæpamenn sleppa. — Franskir föðurlandsvinir álíta nauðsynlegt, að í eitt skipti fyrir öll sé því slegið föstu, að auðhring- arnir hafa framið landráð. Ilér er ekki um það að ræða, hvort hringarnir eða fulltrúar þjóð arinnar séu færari urn að reka þessi miklu fyrirtæki. Viðfangsefnið er að ákveða, hvort eigi að halda við eða út- rýma því skipulagi fjármálayfir- drottnunar, sem óhjákvæmilega skapar landráðamenn. Hér er eingöngu um það afar þýðingarmikla atriði að ræða að binda endi á landráð. Útrýming hringanna verður ekki framkvæmd með því einu að reka forystumenn þeirra frá hin- um fyrri fyrirtækjum sínum, lield- ur með því að gera þeim ómögu- legt að ná aftur nokkrum völdum í fjármálalífi landsins. Á hinn bóginn má alls ekki ganga á rétt neins fransks föður- landsvinar, sem kann að eiga hags- muna að gæta í eignum þeim, sem upptækar verða gerðar. Þjóðnýtingin ' getur orðið með mörgum hætti. Bankarnir, vá- tryggingafélögin, raforkuver, nám- ur o. s. frv. liljóta að verða eign ríkisins sjálfs. Illutir stórra hlutabréfaeigenda, sem reynast sekir, verða gerðir upptækir og ógildir formálalaust. Þeim hluthöfum, sem reynast sak- lausir af landráðum, verður leyft að halda hlutum sínum í ríkis- fyrirtækinu. Það er lílca sennilegt, að viss fram- farnir. EFTIR Valdccfe Rochef þingmann kommúnista fyrir Signuhéraði. Hirm mikli Súvoroff Fyrir næstum 200 árum síðan reið ungur, rússneskur liðsforingi í sigurför um götur Berlínar. — Sigursæll rússneskur lier hafði her- numið höfuðborg Prússlands. Það er áreiðanlegt, að innan ekki mjög langs tíma mun sagan endurtakast, — og sennilega vcrð ur þá á brjóstum hinna sigursælu fyrirliða rauða hersins mynd þessa unga lið.sforingja, sem reið um þessar sömu götur árið 1700. Margir af fyrirliðum rauða liers ins hafa nefnilega hlotið æðsta hermcnnskuheiðursmerki Sovét- ríkjanna, Súvoroff-orðuna, sem ber nafn hins fræga hernaðarsnill- ings, sem þessi ungi foringi átti eftir að verða. Alexander Vassilievits Súvoroff var af líttþekktri aðalsætt, sem átti heima í liinu forna, prúss- neska Novgorodhéraði. Hann var heilsutæpur, grann- vaxinn og ófríður drengur og fékk snemma feikilegan áhuga á lier- mennsku, gleypti í sig allar lier- fræðibókmenntir, sem hann komst yfir. 17 ára gamall varð hann undirliðþjálfi (corporal) í Varðliða heísveitinni. Var það í samræmi við þá fyrirskipun Péturs mikla, að liðsforingjar yrðu að byrja sem óbreyttir hermenn og hæklca smám saman í tign. Þessi aðalsmaður og undirlið- þjálfi rækti nám sitt kappsamlega, en snemma kom í Ijós hjá honum sú fyrirlitning fyrir viðhöfn og innantómum hermannaskólaæf- ingum, sem varð einkennandi fyr- ir hann. Hann var sá eini af helztu liers- höfðingjum 18. aldar, sem fyrir- leit formfestu og byssuæfingaæði Prússa. Ilann hlaut eldskírn sína snemma á liðþjálfaárum sínum í Sjö ára stríðinu (þegar hann tók þátt í áður nefndri innreið inn í Berlín) og reyndist vera framúr- skarandi djarfur riddaraliðsfor- ingi- Hann sá hinn ótæka ósveigj- anleik rússneska hersins, og þegar hann varð ofursti og fékk herdeild (regiment) til umráða aðeins 32 ára gamall, beitti hann allri sinni fyrirtæki verði látin vera undir eftirliti um ákveðinn tíma. Mun þá ríkið eiga meiri hluta hlutabréf- anna og stjórna fyrirtækinu, en minni hluti hlutabréfanna verður áfram í höndum einstaklinga. Þjóðnýting fyrirtækja auðhring- anna mun m. a. auka mjög áhrif verkfræðinganna og tæknifræðing- anna, sem munu fá afar stórt at- hafnasvjið. Þeir munu fá slíkt sköp unarfrjálsræði, að annað eins hef- ur ekki þekkzt. Hagsbæturnar verða ekki minni fyrir verkamennina, fyrir almenn- ing allan og fyrir fjárhag ríkis- ins. Markmiðið verður að láta Frakkland fá aftur sinn réttmæta sess í heiminum, — þann sess, sem sníkjulíf auðhringanna hefur mein að því að halda. — Markmiðið er fjárhagslega sjálfstætt Frakk- land. Þetta er í stuttu máli sú leið, sem franski Kommúnistaflokkur- inn mælir með. ótæmandi atorku við að skapa að- ferðir þær, sem hann átti eftir að gjörbreyta rússneska hernum með. Það, sem hann gerði, var í stór- um dráttum að innleiða það, sem nú mundi vera kallaðar víkinga- sveitaaðferðir. — Hann breytti liinu hægfara, rússneska fótgöngu- liði i hreifanlegasta lið heimsins, sem gat gengið 190 km á fjórum dögum og að því loknu unnið sig- ur í tvísýnni orustu. „Sigur“, lirópaði hann einu sinni „er undir fótunum kominn, — hcndurnar eru aðeins verkfærin“. í stað hinna formföstu víglína- orustna síns tíma byrjaði hann að beita hreifanlegum fylkingum (var á því sviði fyrirrennari Na- poleons), — og hann kunni snilld- arvel lagið á hermönnum sínum. Það var mikill munur á hinu miðaldalega og aðalsveldislega baksviðs hans og því skilningsríka, mannúðlega og lýðræðislega við- móti, sem hann sýndi hermönn- um sínum alltaf. — Áreiðanlega hafa fáir hershöfðingjar sögunnar verið elskaðir jafnmikið af undir- mönnum sínum. Óteljandi sögur eru sagðar af því, hvernig hann lék sér að því að vera aulalegur. Gerði hann það til gamans fyrir hermennina og til að láta í ljós fyrirlitningu sína fyrir hirðinni og liin.um spilltu klíkum, sem stöðugt tafði starf hans og svipti liann réttlátum launum fyrir þau. Úrslitasigrar þeir, sem Rússland vann í mörgum styrjöldum í Pól- landi og Tyrkjaveldi á síðasta þriðjungi 18. aldar, voru verk Sú- voroffs og færðu honum að lok- um marskálkstign. En hinn vitskerti keisari, Prússa vinurinn Páll 1., rak hann í ónáð, og það var aðeins fyrir eindregna kröfu Bretlands, að hin gamla hetja var aftur kvödd til starfa árið 1799 til að stjórna herjum Bandamanna gegn hershöfðingj- um Napolons á Norður-Ítalíu og í Svisslandi. Sú feikilega lierferð og liin furðulegu endalok hennar í há- Ölpunum gerði nafn Súvoroffs frægt um alla Evrópu. Sérstaklega voru Bretar hrifnir, — og Nelson, nýkominn frá sínum eigin sigri á Níl, hyllti hann og skrifaði hon- um: „Kæri, kæri bróðir . .■......