Þjóðviljinn - 17.09.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.09.1944, Síða 3
Sunnudagur 17. september 1944. ÞJÓÐVILJINN 9 Við hliðið að trjágarðinum við ána höfðu fram farið öll ástar- ævintýri í Húmlu. Þar hafði fað- ir Adrians og móðir mætzt fyrir þrjátíu, fjörutíu árum, og síðar höfðu þau mörgum sinnum mælt sér þar mót, meðan þau um stutta stund nutu æsku sinnar. Við þetta sama hlið hafði afi hitt ömmu, og á unga aldri hitti Adrian Sigríði á sama stað. Ilún var fallegasta stúlkan í Húmiu, en hún var nú samt ekki falleg. Þegar systir henn ar var dáin, var hún einkabarn foreldra sinna. Hún var síðasta grein gamallar bændaættar. For- eldrar Adrians voru farin að eld- ast, og búskapurinn hafði gengið illa nokkur ár. Foreldrar Sigríðar höfðu þegar fengið veð í jörðinni, og dagurinn nálgaðist, að skuldin félli í gjalddaga. Og með þetta fyr- ir augum höfðu foreldrar Adrians í leyndum hjartans sett von sína á það, að sonur þeirra giftist dótt- urinni á stærsta búgarðinum í Húmlu. Vorkvöld eitt, þegar Adrian varð sautján ára — þá var Sig- ríður átján — kyssti hann hana. Það var við hliðið. Ilonum fannst hann vera að uppfylla óskir for- eldra sinna. Munnur Sigríðar var kaldur. Ilún hafði þunnar og b'lóð- lausar varir. Honum fannst það svo einkennilegt að kyssa leik- systur sína. Hann æsti sig upp í ástríðu. Seinna um kvöldið gengu þau fram og aftur í garðinum, og þá vildi hann leggjast með hcnni, en hún leyfði það ekki. Þá leið hon- um illa á eftir. En jafnframt varð hann þó feg- inn, og á vissan hátt fann hann öryggi í kulda Sigríðar. Þau hitt- ust daglega sem félagar. Þau héldu líka áfram að liittast á kvöldin, af vana, út úr leiðindum, þó mest af því, að nú voru þau nágrann- ar. í augu Sigríðar var samt kom- in einhver djúp eftirvænting, sem honum féll ekki í geð. Þegar þau mættust, þá horfði hún niður fyr- ir sig. Einu sinni þegar þau voru ein sér, þá kyssti hún hann allt í einu með kalda munninum sínum. Hún áleit auðsjáanlega, að hún hefði látið ási;ríðurnar hlaupa með sig í gönur. Hún hafði gengið lengra «n sæmilegt var ungri bóndadótt- ur. Ilonum varð um og ó, og hann varð að þvinga sig til að svara Lossi hennar. Honum fannst hann hafa gert sig sekan um sifjaspell. Hann virti fyrir sér grannan lík- ama hennar, ljósu trölltryggu aug- un, og jafnframt fann hann til djúprar fyrirlitningar ,á þorpinu. Sigríður tilheyrði því. Hann fyrir- leit hvorutveggja. Um þetta leyti veitti Adrian Mörtu eftirtekt í fyrsta sinn. Hún var bráðþroska, dökkhærð stúlka af hraustum ættum, en átti mörg systkini. Meðal þeirra var Jóse- fína, yngri en hún, en annars var eins og þær væru steyptar í sama mótinu. Foreldrar Mörtu voru fá- tækir. Þau höfðu verið í vinnu- mennlku á einum stóru búgarð- anna á Sörmlandi. Þegar Marta var sautján ára, höfðu foreldrarnir fengið sér hjá- leigukot. En faðir hennar, lítill vexti með gult yfirskegg, sem hékk á ská yfir munninum á honum, Í31 enn með sér rótleysi heimilis- lausa vinnumannsins. Ilann var hvorutveggja í senn þunglyndur Ivair Lo-Iohansson: FTBS og léttlyndur, og hafði til að bera þann léttúðuga glæsileika, sem inaður rekur sig stundum á meðal hjáleigubændanna. Móðir hennar hafði verið