“ Súvoroff vissi, að aðalatriðið í stríði er að eyðileggja heri and- stæðinganna, en ekki að hernema landsvæði. — Hann vissi að sig-, urinn fellur næstum alltaf þeim í skaut, sem fjötrar vilja óvinanna með því að vera í sókn. — Hann vissi að áætlanir voru ekki eins mikilvægar og hæfileiki hers til að vera viðbúinn óvæntum hætt- um, og að hraðgöngur og roskleiki í óvæntum áhlaupum er meira virði en margbrotnar byssuæfing- ar. Alla ævi hafði hann megnustu óbeit á höfðingjasleikjum og met- orðasjúlcum mönnum og á letingj- um og kærulausuin* fáfræðingum. Ilann leitaðist við að vekja hin værukæru stjórnarvöld sinna tíma. — „Eg galaði eins og hani til að vekja svefnpurkurnar“, sagði hann. Og liróp hans: „Sannarlega get ég ekki kæft eldinn í sál minni!“ mætti gjarnan rita á legstein hans. Hann formælti iðulega „þessum bölvuðum óvitum“. „Nám er Ijós, — iðjuleysi ,er myrkur“, sagði hann. „Ilver hermaður verður að vita, hvað hann er að gera“. Fræg bandarísk sjóhetja, John Paul Jones, sem um hríð hafði herstjórn á hendi í rússneska flotanum og var samstarfsmað- ur Súvoroffs, lýsir Súvoroff á þessa leið: „Eftir að ég hafði látið af hendi stjórn flotadeildarinnar hjá Kerson, heimsótti ég Súvor- off hershöfðingja í aðalstöðvum sínum. Dvalarstaður hans var í kofa í einu hinna herteknu ríkja (Rússar voru í stríði við Tyrki), og voru aðeins tvö lítil herbergi í honum. Þetta var álíka dvalarstaður ,og tyrkneskur ofursti hefði bú- ið í. Hershöfðinginn notaði annað herbergið fyrir skrifstofu og borðstofu, en í hinu svaf hann. Hann hafði enga þjóna, — að- eins matreiðslumann og tvo her- menn, sem gættu hesta hans og fóru í snúninga. Liðsforingjarnir í herforingja ráði hans höfðu miklu betri dvalarstaði. Súvoroff er um það bil 170 cm. á hæð. Hann er lotinn í herðum með flatt brjóst og jafn- vel dálítið innfallinn. Allur líkaminn og limirnir eru grannir, og hann er allur sam- an langt frá því að vera til- komumikill. Andlitsdrættirnir eru reglu- legir og mjög svipfallegir og er oft mjög góðlegur, þegar hann er kátur. En hann er veðurbarinn í and liti. Hörundið er orðið brúnleitt eftir meir en 40 ára herþjón- ustu í alls konar loftslagi og á öllum tímum árs, og andlit hans, sem alltaf er vel rakað, er orð- ið mjög óslétt. Valda því tönn tímans, áhyggjur og þjáningar, því að hann hefur særzt mörg- um sinnum og hann er nú sex- tugur. Þekking hans er víðtæk og ná kvæm. ■— Hann er nákunnugur styrjöldum tveggja síðustu alda frá stríðum Gustafs Adolfs til stríða Friðriks og mér til mik- illar undrunar var hann vel kunnugur aðalganginum og helztu orustunum í byltingar- stríði okkar sjálfra, þó að lítið hafi birzt um það í Evrópu. Hann virðist ekki þrá per- sónulega frægð, en ég tók eftir, að hann hafði gaman af að heyra álit herfróðra manna í Tyrklandi og Englandi á afrek- um sínurrf. Og langar hann mikið til að ferðast til þessara landa. Tungumálaþekking hans er stórmerkileg. — Hann talar vel frönsku, þýzku, sænsku, finnsku og pólsku, og getur skrifað rétt og vel á öllum þessum málum. Hann getur líka gert sig skilj- anlegan á ýmsum Tartaramál- lýzkum og jafnvel á Tyrknesku. Hryðjiivcírfe Pjóð- vetja í Róm Fimmtudagur 7. september 1944 — ÞJÓÐVILJINN MYNDAFRÉTTIR Rannsóknamefnd Bandamanna hefur lcomizt að þeirri niðurstöðu, að þýzku nazistamir hafi drepið nœstum 1000 manns í Róm. Fjöldi líka liefur fundizt í helli einum skammt frá borginni. — Myrtu nazistar þar mörg liundruð rómverskra borgara, sem gisla vegna árásar á þýzka hérsveit, sem var á göngu gegnurn Róm og missti við það fáeina menn. Rannsóknarnefndin hefur haft upp á nöfnum margra þeirra, sem bera ábyrgð á þessum hryðjuverk- um, og lýsir því yfir, að þeim skuli verða • refsað samkvæmt samþykkt Moskvaráðstefnunnar. Hið innra er hann sál sann- leika og sæmdar. Á meðan hann var undir hinni'lllgjörnu stjórn Potenkins, gaf hann aldrei skýrslu um hern aðaraðgerðir sínar, því að Po- tenkin vildi ekki láta hann skrifa sannleikann, en hann vildi ekki skrifa neitt annað. Örlæti hans er jafn mikið og yfirlætisleysi hans. Hann virð- ist engan skilning hafa á gildi verðmæta. Pyngja hans er opin- hverjum sem kemur, verðugum sem óverðugum. Hann var vanur að bera dag- lega hið stórfenglega, gimsteina skreytta sverð, sem keisara- drottningin gaf honum fyrir sig- urinn í Taurida. Og það var að- eins aðgæzla hinna trúu aðstoð- armánna, sem kom í veg fyrir að gimsteinar, sem voru þús- unda rúblna virði, týndust u: hjöltunum, þegar þeir fóru að losna úr umgjörðunum vegna hlífðarlausrar notkunar. Hann virðist ekki berast mik- ið á nema á einu sviði. Hann hefur dálæti á hestum og átti, þegar ég heimsótti hann, fjóra eða fimm af hinu bezta Arabíu- kyni, og húsið þeirra var betra en kofmn hans. Hann sýndi mér einn þeirra með miklu stolti. Það var grár gæðingur, sem hann hafði einu sinni riðið frá Toganrog (við Svartahaf) til Moskvu og til baka sömu leið, án þess að hafa hestaskipti eða hvíla hann, og sást ekki á honum, að hann tæki það nokkuð nærri sér. Þegar ég yfirgaf aðalstöðvar Súvoroffs 14. nóvember, til að fara til Kerson áleiðis til St. Pétursborgar, tók hann upp úr einni kistu sinni loðfeld, gerðan úr oturskinnum frá Síberíu, fóðraðan með gulu Kínasilki, með víðum ermabryddingum og kraga eða hettu úr safalaskinni, og var hann svo síður, að hann náði mér á hæla. — Ég hafði aldrei séð jafn dásamlega flík. En það var ekki allt. Hann tók næst upp riddaraskikkju úr hermelínaskinni, hvíta sem snjó og festa saman að framan með svörtum og gylltum snúrum. — Er þetta vetrarhirðskikkja for- ingja Pavlocskaja riddaranna í lífverði keisarans, en hann var heiðursfursti hjá þeim. „Taktu þetta, Jones“, sagði hann. „Þetta er of fínb fyrir mig. Börnin mín (þ. e. hermenn- Framhald af 5. síðu. Þýzku nazistarnir hafa á undanfömum árum svelt þjóðimar í liemumdu löndunum. — Myndin sýnir matvœlaúthlutun í Frakklandi eftir að Þjóðverjar höfðu verið sigraðir. Brezkur Shcrmanskriðdrehi á Ítalíuvígstöðvunum. Myndin sýnir hinar langfleygu orustuf lugoélar brezka flugliers- ins. Þœr hafa mikið verið notaðar til vemdar sprcngjuflugvél- um í árásarferðum þcirra. Spitjireflugvélamar áttu sinn þátt í því live vel innrásin tókst, með því að veita landgönguliðinu „vamarþak“ er Þjóðverjar unnu ekki á. — Myndin sýnir Spitfireflugvél lenda á heima- flugvelli eftir rannsóhnarleiðangur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.