fögur, og þó var hún sjálf ennþá fegurri. Oft virðist feg- urðin liggja í því, að andlitsfallið er óreglulcgt. Marta liafði til að bera þessháttar fegurð. Það var erfitt að standast aðdráttarafl hennar. Á kvöldin, þegar æskulýð- urinn var að dansa eða gekk eftir veginum, þá drógust allra augu að Mörtu. Hún gekk og dansaði og hreyfði sig á þann veg, sem sautj- án ára ungling verður ógleyman- legt. Ferðamaður einn, sem af til- viljun hafði séð hana, kallaði hana hirðmeyjuna fögru. Adrian varð svo hrifinn af heniii, að hann fékk enga rönd við reist. Ennþá hélt hann áfram um stund að hitta Sigríði eins og áð- ur. Þau fóru saman á dansleiki, en þegar þangað var komið, þá vildi hann helzt vera laus viðl hana. Hann reyndi að kynnast Mörtu, liann beið eftir henni, hann koinst í geðshræringu, þegar hann heyrði nafn hcnnar nefnt. Þetta var farið að vekja eftirtekt. Kvöld eitt liitti hann .hana. Marta flögraði eins og venjulega, masaði og hló. Adrian reyndi að koma sér á framfæri við hana, en hann varð skoplegur, af því að hann var svo alvarlegur. — Viltu vera með á hjólinu mínu, Marta? Marta virti fyrir sér hjólið, sem stóð upp við vegginn. — Eg veit ekki hvort ég þori. — Þú skalt sjá, hvort ég kann ekki að hjóla .... Hánn var skrækróma í veikleika æsku sinnar. Hann færði sig að hjólinu með klunnalegum tilburð- um. Hinir liorfðu á hann. Hann hafði þegar gefið upp alla von. — Geturðu hjólað? . . . Jæja, ég þarf að fara þetta hvort sem er. Hinir stóðu umhverfis. Adrian varð allt í einu hugdjarfur og tók utan um Mörtu. Einn drengjanna, ungur ljóshærður vinnumaður, sem hét Vilgott, æpti: — Á hverju kvöldi einhver nýr! — Haltu kjafti! hvæsti Marta. —- Náðirðu í óðalsson í kvöld? Var það það, sem þú varst að leita að . . . . æpti Vilgott á eft- ir þeim. Adrian teymdi hjólið annarri hendi, hinni hélt hann utan um Mörtu. Þegar þau höfðu gengið dálítinn spöl, settust þau bæði á hjólið og óku. Þau voru gagn- tekin af ólgandi hátíðleika, þegar þau sátu bæði á grönnu, titrandi hjólinu. — Ileyrðir þú, hvað Vilgott sagði? spurði Marta að síðustu, þegar Adrian hafði árangurslaust reynt að segja eitthvað. Til að sýna, hvað hann .gæti, hafði hann ekið of hratt og var orðinn móð- ur. Þau gengu upp næstu brekku. — Jú, ég heyrði það .... — Það er af því, að ég var einu sinni með honum, þessvegna liang- ir hann alltaf í mér .... Skáldsagan „Gatan“ eftir einn af kunnustu rithöfundum Svía, Ivar Lo-Joliansson, er nýkomin út í íslenzlcri þýðingu gerðri af Gunnari Benediktssyni. Þetta er saga sveitafólks, sem lendir til borgarinnar en getur ekki samlagazt borgarlífinu, saga um skuggahliðar borgarlífsins, og lífsbaráttu fátœkra karla og kvenna. Kaflinn sem hér birtist er snemma í bókinni, og lýsir fyrstu lcynnum unglinganna Adrians og Mörtu, sem eru aðalpersónur sógunnar. Adrian fann til afbrýðissemi gagnvart Vilgott. — Það var illa gert gagnvart honum, sagði hann og reyndi að hafa vald á röddinni. — O, — það var ekki ég ein, sem stökk frá einhverjum i kvöld. — Hvernig þá? . . . . 1 rökkr- inu sá hann dökka hárið liennar og þessi leikandi, síkviku augu. Þau settust á lijólið á ný. Nú var það ofan í móti. — Sigríður var úti við vegginn, þegar við lögðum af stað. Það var Marta, sem sat fyrir framan hann. Hún sat róleg, sterk og fjaðurmögnuð á mjórri slánni. Ilann fékk hugrekki frá henni. Það lagði hlýja strauma frá henni til hans. — Það er ekkert sérstakt á milli okkar Sigríðar, sagði hann, og fannst hann vera máttlausari að stíga hjólið. — Er það . . . . ? Þau óku spölkom, og svo gengu þau aftur. Þau urðu sífellt ein- lægari hvort við annað. Nóttin var hlý og rökkurmjúk. Vegurinn lá framundan eins og Ijóslitaður borði. Hann hafði aldrei fyrr get- að talað við nokkra stúlku eins og Mörtu. Þetta var í fyrsta skipti, að hann var ekki neitt vandræðalegur, hann var bara glaður. — Piltar og stúlkur eru alveg eins, sagði hún einu sinni. Þau liafa alveg samskonar tilfinningar, þótt þau láti það ekki í ljós. — Getur verið. — Eg segi það sem mér býr í brjósti. Þessvegna liafa allir liorn í síðu minni .... Hann ók upp brekku, sem þau hefðu átt að ganga. Hann var of þreyttur til að svara. Ilann vildi ekki láta hana heyra, hve móður hann var. Sumarið leið. Þau sættu færi að mætast, helzt þar sem enginn gat séð þau. Það fór ekki fram hjá þeim, að Vilgott; sat um þau, hvar sem þau fóru, þrunginn af afbrýðissemi. Adrian tók eftir því, að vinnumaðurinn Vi'lgott fór að draga sig eftir Sigríði, og hún, mik illáta dóttirin á stærsta búgarðin- um í Húmlu, lagðist svo lágt að tala við strákinn. Eina nóttina í ágúst fylgdust þau að, Adrian og Marta, frá dans- leik, sem unga fólkið hai'ði efnt til. Vilgott dró sig burtu frá dansin- um, þótt hann hefði verið með í því að koma honum af stað, og hafðist við' úti við skógarjaðarinn, þar sem sumir sátu og spiluðu. Sigríður var þar ekki. Þegar þau Adrian og Marta nálguðust lijá- leiguna viku þau út af veginum, og í döggvotum trjágarðinum fékk hann hennar. Það var í fyrsta sinn á ævinni, sem hann naut unaðar- ins af snertingu við nakinn konu- líkama. \ Marta var óþvinguð í hegðun sinni. Ilún þekkti enga uppgerðarblygðunarsemi. Hún kom til móts við hann' í hvívetna og færðist hvergi undan. Ilún sýndi honum fullkomna einlægni og traust án allra orða og tak- markalausa trú á lífið. Þau áttu þaf hreiður í liáu. grasinu, rétt fyrir sólarupprás. Og án alls ótta og allrar mótstöðu gaf hún sig honum á vald, það var eðlilegur þáttur í vináttu þeirra, hann hafði aldrei þegið neina eðlilegri gjöf. Sumarið var liðið. Akrarnir í kringum Húmlu urðu gráir og munaðarlausir. Adrian hugsaði ekki um neitt nema Mörtu, og landið um kring tók litbrigðum í augum hans, eftir því hvernig á honum lá. Þau liittust í hlöðu, sem stóð kippkorn frá einu býlinu. Úti fyrir var köld nóttin, en þau urðu aldrei vör neins kulda. Þau höfðu ylinn úr heyinu. Kvöld eitt, er þau lágu þax, sagði Marta honum frá áformum sínum. — Eg fer að heiman í haust, sagði lnin alt í einu. Eg hef lengi hugsað um þetta. Nú verður það að ske. Það gustaði með fram hlöðu- veggjunum. í gegnum sprungu í veggnum sáu þau móta fyrir greni- tré, og króna þess svignaði fyrir veðrinu. — Eg verð að hjálpa foreldr- um mínum á einhvern hátt .... Eg má ekki lengur vera heima, þegar yngri systkinin eru að kom- ast upp .... Nú fann Adrian allt í einu, hvað það var kalt. Heyið umhverfis hann glataði ilmi sínum. Stóra grenitréð svignaði í myrkrinu iyr- ir utan. — Hvert ætlarðu að fara? spurði hann; en hann var alltaf að hugsa um sjálfan sig. — Auðvitað til Stokkhólms. Hvert ætti ég annað að fara? — Þá missi ég þig, sagði hann og ekkert annað. Marta sat við hlið hans, spennti höndum um hné sér og horfði út í myrkrið. Ilún hló, og hann skildi ekki hlátur hennar. Hann átti ekki von á svona hlátri á þessari stundu. Hún átti ekki við alvöru hans, og í fyrsta sinn síðan þau kynntust var liún honum ókunn. — Þú getur komið á eftir, sagði hún í allt öðrum tóni. — Eg get ekki komið á eftir, sagði hann hægt og hugsandi. Þau sátu lengi í heyinu og myrkrinu. Þegar liann að lokum faðmaði hana að sér, þá naut hann ekki sama unaðar og áður. Stund- um fannst honum hún hverfa úr faðmi sér. Honum fannst heyið stinga sig, eins og hlaðan væri full af skrælnuðum þyrnum. Þeg- ar þau laumuðust út, gengu þau livort í sínu lagi, eins og þau væru ókunnug, en ættu fyrir tilviljun leið saman. Rétt fyrir utan hlöðuna, þar sem borð höfðu verið lögð yfir framræsluskurð, heyrði Adrian 'hávaða, eins og einhver hefði hlaupið undan þeim út í myrkr- ið. Þau námu staðar. Rétt fyrir framan var einhver , sem liúkti og hvarf svo niður í skurðinn. Adrian brá og hann varð hrædd- ur. — Það er einhver að njósna um okkur. ... Marta leit á hann angistaraugum. Ilann læddist á- fram nokkur skref. Marta hrað- aði sér til hans, laut að honum og hvíslaði nafni í eyra hans. Ilatrið sauð í brjósti Adrians. Ilann fann, að Marta tók í arm hans til að leita sér öryggis. Allur ótti var allt í einu á bak og burt. Ilann hljóp áfram og hrópaði: — Skríddu ekki þarna eins og kvikindi. Þá kom maður upp úr skurðin- um. Það var Vilgott, sem stóð frammi fyrir honum. — Ég gekk bara framhjá, stam- aði hann. — Þú lýgur því. — Ég var að minnsta kosti ekki að elta þessa skækju þarna .... í sama bili réðst Adrian á hann; en þessi sterkbyggði vinnumaður var sterkari. Þeir ultu í skurðinum um stund. Adrian sá, hvernig hræ- gular augnabrúnir Vilgotts skulfu eins og kornöx í vindi. Þykkar varir hans opnuðust og það stirndi í tennurnar. Þegar þeir voru komn- ir upp úr skurðinum, slógust þeir í myrkrinu og flest þeirra högg misstu marks. Einu sinni kom hann höggi á hálsinn á Vilgott. Hnefi hans, lirökk af harðspennt- um sinunum og það dró mátt úr hcndi hans. Allt í einu fékk hann roknahögg í nárann, og hann valt um koll og lá á skurðbarminum. Vilgott öskraði upp, og uppgerð- arhlátur hans bergmálaði ömur- lega í skóginum. Svo hvarf hann út í myrkrið. Marta beygði sig óttaslegin yfir Adrian. Hann reis á fætur með erf iðismunum. — Slepptu mér, sagði hann og vildi hlaupa af stað. — Nei, skiptu þér ekki af lion- um, sagði hún og hélt í hann. — Hann hljóp í burtu. ... Hann var að njósna um okkur, og svo flúði hann. — Láttu hann eiga sig. Hann fær það borgað, sagði Marta. Ilann fylgdi henni lieim, yfir- kominn af reiði yfir ósigrinum, og skuggi Vilgotts dansaði eins og afturganga fyrir augunum á hon- um. Þau sáust ekki framar þetta haustið, og í lok septembermán- aðar fór Marta til Stokkhólms. Síðar frétti Adrian, að hún liefðí fengið stöðu í borginni. Sumir Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.